Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Page 16

Skessuhorn - 27.10.2004, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 2004 ú&t:s9unu>u FjallaUeri, jjallalamb, jjallaskinka ogjjallamjólk Nú af nýlokinni hátíð Borg- firðinga, þar sem megin á- hersla var lögð á að „helga“ kindina um leið og minnt var á mikilvægi Borgarfjarðarhéraðs sem matvælaframleiðslusvæðis, vakna hjá mér spurningar. Hvers vegna er hátíðin, sem á að minna á mikilvægi Borgar- fjararhéraðs sem matvælahér- aðs, aðeins nefnd eftir roll- unni? Hvað með allar hinar dýrategundirnar; kjúklinga, svín, hesta og kýr? Hvað með aðra matvælaframleiðslu, eins og grænmeti? Þarna á sauðahátíðinni (ekki matvælahátíðinni) var kinda- kjötsmarkaður mikill og segir mér svo hugur um að þar hafi mátt kaupa hina ýmsu parta af rollunum, eins og t.d. fjalla- svið, fjallaskanka, langjök- ulslæri, bauluhangikjöt, grá- brókarhuppa, skógarsaltkjöt og vegkantahakk, svo eitthvað sé nefnt. Ef fleiri dýraafurðir hefðu verið á boðstólum hefði ef til vill mátt kaupa fjallagrís, fjalla- skyr, fjallaost, fjallahestakjöt, fjallahana, fjallakartöflur, fjallatómata, fjallaþetta og fjallahitt. Því eins og við höfum séð, hafa matvælaframleiðend- ur ótakmarkaða trú á að mark- aðssetja mat með forliðnum Fjalla.. eða nafni fjalla, saman- ber „Fjallalamb" og „Hóls- fjallahangikjöt“. Kannski við förum að fá Baulubeljur eða Hesthálshangiket. Já, blessuð fjöllin okkar. Það er ekki nóg með að þau séu notuð sem eitt stórt beitarhólf fyrir hesta og rollur, heldur virðast menn vera farnir að beita grísum og beljum þar líka, samanber „Fjallaskinka“ (grísakjöt) og „Fjallasúrmjólk“ (kúamjólk). Trúlega súrnar mjólkin í júgrunum á öllu þessu brambolti þarna upp til fjalla. En án alls gríns þá veit ég svarið við fyrstu spurningunni. Tveir menn í héraðinu, Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteins- son hafa sagt þetta vera hug- mynd þeirra, tilkomna til að vega upp á móti hinum ýmsu „dögum“ á landsbyggðinni, svo sem eins og „Fiskidegi á Dal- vík“. En takið eftir: Fiskidegi, ekki þorsk- eða ýsudegi, heldur fiskidegi, nefnilega allir fiskar. Svo ekki er þetta alveg sam- bærilegt. Einnig á þessi hátíð að vera svar við neikvæðum skrifum um rolluna og tilraun til að benda á mikilvægi henn- ar í gegnum tíðina. Og þarna liggur hundurinn grafinn. Há- tíð gegn „neikvæðum" skrifum um rolluna! Og hver hefur aðallega verið að vega að rollunni? Jú. Hún ég, M.J. Þessi hátíð er sem sagt upp fundin m.a. til að mótmæla gagnrýni sem fjallar um nei- kvæðar hliðar kindaútgerðar. Mótmælum gegn óþarfa afbeit, ofbeit, gróðureyðingu og jarð- vegstapi, sem rekja má til rollunnur, eða eigum við að segja til mannanna? Það er nefnilega maðurinn sem stjórnar þessu öllu. Það er hann sem rekur þessa ræfla út á guð og gaddinn, það er hann sem girðir með lélgum girð- ingum, það er hann sem nenn- ir ekki að sækja þær inn á frið- uð, afgirt svæði, það er hann sem ákveður að hafa þær í kjarri og í vegköntum fram undir jól og það er hann sem.. já, nefndu það bara. Og ekki gátu bændur haldið þessa hátíð án þess að hugsa til mín, meðan þeir ráku þessa sauði sína gegnum Borgarnes. Það sannar kveðskapur sem þá varð til og birtur var í þessu blaði, Skessuhorni, 13. þ.m. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem það birtir kveðskap um mig, nú eða fréttir af honum. Það vakti og athygli mína í fréttum í fýrrnefndu blaði af þessum viðburði að landbún- aðarráðherra boðaði þar ný „vistarbönd," sem fólgin eru í því að skylda öll fermingarbörn til að „kynnast" sveitalífinu um hálfsmánaðar tíma og að sjálf- sögðu með meðgjöf frá ríkinu! Ætlaði að tryggja 130 milljónir til verksins, trúlega þá árlega? Ekki fýlgdi sögunni hvort börnin ættu að fá þessa pen- inga fýrir væntanlegt vinnu- framlag í sveitum landsins eða hvort þeir áttu að renna til bænda sem greiðslur til þeirra fýrir að „leyfa börnunum að vinna kauplaust hjá þeim um tíma, og þannig kynnast lífinu í sveitinni." Skessuhornsmenn enduðu þakkarávarp til stuðnings- manna kindahátíðar á þessum orðum: „Með sauðum skal land byggja..“ Og vil ég bæta þess- um orðum við og gera þau að þeirra; „Og gróðri eyða.“ Margrét Jónsdáttir, Melteigi 4, Akranesi melteigur@simnet.is Það jarma jkiri en saiiðkindnr Sem ábyrgðarmaður og rit- stjóri Skessuhorns hef ég það hlutverk að taka endanlega á- kvörðun um hvað birtist í þessu blaði og hvað ekki í hvert eitt sinn. Eg tel mig enda hafa til þess fullt traust eiganda og út- gefanda blaðsins og tek þetta hlutverk mitt alvarlega. Eftir nokkra umhugsun á- kvað ég að birta í þessu tölu- blaði aðsenda grein frá Mar- gréti Jónsdóttur á Akranesi þótt ég skilji svosem ekki fýlli- lega tilganginn með umrædd- um skrifum hennar fremur en ýmsu öðru sem sú ágæta kona hefur látið frá sér fara í fjöl- miðla um sama efni og hún fjallar um nú. Fram til þessa hef ég hinsvegar ekki verið að gera mér rellu út af málflutn- ingi Margrétar en þar sem hún beinir orðum sínum beint og óbeint til mín að þessu sinni ætla ég að gera fáeinar athuga- semdir við skrif hennar. Margrét fjallar í grein sinni um fjölskylduhátíðina „Sauða- messu“ sem undirritaður stóð fýrir ásamt Bjarka Þorsteins- syni og í samvinnu við ýmsa aðila. Hún segir réttilega að tilgangur hátíðarinnar hafi meðal annars verið sá að minna á Borgarfjörðinn sem matvala- framleiðslusvæði en spyr síðan af hverju aðrar dýrategundir en sauðkindin, sem hún kýs að kalla rollu í þessu tilfelli, hafi ekki átt sinn sess á hátíðinni. Einnig kallar hún eftir annarri matvælaframleiðslu á borð við grænmeti. Ef greinarhöfundur hefði haft fyrir því að kynna sér það sem verið er að gagnrýna hefði hann komist að því að á Sauða- messu voru garðyrkjubændur úr Borgarfirði og reyndar af Snæfellsnesi líka mættir með sína framleiðslu og kynntu hana og seldu við góðar undir- tektir þeirra þúsunda gesta sem hátíðina sóttu. Hvað aðrar dýraafurðir varðar þá skal það vissulega viðurkennt að sauð- kindin drottnaði ein yfir Borg- arnesi þessa fimm tíma sem há- tíðin stóð yfir. Tel ég hinsvegar að þar með hafi ekki verið gert lítið úr öðrum dýrategundum. Nefni ég sem dæmi að á árlegri tónlistarhátíð í Reykholti, Reykholtshátíð, er klassísk tónlist í öndvegi en það hefur ekki hvarflað að mér að með því væru aðstandendur hátíðar- innar að gera lítið úr öðrum tónlistarstefnum. Þá segir Margrét að umrædd hátíð hafi átt að vera svar við neikvæðum skrifum um sauð- kindina. Ekki veit ég hvaðan hún hefur þær upplýsingar, í það minnsta ekki frá aðstand- endum Sauðamessu 2004. Aft- ur á móti kváðumst við vilja sýna sauðkindinni þá virðingu sem hún ætti skilið og það að sjálfsögðu að okkar mati. Okk- ur varðar hinsvegar ekki um hverju Margrét Jónsdóttir ber virðingu fýrir enda sýnist mér hún fullfær um að túlka það sjálf. Margrét segir síðan í lok pistils sins: „Skessuhornsmenn enduðu þakkarávarp til stuðn- ingsmanna kindahátíðar á þessum orðum: „Með sauðum skal land byggja.. „ Þarna fer hún aftur á svig við sannleikann því Sauðamessa 2004 var Skessuhorni óvið- komandi þótt hátíðin hafi verið vandlega kynnt í blaðinu líkt og mörgum öðrum fjölmiðl- um. Þakkarávarpið sem hún vísar til er ritað í nafni aðstand- enda Sauðamessu en að vísu vill þannig til að ég er ritstjóri Skessuhorns að aðalstarfi en vinn reyndar einnig í verktöku fyrir ýmsa aðra aðila. Bjarki Þorsteinsson er hinsvegar starfsmaður KB Borgarnesi ehf en umrædd hátíð var skipulögð af okkur tveimur í sjálfboða- vinnu í okkar frítíma og ekki á ábyrgð okkar vinnuveitenda. An þess svo að skilja að nokkrum komi það við nema þeim sem hlut eiga að máli, en rétt skal vera rétt. Að lokum vil ég segja það að ég ætla ekki að blanda mé frek- ar í þann ágreining sem virðist ríkja á millum Margrétar Jóns- dóttur og íslensku sauðkindar- innar. Þær verða að eigast við á jafnréttisgrundvelli án minna afskipta. A hinn bóginn áskil ég mér fullan rétt til að standa fýrir hátíð til heiðurs sauðkind- inni eða hverju öðru því hús- dýri sem mér sýnist, svo fremi að það sé gert með samþykki þar til bærra yfirvalda og það geti hugsanlega orðið einhverj- um til ánægju. Virðingarfyllst, Gísli Einarsson, annar að- standenda Sauðamessu 2004. Sauðfjárbóndi sigraði í Borgarfjarðarædoli 2004 Síðastliðið föstudagskvöld stóð Ungmennafélagið Islend- ingur fýrir Borgarfjarðarædoli í annað sinn í Brún í Bæjarsveit og var troðfullt hús og gífurleg stemning meðal gesta. Sigurvegarinn, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson tryggði sér sigurinn með því að syngja „Taktu til við að tvista," en áhorfendur völdu Sindra í fýrsta sæti. I 2. sæti lenti Iris Guðbjartsdóttir sjúkraliði úr Borgarnesi og 3. sætið hlaut Barbara Guðbjartsdóttir nemandi LBH. Þess má geta að Barbara og Iris eru systur, úr Dölunum. MM Sindri gefur aðdáenda eiginhandaráritun eftir sigurinn í Brún. Dóttir Sindra fylgist með.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.