Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004
^ssunuu.
Til minnis
Abventukvöld við arineld kl
20.00, annað kvöld, fimmtu-
daginn 9. desember í Kirkju-
hvoli á Akranesi. Þar munu 5
Skagamenn lesa jólasögur
sem þeir sjálfir hafa valið.
Þeir sem lesa eru: Helga Við-
arsdóttir, Kristjana Kristjáns-
dóttir, Kristján Kristjánsson,
Steinunn Sigurðardóttir og
Trausti Cylfason. í hléi verbur
flutt jólatónlist frá Tónlistar-
skólanum. Kaffi og piparkök-
ur í boði.
©©©
Fer ekki ab veröa
hart um slægju
fyrir kýrnar á
Hvanneyri?
Nei, það er
nú ekki farið
að þrengja
að þeim enn-
þá þrátt fyrir
mikil umsvif
hér á staðn-
um.
Gubrún Jónsdóttir er kynn-
ingarstjóri Landbúnaöarhá-
skólans á Hvanneyri en þar er
búið oð grafa í sundur fjölda
túna til ab koma fyrir nýju í-
búbarhúsnæbi eins og fram
hefur komib í Skessuhorni.
Vectyrhorfw
Það veröur suðvestan átt og
skúrir eða él á fimmtudag og
hiti 0 til 5 stig. Hæg breytileg
átt og dálítil él á föstudag, en
víða léttskýjaö á laugardag
með frosti niöur í 5 stig. Sub-
austanátt með slyddu og síð-
ar rigningu á sunnudag og
mánudag meb hlýnandi
veðri.
SpMrniruj viKitnnar
í síbustu viku spurðum vib:
„Hvað ætlar þú að hafa í
jólamatinn?" Þar kom í Ijós
að um helmingur svarenda
ætlar að snæða hamborgar-
hrygg um jólin. Annars urbu
niðurstöður eftirfarandi:
Hangikjöt og uppstúf svör-
uðu 7,2%, lamba hamborg-
arhryggur 9,2%, svína ham-
borgarhryggur 49,7%, nýtt
svínakjöt 2,6%, gæs 1,3%,
nautakjöt 0,7%, hreindýr
5,2%, fisk 5,2%, önd 2,6%,
nýtt lambakjöt 5,2% og ann-
að svöruðu 11,1%
Á að leggja niður
embœtti forseta
íslands?
Svaríð skýrt og
skilmerkilega á
www. skessuhorn. is
Hótel fyrir fisk í Grundarfirði
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við frystihótel við Grundarfjarð-
arhöfn sem fyrst eftir áramót.
Allar líkur eru á að snemma á
næsta ári verði hafist handa við
byggingu 6000 rúmmetra frysti-
hótels við Grundarfjarðarhöfn.
Miðað er við að ffystihótelið
geti tekið um 2600 tonn í
geymslu. Það er Grundarfjarð-
arhöfn og útgerðaraðilar á Snæ-
fellsnesi sem standa fyrir áform-
um um hótelbygginguna en
SSV Þróun og ráðgjöf kemur að
undirbúningsvinnunni með
heimamönnum í Grundarfirði.
Að sögn Gísla Olafssonar í
hafnarstjórn Grundarfjarðar-
hafnar er ætlunin að hótelið veiti
þjónustu fyrir fyrirtæki á Snæ-
fellsnesi, ekki síst rækjuvinnslur,
línuútgerðir o.fl. „Þá sjáum við
fyrir okkur að erlendir frystitog-
arar geti geymt afla hér og siglt
honum síðan áffam. Einnig telj-
um við að þetta geti nýtst
vinnsluskipum í uppsjávarfiski
sem eru að flaka og frysta síld
hér fyrir vestan land.“
Gísli segir að grunnurinn að
þessu verkefni séu fyrirætlanir
um að Grundarfjarðarhöfri verði
tollhöfn. „Þegar það verður
gengið í gegn geta fyrirtæki hér
á svæðinu tekið hráefni hér beint
inn í stað þess að þurfa að elta
það til Hafnarfjarðar. Það er því
ljóst að tilkoma frystihótels hér í
Grundarfirði gemr haft í för
með sér gríðarlegan sparnað fyr-
ir útgerðarfyrirtæki hér á Nes-
inu. Þá kemur þetta til með að
auka umsvif hafnarinnar hér
umtalsvert og ekki síður að
skapa fjölda tækifæra fyrir at-
vinnulífið hér á Snæfellsnesi,“
segir Gísli. GE
Beinar sjónvarpsútsendinga
firá leikjum Snæfells
Deildarmeistarar Snæfells
körfuknattleik hafa tekið í notk-
un nýja heimasíðu þar sem er að
finna allar helstu fréttir af
körfuknattleiksgörpum í Stykk-
ishólmi, upplýsingar um leiki,
leikmenn ofl. Það er svosem
ekki í frásögur færandi þótt í-
þróttafélag setji upp heimasíðu
en hinsvegar er óvenjulegt að í-
þróttafélög á Islandi bjóði upp á
beinar sjónvarpsútsendingar frá
kappleikjum í gegnum netið
eins og ætlunin mun vera á
hinni nýju heimasíðu Snæfell-
inga.
„Smðningsmenn okkar, og þá
sérstaklega þeir sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu, hafa kvartað
yfir slöku upplýsingastreymi frá
okkur en þeir vilja fá sem mest-
ar upplýsingar um allt sem er að
gerast hér í kringum körfubolt-
ann. Það var aðalástæðan fyrir
því að við sömdum við TSC í
Grundarfirði um samstarf varð-
andi nýja og glæsilega heima-
síðu, segir Gissur
Tryggvason formaður
körfuknattleiksdeildar
Snæfells. Hann segir að
liðið eigi mikinn fjölda
stuðningsmanna utan
Snæfellsness, bæði brott-
flutta Hólmara og marga
fleiri og þeim hafi fjölgað
síðastliðið vor þegar liðið
náði einhverjum besta ár-
angri sem lið utan höfuð-
borgarsvæðisins og Suður-
nesjanna hafa náð frá upphafi.
Gissur segir að upphaflega
hafi aðeins staðið til að setja
jafnóðum inn á síðuna myndir
frá leikjunum úr vefmyndavél
og stöðuna með vissu millibili
en starfsmenn TSC telja sig
hinsvegar geta verið með bein-
ar sjónvarpsútsendingar frá
leikjunum áður en langt um líð-
ur.
Samkvæmt upplýsingum frá
TSC eru engir tæknilegir ann-
markar á útsendingum sem
Ný heimasíða Snæfells í Stykkishólmi
þessum en hinsvegar hefur það
strandað á kostnaði hingað til.
„Með nýrri tækni sem verið er
að taka í notkun er þetta mun
hagkvæmara en áður. Við erum
að hefja sjónvarpsútsendingar í
gegnum netkerfi okkar á Snæ-
fellsnesi og okkur fannst tilvalið
að fara í þetta samstarf með ná-
grönnum okkar í Stykkis-
hólmi,“ segir Kristinn S. Rún-
arsson, starfsmaður TSC í við-
tali á heimasíðu Snæfells.
GE
Stækkun Klettaborgar að verða tilbúin
Krakkarnir á Klettaborg tóku nýja salinn í notkun síðastliðinn mánu-
dag og kunnu greinilega vel við sig í nýbyggingunni.
Viðbygging við leikskólann
Klettaborg í Borgarnesi er
óðum að verða tilbúin og hefur
nú þegar verið tekin í notkun að
hluta til. Framkvæmdir við leik-
skólann hafa staðið yfir ffá því í
sumar og stefnt er að því að
nýja húsnæðið verði formlega
tekið í notkun fyrir áramót, að
sögn Steinunnar Baldursdóttur
leikskólastjóra. I nýja hlutanum
er nýtt eldhús, starfsmannaað-
staða og salur fýrir leikfimiæf-
ingar og hópastarf. Eldhúsið
hefur þegar verið tekið í notkun
og þykir það mikil bylting frá
því sem var en skortur á eldun-
araðstöðu var ein helsta ástæð-
an fyrir að ráðist var í stækkun
leikskólans.
Sem fyrr segir er ffamkvæm-
um óðum að ljúka en eftir er að
skipta um gólfefni í eldri hlut-
um skólans og verður það gert á
næstu dögum en lóðarfrágang-
ur bíður vors. GE
Ahyggjur af
smithættu
Forsvarsmenn búnaðarfé-
laga og yfirmenn ijallskila-
mála í Dölum hafa lýst yfir
miklum áhyggjum vegna lé-
legrar varnargirðingar í
Dalahólfi nyrðra. Á fundi
sem haldinn var með for-
mönnum búnaðarfélaga og
fulltrúum sveitarstjórna á
svæðinu fyrir skömmu var
skorað á yfirdýralækni og
landbúnaðarráðuneyti að
ráða bót á þessu vandamáli
hið fyrsta. Var vísað til þess
að fjöldi fjár hafi farið á rnilli
varnarhólfa í sumar.
Þá lýstu Dalamenn einnig
yfir áhyggjum af því að slát-
urflutningabílar færu þvers
og kruss yfir vamarlínur og
illa væri hirt um sóttvarnir.
GE
Nýr leikskóli?
Grundfirðingar hafa verið
iðnir við fjölgunaraðgerðir í
sveitarfélaginu síðustu ár og
áratugi. Því liggur fyrir að
stækka þarf leikskólann á
staðnum áður en langt um
líður og em umræður þar að
lútandi farnar af stað. Hins-
vegar hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort byggt
verður við núverandi leik-
skóla eða byggður nýr á öðr-
um stað.
GE
Alveg að opnast
Vinna við lokafrágang nýs
vegar yfir Kolgrafarfjörð
hefur gengið vel síðustu
daga. Stefnt er að því að
þetta nýja samgöngumann-
virki verði formlega tekið í
notkun öðruhvoru megin
við helgina.
GE
Kaupfélagið
sækir um lóð
Kaupfélag Borgfirðinga
hefur sótt um lóðina Digra-
nesgötu 4 í Borgarnesi en
Digranesgata er ný gata með
þremur lóðum á uppfýlling-
unni við Brúartorg. Á
Digranesgötu 6 er verið að
byggja hús fyrir Sparisjóð
Mýrasýslu en á Digranes-
götu 2 em framkvæmdir að
hefjast á vegum Þyrpingar
sem byggir nýtt verslunar-
húsnæði fýrir Bónus.
Guðsteinn Einarsson
kaupfélagsstjóri vildi ekkert
gefa út um fýrirætlanir KB
varðandi lóðina en sagði að
þarna væri verðmætt land
sem vandalítið væri að finna
not fýrir.
GE