Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2004, Síða 8

Skessuhorn - 06.10.2004, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004 úHJCSSUnui^ Verða fimm sveitarfélög á Vesturlandi efirir tvö ár? Tillaga liggur fyrir um að sveitarfélögum á Vesturlandi fækki um 12 og verði einung- is 5 innan tíðar, þ.e.a.s. Snæfellsnes, Borgarþörður, Dalasýsla með Reykhólahreppi, sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar og Akranes. Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmála- ráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Nú hafa sveitar- stjórnarmenn á landinu tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Tillögur sameiningarnefnd- arinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna aksturs- vegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfé- lagsins séu greiðar. Arni Magnússon, félagsmála- ráðherra sagði við kynningu til- lagnanna að markmiðið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægi- lega burðug til að sinna lög- bundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveit- arfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigð- isþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitar- félögin taki að sér rekstur fram- haldsskólanna, ffamkvæmd at- vinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Arni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi íyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til at- kvæðagreiðslu um sameining- una í apríl. I tillögum nefndarinnar er gert ráð fýrir að sveitarfélögum fækki verulega. I gamla Vesturlandskjördæminu eru nú 17 sveitarfélög með um 15.500 íbúa. Umfjöllun um sveitarfé- lagaskipan á Vesturlandi og til- lögur sameiningarnefndar til breytinga á þeirri skipan er skipt upp í fernt eftir svæðum. I skýrslunni sem nú var lögð fram til kynningar kemur m.a. fram „að eftirfarandi tillögur eru sett- ar fram að höíðu samráði við sveitarstjórnarmenn á svæðinu og að höfðu samráði við lands- hlutasamtök. Að miklu leyti er byggt á greinargerð sem sam- tökin sendu nefndinni um stöðu sveitarfélaganna á svæðinu. Auk þess er horft til þeirra viðmiða sem nefhdin hefur lagt fram um að hvert sveitarfélag skuli mynda heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði, að íbúarnir geti myndað félagslega heild og að sveitarfélög séu í stakk búin til að sinna þeim verkefhum sem íbúarnir og löggjafmn krefjast.“ Borgarfjörður sunnan Skarðsheiðar I Borgarfirði sunnan Skarðs- heiðar eru fimm sveitarfélög, þ.e. Akraneskaupstaður, Leirár- og Melahreppur, Innri-Akra- neshreppur, Skilmannahreppur og Hvalfjarðarstrandarhreppur. I sveitarfélögunum búa samtals um 6.100 manns á tæplega 500 km2 svæði, en mikill meirihluti þeirra býr í eina þéttbýliskjarn- anum á svæðinu, Akranesi. Samgöngur á svæðinu eru með besta móti og tenging við höf- uðborgarsvæðið er orðin mjög góð með tilkomu Hvalfjarðar- ganga. Tillaga sameiningar- nefhdar Samstarfsnefnd hefur verið starfandi um sameiningu Leir- ár- og Melahrepps, Innri-Akra- neshrepps, Skilmannahrepps og Hvalfjarðarstrandarhrepps um nokkurt skeið. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfé- laganna þann 20. nóvember næstkomandi. Sameiningarnefnd virðir það frumkvæði sem sveitarstjórnir þessara sveitarfélaga hafa sýnt í málinu en áskilur sér rétt til að leggja fram nýja tillögu sem kosið verður um vorið 2005 verði sameiningin felld. Gert er ráð fyrir að Akraneskaupstaður verði áfram sjálfstætt sveitarfé- lag. Rökstuðningur Ofangreind fjögur sveitarfé- lög hafa verið í samstarfi um rekstur grunnskóla og hafa þau að eigin frum- kvæði tekið upp viðræður um sameiningu. Samkvæmt við- horfskönnun sem sveitar- stjórnir þessara sveitarfélaga létu gera sam- hliða sveitar- stjórnarkosn- ingum 2002 lítur meirihluti íbúa allra sveitarfélagana svo á að þetta sé fýrsti sameiningar- kosturinn sem til greina komi. Sama viðhorf kom fram á fundi sameiningarnefndar með full- trúum þessara sveitarfélaga. Enda þótt þessi sveitarfélög uppfylli ekki skilyrði þess að teljast heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði lítur sameining- arnefnd svo á að sameining leiði til mikillar einföldunar varðandi framkvæmd verkefna, meðal annars á Grundartanga- svæðinu. Borgarfjörður norðan Skarðsheiðar I Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar eru fjögur sveitarfélög, þ.e. Borgarbyggð, Borgarfjarð- arsveit, Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur með rúm- lega 3.400 íbúa á tæplega 4.800 km2 svæði. Meirihluti íbúanna býr í Borgarnesi, en auk Borg- arness eru minni þéttbýl- iskjarnar á Bifröst, Hvanneyri og í Reykholtsdal. Dreifbýli er umtalsvert enda er um að ræða eitt stærsta landbúnaðarsvæði landsins. Skráður íbúafjöldi gefur í raun ekki rétta mynd af mannfjölda á svæðinu því svæðið er önnur stærsta sumar- húsabyggð landsins og mikill straumur ferðamanna er um svæðið. Tillaga sameiningar- nefndar Samstarfsnefnd hefur verið starfandi um sameiningu Borg- arbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Skorra- dalshrepps. Stefnt er að at- kvæðagreiðslu þessara fjögurra sveitarfélaga vorið 2005. Með vísan til 8. gr. laga nr. 69/2004, um breytingu á sveitarstjórnar- lögum nr. 45/1998, leggur sam- einingarnefhd til að auk ofan- greindra sveitarfélaga verði íbú- um Kolbeinsstaðahrepps gefinn kostur á kjósa um sameiningu sveitarfélaganna fimm, þann 23. apríl 2005. Rökstuðningur Sveitarstjórn Kolbeinsstaða- hrepps í Hnappadalssýslu hef- ur framkvæmt óformlega við- horfskönnun meðal íbúa sveit- arfélagsins. Kannaður var hug- ur íbúa til sameiningar sveitar- félagsins við önnur sveitarfé- lög. Niðurstaða þeirrar könn- unar var sú að íbúarnir telja vænlegast að sameinast sveitarfélögum í Borgarfirði, komi til þess að sveitarfélagið þurfi að sam- einast öðru. Snæfellsnes Á Snæfellsnesi búa rúmlega 4.100 manns í sex sveitarfélög- um, þ.e. í Snæfellsbæ, Grundar- fjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Kolbeins- staðahreppi og Eyja- og Mikla- holtshreppi, með fimm byggða- kjarna, þ.e. Rif, Hellissand, Olafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm. Snæfellsnes er tæplega 1.500 km2 að flatar- máli. Einnig er umtalsvert dreifbýli í Helgafellssveit, Eyja- og Mildaholtshreppi og Kol- beinsstaðahreppi þar sem helstu atvinnuvegirnir eru landbúnað- ur og sjávarútvegur, auk þess sem ferðaþjónusta fer vaxandi á svæðinu öllu. Tillaga sameiningar- nefndar Sameiningarnefhd leggur til að íbúum Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar Stykkis- hólmsbæjar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps verði gefinn kostur á að kjósa um sameiningu sveitarfélag- anna fimm þann 23. apríl 2005. Rökstuðningur Á fundi sameiningarnefndar með sveitarstjórnarmönnum á Snæfellsnesi kom fram að svæð- ið er heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði og því eðlilegt að sameiningartillaga nái yfir allt Borgarfjörður norðan Skarðsheiðar Sveitarfélög Ibúafjöldi km2 Skorradalshreppur 55 216 Borgarfjarðarsveit 696 1.254 Hvítársíðuhreppur 85 1.482 Borgarbyggð 2.589 1.843 Alls 3.425 5.142 Borgarfjörður sunnan Skarðsheiðar Sveitarfélög íbúafjöldi kni2 Akraneskaupstaður 5.582 9 Hvalfj arðarstrandarhreppur 154 270 Skilmannahreppur 152 55 Innri-Akraneshreppur 121 25 Leirár- og Melahreppur 32 132 Alls 6.141 490

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.