Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2004, Qupperneq 4

Skessuhorn - 06.10.2004, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004 ú&CssunuK. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgornesi Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: Iris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is mognus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilófrestur smóauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. 433 5500 Sameining „Sjálfstæði er betra en kjöt“, mælti sauðfjárbóndi allra tíma, Bjartur í Sumarhúsum, aðalpersónan í hinni ódauðlegu skáld- sögu Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Lengi vel var ég sammála Bjarti og vitnaði gjarnan til fyrr- greindra orða hans þegar sameiningu sveitarfélaga bar á góma. Eg hafði á sínum tíma öngvan áhuga á að mitt litla og laglega sveitarfélg týndist í einhverri sameinaðri stjórnsýslu- hít. Eg vildi hafa áffarn minn oddvita, þann sama og verið hafði við völd mest alla síðustu öld og stýrt sveitarfélaginu af röggsemi og án þess að hafa í kringum sig hjörð ritara, ráð- gjafa eða hverskonar spekúlanta. Þrátt fyrir að ég hafi undantekningalaust og án nokkurs vafa rétt fýrir mér í hvert eitt sinn þá áskil ég mér rétt til að skipta um skoðun. Tímarnir breytast og mennirnir með og forsendur ekki síður. Hér áður fýrr voru helstu verkefni hreppsnefhda í hinum dreifðu byggðum þau að leggja á fjallskil og innheimta lög- boðin gjöld af þegnum sveitarfélagsins. Síðan þá hefur ríkinu tekist að koma yfir á sveitarfélögin hinum ýmsu verkefnum sem það hefur sjálft viljað losna við. Þá hafa blýantsnagarar í Brussel, þeirri annars eflaust ágætu borg, verið iðnir við að dengja yfir Evrópubúa hinum fáránlegusm reglugerðum sem taka þarf tillit til og reglan er sú að mér skilst, að ein máls- grein kallar að meðaltali á einn starfsmann hjá hinu opinbera. Aukinheldur snýst daglegt líf æði margra Islendinga um mun fleira en bara fjallskil, ítölur og forðagæslu. Hrepparígur er vissulega gömul og góð íþrótt og full á- stæða til að halda honum við enda ekki ástæða til að leggja hann af þótt sveitarfélögum fækki. Það verður þá kannski meira svæðarígur því þótt útlínur sveitarfélaga brejuist á ein- hverju stjórnsýslukorti þá verður landslagið óbreytt. Ekki er gert ráð fýrir að færa fjöll milli fjarða eða breyta árfarvegum. Dalir og firðir munu áffam heita sömu nöfhum. Það er held- ur ekki sjálfgefið að sjálfstæðinu sé fórnað með sameiningu sveitarfélaga. Einstök svæði, dalskorur, víkur og vogar geta haldið sínu sjálfsæði að hluta til í það minnsta með því að taka virkan þátt í að móta sitt samfélag. Fyrir þá sem engan áhuga hafa á lífinu í kringum sig skiptir varla máli hvort þeir eiga heima í 50 eða 500 þúsund manna sveitarfélagi. Gísli Einarson, sjálfstæður að miklu leyti. Gísli Einarsson, ritstjóri. Kosið um sameiningu 20. nóvember sunnan Skarðsheiðar Síðasta tækifæri til að ráða ferðinni sjálf segir Hjördís Stefánsdóttir formaður samstarfsnefndarinnar Samstarfsnefhd um samein- ingu sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar sendi í liðinni viku frá sér tilkynningu vegna fýrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um sameiningu fjögurra sveit- arfélaga sunnan Skarðsheiðar. Tilkynningin er svohljóðandi: „Stórum áfanga hefur nú ver- ið náð í átt að sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheið- ar. A fundi samstarfsnefndar sveitarfélaganna, í félagsheimil- inu Miðgarði í gær, var sam- þykkt að gengið yrði til al- mennrar atkvæðagreiðslu um sameiningu Hvalfjarðar- strandahrepps, Innri-Akranes- hrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, laugar- daginn 20. nóvember næstkom- andi. Þetta verður í fýrsta sinn sem íbúum þessara sveitarfélaga gefst kostur á að kjósa um sam- einingu, en sameiningarviðræð- ur og sameiningartilraunir hafa verið uppi á borðinu í u.þ.b. 15 ár. Síðustu sameiningarviðræð- ur milli áðurnefndra sveitarfé- laga áttu sér stað árið 2003, en þá slitnaði upp úr án þess að al- menningur fengi að greiða at- kvæði. Núverandi samstarfs- nefnd tók til starfa í byrjun þessa árs og hefur unnið að miklum krafti að sameiningar- málum undnanfarnar vikur með þeim árangri sem nú er kynnt- ur. Verði sameining samþykkt í nóvember verður til nýtt og öfl- ugt sveitarfélag sunnan Skarðs- heiðar, með samtals 560 íbúa og stöndugt atvinnulíf sem m.a. byggir á tveimur stóriðjuverum á og við Grundartanga. Að mati Samstarfsnefhdar er það margt sem styður sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga, s.s. land- fræðilegar aðstæður auk mikilla samskipta í gegnum tíðina og samstarf á fjölmörgum sviðum. Sameinað sveitarfélag hefur aukið traust út á við og það verður sterkara afl þegar um ýmis hagsmunamál er að ræða. Markmiðið með sameiningu er að skapa öflugt sveitarfélag með skilvirka og góða stjórn- sýslu, sterka fjárhagslega stöðu, traust atvinnulíf, öfluga félags- þjónustu og umhverfi sem mun laða að fólk til búsetu og stuðla að uppbyggingu samfélagsins. Sameinað sveitarfélag er mun betur í stakk búið til þess að takast á við lögbundnar skyldur sveitarfélaga og brýnustu verk- efnin sem blasa við íbúum sunnan Skarðsheiðar, t.d. að leysa óvissu um áframhaldandi rekstur grunnskóla." Formaður Samstarfsnefhdar- innar er Hjördís Stefánsdóttir en með henni í nefhdinni eru Hallfreður Vilhjálmsson, Asa Helgadóttir, Agúst Hjálmars- son, Marteinn Njálsson, Har- aldur Magnússon, Sigurður Sverrir Jónsson og Björn Jó- hannesson. Hjördís sagði í samtali við Skessuhorn að framundan hjá samstarfsnefndinni væri að kynna málið ítarlega fýrir íbú- um. „Fyrirhugað er að halda kynningarfundi í öllum sveitar- félögunum fjórum og verða þeir væntanlega seinnipartinn í október og fýrri hluta nóvem- ber. Einnig verður farið í kynn- ingarstarfsemi og m.a. gefinn út bæklingur sem dreift verður inn á öll heimili í sveitarfélögun- um.“ Hjördís segir einnig að mikill þrýstingur sé frá stjórn- völdum um að smærri sveitarfé- lög hafi frumkvæði að samein- ingarmálum. „Ég tel þetta vera síðasta tækifæri sveitarfélag- anna hér sunnan Skarðsheiðar að hafa eigið frumkvæði í þessu máli og stjórna þannig atburða- rásinni í sameiningarferlinu,“ sagði Hjördís að lokum. MM Séra Karl kveður Sr Karl V Matthíasson fýrrum sóknarprestur í Grundarfirði kvaddi söfnuð sinn í rnessu í kirkjunni, sunnudaginn 28. september sl. Messaði hann þar ásamt séra Elínborgu Sturludóttir sem skipuð hefur verið nýr sóknarprestur. Ljósm. Sverrir. Leiðrétt- ingar Fleiri eigendur I síðasta blaði var sagt að eigendur nýja veiðiskipsins; Þorvarður Lárusson SH í Grundarfirði væru bræðurn- ir Sigurður og Jóhannes Þorvarðarsynir. Þeim til við- bótar eiga skipið þeir Guð- mundur Reynisson og Krist- ófer Kristinsson og leiðrétt- ist það hér ineð. Grænt verður rautt I frétt unt nýja veglykla í Hvalfjarðargöngin var m.a. haft eftir Marinó Tryggva- syni afgreiðslustjóra að fólk ætti að hafa samband við af- greiðslu ganganna ef ekki kviknaði „rautt" ljós þegar ekið væri framhjá gjaldskýl- inu. Hið rétta átti að sjálf- sögðu að vera ef ekki kvikn- aði „grænt“ ljós. Enn og aft- ur biðjumst við velvirðingar á mistökunum. Rækju landað Flutningaskipið Grin Frost, sem er frá Nassau á Græniandi, landaði í liðinni viku 164 tonnum af rækju í Fiskiðju Skagfirðings í Grundarfirði. Skipið getur flutt allt að 3500 tonn og er frá Kanada. Siglir það af og til til íslands með iðnaðarrækju og dreifir á hafnir landsins. MM/ljósm. Sverrir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.