Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Síða 10

Skessuhorn - 08.12.2004, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 ^niíðsunuh. SM PIANOSTILLINGAR AKRANESI Vel heppnað skákmót á Nesinu Stefán Magnússon, meö Diploma frá American School of Piano Tuning sími: 4312477 netfang: Kkogsm@hn.is Shel Heimilismatur á Shell Heitur matur, súpa og kajfi 1.050 kr 10 matarmiðar á 820 kr. máltíðin Láttu okkur elda og vaska upp Skvísurnar á Shell Taflfélag Snæfellsbæjar stóð fyrir minningarmóti um Ottó Arnason, skákfrömuð, í félags- heimilinu Klifi síðastliðinn laugardag. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi á þessu ári en þetta er í þriðja sinn sem það er haldið og hefur það mælst vel fyrir í skákheiminum. Vin- sældir mótsins helgast ekki síst af því að þar fá allir sem vilja tækifæri til að etja kappi við nokkra af sterkustu skákmönn- um landsins og þeir sterkustu hafa tækifæri til að vinna sér inn veglegt verðlaunafé, en fyrstu verðlaun að þessu sinni voru 200 þúsund krónur. Þá þykir einkar vel að mótinu staðið af hálfu heimamanna en fjöldi fyrirtækja á Snæfellsnesi styrkir taflfélagið til móts- haldsins. Það var stórmeistarinn Helgi Olafsson sem bar sigur úr bítum að þessu sinni með átta vinninga en í 2. - 3. sæti urðu Björn Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson með 6,5 vinninga. GE Samskip hf. eru ört vaxandi flutningafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða flutninga og tengda þjónustu hvert sem er og hvaóan sem er í heiminum. Samskip starfrækja skrifstofur og dótturfélög beggja vegna Atlantshafsins og starfa þannig á alþjóðlegum flutningamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 900 manns á 35 skifstofum í 13 löndum. Markmió Samskipa er að vera í fararbroddi í uppbyggingu og þróun flutninga- starfsemi og veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf. Starf í boói hjá Samskipum Þjónustufulltrúi fyrir Vesturland Samskip hf. óska eftir að ráóa þjónustufulltrúa á skrifstofu Landfiutninga-Samskipa Borgarnesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fýrst. Vinnutími: 8:00-17:00 Starfssvið: • Abyrgð á móttöku og afgreiðslu viðskiptavina. • Yfirumsjón með sjóói og daglegu uppgjörum. • Skráning fylgibréfa. • Svara fyrirspurnum viðskiptavina og leysa úr vandamálum þeirra eins og best verður á kosið. • Samskipti við skrifstofur Samskipa innanlands og umboðsmenn. • Önnur tilfallandi störf. Hæfniskröfur: Stúdentspróf, verslunarpróf eða hagnýt og góð reynsla af skrifstofustörfum auk tölvukunnáttu. Fáguð framkoma, lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund. Ahugasamir: Vinsamlegast fyllió út umsókn á vef Samskipa, www.samskip.is (veljið „þjónustufulltrúi - auglýst staða“) fyrir 15. desember 2004.Júlíus Jónsson rekstrarstjóri veitir allar nánari upplýsingar í síma 693 8760. Öllum umsóknum veróur svaraó og farió meó þær sem trúnaðarmál. Tókum pað með. | • trukki Landflutningar 'Jt SÁMSÍklP Fullt á jólabingói Fullt var út úr dyram þegar Markaðsráð Akraness stóð í lið- inni viku fyrir árlegu jólabingói í Bíóhöllinni og talið að hátt í 300 manns hafi tekið þátt. Margt góðra vinninga var í boði en hæsti vinningur var 50 þúsund króna gjafabréf hjá verslunar- og þjónustuaðilum í bæjarfélaginu. Þessi unga stúlka vann þann stóra og tekur hér við gjafabréfi úr hendi Guðna Tryggvasonar sem ásamt Sig- urði Sverrissyni voru bingóstjórar. MM Ballöður og brjálað stuð -frá Bjartmari á Norðurreykjum Bjartmar Hannesson ræðir um búskaparhætti við ungan sveitunga sinn. Aðdáendur háðfuglsins og hagyrðingsins, Bjartmars Hannessonar á Norðurreykjum í Borgarfirði, geta farið að bíða í eftirvæntingu á meðan fórnar- lömb hans í gamanvísnagerð- inni geta farið að naga á sér neglurnar því á nýju ári er fyr- irhugað að gefa út hljómdisk með vísnasöng trúbadorsins snjalla. Hann verður þó ekki einn á ferð því með honum í slagtogi er Haukur Ingibergs- son sem lengi hefur verið við- loðandi hljómsveitina Upplyft- ingu. „Þetta verður að stofni til úr- val af gamanvísum um svaðil- farir, hetjudáðir og ævintýri Borgfirðinga og Mýramanna. Síðan verða þarna slagarar eins og Hæ, hó, jibbí jeij, Halló apa- bróðir og eitthvað af nýju efrii í þeim dúr. Semsagt ballöður og brjálað stuð,“ segir Bjartmar. Aðpurður um samstarfið við Hauk Ingibergsson segir Bjart- mar: „Við erum þarna að vekja upp gamlan draug, endurvekja dúett úr Norðurárdal. Ég bjó í fimm ár á Hreðavatni en þá var Haukur skólastjóri á Bifröst og við störfuðum saman á áranum 1976 - 1981 og ætlum að koma saman á ný og skemmta okkur og hugsanlega einhverjum öðr- um, það verður að ráðast.“ GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.