Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2004, Side 14

Skessuhorn - 06.10.2004, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004 jnMaunu... Skagastúlkur sigursælar á knattspymuvellinuin Á annað hundrað stúlkur æfa knattspyrnu í kvennaflokkum IA og hefur gott gengi þeirra í sumar vakið eftirtekt. Nýlega tryggði meistaraflokkur sér sæti í úrvalsdeildinni á ný eftir nokk- urra ára hlé með sigri á Þór/KA/KS og yngri flokkarnir hafa sópað að sér bikurum á þeim mótum sem keppt hefur verið á í sumar. Þannig sigruðu Skagastúlkur í 6. flokki á Pæju- mótinu í Vestmannaeyjum í byrjun júní, A liðið lenti í fyrsta sæti á Nóatúnsmótinu í Mos- fellsbæ og á Gullmóti JB. 5. flokkur gerði góða hluti á Húsasmiðjumód Víkings því bæði A og B liðin fóru í gegnum mótið án þess að tapa leik. I 4. flokk lentí A liðið í fyrsta sætí á Húsasmiðjumóti Víkings en B liðið varð í öðru sætí, A liðið varð í öðru sæti á Páska- hraðmótí í Reykjaneshöll og á innihraðmóti á Gullmótinu í Kópavogi lenti A liðið í öðru sæti og C liðið í því fýrsta. I sumar keppti 3. flokkur m.a. í sjö manna bolta og náðu stelp- umar öðra sætí á Islandsmót- inu. 2. flokkur keppti til úrslita í bikarkeppninni og enduðu í öðru sæti effir ffábæran leik. Stelpurnar frá Akranesi hafa hvarvetna vakið eftírtekt fyrir hressa lund og góðan aga, tíl dæmis lenti 6. flokkur IA á for- síðu Gullmótsblaðs JB vegna þess hve hressar og skemmtí- legar þær þóttu. Efnilegir firamtíðar- leikmenn Það er mál manna að óvenju mikið sé um efnilega leikmenn í kvennadeildinni um þessar mundir, enda gefa stelpurnar ekkert eftír í æfingum og marg- ar hverjar hafa þær verið að taka gríðarlegum ffamförum. Miðað við áhuga stelpnanna í yngri flokkum er ekki alls ólíklegt að endurkoma meistaraflokks í úr- valsdeildina sé varanleg og Skagastelpur eigi virkilega effir að láta að sér kveða á fótbolta- vellinum á næstu árum. Það vekur athygli að á Akranesi fjölgar iðkendum í 4. flokki mest, en þar hefur brottfall ver- ið nokkuð áberandi hjá öðrum félögum. Stelpurnar okkar virð- ast því finna sig í boltanum og vaxa með honum upp í efstu flokka. Oflugt foreldrastarf Kristbjörg Traustadóttir og Daðey Þ. Olafsdóttir eru fót- boltamömmur og foreldrafull- trúar í unglingaráði IA og þekkja starfsemi yngri flokka kvennaknattspyrnunnar vel. Dætur Kristbjargar, Vera Mjöll og Elka Sól spila með 4. og 6. flokki og dóttir Daðeyjar, Olöf Vala leikur með 3. flokki. Þær segja að gott gengi Skaga- stúlkna megi að nokkru leytí rekja til öflugs foreldrastarfs, enda skiptí stuðningur heiman frá sköpum í fótboltanum eins og í öðru íþrótta- og tóm- stundastarfi barna. „Það hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir fótbolta á Akranesi, en lengst af einskorðaðist hann kannski dá- lítíð við karlaflokkana og stelp- urnar fengu ekki þann stuðning sem er nauðsynlegur ef vel á að ganga,“ segja þær Kristbjörg og Daðey. „Eitt dæmi um þetta er að þar til fyrir skömmu borgaði unglingaráð ferðir og uppihald foreldrafulltrúa á mótum í drengjaflokkunum en kvenna- flokkarnir urðu að leggja það á sig að safna hærri fjárhæðum og borga þennan kostnað sjálfar. A þessu hefur nú orðið breyting og betur er passað upp á að gera öllum jafn hátt undir höfði.“ Eitt af þessum vígjum sem þarf að vinna „Þessi rfka hefð fyrir karla- boltanum er bara eitt af þessum vígjum sem þarf að vinna,“ segja fótboltamömmurnar, „og kannski má segja að kvennabar- áttan í fótboltanum sé loksins farin að skila einhverju. Að hluta má rekja þessa ánægjulegu þróun til þess að foreldrafull- trúar eru nú mjög duglegir við að benda á það sem miður fer og leiðir til að jafha stöðuna.“ Kristbjörg og Daðey benda til dæmis á að áhorfendur séu yfir- leitt mun fleiri á leikjum hjá strákunum og það eigi við um alla flokka. Einhverra hluta vegna hafi það verið þannig að foreldrar mæti frekar á völlinn til þess að hvetja syni sína. „Miðað við áhorfendafjölda á leikjum virðast drengir eiga tvöfalt fleiri foreldra en stúlk- ur,“ segir Daðey, „og það segir sig auðvitað sjálft að þegar bak- landið skortir missa stelpurnar frekar áhugann á því að gera vel og leggja sig fram.“ Fyrirmyndir í úrvals- deildinni Fyrir fáeinuin árurn var tekin um það ákvörðun hjá IA að leggja meistaradeild kvenna niður, enda virtist áhugi meðal kvenna á Akranesi fyrir fót- boltaiðkun lítill og illa gekk að manna liðin. Nú erum við aftur á mótí með öflugt og sigursælt meistaraflokkslið og það telja Kristbjörg og Daðey hafa mikil áhrif á yngri flokkana. „Stelp- urnar samsama sig frekar öflug- um leikmönnum af sama kyni og það er ekki annað en eðli- legt. Þegar hetjurnar í úrvals- deildinni eru að gera góða hluti er það auðvitað hvatning fyrir þær yngri að standa sig. Það er gaman að því að meistaraflokk- urinn gerir sér grein fýrir þessu og í sumar buðu þær öllum stelpum í öllum flokkum á úr- slitaleik í 1. deildinni sem fram fór í Keflavík. Þar voru þær fengnar tíl þess að vera bolta- stelpur, sem er eitthvað sem þær fá annars aldrei tækifæri tíl að gera og taka þátt í ævintýrinu með sínu liði. Þetta fannst stelpunum æðislegt og það eru svona hlutir sem viðhalda áhuganum hjá þeim sem aftur leiðir til vel- gengni sem kveikir löng- unina tíl að gera enn betur. Ar- angurinn af því höfúm við séð í sumar.“ Markvissari þjálfun Annað sem þær Kristbjörg og Daðey telja skipta miklu um þann góða árangur sem nú blas- ir við í kvennaflokkunum er markvissari þjálfun, en fyrir ekki svo löngu síðan voru þjálf- araskiptí ör og ekki eins fast tekið á þjálfuninni. „Að öðrum ólöstuðum vil ég sérstaklega geta Halldóru Gylfadóttur í þessu samhengi," segir Krist- björg. „Hún er ótrúlega kapp- söm og leggur sig alla í það sem hún er að gera. Halldóra ætlast til þess að stelpurnar sýni fram- farir og árangur og taki fótbolt- ann hæfilega alvarlega. Það er auðvitað liður í því hversu vel gengur núna.“ Oflugt félagsstarf En þó hæfileg blanda aga og alvöru sé nauðsynleg forsenda þess að vel gangi má ekki gleyma því að markmiðið er ekki síður að hafa gaman af fót- boltanum og því félagsstarfi sem honum fýlgir. Eins og fýrr segir hefur foreldrastarfið blómstrað síðustu misserin og Kristbjörg og Daðey segja mik- ið gert í því að efla félagsandann og gera eitthvað skemmtilegt. „Það verður að vinna í því að gera fótboltann áhugaverðan, ekki bara sem íþrótt heldur líka sem félagsskap. Að fara á skemmtileg mót og brjóta starf- ið upp með húllumhæi gerir það að verkum að stelpurnar fá áhuga á þvf að taka þátt í þessu með okkur. Það sem er skemmtílegt spyrst fljótt út. í fýrra var til dæmis farið með all- ar stelpurnar á kvennalandsleik sem var mikil upplifun, stund- um hittast þær uppi í íþrótta- húsi utan æfinga og fá jafhvel að gista þar og gera sér dagamun. Það hefur verið óskaplega skemmtilegt að taka þátt í fót- boltanum upp á síðkastið og það, í bland við annað sem þeg- ar hefur verið nefnt, viðheldur áhuganum og tryggir nauðsyn- lega endumýjun.“ ALS Ljósmyndir: Agústa Friðriksdóttir. Stelpurnar í 2. flokki höfnuðu í 2. sæti f bikarkeppninni og vildu vera vissar um að verðlaunin væru ekta. Furðufataæfing. Fótboltinn er hæfileg blanda af gamni og alvöru. Hér er meistaraflokkur mættur á furðufataæfingu. Þeir voru ófáir bikararnir sem stelpurnar í 6. flokki komu með heim úr keppnisferðum í sumar. Hér fagna þær á góðri stundu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.