Skessuhorn - 12.01.2005, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 2005
^saunui.
zk\
2myJr
BILASALA 0 431 2622
Þekking - Reynsla - Þjónusta
Nýir
sýningarbílar
á staðnum frá
B&L og Ræsi
Hyundai Terracan
Mazda 3
Mazda 6
Renault Megane
Scenic
NÝR OG BREYTTUR:
Hyundai Santa Fe
með díselvél
Hyundai Getz
Vaxtakjörin
hvergi betri
4,2%
BILASALA 0 431 2622
Þekking - Reynsla - Þjónusta
2622 Jir
Loðnan er fyrir austan
Nú er loðnan farin að veið-
ast fyrir austan og norðaustan
land. Skip HB Granda, Vík-
ingur AK 100 landaði sl.
mánudag fullfermi, eða 1400
tonn á Vopnafirði. Skipið kom
á miðin undir kvöld daginn
áður og var komið með full-
fermi strax klukkan 6 um
morguninn, en allur aflinn
fékkst í hringnót. „Loðnan
virðist vera á stóru svæði með
kantinum norð-austur af
landinu og þó nokkuð að sjá af
henni“, sagði Sveinn Isaksson
skipstjóri á Víkingi sl. mánu-
dagsmorgun. Loðnan fer í
frystingu að hluta en einnig
fer eitthvað í bræðslu. Onnur
skip HB Granda, þ.e. Faxi RE
9 og Ingunn AK voru sl.
mánudag langt komin með að
fylla sig einnig en auk þeirra
voru Svanur RE og Sunnu-
bergið NS einnig við veiðar.
MM
Kólesteról mælt í Borgamesi
Laugardaginn 15. janúar
klukkan kl. 10 - 14 verður boð-
ið upp á ókeypis kólesteról- og
blóðþrýstingsmælingu í Borg-
arnesi. Mælingarnar fara fram
í Verkalýðshúsinu Sæunnar-
götu 2a og eru skipulagðar af
Félagi hjartasjúklinga á Vest-
urlandi og Hjarta-Heill,
Landssamtökum hjartasjúk-
linga í samvinnu við Heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi og
lyfjafyrirtækið Astra-Zeneca.
Fjölmargar rannsóknir hafa
á undanförnum árum sýnt
fram á hve nauðsynlegt er að
lækka kólesteról til að koma í
veg fyrir hjarta- og æðasjúk-
dóma. Lækkun kólesteróls
(blóðfitu) er einn mikilvægasti
hlekkurinn í forvörnum á því
sviði. Með hollu mataræði og
hreyfmgu má ná ákveðnum ár-
angri, en oft þarf að grípa til
lyfjameðferðar til að lækka
kólesterólmagnið í blóðinu.
(fréttatilkynning)
l/luiáhe'inid
Glöggt ég mína fótlun finn
Gleðilegt ár
lesendur mínir.
Vonandi eru
menn búnir að
koma melting-
unni í lag eftír há-
tíðaveislurnar og
væntanlega situr
eitthvað eftir í
kollinum af hátíð-
arræðum prest-
anna. Sveinbjörn
heitinn Beinteinsson ortí einhverntíman og
þætti mér ekki ólíklegt að viðmælandi hans í
það sinn hafi verið maður prestvígður:
I upphafi var oröiö
og oröiö var hjá þér.
Hvaö af því hefur oröiö
er óljóst fyrir mér.
Sumir menn gegna þeim embættum að
það er ædast til að þeir sæki messu um hátíð-
ar og ætla ég svosem ekkert að draga í efa að
þeir hefðu sótt messu hvort sem er en emb-
ættíð leggur þeim óbeinar skyldur á herðar.
Organistí nokkur í Reykjavík sem trúlega
hefur verið í stjórnarandstöðu orti við há-
tíðamessu fyrir nokkrum árum:
Ýmislegt fyrir augun ber
sem ekki styrkir trúna.
Forsœtisráöherrafífliö er
frammi í kirkju núna!
Margir trúa staðfasdega á framhaldslíf og
stundum hefur því verið haldið ífam að
menn jrrðu að englum eftír dauðann. Olaíúr
Jónsson, faðir Flosa leikara, ortí þegar hann
lá banaleguna:
/ bakinu hef ég vaxtarverki.
Vœngjahönnun? - Strax í dag?
Ætli þaö sé marktœkt merki
um meiriháttar feröalag?
Gjarnan vildi ég geta óskað öllum þess að
hafa það gott en það bara gengur ekki upp
því til þess að einhver getí haft það gott þarf
einhver annar að hafa það lakara, annars
væru allir jafnir og enginn hefði það betra en
annar. Það er líka nokkuð ljóst að ef eitthvað
fæst ódýrt er einhver í framleiðsluferlinu á
lágu kaupi. Jakob Jónsson orti einhverntíma
þegar margir hópar voru að semja um svipað
leyti eins og oft verður:
Þaö gengur afar illa um þessar mundir,
allar stéttir barlómssönginn kyrja.
Gjörvöll þjóöin er aö veröa undir.
undir hverju? Má ég kannske spyrja.
Séra Helgi Sveinsson þurffi einhverju
sinni að hitta forstöðukonu Hlíðardalsskóla
og bauð með sér vini sínum Kristjáni frá
Djúpalæk. Meðan Helgi lauk erindi sínu beið
Kristján útí í bíl og ortí:
Lengi kyssti, kennd viö fjör,
kempan listum búna,
allt frá rist og upp á vör
aöventistafrúna.
Ekki fer sögum af svari séra Helga en varla
hefur hann orðið orðlaus enda maðurinn
málhagur vel. „Guð er kærleikur" segir
Biblían sem þýðir þá væntanlega að kærleik-
urinn er Guð og honum verður þá væntan-
lega best þjónað með því að leggja öðrum lið
efrir mætti án þess að velta því of mikið fyrir
sér hvort það bætí ímyndina eins og sumum
stjórnmálamönnum, bæði erlendum og
kannske hérlendum virðist tamt. Jón Berg-
mann kom þar að sem verið var að safna fé til
kristniboðsstarfa og fór að velta málinu fyrir
Skyldu annars œöri völd
eilíflega muna
alla þá sem koma í kvöld
krónu íguöskistuna.
Það er líka náungakærleikur að leggja
þeim Iið sem hafa farið halloka í lífsbarátt-
unni þó þeir séu bara í manns næsta nágrenni
og ekki sé dreift litprentuðum bæklingum til
að benda á neyð þeirra og er ég ekki með því
að gera lítið úr starfi ýmissa líknarsamtaka.
Einhverntíma var kveðið:
List er ibaö líka og vinna
því lífinu veröur aö sinna,
aö beygöu og brákuöu aö hlynna
en bulla um kœrleikann minna.
Æði mörg mannslíf hafa glatast bæði í
austurlöndum nær og Afríku af völdum
stríðsátaka og náttúruhamfara á undanförn-
um áratugum og vandséð hver hefði getað
orðið ffamtíð þeirra barna sem þar dóu hefði
hiður haldist. Ingi Steinar Gunnlaugsson
veltír þessu aðeins fyrir sér í kvæðinu Kon-
ungsefni:
Viö biöum þess lengi sem boöaö var.
Á bládjúpi himins sást stjarna
bjartari en aörar sem blikuöu þar.
Viö bjuggumst til feröar vitringar
til leitar aö leiötoga barna.
Enginn fœr lýst þeirri örlagastund
er angann viö fundum í hreysi
foreldralausan á framandi grund
á flótta meö þúsundum -nakinn sem hund-
í algjöru umkomuleysi.
í auömýkt og lotningu krupum á kné
og krílinu gjafirnar sýndum
þrjátíu vatnsdropa og þurrmjólkurspé
- Þetta var mannkynsins ölmusufé. -
í andakt viö konunginn krýndum.
Á heimleiö viö fréttum aö hryllingi þeim
sem hermenn í búöunum frömdu
og stjarnan sem blikaöi björtust um geim
hún bliknaöi og hvarfinn í myrkursins heim
meöan stríÖsherrar sátu og sömdu.
Stundum hefur fólk vaxið nokkuð að um-
máli og kílógrömmum um hátíðamar og
hefur það orðið mörgum nokkurt áhyggju-
efni þó flestum dugi sú einfalda megrunarað-
ferð að borða færri kaloríur en brennt er. Nú
að afloknum jólum sátu þeir á skrafræðum
svilar, Þórarinn á Steindórsstöðum og Sigfús
í Skrúð og kom fram í máli Þórarins að hann
hafði misst allnokkur kíló fyrir jólin en bjóst
kannske við að eitt eða tvö hefðu komið aft-
ur um hátíðarnar. Þetta varð Sigfúsi tilefhi
eftirfarandi hugleiðingar:
Glöggt ég mína fötlun finn,
fötin um þaö vitna.
Þó aö grennist Þórarinn
þá er ég aö fitna.
Þó ævi okkar og lífskjör séu nokkuð
breytileg fáum við þó álíka stóran blett að
lokum í kirkjugarðinum enda kvað Om Am-
Dýrt er landiö drottinn minn,
dugir ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf aö vinna.
Einar Andrésson í Bólu mun hafa verið í
kaupstaðarferð með einn hest undir böggum
þegar hann hitti sterkefnaðan bónda úr ná-
grenninu sem kastaði að honum hæðnisyrð-
um en Einar leit við honum og svaraði:
Auös þótt beinan akir veg,
œvin treynist meöan.
Þú flytur á einum eins og ég
allra seinast héöan.
A líkum nótum og trúlega af líku tilefni er
þessi vísa Gísla Olafssonar frá Eiríksstöðum:
Þótt þú berir fegri flík
og fleiri í vösum lykla,
okkar veröur lestin lík
lokadaginn mikla.
Meö þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstööum, 320 Reykholt
S 435-1367 og 849-2715
dd@hvippinn.is