Skessuhorn - 06.10.2004, Qupperneq 10
FRAMHALD AF BLS. 9
10
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004
i»i;3aunui^
Kristinn Jónasson, bæjar-
stjórí í SnæfcllsbíC:
„Þessar tillögur koma ekki á
óvart, það er búið að fjalla
töluvert um þessi mál á vegum
sveitarstjórnarmanna. Hér á
Snæfellsnesi var skipuð nefnd
sl. vor um sameiningu sveitar-
félaga og eru öll þau sveitarfé-
lög er nefndin leggur til að
sameinist aðilar að því starfi.“
Björg Agústsdóttir, sveitar-
stjórí Grundarfirði:
Þessi vinna sameiningar-
nefndar hefur verið í gangi og
tillögurnar koma í sjálfu sér
ekki á óvart. Hvað sveitarfélög-
in í landinu varðar þá liggja að
baki ótal ályktanir svo sem eins
og frá landsþingum Sambands
íslenskra sveitarfélaga um efl-
ingu sveitarstjórnarstigsins,
m.a. með frekari sameiningu
sveitarfélaga. Hið sama hefur
ennfremur verið yfirlýstur vilji
ríkisvaldsins, svo sem eins og
hann birtist í byggðaáætlun Al-
þingis.
Hvað okkur Snæfellinga
varðar, þá er nýhafin vinna sér-
stakrar samstarfsnefndar sem
sett er á laggimar til að skoða
kosti og galla sameiningar í
einmitt þeim fimm sveitarfé-
lögum sem sameiningamefhd-
in gerir tillögu urn í fyrr-
greindri skýrslu. Eg hefði per-
sónulega viljað sjá að við fengj-
um að ljúka okkar vinnu á þeim
tíma sem til þess þarf, hafa
okkar takt. Við þurfúm á því að
halda að koma þessum málum í
markvissari umræðu meðal í-
búanna sjálfra, sameiningarmál
em mikið rædd á vettvangi
sveitarstjórnarmanna, en kjarni
umræðunnar þarf að skila sér
betur út í sveitarfélögunum
sjálfum. Þar bíðum við eftír að
vinnu samstarfsnefndarinnar
okkar vindi fram.
Stóra spurningin er síðan sú
hvernig tíllögum sameiningar-
nefndar félagsmálaráðherra
verður fylgt eftir.
Linda Björk Pálsdóttir, sveit-
arstjórí Borgarfjarðarsveit:
„Þessi tillaga kemur Borgar-
fjarðarsveit ekki á óvart enda
þegar hafnar sameiningarvið-
ræður hjá 4 af þessum sveitar-
félögum sem lagt er til að sam-
einist norðan Skarðsheiðar,
þ.e. Borgarbyggð, Borgarfjarð-
arsveit, Hvítársíðuhreppi og
Skorradalshreppi. Kolbeins-
staðahreppur verður væntan-
lega boðinn velkominn til við-
ræðna um sameiningu ef
hreppsnefnd hans óskar eftir
því en hún mun væntanlega
fara yfir þessar tillögur fljót-
lega. Effir skoðankönun með-
al íbúa Kolbeinsstaðahrepps lá
auðvitað beint við að þessi til-
laga kæmi fram og ekki annað
að sjá en nýtt sveitarfélag verði
sterkara með Kolbeinsstaða-
hrepp innanborðs. Hins vegar
þyrftu þeir að ákveða mjög
fljótt um ffamhaldið þannig að
sameiningarviðræður geti haft
eðlilegan framgang.“
Oli Jón Gunnarsson, bæjar-
stjórí í Stykkishólmi:
Eg tel þessa tillögu mjög
skynsamlega. Kosið verður
um tillöguna 23. apríl n.k. Því
miður liggur ekki ennþá fyrir
með kosti og galla sameining-
ar og því er umræða út frá
þeim forsendum lítt á veg
komin. Bæjarstjórn Stykkis-
hólms vildi kanna þetta fyrir
nokkrum árum en ekki varð
um það samstaða. Þessi tillaga
sameiningarnefndar félags-
málaráðuneytis og Sambands
íslenskra sveitarfélaga gerir
það að verkum að nú verður
ekki lengur undan því vikist.
Samstarfsnefnd er að störfum
um sameiningu þeirra sveitar-
félaga á Snæfellsnesi sem til-
laga er gerð um sameiningu á
og nær vonandi að skila því
starfi að íbúarnir geti tekið af-
stöðu til sameiningar út frá
málefnalegri afstöðu.
Páll S Brynjarsson, bæjarstjóri
Borgarbyggð:
„Eg fagna þessari tillögu lands-
nefndar um sameiningu sveitarfé-
laga sem kynnt var nýverið. Und-
anfarið ár hafa sveitarfélögin í
Borgarfirði norðan Skarðsheiðar
og Mýrasýslu unnið að sameiningu
sveitarfélaga og er sú vinna komin
vel á veg. Vissulega breytast for-
sendur að einhverju leyti ef Kol-
beinsstaðahreppur kemur með, en
ég er hins vegar mjög sáttur við þá
tillögu og tel að það styrki þetta
svæði ef af þátttöku þeirra verður.
Við munum halda ótrauð áham
okkar vinnu og ég vona að Kol-
beinsstaðhreppur taki ákvörðun
sem allra fyrst um að taka þátt í
sameiningarviðræðunum með
okkur.
Eg tel augljóst að sameinað
sveitarfélag á áðurnefndu svæði
hefur alla burði til að verða ölfugt.
Hér er hefð fyrir miklu og góðu
samstarfi þessara sveitarfélaga sem
lagt er til að sameinist og því er
rétt að mínu mati að stíga skrefið
til fulls, hér bíða okkar ótal tæki-
færi sem við getum betur nýtt í
sameinuðu sveitarfélagi.
Umsjón: Gannar Bender
Margir hafa veitt vel í sumar
Laxveiðitímabilið er nú úti
þetta sumarið, flestir hafa hætt
veiðum, en einn og einn veið-
ir ennþá sjóbirting fyrir austan
fjall, í Borgarfirði og víðar.
Veiðin í sjóbirtingi hefur verið
mjög góð síðustu daga í
nokkrum ám m.a. í Þverá í
Borgarfirði, en þar er leyfa
veiði á haustin eftir lok lax-
veiðitímans.
Langá á Mýrum var besta
laxveiðiáin á Vesturlandi og
gaf hún 2242 laxa. „Sumarið
hefur verið gott hjá okkur og
mikið af fiski í ánni víða,“
sagði Ingvi Hrafn Jónsson í
samtali við Skessuhorn.
„Það var gaman að vatna-
svæði Lýsu undir lokin, við
fengum fjóra laxa og misstum
tvo, það var hellingur af fiski
neðarlega á svæðinu,“ sagði
Gunnar Sigurgeirsson, en
hann var við veiðar þar núna í
september og veiddi vel.
Haffjarðará og Straumfjarð-
ará gáfu mjög góða veiði en
Haffjarðará gaf 1133 laxa, sem
er meiriháttar gott. Mikið er
eftir af laxi í báðum ánum.
Lítið hefur verið veitt í Set-
bergsá í sumar en eitthvað
Sölvi Olafsson, Kári Kristinsson og Andri Freyr með laxa úr
Andakílsá í Borgarfirði undir það síðasta, en þeir veiddust efst í
ánni, við útfall Andakílsárvirkjunar.
hefur sést af fiski í henni.
Gríshólsá og Bakká, við
Stykkishólm, hafa gefið ein-
hverja tugi af fiski og veiði-
maður sem veiddi þar fyrir
skömmu, í eina tvo tíma einn
daginn, fékk einn lax og einn
sjóbirting. Fróðá á Snæ-
fellsnesi hefur gefið einhverja
mgi af löxum og veiðimaður
sem var þar nýlega fékk 3 laxa
á maðkinn.
Veiðimaður sem var í Álftá á
Mýrum undir það síðasta
veiddi 6 laxa og 10 sjóbirtinga,
annar veiðimaður lenti í
mokveiði í hólknum við
þjóðveginn og veiddi á smtt-
um tíma 7 laxa, bæði á maðk
og flugu.
Andakílsá endaði í 127
löxum og töluvert var af fiski
í henni þegar veiði lauk. Upp
við virkjun voru margir væn-
ir laxar og veiðimaður sem
var á ferð setti í einn stóran
en hann slapp af eftir mikla
barátm, líklega 15-17 punda
fiskur. Fleiri stórir voru
þarna á sveimi.
Skessuhorn/GBender
Veiðivam 3 0/9'04 22/9'04Lokat. 2003 # Stangir
Eystri Rangá 3104 2947 1720 16
Ytri Rangá 2830 2725 1723 12
Miðfjarðará 2268* 2020 577 10
Langá * 2242* 2263 8-12
Hofsá í Vopnafirði* 1864* 1483 7-8
Víðidalsá * 1770* 588 8
Selá* 1691* 1558 6
Laxá í Dölum 1521 1350 1394 6
Laxá í Kjós* 1502* 1654 10
Blanda 1538* 1465 504 10
Norðurá * 1386* 1444 14
Þverá og Kjarrá * 1364* 1872 14
Haffjarðará * 1133* 1007 6
Grímsá og Tunguá 1127* 1106 1156 8-10
Laxá í Leirársveit 984* 951 1133 7
Laxá í Aðaldal 937* 624 18
Leirvogsá * 810* 558 2
Elliðaár * 644* 472 4-6
Vatnsdalsá 989* 760 547 6
Laxá á Asum * 466* 308 2
Breiðdalsá 701* 640 202 6
Hrútafjarðará og Síká * 610* 164 3
Laugardalsá * 558* 324 2-3
Flókadalsá 523 515 334 3
Hítará 476* 448 4-6
Straumfjarðará * 476* 379 4
Fnjóská *• 446* 166 8
Svartá í Húnaþingi 400* 400 276 3
Fljótaá * 233* 49 3
Stóra-Laxá í Hreppum 423 10
Skógaá 270 245 64 4
* Lokatölur