Skessuhorn - 08.12.2004, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004
21
Árlega heimsækja leikskólabörn starfsstöð RKÍ á Akranesi. Þessi mynd er frá heimsókn barna frá Garðaseli haustið 2002.
slík hjálparstöð var opnuð var
þegar eldsvoðinn varð við
Sundahöfn í fyrri mánuði þegar
um 600 íbúar þurftu að jtfirgefa
heimili sín og skipulagði þá
Rauði krossinn í Reykjavík mót-
töku fólksins í grunnskóla í
grenndinni.
Göfugt
sj álfboðaliðastarf
Rauði krossinn leggur áherslu
á að rjúfa einangrun fólks og
gera líf einstaklinga innihalds-
ríkara og meira gefandi. „I því
skyni reka margar deildir svo-
kallaða heimsóknarþjónustu, en
þá fara sjálfboðaliðar í heim-
sóknir til þeirra sem einmanna
eru eða þarfnast félagsskapar. Þá
eru þeir sem sjúkir eru heimsótt-
ir af sjúkravinum félagsins. Hin
síðari ár hefur hreyfingin lagt æ
meiri áherslu á málefni geðfatl-
aðra og úrbætur í þeirra málum.
Nú eru rekin athvörf á vegum
Rauða krossins í Reykjavík,
Kópavogi, Hafnarfirði og á Ak-
ureyri,“ sagði Sveinn og bætir
við: „Deildimar á Vesturlandi
hafa Iátið gera vandaða úttekt á
aðstöðu og þörfum geðfatlaðra á
svæðinu og hafa skipað starfshóp
úr sínum röðum til að vinna að
málinu.“
Lilja Halldórsdóttir, starfs-
maður RKI deildarinnar á Akra-
nesi segir að um 20 sjálfboðalið-
ar á Akranesi sinni heimsókna-
þjónustu og séu sjúkravinir fólks
í bæjarfélaginu. „Þetta fólk
skiptir með sér heimsóknum til
sjúkra, aldraðra og einstæðinga.
I sumum tilfellum er eingöngu
um heimsóknir að ræða til að
spjalla við fólk og veita því fé-
lagsskap. Þannig rjúfum við í
mörgum tilfellum einangrun
fólksins sem hefur jafnvel ekki
marga aðra til að ræða við eða
leita til með hin ýmsu mál hvers-
dagsins,“ sagði Lilja. Hún segir
að alls séu um 400 manns skráð-
ir félagar í RKI deildinni á Akra-
nesi. „Þetta er vissulega stór
hópur en þó eru alltof fáir virkir
félagsmenn, starfinu er haldið
uppi af nokkrum tugum virkra
félaga sem alltaf eru til taks.
Hinsvegar ef mikið liggur við þá
kemur stærri hópur til liðs við
okkur, svo sem þegar landssafn-
anir eru í gangi. Fólk er oftast
tilbúið í átaksverkefni en eins og
gengur í mörgum félagsskap þá
er fólk ekki reiðubúið að skuld-
binda sig og taka tíma til félags-
starfs ffá tímanum sem t.d. er
ætlaður fjölskyldunni,“ segir
Lilja.
Fjölþætt verkeÉni
Meðal árlegra verkefha RKI
deildarinnar á Akranesi nefhir
Lilja verkefhið Börn og um-
hverfi, en það héþ áður barn-
fóstrunámskeið RKÍ. Þar fá ung-
menni sem í námskeiðinu taka
þátt upplýsingar um ýmislegt
sem snýr að uppeldi, skyndihjálp
og þörfum barna og er það afar
gagnlegt þeim sem taka að sér
barnagæslu, fyrir eldri systkini
og fleiri ungmenni.
„Eitt stærsta verkefni Rauða
krossdeildarinnar á Akranesi er
þó vinna fyrir Sjúkrabílasjóð,
samkvæmt samningi við RKI, og
er starfssvæðið Vesmrland, Vest-
firðir og Húnavatnssýslurnar. I
því felst innheimta, reiknings-
hald og umsýsla með 24 sjúkra-
bílum á öllu starfssvæðinu. Til
að gefa innsýn í unifang þess
rekstrar má geta þess að einung-
is sjúkrabílarnir á Akranesi fara í
um 500 útköll á ári,“ segir Lilja.
Einnig nefnir hún skyndihjálp-
arnámskeið sem RKI deildin
stendur fyrir og eru m.a. sér-
sniðin að þörfum fyrirtækja.
RKI hefur einatt lagt áherslu á
að kenna almenningi skyndi-
hjálp, enda kunnátta í henni
mikilvæg til þess að bjarga lífi og
heilsu fólks, bæði á heimilum og
ekki síður á vinnustöðum. „Við
höldum árlega fullt námskeið
auk upprifjunarnámskeiða til að
viðhalda réttindum fólks.“ Auk
þessara árlegu verkefna má
einnig nefna dreifingu endur-
skinsmerkja til nemenda 1.-4.
bekkja grunnskólanna, útdeil-
ingu reiðhjólahjálma til 8 ára
barna og ýmis fleiri gagnleg
verkefni,“ segir Lilja Halldórs-
dóttir.
Alltaf á vaktinni
Fatasöfnun er eitt af verkefn-
um Rauða krossins. Er nýtileg-
um fötum safhað saman víða um
land og flokkuð, m.a. í Fjöliðj-
unni á Akranesi. Þessi föt eru
ýmist send út til hjálparþurfi eða
seld til að afla tekna fyrir Rauða
krossinn,“ sagði Sveinn.
Eins og gefur að skilja með
hjálparsamtök af þessu tagi er þó
margt í starfi Rauða krossdeild-
anna sem fer hljótt. Sum mál
varða einstaklinga beint og era
því ekki í umræðunni eða sviðs-
ljósi fjölmiðla. Hver deild sinnir
þeim verkefnum á sínu svæði
sem hún telur mikilvægust fyrir
samfélagið á hverjum stað og er
það breytilegt effir aðstæðum.
„Deildirnar leita að verkefhum
sem aðrir sinna ekki og vekja at-
hygli á hvar úrbóta er þörf.
Þannig hefja RKI deildirnar
ýmis verkefni og koma þeim á
legg, en fela með samkomulagi
öðrum ffamgang þeirra til lang-
frama. Þannig hafa bæði ríki og
sveitarfélög tekið að sér ýmis
samfélagsleg verkefni sem Rauði
krossinn hefur vakið máls á og
unnið að tímabundið.“
Sveinn segir að þrátt fyrir
mikla velmegun á Islandi sé mik-
il þörf fyrir mannúðarhrejfingu
eins og Rauða krossinn. „I félag-
inu era yfir 18.000 meðlimir
sem leggja Rauða krossinum lið
vegna þess að um gefandi og
uppbyggjandi starf er að ræða;
verkefni með áherslu á mannúð
og samhjálp, þar sem gætt er að
hinum minnsta bróður og hon-
um kornið til aðstoðar. Rauði
krossinn vill vera málsvari þeirra
sem höllum fæti standa og legg-
ur fram krafta sína með sjálf-
boðastarfi og gætir ávalt hlut-
leysis. I raun er einkenni Rauða
kross hreyfingarinnar að vera
alltaf á vaktinni, skima ástandið í
þjóðfélaginu, finna hvar þörf er
fyrir aðstoð og ganga í lausn
mála. Þannig var hreyfingin
hugsuð í upphafi og þannig er
rauði þráðurinn enn þann dag í
dag,“ sagði Sveinn Kristinsson
að lokum. MM
Gríðarlega mikil eftirspum eftir byggingarlandi á Akranesi:
Ellefu umsóknir um
hverja lausa lóð
í síðustu viku fór fram út-
hlutun lóða í klasa 5 og 6 í
Flatahverfi á Akranesi. Lóðirn-
ar voru auglýstar lausar til um-
sóknar fyrr í haust með fyrir-
vara um formlega samþykkt á
deiliskipulagi og um hvenær
unnt yrði að hefja framkvæmd-
ir á þeim. A svæðinu sem nú
var úthlutað er gert ráð fyrir
14 lóðum fyrir einbýlishús,
tveimur lóðum fyrir parhús,
einni lóð fyrir 5 íbúða raðhús
og sex lóðum fyrir fjölbýlishús
með allt að 108 íbúðum.
AUs bárust 253 umsóknir um
þessar 23 lóðir frá bæði ein-
staklingum en þó sérstaklega
frá byggingaverktökum.
Þannig bárust nákvæmlega 11
umsóknir að jafnaði um hverja
lóð. Nokkrir sóttu um margar
lóðir en alls vora það 41 aðili
sem sendu inn umsóknir.
Dregið var um raðhúsa- og
einbýlishúsalóðirnar á fundi
bæjarráðs sl. fimmtudag, en á-
kveðið að fresta úthlutun fjöl-
býlishúsalóðanna m.a. til þess
að umsækjendum gæfist kostur
á að útfæra nánar hugmyndir
sínar um útlit húsanna. Þannig
var gerður fyrirvari urn að með
umsóknum fylgdi almenn út-
litslýsing húsanna og setur
bæjarráð skilyrði um að húsin
verði ámóta í útliti og 3-5 hæð-
ir hvert, þannig að heildar
samræmi verði á húsunum á
svæðinu. Þetta skilyrði er sett í
ljósi þess að fjölbýlishúsin
standa í nálægð við Þjóðbraut-
ina, framtíðar innkeyrslu bæj-
arins og því vilja menn hafa
heildarsvip húsanna í góðu
samræmi,“ sagði Jón Pálmi
Pálsson, bæjarritari í samtali
við Skessuhorn.
Jón Pálmi segir að fyrst og
fremst hafi það verið verktakar
sem sóttu um þær lóðir sem nú
var úthlutað. „Það heyrir til
undantekninga að einstakling-
ar kaupi í dag lóðir og byggi
sjálfir. Þeir velja fremur að
kaupa misjafnlega tilbúin og
jafnvel fullfrágengin hús af
byggingaverktökum. Eftir-
spurnin kemur þannig fyrst og
fremst í ljós í gegnum verktak-
ana,“ segir Jón Pálmi. Að-
spurður um hvort nægjanlegt
framboð sé af lóðum í ljósi þess
mikla fjölda umsókna sem í
þessar 23 lóðir barst, segir
hann að í næsta klasa í Flata-
hverfinu verði að leggja á-
herslu á einbýlishúsa- og rað-
húsalóðir í ljósi eftirspurnar-
innar. „Hugsanlega verður
deiliskipulagi klasa sem þegar
er skipulagður fyrir fjölbýlis-
hús breytt, þannig að þar
rúmist fleiri einbýlis- og rað-
hús, en ráð hafði verið fyrir
gert,“ sagði Jón Pálmi að lok-
um.
Þannig má fastlega gera ráð
fyrir að aukið lánsfjármagn til
húsnæðiskaupa og ekki síður
jákvæðar væntingar almenn-
ings og verktaka til m.a. at-
vinnuástands á svæðinu sé þeg-
ar farið að endurspeglast í því
að ellefu umsóknir berast um
hverja lóð sem auglýst er í bæj-
arfélaginu. MM