Skessuhorn - 06.10.2004, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 39. tbl. 7. árg. 6. október 2004 Kr. 300 í lausasölu
Nýtt og glæsilegt
fiýstiskip til HB-
Granda
Stærsta
veiðisldp
flotans
Síðastliðinn föstudag var
undirritaður samningur um
kaup HB Granda á skipi til
veiða og vinnslu á uppsjávar-
fiski. Samningurinn er með
fyrirvara uin að skipið stand-
ist endanlega úttekt sem ver-
ið er að framkvæma þessa
dagana.
Skipið er smíðað á Spáni
1994 og er 105 metra langt
og 20 metra breitt og verður
þannig stærsta veiðiskip flot-
ans. Það hefur verið skráð í
Kóreu og m.a. stundað
Alaskaufsaveiðar við Rúss-
land. Frystiafköst þess verða
um 200 tonn á sólarhring.
Um borð er fiskimjölsverk-
smiðja með afköst upp á 150
tonn á sólarhring af hráefni.
Skipið er væntanlegt til
landsins í byrjun næsta árs.
Tilgangur félagsins með
þessuin kaupum er að geta í
ríkara mæli en verið hefur
unnið uppsjávarfisk til
manneldis, sérstaklega síld,
loðnu og kolmunna, sem
hefur að mestu verið unninn
í fiskimjöl og lýsi hjá fyrir-
tækinu. Þannig mun fyrir-
tækið styrkja uppsjávar-
vinnslu þess til muna frá því
sent verið hefur. Kaupverð
skipsins er rúmlega 14 millj-
ónir USD, en að auki þarf að
kosta til verulegra breytinga
á vinnslubúnaði skipsins.
MM
Haustlægðirnar hellast nú yfir hver á fætur annarri. Gróðurinn lætur því sífellt meira á sjá og geta litbrigði
haustsins verið margbreytileg á þessum tíma. Sverrir Karlsson í Grundarfirði tók þessa mynd um helgina.
Ófremdarástand í fjarskiptamálum björgunaraðila
Tetra kerfið ónothæft
norðan Hvalfjarðar
Sveitarfélögum
fækkar og þau
stækka
I tillögum nefndar félags-
málaráðherra um sameiningu
sveitarfélaga er lagt til að
sveitarfélögum á Vesturlandi
fækki um 12, verði 5 en eru í
dag 17. A miðopnu blaðsins í
dag eru tillögur þessar kynnt-
ar ítarlega auk þess sem við-
brögð nokkurra sveitar-
stjórnenda við tillögunum
em könnuð. Sjd bls. 8-10.
Húsasmiðjan í
Borgames
Gömlu kaupfélagsvígjun-
um fækkar óðfluga. I liðinni
viku seldi Kaupfélag Borg-
firðinga rekstur og eignir KB
Byggingavara til Húsasmiðj-
unnar sem opnar verslun sína
við Egilsholt síðar í þessum
mánuði. Sjcí bls. 6.
Sjúkraflutningamenn á Akranesi við sjúkrabflana.
Gísli Björnsson lengst til vinstri.
í bréfi sem deildarstjóri
sjúkraflutninga á SHA hefur
sent 16 ábyrgðar- og hags-
munaaðilum fjarskipta- og ör-
yggismála í landinu tilkynnir
hann að sjúkraflutningaþjón-
ustan á Akranesi hafi hætt notk-
un Tetra fjarskiptabúnaðarins
þar sem íjarskiptaskilyrði hafa
stórversnað á svæðinu norðan
Hvalfjarðar að undanförnu. I
bréfinu segir að þrátt fyrir að
góð fyrirheit hafi verið gefin af
hálfu Tetra Island um að komið
yrði upp sendum á Akranesi og
nágrenni, þá hafi engar efndir
orðið. Nú sé svo komið að
ógjörningur sé að koma boðum
á milli aðila sem vinna með
þetta fjarskiptasamband, t.d. sé
ekki hægt að ná til Neyðarlín-
unnar í gegnum Tetra. í bréfi
sínu segir Gísli Björnsson,
deildarstjóri sjúkraflutninga á
SHA að björgunaraðilar norðan
Hvalfjarðar séu nánast fjar-
skiptasambandslausir nema
með GSM eða NMT símum.
Það sé vitaskuld allsendis ófull-
nægjandi miðlunartæki upplýs-
inga á ögurstundum og nái að-
eins til tveggja aðila í senn.
Hann segir sjúkraflutninga-
menn uggandi vegna þessa á-
stands þar sem svæðið sé stórt
með fjölmennum vinnustöðum
á Grundartanga auk þess sem
Hvalfjarðargöngin séu sérstakt
áhættusvæði. Þessir staðir séu
sambandslausir við fjarskipta-
kerfi önnur en símtæki eins og
fyrr er getið. Gísli segir enn-
fremur í bréfi
sínu að ef ekki fá-
ist viðunandi
lausn með Tetra
kerfinu hið
fyrsta, þá verði
ekki um annað að
ræða en hefja
vinnu við upp-
setningu á öðr-
um fjarskipta-
kerfum fyrir
björgunaraðila, s.s. VHF með
endurvarpa á Akrafjalli. I niður-
lagsorðum bréfritara segir að að
tilgangurinn með bréfinu sé að
vekja athygli allra þeirra aðila
sem koma að öryggis- og björg-
unarmálum á hinu alvarlega á-
standi í fjarskiptamálum á svæð-
inu. Hann segir að það sé ljóst
öllum þeim sem að þessum
málum komi hversu afdrifaríkt
það geti oðrið að búa við ófull-
nægjandi fjarskipti á örlaga-
stundu.
MM/af vef www.sha.is
Góð kaup
Lambahakk -pakkaö Góð Kaup! 447 kg. Verð áður: 639 kg. Kjúklingavængir Góð Kaup! 209 kg. Verð áður: 299 kg.
Lambahamborgarhr 947 kg. 1353 kg. EmmEss Skafís 1 Itr 2 fyrir 1 479,-stk.
Lambanaggar 400 gr 343,- 491,- Camp.Farfalle 500 gr 79,- 109,-
Lambasneiðar 400 gr 546,- 382,- Camp.Fuslli 500 gr 79,- 95,-
Kjúklingaleggir 419 kg. 599 kg. Camp.Spaghetti 500 gr 69,- 85,-
^ Kjúklingalæri 419 kg. 599 kg. Camp.Tagliatelle 500 gr 79,- 95,-
4 k a a r
" Tilboðin gildafrá 7. október til og með 11. október eða meðan birgðir endast.
Verið velkomin! Borgarnesi