Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Qupperneq 10

Skessuhorn - 27.10.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 Bónus opnar í Hólminum Hópur fólks var saman kom- inn við verslun Bónuss í Stykkis- hólmi þegar ný verslun var opn- uð þar klukkan 10 sl. laugardag. Bónusverslrmin í Stykkishólmi er 22. verslun fyrirtækisins og sú þrettánda á landsbyggðinni og er hún í sama húsnæði og versl- un 10-11 var áður. Verslunar- stjóri verður Egill Egilsson og flest starfsfólk úr 10-11-verslun- inni hefur þegið störf í hinni nýju verslun. I tilefni af opnun verslunar- innar í Stykkishólmi ákvað íýrir- tækið að veita þrjá styrki. Jó- hannes Jónsson, stofnandi Bón- uss, bauð fólk velkomið og af- henti styrkina. Bónus hefur stutt við bak knattspyrnufélagsins Víkings sem komst með eftir- minnilegum hætti í 1. deild í Fyrir hönd björgunarsveitarinnar veitti Kristján Lár Gunnarsson styrkn- um viðtöku og fyrir Körfuknattleiksdeild Snæfells, Kristinn Hjörleifsson. haust og mun sá stuðningur halda áfram. Körfuknattleiks- deild Snæfells fékk 300 þúsund krónur til þess að hlúa að upp- byggingu yngri flokka félagsins og björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi fékk 200 þúsund krónur sem notaðar verða í hús- byggingu sveit- arinnar. MM Þau Hafsteinn og Dæja voru himinlifandi að fá Bónus í Stykkishólm. Verslunin Heimahornið fær nú nýja granna. Hér eru Fullt var út úr dyrum þegar opnað var á siaginu 10. þær Þórhildur og Sesselja ásamt Jóhannesi i Bónus. Lóðir rifhar út í Stykkishólmi Fjórtán lóðum hefur verið það geysimikið miðað við und- verið gerðar að frístundahús- úthlutað undir íbúðarhúsnæði í anfarin ár. A móti kemur að næði og eykur það eftirspurn Stykkishólmi í haust og þykir nokkrar húseignir í bænum hafa eftir íbúðum á svæðinu. GE Byggt í Ölkeldudal Byggingaframkvæmdir eru að fara að hefjast í Ölkeldudal sem er nýjasta íbúðahverfi Grundarfjarðar. Þar er gert ráð fýrir blandaðri byggð og meðal annars hefur Grundarfjarðar- bær tekið frá tvær stórar lóður sem hugsanlega verða notaðar undir nokkur raðhús fyrir eldri borgara. Það er hinsvegar Tré- smiðja Guðmundar Friðriks- sonar í Grundarfirði sem nem- ur land í dalnum en fýrirtækið ætlar að byggja þar parhús. Að sögn Bjargar Agústsdótt- ur bæjarstjóra Grundarfjarðar hafa nú þegar borist margar fýrirspurnir um lóðir í nýja hverfinu þótt það sé aðeins rétt að verða til. Björg segir að hinsvegar séu lausar lóðir á nokkrum stöðum í bænum sem vonandi verði úthlutað áður en langt um líður en markmiðið sé að þétta byggðina þar sem það er hægt. GE Allt það góða og Luther Þann 28. október nk. koma út tveir nýir hljóm- diskar hjá Steinsnar í Borg- arfirði. Það eru Allt það góða með Helga Péturssyni, sem m.a. er þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og Luther með Birni Thoroddsen. Allt það góða er önnur sólóplata Helga Péturssonar og sækir hann þar í sjóð laga sem hafa heillað hann í gegnum tíðina. Lög sem hægt er að kalla sígræn dægur- lög en hafa ekki verið gefin út með íslenskum texta áður. Með- al laganna eru Þú ert mitt sól- skin (You are my sunshine), Alltaf elskan mín (Always On My Mind) og Síðasti vals (Tenessee „altz) Það er hirðskáld Ríó Tríósins Jónas Friðrik Guðnason á Raufarhöfn sem samdi íslensku textana. A plötunni Luter sækir Björn Thoroddsen efnivið sinn í tón- list sem samin var af upphafs- manni hinnar lútersku kirkju, sjálfum Martin Luther. Luther var mjög liðtækt tónskáld og samdi fýrst og ffemst sálma. Nokkra þeirra er að finna í ís- lensku sálmabókinni en aðra var erfiðara að finna. Björn endur- semur hinsvegar mörg laganna en byggir á grunni Martins Luthers. GE Konur í Snæfellsbæ til forystu Konur í Snæfellsbæ hafa tekið stjórnina í Soroptimistafélagi ís- lands en soroptimistar eru sem kunnugt er alþjóðasamtök kvenna og útbreidd á Islandi. Sigríður Þórarinsdóttir úr Ólafsvík hefur verið kosin for- seti Soroptimistafélagsins hér á landi en Drífa Skúladóttir á Hellissandi er varaforseti. Þá er ritari félagsins Ragnheiður Víglundsdóttir úr Ólafsvík. GE Sigríður Þórarinsdóttir formaður Soroptimistafélags íslands og fráfarandi forseti Hafdís Karlsd. Miklar framkvæmdir hafa verið við hafnarmannvirki Snæfellsbæjar að undanförnu en þær eru nú langt komnar. í sfðustu viku var komið fyrir nýjum bryggjukrana á Ftifi og einnig hafa Skeljungur og Esso komið þar upp nýrri olíuafgreiðslu fyrir smábáta.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.