Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.12.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 uBtssum/.., Tilvalin jóLagjöf til starfsmanna! Allt í einum pakka Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka Islands og íslandsbanka á Akranesi. Fáanleg í þremur upphæðum kr. 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi ISLAN DSBAN Kl MARKAÐSRÁÐ AKRANESS V J Snœfellsbœr -þar sem Jökulinn ber við loft Aðstoðarleik- skólastjóri/ leikskólastj óri Snæfellsbær óskar eftir að ráða tímabundið aðstoðarleikskólastjóra/leikskólastjóra við leikskólann Kríuból á Hellissandi frá og með febrúar 2005 til og með apríl 2006. Um er að ræða spennandi uppbyggingarstarf í stöðugri þróun í góðu umhverfi. Kjörið tækifæri fyrir þá sem langar til að prófa eitthvað nýtt. Umsóknarfrestur er til 17. desember næstkomandi. Leikskólar Snæfellsbæjar eru tveir, Krílakot sem staðsettur er í Ólafsvík og Kríuból sem staðsettur er á Hellissandi. Upplýsingar gefur Steinunn leikskólastjóri í síma 436-6723 kriubol@snb.is l Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um i Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Amarstapi, Hellnar, | Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. í góðu veðri er s Hellissandur í tveggja tíma akstursfjarlægðfrá Reykjavík - og s veðrið er að sjálfsögðu alltafgott undir Jökli. í Snæfellsbæ býr gottfólk sem er alltaftilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Hér er líka sérstaklegafallegt umhverfi enda býður bæjarfélagið upp á alla Jlóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. -pmnínn-^ Ltfkkum gjaldið í„Göngin“ Þrír þingmenn Frjálslynda flokksins hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um afnám virð- isaukaskatts á veggjöld. Eg er fyrsti flutningsmaður ffumvarps- ins, en með mér á því eru þing- menn Norðvesturkjördæmis þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson. Virðisauka- skatturinn á veggjöldin er nú 14%. Yrði niðurfelling hans að löguin ætti það að verða mikil- vægt skref til þess að lækka veggjöld í Hvalfjarðargöng en þau eru eina samgöngumann- virkið á Islandi í dag þar sem slík gjöld eru innheimt. Mikil umræða Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um að leita leiða til að lækka gjöld í Hvalfjarðagöng- in verulega eða afnema þau alveg. Þessi umræða er mjög skiljanleg. Hið opinbera endurgreiddi á sín- um tíma virðisaukaskatt vegna kostnaðar við gerð ganganna, en hefur frá því þau voru opnuð inn- heimt 14% virðisaukaskatt af veggjöldum. Göngin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem sam- göngubót sem komið hefur landsmönnum öllum til góða. Þarf ekki að hafa langt mál um gildi þeirra. Þar er rejmslan ó- lygnust. Þau hafa stytt vega- lengdir, aukið umferðaröryggi og styrkt byggðarlög. Göngin hafa sparað hinu opin- bera verulegar fjárhæðir sem annars hefðu einkum runnið til viðhalds og reksturs vegar fyrir Hvalfjörð. Einnig hefur fé spar- ast vegna þess að slysatíðni á veg- inum fyrir Hvalfjörð er nú nánast engin. Fyxir tíma Hvalfjarðar- ganga voru alvarleg umferðarslys sem leiddu til örkumla og dauða árlegur viðburður á þeim vegi. Ekkert dauðaslys hefur orðið í göngunum. Hvalfjarðargöngin hafa einnig orðið mikilvæg for- senda fyrir því að styrkja Vestur- land sem atvinnusvæði. Síðast má geta þess að þau hafa auðveldað íbúum höfuðborgarsvæðisins að nýta sér dýrmæta möguleika til útivistar og ferðalaga um Vestur- land, Vestfirði og Norðurland. Ósanngjam skattur Okkur sem stöndum að þessu frumvarpi þykir afar ósanngjarnt að ríkið innheimti virðisauka- skatt fyrir gjöld sem reidd eru af hendi fyrir notkun samgöngu- mannvirkis. Hið opinbera inn- heimtir veruleg gjöld með ýms- um álagningum á farartæki og eldsneyti. Alger rökleysa er að leggja aukaálögur í formi virðis- aukaskatts á ferðir slíkra öku- tækja þegar þau fara um gjald- skyld samgöngumannvirki sem gerð hafa verið af einkaaðilum. Þegar síðan er litið til þess hve mikinn hag ríkið getur haft af slíkum mannvirkjum, eins og sannast hefur með Hvalfjarðar- göngum, þá hljóta allir að sjá að virðisaukaskattlagningin á engan rétt á sér. Skattínn ber því að af- nema sem fyrst og í eitt skipti fyrir öll. Umræðan um að ríkið yfirtaki alfarið þær skuldir sem hvíla á göngunuin í dag verður sífellt háværari. Þetta þýðir að ríkið yf- irtæki rúmlega fimm milljarða skuld Spalar og kostaði síðan rekstur gangnanna. Það yrði meiri háttar pólitísk ákvörðun sem hlýtur að krefjast mikils und- irbúnings ef af yrði. Fimm millj- arðar eru engir smápeningar og einhvers staðar yrði að finna slík- ar fjárhæðir. I ljósi þessa og síðan þeirrar staðreyndar að það er mikilvægt að lækka gjaldið í göngin hið fyrsta, teljum við að raunhæfasta leiðin nú, sé að ríkið felli niður virðisaukaskattínn. Ef hægt yrði síðan að endurfjármagna lán Spalar eins og Ríkisendurskoðun hefur lagt til, og ná niður kostn- aði þá gætu við kannski horft til 25% lækkunar í göngin í það heila án þess að það tefðist að búið yrði að greiða þau upp eftir um það bil 12 ár? Enginn þyrfri að velkjast í vafa um að fjórðungs lækkun á gjaldi í göngin yrði veruleg kjarabót fyrir notendur þeirra sem árlega greiða nú sam- tals um 900 milljónir króna í veggjöld. Frádráttarbær ferðakostnaður Að lokum má svo benda á að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram tíllögu um breytingu á lög- um um tekjuskatt. Þær ganga út á að útgjöld vegna ferðakostnaðar tíl og frá vinnu sem er umffam 120.000 á ári en þó aldrei hærri en 400.000 árlega yrði frádráttar- bær ffá skattí. Slíkar reglur eru í gildi í nágrannalöndunum, til að mynda Noregi og þykja sjálf- sagðar. Yrði sh'kt að veruleika hér, þá þýddi það að stórnotend- ur Hvalfjarðagangnanna sem nota þau tíl og ff á vinnustað gætu dregið verulegan hluta útlagðs kosmaðar í göngin frá tekjurn fyrir skatta. Við hvetjum alla tíl að leggja okkur lið við þessar umbætur á skattkerfinu. Fellum niður virðis- aukaskattinn og drögum ferða- kosmað ffá tekjum fyrir skattaá- lagningu. Magmis Þór Hafsteinsson, varaformaður og þingflokksfor- maður Frjálslynda flokksins. Nýtt og öflugt verkfæri til íbúöakaupa 9 Creiðslumat á netinu • Lánsumsókn á netinu • Fagleg ráögjöf á netinu - einfaldari leiö aö íbúðakaupum íbúöalán.is www.ibudalan.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.