Skessuhorn - 08.09.2004, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
9
^nLSSUIIUi..
Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa við hornið á nýja fjósinu sem
hann byggir í félagi við Halldór Gunnlaugsson.
1i
Eina fjósið í bygg-
ingu á Vesturlandi
Samkvæmt heimildum
Skessuhorns er eina fjósbygg-
ingin sem nú er í gangi á Vestur-
landi á Hundastapa í Hraun-
hreppi. Tvö ný í]ós risu á sl. ári
í landshlutanum og þónokkrir
bændur hafa auk þess undanfar-
in misseri verið að breyta eldri
fjósum og bæta mjaltaaðstöðu.
Olafur Egilsson hefur búið á
Hundastapa um langt skeið.
Sem lið í væntanlegum ættliða-
skiptum á búinu er hann nú í fé-
lagi við Halldór Gunnlaugsson,
tengdason dóttur hans, að
byggja nýtt 60 kúa fjós. „Það var
annaðhvort að fara í nauðsyn-
legar endurbætur á húsakosti og
aðstöðu eða hætta þessu alveg,“
sagði Ólafur í samtali við
Skessuhom. Þetta viðhorf end-
urspeglar e.t.v. batnandi stöðu
mjólkurframleiðenda en staða
búgreinarinnar hefur farið batn-
andi undanfarin ár samhliða því
að búum hefur fækkað vemlega
og kvótakaup vom gerð mögu-
leg. „Eg byggði síðast fjós hér
fyrir um 30 ámm síðan en fjós
þess tíma era einfaldlega að
verða úrelt í dag. Öll vinnuað-
staða mun batna í þessu fjósi og
möguleiki til að fjölga kúm og
bæta hagkvæmnina eykst til
muna. Hér verður hægt að hafa
allt upp í 60 kýr mjólkandi og
framleiða um 300 þúsund lítra af
mjólk. Við þurfum að vísu að
bæta nokkuð við kvótaeignina
og kvóta munum við kaupa strax
þegar hann býðst, þrátt fyrir að
verðið sé hækkandi,“ segir Ólaf-
ur. Kvótaverð er um þessar
mundir um 280-290 krónur fyr-
ir lítrann og því er spáð að sam-
hliða lidu framboði muni það
enn hækka.
Nýja fjósið á Hundastapa er
byggt við fjóshlöðuna sem fýrir
var og verður hún að hluta nýtt
sem gjafaaðstaða fyrir nýja fjós-
ið. Fjósið verður lausagöngufjós
með flórsköfukerfi og mjólkur-
hús og mjaltabás er samhliða
þessu í byggingu þar sem hægt
verður að mjólka 10 kýr í einu.
Utveggir em úr yleiningum ffá
Límtré en innréttingar koma
m.a. frá Landstólpa, fyrirtæki
Lámsar Péturssonar á Hvann-
eyri. Næstu verk í byggingunni
er að ljúka við að gera húsið fok-
helt og steypa flóra og gólf og
koma þvínæst fyrir innrétting-
um. „Ef allt gengur að óskum
stefnum við á að hefja hér mjalt-
ir á aðfangadagskvöld en til vara
á gamlárskvöld“; sagði Óli á
Hundastapa að lokum.
MM
Hluti nýja vegarkaflans.
Nýr veghluti
Fyrirtækið Stafnafell ehf. er
nú að ljúka við endurgerð 2,5
kílómetra af veginum yfir
Fróðárheiði á Snæfellsnesi.
Verklok era nokkurn veginn á
áætlun og er ljóst að þessi hluti
leiðarinnar er mikil samgöngu-
bót fyrir íbúa og aðra vegfar-
endur á vestanverðu Nesinu.
Mikið verk er þó óunnið við
endurgerð vegarins beggja
vegna við hinn nýja veghluta.
Einkum er brekkan upp á fjall-
ið norðanmegin erfið; brött og
bugðótt.
MM
J' ' / I .v'. / Uvisjón: Gunnar Bender
m. UaSrikoinCS
&
Frábær gangur í Krossá
og Búðardalsá
„Veiðin hefur gengið vel
hjá okkur í Krossá og það
hafa veiðst um 200 laxar og
70 bleikjur," sagði Trausti
Bjarnason veiðivörður við
Krossá á Skarðsströnd, en
um 400 laxar eru gengnir í
ána og a.mk. einn verulega
stór, jafnvel tveir. „Veiði-
menn hafa verið hressir með
veiðina hjá okkur í sumar og
veiðitíminn er ekki búinn
ennþá, það geta bæst við
nokkrir laxar. Það er einn
stór fiskur úr ánni en mest
em þetta 4 til 6 punda fiskar
sem eru að veiðast,“ sagði
Trausti ennfremur. En hann
var á leiðinni í Flekkudalsá á
Fellsströnd til veiða.
Búðardalsá hefur gefið
yfir 200 laxa og er mikið af
fiski í henni víða. Það eru
ekkert nema smáskúrir sem
eru að koma víða um land og
það gerir lítið fyrir þurra
jörðina, en þegar þessi fræga
Pálmi Jónasson útvarpsmaður var á veiðislóðum fyrir vestan fyr-
ir skömmu og veiddi meðal annars þennan þorsk.
Ljósmynd: KAA
rigning kemur, verður hún
rosaleg.
Laxá í Dölum er komin
yfir 700 laxa og Haukadalsá í
330 en veiðiskapurinn hefur
gengið frekar rólega í
Haukadalsá í sumar. Ný-
gengnir laxar hafa verið að
veiðast í Miðá, síðusm daga.
Lítið hefur heyrst af veiði-
skap í Hörðudalsá.
FjölskyUlur
og (jánnögmm
Nómskeið fyrir almenning um fjármál og
lánamöguleika heimilanna
í Alþýðuhúsinu, Sœunnargötu 2a, Borgarnesi,
fimmtudaginn 16. september 2004,
kl. 18:30-22:30.
Kaffiveitingar
Aðgangur ókeypis.
tóttfoka tilkynnist Símenntunarmiðstöðinni,
Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, fyrir 14. september
ísíma 437 2390, netfang simenntun@simenntun.is.
i Verkalýðsfélag
1 Borgarness
VIÐSKIPT
BIFRÖST
5IMENNTUNARMIÐ5TOÐIN
Á VESTURLANDI