Skessuhorn - 12.01.2005, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 2005
Til minnis
Styrktartónleika í Bíóhöllinni
á Akranesi nk. föstudag þar
sem fram koma margar
hljómsveitir og frábært tón-
listarfólk. Aögangseyrir á tón-
leikana rennur óskipt til ham-
farasvæðanna í SA Asíu og
uppbyggingarstarfs þar.
m Veíhirhorfnr
Næstu daga verður suðaust-
an átt og leiðindi með um-
talsverðri snjókomu. Á föstu-
dag verður rífandi rok og
rigning eða slydda. Hiti verð-
ur um frostmark. Um og fram
yfir helgi verður sunnanátt
og skúrir sem breytast síðan
hægt og rólega yfir í snjó-
komu. Hver var að tala um
annað en vetur?
Spiirnin^ viktinnar
í síðustu viku spurðum við:
„Hvernig fannst þér Skaup-
ið?" Niðurstöður voru nokk-
uð afgerandi: Alveg frábært
svöruðu 53,4% - Nokkuð
gott 32,1% - Sæmilegt 8,8%
- Frekar lélegt 3,1% - Sá það
ekki 2,6%.
í þessari viku spyrjum við
blákalt:
Ætlor þú á
þorrablót?
Svarið skýrt og
skilmerkilega á
www.skessuhorn. is
VestlencíimjMr
viNnnar
Fj ölbrautaskólahúsið vígt
Frá vígslunni
Síðstliðinn föstudag var
tekið í notkun hús fyrir
nýjasta framhaldsskóla
landsins, Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundar-
firði.
Skólinn tók til starfa nú í
haust en fyrstu önnina var
aðeins hægt að nýta hluta
hússins þar seni bygging-
arframkvæmdir hófust
ekki fýrr en síðastliðið vor.
Húsið er nú fullbúið og
þykir hið glæsilegasta en
jafhffamt nokkuð nýstár-
legt því þar eru engar eig-
inlegar kennslustofur. Þess
í stað eru opin rými og að-
staða fyrir einstaklings-
vinnu og hópavinnu sem mikil
áhersla er lögð á í skólastarfinu.
Nemendur Fjölbrautaskóla
Snæfellinga eru 111 í dag sem
er mun meira en búist var við á
fyrsta skólaárinu að sögn Guð-
bjargar Aðalbergsdóttur, skóla-
meistara. Hins vegar er gert ráð
fyrir að nemendur geti verið
um eða yfir 200. Það var
Loftorka Borgarnesi ehf. sem
var aðalverktaki við gerð húss-
ins og við opnunarathöfnina á
föstudaginn voru starfsmönn-
um Loftorku þökkuð skjót og
góð vinnubrögð og sömuleiðis
fjölmörgum undirverktökum
þeirra. Viðstaddir athöfnina
voru m.a. menntamálaráðherra,
þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis og sóknarpresturinn í
Grundarfirði; Elínborg Sturlu-
dóttir sem blessaði húsið. GE
Styrktartónleikar vegna hamfaranna
Styrktartónleikar til upp-
byggingar eftir hamfarirnar í
SA-Asíu í lok síðasta árs verða
haldnir í Bíóhöllinni á Akranesi
nk. föstudag og hefjast klukkan
22:30 eða strax og útsendingu
Idol keppninnar lýkur. Allir
þeir sem ffam koma á tónleik-
unum og koma á einhvern hátt
að vinnu við þá, þar með talið
undirbúningi og kynningu, gefa
vinnu sína að öllu leyti. Þar
með er talinn þáttur hljóm-
sveita sem fram koma, hljóð-
manna og annarra tæknimanna
ásamt aðstandendum svo sem
starfsfólki Bíóhallarinnar og
fleiri.
Hljómsveitir og tónlistar-
menn sem fram koma verða
m.a.: Herradeild PO, Worm is
Green, Planc, Lotus, Geir
Harðarson, Olafur Páll Gunn-
arsson, Tríó Péturs, Flaming
disaster og fleiri.
Miðaverð á tónleikana verður
krónur 1.000 en gestir geta, ef
þeir vilja, greitt meira, en eins
og áður segir rennur aðgöngu-
miðaverð óskipt til uppbygg-
ingar í SA-Asíu og verða pen-
ingarnir sem safnast afhentir í
sameiginlegum sjónvarpsþætti
allra sjónvarpsstöðvanna nk.
laugardag. Skessuhorn er einn
af styrktaraðilum tónleikanna
og hvetur Skagamenn og aðra
Vestlendinga til að slá tvær
flugur í einu höggi; styrkja gott
málefhi og fara á afbragðsgóða
tónleika.
MM
Er Kolbrún Yr
Kristjánsdótt-
ir sem kosin
var íþrótta-
mabur Akra-
ness fjórða
árið í röð í
síðustu viku
og þar með er það eiginlega
orbið að kæk að vinna þenn-
an titil. Glæsilegur árangur!
Samstarfssamningur um nýsköpun
Á fundi atvinnumálanefhdar
Akraneskaupstaðar í dag verður
kynntur samstarfssamningur
milli kaupstaðarins og þróunar-
sviðs Orkuveitu Reykjavíkur um
stuðning við þróunarverkefhi og
atvinnusköpun á Akranesi. Hug-
myndin snýst um að frumkvöðl-
Baróninn
á Hvítárvöllum
Charles Boilleau -
ar sem vilja byggja upp ný fýrir-
tæki eða fara af stað með ný
verkefhi á Akranesi geta sótt um
styrk eða nánari skoðun á ný-
sköpunarhugmyndum til at-
vinnumálanefndar eða/og þró-
unarsviðs OR. Atvinnumálnefhd
verður síðan umsagnaraðili uin
innkomin erindi sem verða loks
send inn sem umsóknir til OR
verði þau metin álitleg.
Aðspurður segir Guðni
Tryggvason formaður atvinnu-
málanefhdar að nefndin sem slík
hafi ekki fýrirfram eymamerkt
fjármagn í verkefni af þessu tagi
en pólitískur vilji sé til þess að
styðja með einhverju móti við
vænlegar viðskiptahugmyndir
sem leitt geta til atvinnuupp-
byggingar í bæjarfélaginu.
„Nefndin getur þannig t.d. mælt
með fjárveitingu til verkefha til
bæjarstjórnar, lagt til vinnufram-
lag við undirbúning verkefna og
ekki síst stutt álitlegar hug-
myndir með umsögn sinni. Um
það snýst jú samstarfssamning-
urinn,“ sagði Guðni Tryggvason
að lokum. MM
í tilefni af opnun sýningar á munum
barónsins á Hvítárvöllum í Safnahúsi
Borgaríjaröar
auglýsum við efiir munum eða
skjölum iír eigu hans.
Þeir sem hafa undir höndum muni eða geta
gefið upplýsingar um hvar þá gæti verið að
finna vinsamlegast hafið samband.
Ása, Safhahúsi Borgarfjarðar,
s: 430-7206,
Þorkell, Veiðiminjasafninu
Ferjukoti, 437-0082.
Mörg störf í boði á
Grundartanga
I Skessuhorni í dag auglýsir
Norðurál eftir fólki til starfa við
verksmiðjuna í störf sem eru að
verða til vegna stækkunar henn-
ar. AUs munu 150 störf bætast
við og verður ráðið í um helm-
ing þeirra nú í mars en seinni
hlutann í desember á þessu ári.
Þau störf sem um ræðir og eru
auglýst nú eru fýrir ófaglærða í
ker- og steypuskála og eru sögð
henta jafnt báðum kynjum.
Störf fýrir iðnaðar- og tækni-
menntaða starfsmenn verða
auglýst síðar. I auglýsingunni
kemur jafnframt fram að æski-
legt sé að umsækjendur séu bú-
settir á Vesturlandi, en nú er um
85% starfsmanna búsettir í
landshlutanum. MM
jiUsstm/i..
Fimm nýjar
kennslustof-
ur í FVA
Þessa dagana er verið að
leggja lokahönd á frágang
fimm nýrra kennlustofa á
neðri hæð í nýbyggingu Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Kennslustofurnar
verða einkum notaðar fýrir
kennslu í íslensku, stærðffæði
og ensku. Auk þess verður ein
stofan nýtt fyrir verklega
kennslu í rafiðngreinum. Ein
af eldri kennslustofunum,
stofa C109, verður ekki nýtt
meira til kennslu því eftir
breytingarnar fer hún í gang-
veg inn í nýbygginguna. MM
Stóraukin notk-
un á strætó
Á síðasdiðnu ári fóru ríflega
19 þúsund farþegar með
strætisvagninum á Akranesi
og er það ríflega 65% aukning
ffá árinu áður. I ffétt á vef
Akraneskaupstaðar kemur
fram að aukninguna megi
rekja til þess að nýr rekstrar-
aðili tók að sér rekstur strætis-
vagns á Akranesi á árinu 2003
og nýr sérhæfður strætísvagn
var tekinn í notkun. Þá segir
að notkun á strætisvagninum
hafi aukist í hverjum mánuði,
ef ffá er talinn sá tími í haust
sem grunnskólakennarar voru
í verkfalli. MM
Enn heimt-
ist fé af fjalli
Bændur eru enn að heimta
fé þó komið sé vel ffam á vet-
ur og framyfir hefðbundinn
fengitíma. Kristján Axelsson,
bóndi í Bakkakoti sagði í
spjalli við Skessuhorn að um
200 kindur hafi skilað sér síð-
ustu vikur af eyðijörðum inni
á Sanddal og Mjóadal ofarlega
í Norðurárdal en land þar tíl-
heyrir Brekkuaffétti. Kristján
segir að ekki verði leitað mik-
ið meira en effir sé þó að sækja
nokkrar kindur sem vitað er
um á þessum slóðum. Hartn
gat þess einnig að neikvæðar
afleiðingar rjúpnaveiðibanns
væru þær að skotveiðimenn
hefðu ekki tvö síðustu ár verið
mikið á ferli á þessum slóðum,
en þeir hafi oft látíð vita sæju
þeir kindur. Því er meiri hætta
á því nú að fé einfaldlega dagi
uppi á þessum slóðum.
Aðspurður segir Kristján að
ekki sé endanlega affáðið enn
hvort girt verði milli Mýra-
sýslu og Dalasýslu á þessum
slóðum, en um það hefúr ver-
ið rætt. Dalamenn hafa verið
því andvígir en mikill vilji er
tíl þess meðal sunnanmanna.
MM