Skessuhorn - 12.01.2005, Qupperneq 1
OPIÐ:
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
netté
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 2. tbl. 8. árg. 12. janúar 2005
Kr. 300 í lausasölu
Grundfirðingar hafa tekið snjónum fagnandi en þar hefur ekki verið hægt að opna skíðalyftuna i þrjú ár. Fyrir þremur árum var lyftan aðeins opin
í einn dag en nú hefur hún verið opin í nokkra daga samfleytt og það hafa Grundfirðingar og nágrannar þeirra nýtt sér vel.
Ljósmynd: Sverrir Karisson.
Dópa, drekka og reykja minna
Nýtt
skólahús
Síðastliðinn föstudag var
skólahús Fjölbrautaskóla
Snæfellinga formlega vígt.
Skólinn var settur í fyrsta sinn
í haust en fyrstu önnina
þurftu nemendur og kennarar
að þjappa sér vel saman.
Sjá bls. 2
Hækka þrátt
fyrir gróða
Orkuveita Reykjavíkur
hækkar um næstu mánaða-
mót raforkuverð á svæði sínu
um 4%. A sama tíma er
greiddur yfir 10% arður til
eigenda, sem eru fjögur
sveitarfélög, þar af þrjú á
Vesturlandi. Sjá bls. 7
Kolbrun
og Hlynur
Kolbrún Yr Kristjánsdótt-
ir, sundkona var kjörin I-
þróttamaður Akraness í
fjórða sinn í röð í síðustu
viku og samtals í sjötta skipti.
Hlynur Bæringsson, körfu-
boltamaður er Iþróttamaður
HSH árið 2004.
Sjá bls. 15 og baksiðu.
Hafiia
sameiningu
Bæjarstjórnir Snæfellsbæjar
og Grundarfjarðar æda ekki
að láta kjósa um sameiningu
sveitarfélaga á Snæfellsnesi í
vor. Bæjarstjórnirnar telja
slíkt ekki tímabært og vísa
m.a. til þess að ríkið hafi ekki
staðið við skyldur sínar.
Sjá bls. 7
A hverju vori eru lagðar
kannanir fyrir alla 10. bekkinga
í grunnskólum landsins um hin
ýmsu mál og sér fyrirtækið
Rannsóknir og greining um
úrvinnslu gagna. Undanfarin 8
ár hefur Akraneskaupstaður
keypt niðurstöður sem snúa að
reykingum, áfengisneyslu og
hassneyslu. Niðurstöður fyrir
unglinga á Akranesi eru þannig
bornar saman við niðurstöður
fyrir allt landið og höfuðborg-
arsvæðið sérstaklega.
A margan hátt voru niður-
stöður þessar jákvæðar og á-
nægjulegar fyrir ungt fólk á
Akranesi. Meðal annars leiða
þær í ljós að síðastliðið vor
reyktu 4% tíundu bekkinga á
Akranesi daglega en 12% jafn-
aldra þeirra á landsvísu. Tæp-
lega fimmti hluti (19%) ár-
gangsins á Akranesi hafði orð-
ið drukkinn síðastliðna 30 daga
fyrir könnunina en á sama
tímabili ríflega fjórðungur
(26%) á landsvísu. 4% ung-
linganna á Akranesi segjast
hafa neytt hass einhvern tím-
ann á ævinni en 9% unglinga á
öllu landinu og 10% unglinga
á höfuðborgarsvæðinu.
í samanburði við meðaltal
alls landsins í neyslu ungs fólks
á áfengi, tóbaki og hassi má
segja að ástandið sé gott á
Akranesi og hafi batnað veru-
lega. Astæða er til að óska ung-
lingum á Akranesi sérstaklega
til hamingju, en einnig er vert
að geta mikils forvarnarstarfs
og fræðslu á þessu sviði á vett-
vangi stofnana Akraneskaup-
staðar, foreldra og fleiri aðila
hin síðari ár, en það starf er
greinilega að skila miklum ár-
angri.
MM
Grindavík • Hafnartjörður • Njarðvík • Isafjörður • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes