Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2005 ^■kusunu^ i Uppblásin íþróttahöll í Borgames? A síðasta fundi íþrótta- og tóm- stundanefhdar Borgarbyggðar kynnti Sigmar Gunnarsson, einn nefhdarmanna, hugmyndir um að reisa uppblásna íþróttahöll, eða í- þróttatjald við hlið íþróttahússins í Borgamesi. Sigmar hefur í samstarfi við Gokart fyrirtækið Ice kart flutt inn eitt slíkt tjald eða hvelfingu með 4000 fermetra gólffleti sem verið er að leita að staðsetningu fyrir. Sig- mar segir vel koma til greina að nýta risahvelfinguna fyrir Gokart yfir sumartímann en undir ýmsar f- þróttir yfir vetrartímann. „Það er hægt að nota þessar hvelfingar fyrir nánast hvað sem er. Þetta þekldst sem sundhallir, íþróttahús o.fl. víða um heiminn og í Kanada er svona hvelfing sem þekur þrjá hektara og er notuð sem komgeymsla," segir Sigmar. Hann segir ermfxemur að þótt það megi kalla þetta tjald þá sé ekki tjaldað til einnar nætur því ffamleiðendur lofi 35 ára endingar- tíma. Hann segir einnig að hvelf- ingin eigi að þola vindhraða upp í 65 -80 m. á sekúndu og henti því á- gædega fyrir íslenskar aðstæður. Uppblásin risahvelfing sem er um 4000 fermetrar kostar um 16 milljónir króna en síðan bætist við uppsetning, grunnur, gólfefiú o.fl. Sigmar segir því raunhæft að reikna með að uppkomin kosti uppblásin í- þróttahöll í Borgamesi um 80- 100 milljónir króna en sambærilegt hús úr steypu og gleri kosti um 400 milljónir. Titminnis Að þessu sinni hvetjum við les- endur Skessuhorns einfaldlega til a& mæta til kirkju um næstu helgi. Víbast hvar eru hátí&ar- guðsþjónustur, lesið úr Passíu- sálmum, tónleikar, fermingar og ýmsar aðrar kirkjulegar athafnir. Hægt er að nálgast upplýsingar um margar af þessum samkom- um á Skessuhornsvefnum undir liðnum „Á döfinni." Ræktum nú hið góða í okkur og hlýðum á Guðs orð um Páskana. Ve^Mrhorfur Gert er ráð fyrir suðlægum áttum næstu daga, skýjuðu veðri eða hálfskýjuðu og það verður úr- komulítið um miðja vikuna. Spáð er rigningu með köflum undir vikulokin. Fremur hlýtt verður í veðri. SpiVrniruj viktynnar Við spurðum á Skessuhornsvefn- um í síðustu viku: „Ferð þú í ferðalag um páskana?" Flestir ætla að halda sig heima við, eða 58,6% aðspurðra. 14,8% höfðu ekki ákveðið það, en 26,6% ætl- uðu í ferðalag. Nœstu tvœr vikur er spurt á skessuhorn.is: „Ert þú fylgjandi hugmyndum um ab brúa Crunnafjörb" Svaraöu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefnum: www.skessuhorn. is VeStlencjinjW viNnnar Er Ragnheiður Theodórsdóttir á Akranesi sem á, ásamt systkinum sínum, frumkvæ&ið af að gefa hin þekktu sönglög föður síns, Theo- dórs Eínarssonar út á hljómdisk. Norðurál á áætlun Að sögn Gísla Kristóferssonar, verkstjóra hjá Istak, eru framkvcemdir við stœkkun Norðurálsverksmiðjunnar nú vel á ádtlun og ganga þær ágœtlega. Eins og sést á myniinni er byrjað að reisa sperrur og má því greina hvemig útlínur nýju kerskálanna verða við hlið eldri húsa. Framkvæmdum lýkur á næsta ári._______________________________________________________________________MM Sameining MBF og MS samþykkt Tillaga stjórna Mjólkursamsöl- unnar sf. og Mjólkurbús Flóamanna um sameiningu þessara samvinnufé- laga mjólkurframleiðenda var sam- þykkt á aðalfúndum félaganna, sem haldnir voru í Reykjavík og á Skóg- um undir Eyjafjöllum í liðinni viku. Þar með er hafið formlegt samruna- ferli MS og MBF samkvæmt lögum mn samvinnufélög og er stefnt að sameiningu fyrirtækjanna undir nýrri stjóm og nýju nafhi í vor. Efrir páskana verða haldnir fundir í deildum Mjólkursamsölunnar en að forminu til mtrnu þær sameinast Mjólkurbúi Flóamanna sf. Félagið verður starffækt undir nýju nafrii. Vörumerkin MS og MBF verða á- ffam í notkun. Stjómir MS og MBF hafa ráðið Guðbrand Sigurðsson sem sérstakan ráðgjafa í sameiningarferli sem ffamtmdan er. Þær hafa óskað eftir því við Guðbrand að hann gefi kost á sér sem forstjóri hins nýja félags og gera jafnffamt þá tillögu til nýrrar stjórnar að hann verði ráðinn for- stjóri þess. A aðalfundum MS og MBF í sl. viku kynnri Guð- brandur drög að breytingarskipu- lagi MS/MBF. Þar er gert ráð fýrir því að undir forstjóra heyri sex stoðsvið og fjögur afkomu- svið. Þau fyrmefridu skiptast í fjár- mál og rekstur; ffamleiðslu, flutning og aðflutning; sölu og dreifingu; markaðs- og þróunarmál; gæða og umhverfismál og starfsmannamál. Framkvæmdastjórar og forstöðu- menn verða Guðlaugur Björgvins- son, Birgir Guðmundsson, Leifur Öm Leifsson, Einar Matthíasson, Auðunn Hermannsson og Aðal- björg Lúthersdóttir. Afkomusviðin verða Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamlagið í Búðardal, Mjólk- ursamsalan og á hinu fjórða verða dótturfélögin Emmess ís, Samsölu- vörtu, Bitruháls og Remfló. Mjólk- urbússtjórar verða Guðmundur Geir Gunnarsson, Sigurður Rúnar Friðjónsson og Pétur Sigurðsson. MM Leifur að taka skóflustunguna en á myndinni sést vel hvar Klumba verður staðsett í Olafsvík. tfifalmiwno Ný Klumba verður reist Þeir takast í hendur; Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Leifiir Halldórsson framkvæmdasljóri Klumbu. Síðastliðinn miðvikudag tók Leifur Halldórsson, ffam- kvæmdasg'óri fýrstu skóflustungu að nýrri Klumbu í Ólafsvík að við- stöddu fjölmenni. Eins og flesör muna þá brann eldra húsnæði fé- lagsins í október á sl. ári en alls störfðuðu í fýrirtækinu við fisk- þurrkun og flökun um 30 manns en það húsnæði var úti á Ennisbökk- um. Hin nýja BQumba verður stað- sett í hinum enda bæjarins eða nán- ar tiltekið við Ólafsbraut 80. Húsið verður alls 1640 ffn stál- grindarhús og byggingu mun ljúka á þessu ári. Það er afar þýðingar- mikið að íýrirtækið byggir affur upp sinn rekstur í bæjarfélaginu og mun það veita fjölda manns vinnu eins og áður. Leifur Halldórsson hélt stutt ávarp í tilefrii að fýrstu skóflustungunni. Lýsti hann mikilli ánægju með þessa ákvörðun eig- enda Klumbu ehf. og er þetta í samræmi við þau fýrirheit sem for- svarsmenn fýrirtækisins gáfú strax eftir brunann sl. haust. Bæjarbúar eru afar ánægðir með þessa ákvörð- un Klumbu. PSJ Meira skorið á Skaganum AKRANES: Fæðingar á land- inu öllu voru 4187 á síðasta ári, rúmlega 100 fleiri en árið á undan. Tíðni keisaraskurða lækkar almennt en á Akranesi fjölgar þeim þó umtalsvert en þar var fjöldi keisaraskurða, sem hlutfall af fæðingum, 25,44% á síðasta ári í saman- burði við 17% í Reykjavík og 14,6% á Akureyri. Flest börn fæddust á síðasta ári í Reykja- vík, eða 2973, á Akureyri fædd- ust 410 böm en Akranes kemur í þriðja sæti með 224 fædd börn og fór fjöldi fæðinga í fýrsta skipti í 21 ár ffam úr fæðingum í Keflavík, enþar voru þær 209 á síðasta ári. A Selfossi fæddust 147 böm. -mm Elst allra RVK: Guðfinna Einarsdóttir úr Dalasýslu, hefrir nú náð hæsta aldri sem vitar er til með vissu að Islendingur hafi náð, en hún er fædd á kyndilmessu, 2. febr- úar árið 1897. Halldóra heitin Bjamadóttir, sem fædd var 14. október 1873 og andaðist 28. nóvember 1981, náði því að verða 108 ára og 45 daga göm- ul. Guðfinna er í dag 108 ára og 48 dögum betur. Guðfinna býr á heimili einkadóttur sinnar, Jóhönnu Þorbjarnardóttur, í Reykjavík og hefrir verið þar undanfarna þrjá áratugi. Guð- finna fæddist að Asgarði en ólst upp á Leysingjastöðum í Dala- sýslu þar sem hún átti heima ffaman af ævinni. Hún fór tví- tug í Kvennaskólann á Blöndu- ósi og var m.a. lengi hússtýra hjá Sigurði Sigurðssyni í Hvíta- dal. Guðfinna segist vera nokk- uð frísk, hefur fótavist en þarf að styðjast við göngugrind. -mm Ný gata í Borgamesi BORGARBYGGÐ: Bæjar- stjórn Borgarbyggðar hyggst skoða hvort ráðist verði í bygg- ingu nýrrar götu við Stöðuls- holt nú í sumar. Gatan var hönnuð fýrir fjórum ámm en framkvæmdum ffestað. Nú hef- ur hinsvegar einn verktaki, EKS ehf, sótt um að byggja sex parhús við þessa götu. Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgar- byggðar segir að á næstu dög- um verði farið í að kostnaðar- meta ffamkvæmdir við götuna og í ffamhaldi ákveðið hvort ráðist verður í verkið á þessu ári. -ge Fá aðstoð við skattinn AKRANES: Mikill fjöldi fé- lagsmanna VLFA hefrir nýtt sér þjónustu þá sem félagið býður og fengið aðstoð við gerð skatt- ffamtala en almennur frestur til að skila skattframtölum rann út í gær, en hægt var að sækja um ffest til 2. apríl. Þessi þjónusta hefrir mælst mjög vel fyrir hjá félagsmönnum og hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða uppá þjónustuna ár hvert fýrir frill- gilda félagsmenn. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.