Skessuhorn - 06.10.2004, Side 11
jnliSSltlUi..
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004
11
Lagnir frá vatnsbóli við Akrafjall endumýjaðar
LEIÐRÉTTEVG:
Vegna mistaka við vinnslu Skessuhorns í síðustu viku var birt röng
útgáfa af umljöllim um framkvæmdir OR við neysluvamslagnir á
Akranesi. I þeirri frétt, sem upphaflega var unnin sem uppkast blaða-
manns, var farið rangt með nokkrar staðreyndir m.a. varðandi neyslu-
vamslögn frá Reykjavík til Akraness, dýpt Faxaflóa og fleiri atriði. Yf-
irlesið og leiðrétt eintak af fréttinni barst hinsvegar ekki rétta boðleið
í umbrot blaðsins. Skessuhorn biður hlutaðeigandi velvirðingar á
þessum mistökum. Rétt útgáfa af fféttinni er því birt hér.
I sumar hefur Orkuveita
Reykjavíkur staðið fyrir um-
fangsmiklum endurbótum á
vatnsveitukerfi Akurnesinga með
endurnýjun aðveitulagnar frá
vatnsbólinu við Akraíjall og nið-
ur að Garðagrund. Lögning sem
verið er að endurnýja núna er
12“ asbestslögn sem lögð var
árið 1954 en nýja lögnin er sam-
ansett úr 400 mm plaströrum,
enda plast það efni sem tekið
hefur við af asbestinu og er alltaf
notað þegar bót og endurnýjun á
kerfinu á sér stað. Nýja lögnin er
um 4 km á lengd, nær ífá Akra-
fjalli niður á Garðagrund eins og
fyrr segir og segir Gissur Þór A-
gústsson, svæðisstjóri dreifingar
OR á Akranesi, að löngu hafi
verið orðið tímabært að ráðast í
framkvæmdina. „Samsetning
gömlu lagnarinnar var orðinn lé-
leg og bilanatíðni allt of há. Auk
þess var veitan að tapa vatni þar
sem það lak út á samsetningum
röranna en það er eitthvað sem
við megum helst ekki við. Allra
síst í þurrkatíð eins og var í sum-
ar.“
Umfangsmilar
endurbætur á vatns-
veitunni síðustu ár
„Síðustu fjögur árin hefur
mikið verið unnið í því að bæta
vatnsveituna, enda er vatnsnotk-
un alltaf að aukast. Árið 2000
hófst mikil uppbygging á vams-
veitunni, þá lémm við þrýsti-
greina vamsveimkerfið en þar
kom í Ijós hvar voru brotalamir í
kerfini og dreifikerfið var styrkt
samkvæmt þeim niðurstöðum,
en um þrýstigreininguna sá verk-
fræðistofan Fjarhitun. Heim-
æðalagnir á Neðri Skaga voru
endurbættar í þessu átaki og er
búið að endurnýja yfir 300 heim-
æðar á þessum fjórum árum.
Stærsta verkefni okkar í því að
auka flumingsgem í dreifikerinu
var að setja niður mælabrunn á
horni Kirkjubrautar og Merki-
gerðis og leggja frá honum 300
mm plastlögn sem liggur niður í
Hafnarbraut en þetta var gert til
að auka flutningsgetu á Neðri
Skagann, einnig höfum við end-
urnýjað dreifikerfi og heimæðar í
mörgum gömm á Neðri Skagan-
um samhliða endurnýjun gama-
kerfisins. Með þessum hætti hef-
ur okkur tekist að auka þrýsting-
inn í dreifikerfinu úr 2,1 - 2,2 kg
árið 2000 í um 3,7 - 4,5 kg, og
magnið sem við erum að missa
úr úr rörunum hefur minnkað úr
um 401/á sek í um 10 1/áseksem
er vel ásættanlegt, en vatnsveitu-
kerfið á Akranesi er um 85 km
langt segir Gissur. Fyrir
nokkrum árum var það algengt
að fólk á Neðri Skaganum kvart-
aði yfir lélegu rennsli á neyslu-
vaminu en í dag kemur það vart
fyrir að yfir þessu sé kvartað.
Vatn sjóleiðina frá
Reykjavík
Þó framkvæmdin sé vissulega
kostnaðarsöm og flókin segir
Gissur það hafi verið orðið að-
kallandi að heíjast handa því
þörfin á neysluvatni á Akranesi
sé sífellt að aukast og krafan um
afhendingaröryggi ffá viðskipta-
vinum einnig. „Þegar verið var
að taka ákvörðun um þessa fram-
kvæmd fengum við verfkræði-
stofuna Hönnun ehf. til þess að
kanna fyrir okkur ýmsa mögu-
leika í stöðunni,“ segir Gissur.
„Niðurstaðan varð sú að að álit-
legur kostur væri að sækja vam
sjóleiðina til Reykjavíkur þar sem
leiðin er ekki ýkja löng eða um
17 kílómetrar, og dýpið mest um
35 metrar. í Reykjavík er nóg af
góðu vatni til að þjóna íbúum á
Akranesi, hins vegar væri nauð-
synlegt að hafa vatnsból hér ef sú
lögn myndi bila og aðstæður
væru þannig að ekki væri unnt að
komast strax í viðgerð. Þess
vegna var þessi leið farin nú og
með því hefur rekstraröryggi
veimnnar stóraukist. Með end-
urnýjun á núverandi vamsbóli og
aðveitulögn teljum við að það
geti annað Akranesi næsm 15-20
árin miðað við þá byggðarþróun
sem spáð er, þannig að ný
sjólögn til Reykjavíkur er ekki á
dagskrá næstu árin að minnsta
kosti.
Vatni hleypt á nýju
lögnina 9. október
Verkið var boðið í út í tveim-
ur hlumm. Seinni áfangann, frá
Akraljalli niður að Geislahúsi
við golfvöllinn annaðist verk-
takinn B&B, en Vélaleiga Hall-
dórs Sigurðssonar hafði um-
sjón með fyrri áfanganum frá
Geislahúsi að Garðagrund.
Undirverktaki í plastsuðu var
Jón Bjarni Gíslason hjá Eðal-
lögnum. Stefnt er að því að fra-
kvæmdum ljúki endanlega og
vatni verði hleypt á nýju lögn-
ina aðfararnótt 9 . október,
þegar dagsetning liggur fyrir
verður sent út dreifibréf til
allra bæjarbúa þar sem málið
verður kynnt. Gissur bendir á
að jafnvel þó svo að unnið verði
að því að tengja kerfið að nóttu
til, þegar álagið á kerfið er hvað
minnst en þá verður neyslu-
vami dælt úr vatnstanki vatns-
veimnnar sem staðsettur er á
Breiðinni, verði varla hjá því
komist að vatnsskorts verði vart
einhvern tíman á meðan skipt
verður á milli gömlu lagnarinn-
ar og þeirrar nýju, og vonast
hann eftir því að bæjarbúar sýni
því skilning.
ALS
Mikil aukning
Ungar lerkiplöntur standa sig víða vel sem frumbyggjar á rýru landi. Hé
eru nokkrar gróskumiklar lerkiplöntur á mel í landi Brekkukots í Reyk-
holtsdal. Bærinn á Hurðarbaki í baksýn.
í skógrækt á Vesturlandi
Nýliðið sumar var með þeim
hlýjustu sem elsm menn muna.
Hið sama er að segja um sumar-
ið í fyrra. Skessuhorn leitaði
fregna hjá Sigvalda Ásgeirssyni
hjá Vesturlandsskógum um það
hver áhrif árgæskan hafi haft á
trjávöxt og skógræktarfram-
kvæmdir í landshlutanum.
„Á Vesturlandi má gera ráð
fyrir að þurrkar hafi dregið úr
trjávexti á stöðum þar sem jarð-
raki er að jafnaði lítill. Annars-
staðar hefur trjávöxmr verið
góður í sumar eins og reyndar í
fyrra. Ef einhver tegund skógar-
trjáa hefiir vakið athygli fyrir
góðan vöxt þetta árið, er það
stafafuran. Ösp hefur einnig vax-
ið óvenjuvel undanfarin tvö ár,“
segir Sigvaldi.
Hagsmunapotarar
eftirlitsiðnaðarins
Stöðugt bætist við í hóp skóg-
arbænda á Vesturlandi. Sigvaldi
segir að samtals hafi verið gerðir
samningar um fjölnytjaskógrækt
við eigendur 94 jarða í lands-
hlutanum og þar að auki bíða
eigendur á fjórða mgs jarða þess
að komast í samstarf við Vesmr-
landsskóga. „Yfirleitt eru jarðar-
partarnir, sem samið er um, á
bilinu 40-200 ha. Lágmarks-
stærð skógræktarlands er 25 ha.
Fari stærð skógræktarlands yfir
200 ha, gæti þurft mat á um-
hverfisáhrifum skógræktarinnar.
Þótt skógræktarframkvæmdir
yfir 200 ha séu ekki endilega úr-
skurðaðar í umhverfismat, hefur
Fornleifavernd ríkisins talið
nauðsynlegt að kordeggja forn-
minjar af þessu tilefni. Um er að
ræða kostnað, sem hlaupið gemr
á hundruðum þúsunda. Af þess-
um sökum hafa yfirleitt ekki ver-
ið tekin til samfelldrar skógrækt-
ar stærri svæði en 200 ha,“ segir
Sigvaldi. Hann segir þetta baga-
legt, þar sem auðveldara sé að
koma skógi haganlega fyrir í
landslagi, eftir þvi sem samfellan
er stærri. Einnig verði hag-
kvæmara að nýta afurðir skógar-
ins í framtíðinni, vaxi hann á
stórum samfelldum svæðum.
„Því má segja, að Alþingi hafi
ekki ígrundað málið nægjanlega,
þegar lög um mat á umhverfisá-
hrifum og þjóðminjalög voru
sett, eða hlustað of mikið á hags-
munapotara eftirlitsiðnaðarins,
enda verður ekki séð að skóg-
rækt feli í sér óafturkræfar breyt-
ingar á landinu.“
Fjölgar mikið
á næsta ári
Á nýliðnu sumri hafa bændur
á Vesturlandi gróðursett liðlega
600.000 skógarplönmr í 240 ha
lands. Sigvaldi segir að þetta sé
10% aukning frá árinu áður.
Aukningin er heldur minni en til
stóð, þar sem gróðrarstöðvar
gám ekki afhent fyllilega þann
fjölda plantna, sem um var
samið. Að auki var stofnað til 45
km af skjólbeltum en til sarnan-
burðar voru settir 50 km af skjól-
beltum árið 2003.
Sigvaldi Asgeirsson segir að á
næsta ári sé áformað að gróður-
setja mun meira af plönmm eða
750.000 stk. í samtals nær 300
ha. lands. „ÖIl er þessi skógrækt
svokölluð fjölnytjaskógrækt þar
sem gert er ráð fyrir að auk
timburnytja verði skógarnir til
yndisauka og hafi því mikið úti-
vistargildi fyrir komandi kyn-
slóðir.“ Sigvaldi segir að ekki sé
loku fyrir það skotið að einhverj-
ir skóganna verði í framtíðinni
notaðir til beitar enda fari beit
og skógrækt vel saman eftir að
skógur er orðinn vel uppvaxinn.
Mælir með
beitarhólfrim
I upphaflegum áformum um
Vesmrlandsskóga var gert ráð
fyrir, að meira yrði ræktað af
svokölluðum landbótaskógum
en timburskógum. Við rækmn
landbótaskóga er gert ráð fyrir
að gróðursetja eingöngu í rýrt
land. Einnig var gert ráð fyrir að
til að byrja með vaxi einungis
upp trjástóð á víð og dreif, en
skógurinn þétti sig svo með
sjálfssáningu. „Við núverandi
aðstæður yrði girðingakostnaður
yfirgnæfandi kosmaðarliður við
landbótaskógrækt, en í heildina
er þessi aðferð við skógrækt
miklu ódýrari á hektara heldur
en timburskógrækt. Það hefur
tafið rækmn landbótaskóga, að
ekki hefur enn tekist að breyta
fyrirkomulagi sauðfjárbeitar á
þann veg, að fé verði girt af inn-
an beitarhólfa, en skógurinn fái
að breiðast út á hinum fjárlausu
svæðum utan beitarhólfanna.
Slíkt fyrirkomulag gæti orðið til
hagsbóta fyrir skógrækt jafnt og
sauðfjárbændur, enda yrðu
smalamennskur í heimalöndum
þá ólíkt fyrirferðarminni en nú
er.“
Skógrækt hækkar
jarðaverð
I kjölfar skógræktarverkefnis-
ins hafa jarðir á Vesmrlandi stór-
hækkað í verði. Verðhækkunin
stafar að hluta til af tilkomu
Hvalfjarðarganganna en Sigvaldi
segir ljóst að hækkun jarðaverðs
nái einnig, þótt í minna mæli sé,
til annarra landshluta þar sem á-
hrif Hvalfjarðarganganna eru
hverfandi svo sem á Suðurlandi.
„Á Suðurlandi er auknum skóg-
ræktarmöguleikum þakkað
hækkun jarðaverðs. Gera má ráð
fyrir að framsýnir kaupsýslu-
menn séu einnig að fjárfesta í
landi vegna þess að spáð er
hækkandi hitastigi á norðurslóð-
um. Með hækkandi hitastigi
mun landið gefa aukinn arð
hvort sem er af akuryrkju, skóg-
rækt, veiðiskap eða annarri
ferðamennsku,“ segir Sigvaldi að
lokum. MM