Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Síða 13

Skessuhorn - 27.10.2004, Síða 13
a&£39Unu^ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 2004 13 Unglingar fyrír unglinga Ten Sing verkefni Hvíta hússins hefur farið vel af stað, en hér er um að ræða starf fyr- ir ungt fólk á aldrinum 15-22 ára sem hefur áhuga á menn- ingu og listum. I Ten Sing býðst tækifæri til þess að spreyta sig í tónlist, leiklist, dansi, ýmis konar tæknivinnu, útvarpsrekstri og fleiru. Um 50 ungmenni eru nú skráð í hóp- inn og á dögunum fóru fjórir krakkar, þau Bergþóra, Þórdís, Kristín og Baldur ásamt Ellý Halldórsdóttur verkefnisstjóra og Sigríði Elliðadóttur kór- stjóra á viku námskeið til Hasliberg í svissnesku Olpun- um. Þar var fjallað um hvað það felur í sér að vera Ten Singari og veitt tilsögn í því að stjórna hópi í listgreinum, en hugmyndin á bak við verkefnið er að unglingar haldi úti menningarstarfsemi fyrir ung- linga og allt kapp er lagt á að þjálfa þátttakendur upp í að halda utan um stafsemina upp á eigin spýtur. Námskeiðið þykir hafa tekist með ágætum og segja krakkarnir sjálfir að þetta hafi verið ótrúlega skemmtileg ferð þar sem þau lærðu mikið um sjálf sig og líf- ið í fjölbreyttum vinnuhópum og verkefnum. „Ten Sing er frábært og það sem það stend- ur fyrir æðislegt,“ segja þau. „Eftir þetta námskeið erum við orðin mestu Ten Sing - nördar í heimi og viljum að sem flest- ir fái tækifæri 'til að kynnast starfmu. Við hvetjum alla til að koma og finna hóp við sitt hæfi. Við hittumst öll í söng- hópnum á mánudögum - allir eru hjartanlega velkomnir." Ellý Halldórsdóttir, verkefn- isstóri, segir ánægjulegt hversu vel krakkar á Akranesi hafi tek- ið Ten Sing og getur þess jafn- framt að það ráðist á næstu dögum og vikum hver framtíð verkefnisins verður. „Við erum að vinna í því að fjármagna reksturinn þessa dagana því það kostar auðvitað sitt að koma þessu á koppinn. Þegar fram líða stundir ætti þetta að bera sig að einhverju leyti sjálft, en á þessari stundu vant- ar okkur pening og ég biðla hér með til fyrirtækja sem gætu haft áhuga á að koma að þessu með okkur.“ ALS Tax Free dagar á Akranesi Rakel Óskarsdóttir Verslunar- og þjónustuaðilar í Markaðsráði Akraness komu saman til fundar sl. fimmtudag og lögðu línurnar í starfi félags- ins ffam til jóla. Rakel Oskars- dóttir er markaðsfulltrúi Akra- neskaupstaðar og er hún félög- um í MRA til aðstoðar við ýmis mál. Hún segir að meðal þess sem sé á dagskrá Markaðsráðs megi nefna jólabingó 2. desem- ber, bamaskemmtun í Bíóhöll- inni 11. desember og jóla- sveinarölt á aðventunni svipað og áður, nú í samvinnu við leik- félagið. Einnig er stefht að ýms- um uppákomum á Þorláks- messu. „Akveðið var á fundinum að gefið verði út svokallað við- burðardagatal þar sem allir við- burðir til jóla em settir saman í eitt skjal, hvort sem uppákoman verður á vegum fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka og dreifa síðan í öll heimili og fyrir- tæki á Akranesi og í nærsveitir.“ Rakel segir aðra nýjung hjá MRA vera að bjóða upp á gjafa- bréf sem handhafar þeirra geti notað hjá öllum verslunar- og þjónustuaðil- um innan vé- banda Mark- a ð s r á ð s . „Gjafabréfin koma til með að verða til sölu á hludaus- um stöðum þar sem aðgengi að þeim verður gott. Stefnt er að því að byrja sölu þeirra í nóvember. Einnig er hug- myndin að gjafabréfin verði framvegis til sölu allt árið enda tilvalið að gefa slíkar tæki- færisgjafir," segir Rakel. Tax Free dagar Rakel segir að um næstu helgi, nánar tiltekið dagana 28.-30. október, verði Tax Free dagar í um 20 verslunum á Akranesi. „Þeir sem gera innkaup fyrir meira en 4.000 krónur á Tax Free dögum fá 15% afslátt af keyptri vöm, líkt og erlendir ferðamenn geta fengið hér á landi. Misjafnt er hvort verslanir veita afslátt af völdum vöru- flokkum eða öllum vömm, en ljóst að hér getur verið um að ræða umtalsverða kjarabót. Kaupmenn jafnt sem neytendur hafa alltaf tekið Tax Free dögum fagnandi og því geram við ráð fyrir góðri verslun um næstu helgi,“ sagði Rakel að lokum. MM Hópurinn sem fór til Sviss á dögunum, þau Bergþóra, Þórdis, Kristín og Baldur. Hætta hótelrekstri eftir aldar- fjórðungs viðveru: Hótel Barbró sldptir um eigendur Hjónin Hilmar Björnsson og Hanna Rúna Jóhannsdóttir hafa selt eignir og rekstur Hót- els Barbró á Akranesi. Kaup- andinn er Kirkjubraut ehf., fé- lag í eigu feðganna Aðalsteins Gíslasonar og Stefáns Hafliða Aðalsteinssonar. Hanna Rúna sagðist í samtali við Skessuhorn vera ánægð með að þau hafi nú selt. „Við höfum rekið hótelið í 23 ár, fyrstu 11 árin á Skóla- braut 37 en síðan hér á Kirkju- braut 11. Þetta er búinn að vera ágætur tími, en tímabært að gefa öðrum tækifæri á að spreyta sig á rekstrinum.“ Hún segir að þau hjón relci staðinn til næstu mánaðamóta en þá taki nýju eigendurnir við. Að- spurð um hvað þau ætli að taka sér fyrir hendur, segir Hanna Rúna að líklega sé fyrsta vers að slappa dálíðið af og njóta t.d. þess að eiga sumarbústað og geta verið þar. „Við höfum hreinlega haldið til hér á hótel- inu síðustu árin og ég giska á að við höfum gist í íbúðinni okkar á Jaðarsbrautinni svona 4 nætur það sem af er þessu ári. Svona rekstri fylgir mikil vinna og maður er alltaf á vaktinni,“ sagði Hanna Rúna Jóhanns- dóttir í samtali við Skessuhorn. MM

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.