Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi
Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Utgefandi: Skessuhorn ehf
Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998
Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 899 4098
Augl. og dreifing: Iris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentun: Prentmet ehf.
433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
magnus@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
kilafrestur smóauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
433 5500
Símasala
„Habó“ - segi ég í gamla Ericson
símann sem kominn er að fótum fram
efdr að sonur minn þeytti honum nið-
ur fjórtán tröppur til að leggja áherslu
á kröfur sínar um rýmkaða útivistar-
löggjöf en núverandi útgáfa er ekki sniðin að hans þörfum.
,Já er þetta Gísli,“ segir fast að því eggjandi kvenmannsrödd
hinum megin á línunni.
,JÚ,“ segi ég sem er sannarlega satt og rétt. Reyndar svara ég
með votti af semingi, ekki vegna þess að ég sé ekki viss um hver
ég er, heldur vegna þess að þegar þarna er komið við sögu er ég
fyrirvaralaust byrjaður á stórvirkum ffamkvæmdum við heila-
brot um það hver sé á bak við þessa, við fyrstu athugun, athygl-
isverðu rödd í sködduðu símtólinu.
„Hæ, þetta er Gugga,“ heldur röddin í símanum áfram og er
jafnvel enn meira lokkandi en í upphafi. Raddbeitingin og á-
herslurnar bera þess merki að ég sé nákunnugur eiganda raddar-
innar og veldur það því að heldur er hert á heilabrotunum og
hver einasta heilasella vinnur á fullum afköstum. Vandamálið er
hinsvegar það að ég þekki ekki eina einustu Guggu, ekki nema í
mesta lagi af afspurn. Rödd Guggunar hljómaði hinsvegar
þannig að við þekktums afar vel eða hefðum einhverntíma gert í
það minnsta. Eg byrjaði á að fletta upp í gömlum skólasystrum,
þá vinnufélögum af kvenkyni og loks almennum flokki kvenna
sem ég hef átt einhver samskipti við í gegnum tíðina. Eg varð
hinsvegar ekki nokkru nær og varð því að grípa til þess, eins og
oft áður að svara líkt og ég þekkti hana mæta vel en hafði svarið
hinsvegar það stutt að erfitt væri að greina að það væri náttúr-
lega haugalygi.
Því sagði ég einfaldlega; „nei, sæl og blessuð.“
„Gaman að heyra í þér,“ gall þá hátt og snjallt í Guggunni.
,JÚ“, svaraði ég og taldi ekki ástæðu til að ræða það í neitt
lengra máli.
„Heyrðu ég er að kynna hérna einstaklega áhugaverða bók um
tilhugalíf túnfífla,“ sagði sykursæta röddin í símanum og gerði
mér það um leið ljóst að ég hafði látið hafa mig að fifli, nánar til-
tekið túnfífli.
Þetta var ekki í fyrsta skiptið og alls ekki það síðasta sem ég
hef látið slynga sölumenn laumast inn tíl mín í gegnum símtólið
á þessum sömu forsendum. Þetta mun vera eitthvað sem kennt
er í símasöluskólanum og virkar alltaf á bjána eins og mig. Eg gat
líka alveg fellt mig við það að láta hafa mig að fifli einu sinni í
mánuði en þegar þetta er komið upp í tvö til þrjú skipti á dag þá
horfir málið kannski öðruvísi við. Þetta endar því yfirleitt með
því að þegar einhver sem ég raunverulega þekki álpast til að
hringja þá hvæsi ég í símann.
Gísli Einarsson, á tali.
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Tæplega 14% byggða-
kvótans á Snæfellsnes
Sjávarútvegsráðherra úthlut-
aði byggðakvóta fyrir yfirstand-
andi fiskveiðiár sl. mánudag,
alls 3.200 þorskígildistonnum.
Samtals fóru tæplega 14% af
úthlutuninni til Snæfellsness.
Stykkishólmur fær úthlutað
205 þorskígildistonnum til að
mæta samdrætti í skelfiskafla og
Grundarfjörður fær 138 tonn í
sama tilgangi. Snæfellsbær fékk
úthlutað 100 þorskígildis-
tonnum. Af einstökum sveitar-
félögum á landinu fékk Vestur-
byggð mesta úthlutun, eða 218
þorskígildistonn. Alls fengu 40
byggðarlög í 32 sveitarfélögum
úthlutað byggðakvóta, 7 um-
sóknum var hafhað.
MM
Tölvuþjónustan í sam-
starf við Og Vodafone
Og Vodafone og Tölvuþjón-
ustan á Akranesi hafa ákveðið
að hefja víðtækt samstarf um
að að efla fjarskiptaþjónustu
og þróun fjarskiptalausna á
Akranesi og í nágrenni og var
samningur þess efnis undirrit-
aður í liðinni viku. „Megin-
markmið samningsins er að
efla til muna fjarskiptaþjón-
ustu á Akranesi. Tölvuþjónust-
an mun hér eftir bjóða einstak-
lingum og fyrirtækjum á Akra-
nesi upp á nútíma samskipta-
lausnir frá Og Vodafone og er
liður í því að allar fjarskipta-
lausnir munu fást í nýrri versl-
un Tölvuþjónustunnar við
Esjubraut. Samkvæmt samn-
ingnum hefur Og Vodafone
einnig skuldbundið sig til að
efla starfsemi sína á Akranesi
bæði með því að fjölga GSM
sendum þar og í Hvalfjarðar-
göngum,“ sagði Alexander Ei-
ríksson í samtali við Skessu-
horn.
I samningi fyrirtækjanna er
einnig ákvæði um að Og Voda-
fone yfirtekur rekstur inter-
netþjónustu Tölvuþjónust-
unnar; Aknets, en sala á teng-
ingum og þjónusta við notend-
ur verður þó áfram hjá Tölvu-
þjónustunni. „Samhliða þessu
verður Aknetið eflt til muna og
þær breytinga gerðar á teng-
ingum núverandi notenda að
þær verða stækkaðar þannig að
allar 256 Kb/s og 512 Kb/s
internettenginar AkNets verða
uppfærðar í 1 Mb/s, notendum
að kostnaðarlausu," segir Alex-
ander. Forsvarsmenn beggja
fyrirtækjanna segjast binda
miklar vonir við samstarfið og
ætla sér að bjóða Akurnesing-
um upp á bestu lausnir sem völ
er á jafnt í síma og fjarskipta-
málum. MM
Leikskólinn aðalmálið
Vmna við gerð fjárhagsáætl-
unar fyrir Stykkishólmsbæ
stendur nú yfir og verður hún
lögð fram til síðari umræðu nú
í vikunni. Að sögn Ola Jóns
Gunnarssonar bæjarstjóra er
leikskólabygging stærsti liður-
inn á fjárhagsáætlun ársins
2005. Framkvæmdin kemur þó
ekki öll inn á næsta ári heldur
verður hluti kostnaðarins til
greiðslu á árinu 2006. Samtals
er gert ráð fyrir að leikskóla-
byggingin kosti um 80 millj-
ónir króna. Af öðrum stórum
liðum á næsta ári nefnir Oli
Jón að farið verði í gerð
sparkvallar í samvinnu við KSI
en hann segir að ákveðið hafi
verið að láta þær framkvæmdir
bíða til næsta árs. Þá liggur
fyrir að farið verður í gatna-
gerð, bæði nýframkvæmdir og
endurnýjun. GE
Mikið byggt á
Reykhólum
Óvenju rnikið hefur verið um
framkvæmdir á Reykhólum
þetta ár og útlit fyrir að ekkert
lát verði á framkvæmdagleðinni
á næsta ári, samkvæmt upplýs-
ingum frá Einari Thorlacius
sveitarstjóra Reykhólahrepps.
Stærsta framkvæmdin er
bygging nýs íþróttahúss og
tengibyggingar við Reykhóla-
skóla. Samhliða því er verið að
gera knattspyrnuvöll við
íþróttahúsið en gert er ráð fyrir
að þessum framkvæmdum Ijúki
á næsta ári. Þá er í bígerð bygg-
ing fimm íbúðarhúsa á Reyk-
hólum og eru það einstaklingar
sem byggja í öllum þessum til-
fellum. Ohætt er að segja að um
miklar framkvæmdir sé að ræða
miðað við stærð svietarfélags-
ins. GE
Uthlutað í
ársbyrjun
Skipulagsferli vegna nýrra
byggingalóða í gamla miðbæn-
um í Borgarnesi er að ljúka.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
hefur svarað athugasemdum
við skipulagið og beðið er efrir
úrskurði skipulagsstjóra. Páll S
Brynjarsson bæjarstjóri segir
að miðað sé við að hægt verði
að úthluta lóðum á svæðinu í
janúar eða febrúar á næsta ári
en búist er við að mikil efrir-
spurn verði efrir þeim, ekki síst
þar sem þarna er stutt í skóla
og íþróttamannvirki. GE
Sex óhöpp
Sex umferðaróhöpp hafa
orðið í umdæmi Borgarneslög-
reglu síðustu vikuna. Meðal
annars fór bifreið útaf í hálku á
Borgarfjarðarbraut við Grímsá
síðastliðinn sunnudag og voru
tveir rnenn fluttir á slysadeild í
Reykjavík til athugunar en
meiðsli þeirra reyndust ekki al-
varleg. Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi var fljúgandi hálka
á þessum slóðum og umrædd
biffeið á sléttum dekkjum. í
hinum tilfellunum varð enginn
fyrir teljandi meiðslum en að
mestu leyti var um að ræða
útafakstur vegna hálku. GE
Lýst eftir
vitnum
Lögreglan á Akranesi kallar
eftír upplýsingum frá vitnum
að árekstri sem varð þann 1.
desember sl. á homi Esjubraut-
ar og Dalbrautar. Þar lentu
saman í árekstri rauð jeppabif-
reið og græn fólksbifreið um
klukkan 15:30. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um atvikið,
vinsamlegast hafið samband
við lögregluna í sírna 431-
1166. MM
Bílvelta á
Mýrum
Þrír piltar voru fluttir slasað-
ir tíl Reykjavíkur á tólfta tím-
anum að kvöldi 1. desember
eftír útafakstur og bílveltu á
Snæfellsnesvegi á Mýrum, um
20 km vesmr af Borgarnesi. Bíll
piltanna fór útaf rétt vestan við
bæinn Brúarland og valt
nokkrar veltur þar ril að hann
stöðvaðist um 30 metrum frá
veginum. Að sögn lögreglunn-
ar í Borgarnesi var vegurinn
launháll á þessum kafla og fór
bíllinn, sem er gjörónýtur efrir
veltuna, útaf í aflíðandi beygju.
Vom piltamir mikið skornir en
ekki taldir við fyrstu skoðun
hafa beinbrotnað. Vom þeir á
suðurleið er slysið átti sér stað.
MM