Skessuhorn - 12.01.2005, Side 7
jiuissuno..
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 2005
7
Snæfellsbær og Grundaríj örður
hafna sameiningu að sinni
Allar líkur eru á að ekkert verði
af kosningum um sameiningu
fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi
í vor eins og gert var ráð fyrir í til-
lögum sameiningarneíhdar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
félagsmálaráðuneytisins. Sveitar-
félögin sem um ræðir eru Stykkis-
hólmsbær, Snæfellsbær, Grundar-
fjörður, Eyja- og Miklaholts-
hreppur og Helgafellssveit.
Eins og komið hefur fram í
Skessuhorni samþykkti bæjar-
stjórn Stykkishólms fyrir sitt leyti
að kosið yrði um tillögu samein-
ingarnefndarinnar. Grundar-
fjörður og Snæfellsbær hafna
hinsvegar sameiningu.
Niðurstaða bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar varð sú að ekki væri
tímabært að ganga til kosninga að
sinni. Hinsvegar sé eðlilegt að
þessi firnm sveitarfélög sameinist
þegar kemur að ffekari samein-
ingu á Snæfellsnesi.
í yfirlýsingu bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar segir m.a. að sam-
vinna sveitarfélaganna í dag sé
mikil og góð samstaða um einstök
verkefni. Hinsvegar segir að ekk-
ert sé í hendi með verkefni sem
ríkisvaldið hafi rætt um að yrðu
færð yfir til sveitarfélaganna.
Fljótt á litið verði líka lítill eða
enginn fjárhagslegur ávinningur
af sameiningunni.
Þá gagnrýnir bæjarstjórn að
tekjustofnanefndin hafi ekki svar-
að því hvernig komið verði á móts
við erfiðan rekstrargrundvöll
sveitarfélagnna en ljóst sé að út-
gjöld muni aukast m.a. vegna
krafna um samræmingu á þjón-
ustu við íbúana. Þá segir orðrétt í
bókun bæjarstjórnar: „Reynsla
Snæfellsbæjar á loforðum ríkis-
valdsins vegna sameiningar er
ekki góð hvað efndir varðar og
eru menn brenndir af því. M.a.
var því lofað að þau sveitarfélög
er sameinuðust myndu njóta for-
gangs í hinum og þessum málum
en reyndin hefur verið önnur. Svo
eitt dæmi sé tekið þá var því lofað
að samgöngur innan Snæfellsbæj-
ar yrðu bættar ef sameinað yrði,
en hver er staðan í dag, einu vega-
kaflarnir sem eftir er að lagfæra á
Snæfellsnesi þar sem einhver um-
ferð er að ráði eru þessir vegir
sem lofað var að fara í árið 1994,
þ.e. Fróðárheiði og Utnesvegur.
Ljóst er af reynslunni að ráða-
menn í ríkisstjórn telja sig ó-
bundna af loforðum fyrirrennara
sinna m.a. hvað varðar samein-
ingarmál og hafa sagt að viðkom-
andi hafi ekki haft umboð til að
lofa hinu og þessu. I ljósi þessa þá
er það mat bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar að það sem rætt er um
að gert verði, m.a. varðandi verk-
efnaflutning til sveitarfélaga verð-
ur að vera í höfn áður en rokið
verður til og sameinuð sveitarfé-
lög, því ríkisstjórnir koma og fara
og áherslubreytingar geta orðið á
þeim bænum.“
Vantar upplýsingar
Afgreiðsla bæjarstjórnar
Grundarfjarðar í síðustu viku var
á svipaða leið. I umsögn sveitar-
félagsins segir m.a: „Bæjarstjórn
Grundarþarðar vill byrja á að lýsa
vonbrigðum sínum með að nú,
þegar sveitarfélögin taka afstöðu
til tillagna sameiningarnefndar,
skuli ekki liggja fyrir niðurstöður
úr viðræðum ríkis og sveitarfé-
laga um verkaskiptingu og end-
urskoðun tekjustofna sveitarfé-
laganna. Afstaða og viðbrögð rik-
isins í tekjustofnaviðræðunum
hafa hingað til ekki gefið tílefni
tíl bjartsýni, heldur þvert á móti.“
Þá segir í bókun bæjarstjómar
að ekki sé fjárhagslegur ávinning-
ur af sameiningunni og auk þess
liggi ekkert fyrir um drög að
skipulagi stjórnsýslu, staðsetn-
ingu stofnana eða rekstrarfyrir-
komulagi sameinaðs sveitarfélags
enda hafi ekki verið hlutverk
samstarfsnefndar sveitarfélag-
anna fimm, sem lauk störfum
skömmu fyrir áramót, að skila
þeirri vinnu. Bæjarstjóm telur
hinsvegar að umræddar upplýs-
ingar þurfi að liggja fyrir áður en
hægt verði að ganga tíl kosninga.
GE
Orkuveitan hækkar raforkuverð
3rátt fyrir mikinn hagnað
„Megum vel við una að hafa farið í þetta samstarf,“
segir Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi.
Alfreð Þorsteinsson formaður stjórnar
OR.
Orkuveita Reykjavíkur veitir
nú þjónustu í 12 sveitarfélögum
á svæðinu ofan úr Borgarfirði, til
Hafnarfjarðar og austur í Ölfús
og Grímsnes. Núverandi eig-
endur OR em fjögur sveitarfé-
lög, þ.e. Reykjavíkurborg með
93,54% eignarhluta, Akranes-
kaupstaður með 5,53%, Borgar-
byggð með 0,76% og Borgar-
þarðarsveit með 0,17%.
I liðinni viku var formlega á-
kveðið á stjómarfundi í Orku-
veitu Reykjavíkur að hækka raf-
orkuverð til almennra neytenda
um tæplega 3,9% frá og með
næstu mánaðamótum og fyrir-
tækjataxta um 2,1% að meðaltali.
Ymsir kváðu við þegar þetta
spurðist út í ljósi þess að sam-
hliða var tílkynnt að hagnaður
fyrirtækisins fyrir afskriftir og
fjármagnskostnað væri um 5
milljarðar króna, hvorki meira
né minna, en nettóhagnaður 1,4
milljarðar en honum verður
dreift til eigenda í hlutfalli við
eignaraðild.
Afskriftir samt
lækkaðar
En hvað veldur því að OR þarf
að hækka raforkuverð til heimila
um tæp 4% í ljósi svo góðrar af-
komu? Forsvarsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur vörðu kostnaðar-
hækkanir fyrirtækisins á blaða-
inannafundi í liðinni viku. Alfreð
Þorsteinsson, stjórnarformaður,
sagði m.a. að þrátt fyrir þessa
hækkun væri raforkuverð fyrir-
tækisins það lægsta á landinu.
Gjaldskrárhækkunin væri til að
mæta verðhækkunum sem fyrir-
tækið verði fyrir hjá Landsvirkj-
un og Landsneti sem er nýtt fyr-
irtæki sem annast orkudreifingu
hér á landi. Fram kom að leitað
hafi verið allra leiða til að draga
úr áhrifum þeirra breytinga sem
orðið hafi á skipun raforkumála
um síðustu áramót. Meðal ann-
ars hafi verið aukin eigin orku-
framleiðsla á Nesjavöllum og
arðsemiskrafa til virkjunarinnar
verið lækkuð. Þá hafi einnig ver-
ið gripið til þess ráðs að endur-
meta líftíma dreifikerfanna og
lækka þar með kostnað vegna af-
skrifta.
Um 80 milljóna arð-
grciðsla á Akranes
Samkvæmt gjaldskrárhækkun-
unum mun almennur taxti fyrir
hverja kílóvattsstund lækka og
fara úr 6,63 krónum í 6,40 krón-
ur en fastagjald hækkað á móti
um 267 krónur á mánuði sem
gerir um 3200 króna hækkun á
ári. Guðmundur Þóroddsson,
framkvæmdastjóri OR sagði að
þessi góða afkoma fyrirtækisins á
sl. ári væri m.a. forsenda þess að
verðhækkunin nú væri ekki rneiri
en raun bæri vitni. Af þeim sök-
um bætti hann við að: „gjald-
skrárhækkanirnar væru tiltölu-
lega hófsamar".
Guðmundur Páll Jónsson,
bæjarfulltrúi á Akranesi situr í
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Aðspurður sagðist hann í samtali
við Skessuhorn vel geta unað
þeirri niðurstöðu sem varð því
jafnvel hafi stefnt í meiri hækkun
ef stjórn fyrirtækisins hefði ekki
farið í þær ráðstafanir sem getið
er um hér að framan. Al-
mennt um samstarf Akur-
nesinga við Orkuveituna
hafði hann þetta að segja:
„Við Skagamenn eigum að
vera mjög sáttír við að hafa
farið í þetta samtarf og sam-
einað Akranesveitu við
Orkuveitu Reykjavíkur.
Fyrir okkur hefur þetta þýtt
stórfellda lækkun raforku-
og húshitunarkostnaðar og
þýðir í raun að við búum
við lægsta heimilistaxta í
rafmagni hér á landi og þar
að auki eina af ódýrari hita-
veitunum." Aðspurður um
hvernig Akraneskaupstaður
ætli að ráðstafa sínum arðs-
hluta af hagnaði OR, eða tæplega
80 milljónum króna, segir Guð-
mundur Páll að gert hafi verið
ráð fyrir að arðurinn yrði af þess-
ari stærðargráðu og því sé hann
inni í tekjuhlið fjárhagsáætlunar
fyrir nýhafið ár. Hann bætti við
að lokum: „Þar með höfum við á
sama tíma og við höfum lækkað
raforku- og húshitunarkostnað
hér á Akranesi um 30% með
sameiningunni við OR, náð að
fá greiddan út arð frá fyrirtæk-
inu fyrir á þriðja hundrað millj-
óna króna á einungis þremur
árum.“
MM