Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Page 8

Skessuhorn - 08.12.2004, Page 8
MIÐVTKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 uivtððim/i.. Samemingamefiid að ljúka Sameiningarnefhd sveitarfé- laga á Snæfellsnesi hyggst skila af sér fyrir jól, að sögn Gísla Olafssonar bæjarfulltrúa í Grundarfirði sem er formaður nefndarinnar. „Við höfum verið að skoða kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi og þeirri vinnu miðar störfiim vel. Við vorum reyndar byrjuð áður en tillögur sameiningar- nefridarinnar komu fram. Upp- haflega stóð til að við skiluðum af okkur um miðjan janúar en við ákváðum að flýta þessari vinnu og ljúka henni fyrir jól,“ segir Gísli. GE Bílfþjóftiaður Um síðustu helgi var bifreið Seleyrinni. Ekki fylgdi sögunni stolið í Borgarnesi. Þjófurinn hvort honum líkaði ekki farar- hefur hinsvegar ekki gert víð- skjótinn eða hvort hann hafi reisn á bifreiðinni því hann fór einfaldlega ekki þurft að fara einungis yfir Borgarfjarðar- lengra. brúna en skildi bílinn eftir á GE (trundaVaf) Grundarfirði Samkaup Jstrax Verð áður: TILBOÐ Svínahamborgarhryggur 1.198 779 kg. Hangilæri úrb. 1.949 1.559 kg. Hangiframpartur úrb. 1.433 1.146 kg. Léttreyktur lambahryggur 1.337 1.070 kg. Jólagrísasteik 1.108 864 kg. Coke 4 pk. DVD diskur frítt með 2.830 1.299 Náttúru rauðkál 720gr 139 99 Náttúru agúrkusalat 720gr 179 139 Cadburys Rose konfekt 1,7.kg 2.595 1.999 Verið velkomin! Grundaval - Grundarýirði Samkaup-Strax - Akranesi Nýtt kortatímabil hafið! Segulmiðaleikur Skessuhorns ?emafffr ftffflfaft meb/ Vinningsnúmer 48. tölublaðs er: 1072 Vinningur er 15.000 króna vöruúttekt í Samkaup-Urval í Borgarnesi eða Samkaup-Strax á Akranesi eða Grundavali í Grundarfirði. Avísun fyrir vöruúttekt skal vinningshafi vitja á skrifstofu Skessuhorns í síma 433-5500. L J Heimsborgarajól og áramót í Hvalfirði Flestir íslendingar kjósa að dvelja í faðmi stórfjölskyldunnar um jól og áramót, sumir velja að ferðast og stækkandi hópur kýs að dvelja í heilsárshúsi úti á landi á þessum tíma. Til landsins streymir einnig vaxandi fjöldi er- lendra ferðamanna, gestir sem bæði vilja upplifa Island og ís- lenska menningu á þessum árs- tíma þegar sól er hvað lægst á lofti. Vitað er að á þessum tíma Ijóss og friðar eru einnig nokkuð margir sem kvíða einsemd og einangrunar meðal annars vegna þess að þeir eru fjarri vinum og ættingum eða einfaldlega eiga ekki marga að. Þannig hefur ís- lenskt samfélag verið að breytast talsvert á síðasta áratug og nú er svo komið að samkvæmt skrám Hagstofunnar eru einmennings- heimili, heimili þar sem einungis einn hefur fasta búsetu, næstum þriðjungur heimila í landinu. Til þess að mæta þörfum þessa breytilega en vaxandi hóps hafa stjórnendur Hótels Glyms í Hvalfirði nú ákveðið að hafa opið um jól og áramót í stað þess að loka, eins og svo margir gera yfir hátíðarnar. Þannig verður út- lendingum jafnt sem íslending- um boðið að koma og dvelja í faðmi „fjölskyldunnar“ í Hval- firði. Aðspurð segir Hansína B Einarsdóttir, hótelstjóri að unda- farin ár hafi gestir þeirra verið frá öllum heimshornum um hátíð- amar; allt frá Islendinum sem vilja breyta til eða bara búa á einu stóm jólaheimili og til Japana og Ameríkana og allt þar á milli. „Við bjóðum upp á samfellda dagskrá fyrir þá sem það vilja þar sem afþreying, góður matur og drykkur, skoðunarferðir, messur, útsýnisferðir, sveitabæjaheim- sóknir og ýmislegt annað verður í boði. Gestir okkar geta þannig valið og sett saman dagskrá að eigin smekk, en takmarkið er að þeir sem hingað koma geti varið tímanum að vild saman með öðru fólki, kynnst menningu okkar og annarra og átt saman hátíðlega og góða stund hér í faðmi fjallanna og fólksins sem hér mun dvelja með okkur,“ sagði Hansína. MM Byggt við Kríuból Síðastliðinn mánudag var tekin fyrsta skóflustunga að stækkun leikskólans Kríubóls í Ólafsvík. Verktaki er Guðmundur Friðriksson í Grundaríirði en hann átti tægsta boð, 87% af kostnaðaráætlun. Verktakinn hefur þegar hafist handa við framkvæmdir. GE Akranes í viðræður við Aflvaka Á döfinni er að fulltrúar bæj- aryfirvalda á Akranesi hitti stjórnendur Aflvaka þar sem umræðuefnið verður; ný sýn á stækkað höfuðborgarsvæði. „Aflvaki er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur það markmið að vinna að efl- ingu og framgangi atvinnulífs í höfuðborginni þannig að borgin standist á hverjum tíma sam- keppni um fólk og fyrirtæki, veiti fyrirtækjum og starfsfólki þeirra góða þjónustu og ræki höfuðborgarhlutverk sitt í þessu samhengi,“ segir í samþykktuin félagsins. Stjórnendur Aflvaka hafa nú þegar rætt við sveitar- stjórnarmenn á Suðurlandi og Reykjanesi, en umræðan er í kjölfar málþings sem Aflvaki stóð fyrir á vordögum um hlut- verk höfuðborgarsvæðisins gagnvart sínum næstu nágrönn- um. „Án nokkurs vafa þá eru sífellt fleiri verkefni sem kalla á sam- eiginlegar lausnir á þessu svæði, svo sem í sorpmálum, málefhum slökkviliðs, orkumálum, skipu- lagsmálum, hafnamálum o.fl.,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, aðspurður um hugsan- lega samstarfsfleti við Aflvaka. Á þessu stigi segir Gísli að fátt sé að segja um hvað viðræður þess- ar gætu skilað. „Þetta verða fyrst og fremst samræður um hvernig skuli bera sig að við málin en vafalaust munu menn ræða þetta frekar og þá einstök málefni," segir Gísli. MM DALABYGGÐ Húsvörður við Félagsheimilið Dalabúð Hjá Dalabyggð er lausí til umsóknar starf húsvarðar við Félagsheimilið Dalabúð. Um er að ræða áhugavert starf. Félagsheimilið er staðsett í Búðardal. Er það helsti samkomustaðurinn í Dalabyggð. Mötuneyti fyrir Grunnskólann í Búðardal er í félagsheimilinu. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 434-1132 Bókavörður við Héraðsbókasafn Dalasýslu Einnig er laust til umsóknar starf bókavarðar við Héraðsbókasafn Dalasýslu. Bókasafnið er rekið sameiginlega af Dalabyggð og Saurbæjarhreppi. Um er að ræða hlutastarf. Frekari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Sæmundsson, formaður safnanefndar í síma 434-1272 og/eða sveitarstjóri í síma 434-1132. Umsóknum skal skila til sveitarstjóra Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370-Búðardal, fyrir 23. desember n.k. Sveitarstjórinn í Dalabyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.