Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Síða 20

Skessuhorn - 08.12.2004, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 ^atssuno... S Eðli Rauði krossins á íslandi óbreytt 80 árum frá stofnun: A vakt eftir þjóðfélagsþegnum sem þarfnast aðstoðar Rauði krossinn á Islandi var stofnaður 10. desember árið 1924 og fagnar því 80 ára afrnæli nk. föstudag. Afmælishaldið verður hófstillt í anda hreyfing- arinnar, en víða um land hafa deildir félagsins opin hús þar sem starfsemin verður kynnt. A Akranesi verður t.a.m. opið hús hjá Rauða krossinum laugardag- inn 11. desember frá klukkan 12-14. Rauði krossin hér á landi starfar í 51 deild um alh land. Landinu er skipt upp í svæði og sjá svæðisfulltrúar um að aðstoða deildirnar á sínu starfssvæði við hin ýmsu viðfangsefhi. I tilefhi afmælis hreyfingar- innar hér á landi hitti blaðamað- ur Skessuhorns að máli þau Svein Kristinsson, sem er í for- svari fyrir svæðisskrifstofu Rauða krossins á Vesturlandi og Lilju Halldórsdóttur, starfsmann Rauða kross deildarinnar á Akra- nesi. Þau voru spurð út í helstu verkefhi hreyfingarinnar hér á Vesturlandi og starfsemi deildar- innar á Akranesi sérstaklega, en deildin er sú stærsta í þessum landshluta. Hvíta húsið stærsta verkefnið Á Vesturlandi eru sjö deildir Rauða krossins og nær starfs- svæðið frá Hvalfirði í suðri vest- ur um til og með Tálknafirði. Deildirnar á svæðinu kjósa svæð- isráð sem fylgist með og fundar um sameiginleg verkefhi. Sveinn Kristinsson, svæðisstjóri segir að stærsta sameiginlega verkefni deildanna á Vesturlandi á und- anfömum árum hafi verið stofn- un og rekstur Hvíta hússins á Akranesi, en það er tómstunda- og menningarhús fyrir ungt fólk. Sá rekstur er nú í höndum Akra- neskaupstaðar. „Þá er nú unnið að sameiginlegu forvarnar- og tómstundaverkefni á Snæfells- nesi í tengslum við stofnun Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Á síð- astliðnu sumri ráku deildirnar í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefhi fatlaðra sumarbúðir fyrir fötluð böm í Holti í Borg- arfirði. Einnig hafa deildirnar verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deild í Gambíu og felst stuðningurinn m.a. í að þangað em sendir fatagámar og bmnngerð hefur verið kostuð af félaginu,“ sagði Sveinn, að- spurður um helstu verkefnin undanfarið. Eitt af þeim verk- efnum sem svæðisskrifstofu RKI á Vesturlandi beitti sér fyrir, og mörgum er enn í fersku minni vegna umræðunnar sem af því hlaust, var aðstoð við útvegun betri rúma í fangelsið að Kvía- bryggju í Grundarfirði. E.t.v. er það gott dæmi um að RKI-fólk er alltaf á vaktinni gagnvart þeim Hvernig væri að gefa ættingjum og vinum áskrift að Skessuhomi íjólagjöf? Tilboð til 20. desember: Gjafabréfmeð ársáskrift ákrónur 7.800 Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 433-5500. Skessuhorn ehf. Sveinn Kristinsson, svæðisstjóri RKI og Lilja Halldórsdóttir, starfsmaður Rauða kross deildarinnar á Akra- nesi við eina af sjúkrabifreiðunum á Skaganum. aðilum í þjóðfélaginu sem ininna mega sín og er aðstoðar þurfi. Þar em fangar engin undantekn- ing. Neyðarhjálp Eitt af grannhlutverkum RKI er neyðaraðstoð á hættutímum. Hver deild Rauða krossins hefur ákveðnu hlutverki að gegna ef til neyðarástands kemur og er það skilgreint með samningi við AI- mannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra. Deildirnar sjá þannig um opnun og rekstur fjöldahjálpar- stöðva á sínum svæðum komi til neyðarástands og þær þjálfa fólk til þess að takast á við slíkar að- stæður. Nýlegt dæmi um þegar Saga mannúðar á vígvelli Ein mesta orrusta í styrjöldinni milli K|pAusturríkismanna og Frakka um /. CkP* \ miðbik 19. aldar átti sér stað á í■JjT' Ov\ völlunum viðSolferino áNorð- j ' f \ \ ur-ítalíu árið 1859. Þar I / \ \ bórðust liðlega 300 þúsund I JQ I I ^ I manns og itndir lokin lágu \ ^ \ J Q / itm 40 þúsund í valnum \ ^ \ L...... J ^ / fallnir eða særðir. Ungur \^ / svissneskur kaupsýslumaður, \*i Át'r\ _ r \9 / Henry Dunantaðnafiii, áttileið U j \ um héraðið á sama tíma og það sem hann sáfékk mikið á hann. Hann tókst á hendur að skipuleggja hjálparstarf á vígvellinum með aðstoð kvenna úr tiœrliggjandi þorpum en hjúkrunarsveitir hersins voru óskipulagð- ar og réðu engan veginn við verkefnið. Hjálparstarfið fór firam und- ir kjörorðinu „Tutti fratelli“ eða „allir eru bræður.“ Þetta þýddi að hjálparliðið kom öllum særðum hermönnum á vígvellinum til hjálpar án tillits til þess hvaða liði þeir tilheyrðu. Þama birtist í hnotskum það hlutleysi sem alla tíð síðan hefur einkennt starfisemi Rauða kross- ins. Þremur árum eftir þessa atburði kom út bók eftir Dunant sem hann nefiidi „Minningar frá SolferinoA Þar Ijsir hann framgangi orrustunnar og stingur upp á því í kjölfiarið að reynt verði að stemma stigu við hörmulegum afileiðingum styijalda með því annars vegar að þjálfaðar yrðu hjálparsveitir seni hægt yrði að send á vettvang komi til styijaldar og hins vegar að ríki heims shddbindi sig til þess að veita sveitimum friðhelgi á vígvellinum gegn því að þær starfi fidlkomlega hlutlaust og liðsmenn þeiira beri ekki vopn. Atburðir þessir á vígvell- inum við Solfierinu á ltalíu urðu þannig kveikjan að því að Rauði kross hreyfingin varð til. I dag eru landsfiélög Rauða krossins orðin 181 ogí nokkrum löndum til viðbótar eru starfandi Rauða kross fé- lög sem ekki hafa hlotið viðurkenningu Alþjóðaráðsins. Það er oftast vegna þess að þau nota ekki viðurkennt merki; til dæmis landsfiélagið í Israel, sem notar rauða Davíðsstjörnu eða landsfélagið í Kasakstan, sem notar bæði kross og hálfmána. Rauði krossins er þannig stærsta mannúðarhreyfmg heims og teygir staifsemi hennar sig til allra heimshoma. Einn angi hreyfmgarinnar er Rauði kross Islands, sem vinnur að hjálparstarfi á erlendri grundu og sinnir að sjálfsögðu brýnum verkefnwn hér heima. Félagar vinna að því að aðstoðafólk á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa geysað, sjúkdómar hetja á mannfólkið og þar sem stt'íðátök hafa átt sér stað. Rauði kross Islands hefiir á undanfómum árum svarað öllum neyðarbeiðnum sem til hans hafa borist frá höfúðstöðvunum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.