Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 ^&tisaunu^ ‘'lfaiidvi’rktsfiíicsió aó 'Idáli í 'Kóílánsíóii er apió Verió velkamiii! ‘Edda agy Táll Dansleikur^^ Laugardagskvöldið 4 11, desember kl. 23:00- 03:00 f TRAFFÍC 750 kr. - 20 ára aldurstakmark 1 ^ HqTeL 0 Sími 431 4240 Akraneskaupstaður Bæjarstjórn Akraness Útvarpað er fra bæjarstjórnarfundum á FM 95,0 985. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, 3. hæð, þriðjudaginn 14. desember 2004 og hefst hann kl. 1 7:00. A dagskrá verður m.a. seinni umræða um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2005 Almennur kynningarfundur um fjárhagsáætlunina verður haldinn í bæjarþingsalnum sunnudaginn 12. desember 2004 kl. 1 6:00 þar sem Gísli Gíslason, bæjarstjóri, mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir: Akraneslistinn í Hvíta húsinu, Skólabraut 9, mánud. 13. desember 2004 kl. 18:00. : Framsóknarflokkurinn í Framsóknarhúsinu, I Sunnubraut 21, mánud. 13. desember 2004 kl. 18:00. : Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðissalnum, Stillholti 16-18, mánud. 13. desember 2004 kl. 20:00. Sérstök athygli er vakin á breyttum fundartíma. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæiarbúar hvattir til að kynna sér bæjarmáíin. k Bæjarstjóri. Hrossaræktendur ársins á Vesturlandi. Frá vinstri: Bjarni Marinósson, Birna Hauksdóttir, Haukur Bjarnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Björn Einarsson, Ólöf Gubrandsdóttir, Gíslína Jensdóttir og Sigvaldi Jónsson. Á myndina vantar Jón Árnason, Akranesi, sem átti hæst dæmdu 6 vetra hryssuna. Skáneyjarbúið er ræktunarbú ársins Haustfundur Hrossaræktar- sambands Vesturlands var hald- inn 28. nóvember sl. í Borgar- nesi. Starfssvæði sambandsins nær frá Hvalfjarðarbotni í Hrútafjarðarbotn (að Dalasýslu undanskilinni) og starfar í 16 deildum. Að venju voru á fund- inum veittar viðurkenningar til ræktunarbús Vesturlands 2004 og til eigenda þeirra kynbóta- hrossa sem stóðu efst í sínum flokki sl. sumar. Auk þess voru á fundinum kynntir þeir stóðhestar sem í boði verða sumarið 2005 en þeir eru: Hrymur f. Hofi, Kol- finnur f. Kjarnholtum, Gustur f. Hóli, Hamur f. Þóroddsstöð- um, Skorri f. Gunnarsholti, Dynur f. Hvammi og leiguhest- arnir Klettur f. Hvammi, Grun- ur f. Oddhóli, Ofsi f. Brún, Fákur f. Auðsholtshjáleigu, Sól- on f. Skáney, Geisli f. Sælukoti, Borði f. Fellskoti, og Víkingur f. Voðmúlastöðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn er ekki búið að fastákveða hvaða leigu- hestar verða örugglega til notk- unar, en það mun koma í ljós í janúar þegar opnað verður fýrir pantanir undir þá. Ljóst er þó að mjög gott úrval hesta verður í boði en þeir verða nánar kynnt- ir á heimasíðunni hrossvest.is í kringum áramótin. Þá kom fram að þeir Gustur og Kolfinnur verða trúlega not- aðir í sæðingum. Frjósemi stóð- hestanna s.l. sumar var yfirleitt góð. Einnig kom fram að búið er að fella Stíganda frá Sauðár- króki og Oddur f. Selfossi hefur verið afhentur Einari og Svönu til eignar, en það hélt orðið svo illa við honum að ekki þótti gerandi að nota hann lengur. Ræktunarbú Vesturlands 2004 var Hrossaræktarbúið á Skáney í Reykholtsdal. Rækt- endur þar eru Bjarni Marinós- son, Birna Hauksdóttir og Haukur og Vilborg Bjarnabörn. Frá Skáney komu á árinu 5 kyn- bótahross, flest ung og hlutu 3 þeirra 1. verðlaun. Hrossin eru: Stóðhesturinn Sólon 4. v. rauðblesóttur, sem var sýndur á LM, Glotta 4 v. rauðstjörnótt. Hríma 4 v. grá. List 6 v. rauðblesótt, var sýnd á LM og Gná 9 v. rauðstjörnótt. MM Verðlaunahross í eigu heimamanna, sem stóðu efst í hverjum flokki: Stóðhestar: 4. vetra. Sólon frá Skáney, rauðblesóttur F. Spegillf. Sauöárkróki M. Nútíðf. Skáney Ræktandi: Haukur Bjamascm Eig: Haukur Bjamason, Birna Hauksdóttir og Heiða Dís Fjeldsted. Eink: 8.20 5. vetra. Aðall frá Nýjabæ, jarpur F. Adamf Meðalfelli M. Furða f. Nýjabæ Ræktandi og eigandi: Olöf K. Guðbrandsdóttir Eink: 8.34 6. vetra. Blærfrá Hesti, brútnn F. Gusturf. Hóli M: Bltðf. Hesti. Ræktandi og eigandi: Sigvaldi Jónsson Eink: 8.48 Hryssur: 4. vetra. Vakafrá Hellubce, grá F: Feykirf. Hafsteinsstöðum M: Gola f. Hellubæ Ræktandi og eigandi: Gíslína Jensdóttir Eink: 8.24 8. vetra. Elkaf. Efri-Hrepp, móálótt-blesótt F. Hersirf. Oddhóli M: Stjarnaf. Efri-Hrepp Ræktandi og eigandi: Guðrún Guðmundsdóttir Eink: 8.10 6. vetra. Sjöfn frá Akranesi, brán F: Ögri f. Háholti M: Dröfnf. Austurkoti Ræktandi og eigandi: Jón Amason Eink: 8.43 7. vetra. Glettafrá Neðri-Hrepp, grá F: Gusturf. Hóli M: Vaka f. Kleifrm Ræktendur og eigendur: Björn H. Einarsson og Einar Jónsson Eink. 8.36

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.