Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2005 Efla atvinnu- og markaðsmálin Um mánaðamótin síðustu tóku þeir Björn Elíson og Tómas Guð- mtmdsson til starfa á markaðs- og atvinnuskrifstofu Akrenesskaup- staðar. Rakel Oskarsdóttir er farin í barneignarleyfi og eins og komið hefur ffam í blaðinu fyrr, var á- kveðið að á þessu ári verði starf- semin efld með ráðningu tveggja starfsmanna á skrifstofuna. Að- spurðir um helstu verkefni framundan nefndu þeir félagar Björn og Tómas að margt sprenn- andi væri í undirbúiningi. „Við munum m.a. vinna að útgáfa á blaðinu Skaginn skorar, sem áætlað er að komi út í byrjun maí, en því verður dreift í meira en 60.000 ein- tökum með Morgunblaðinu og víðar. Auk þessa má nefha hefð- bundin verkefni á sviði markaðs- og kynningarmála bæjarins, skipu- lagningu viðburða, atvinnuráðgjöf og eflingu atvinnu á Akranesi," sögðu þeir félagar í samtali við Skessuhorn. MM Ungliðar í Björgunarsveitinni Brák í Borgamesi eru hér að að koma heim úr dagsferð á Kaldadal, þar sem þeir voru við œfingar og leiki til þjálfiinnar. Ljósm: ES Hoflendingar kynna sér björgunarmál Föstudaginn 18. mars kom hóp- ur Hollendinga í heimsókn í Borg- arnes. Björgunarsveitinni Brák hafði borist fyrirspurn frá ferða- skrifstofu um hvort hægt væri að taka á móti hópi Hollendinga sem væru í hvataferð um Island. Af sinni rómuðu gestrisni þá fannst þeim björgunarsveitarmönnum þetta ekki mikið mál og ákváðu að hafa samband við sveitirnar í kring um sig. Affaksturinn var sá að björgunarsveitin Heiðar kom með snjóbíl og jeppa, af Akranesi kom jeppi og fyrirlesari og framlag þeirra í Brákinni var hús, bílar, bátar og bakkelsi. Um 30 ferðamenn komu svo í heimsókn og kynntu sér starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og aðildasveita þeirra. Þarna voru á ferð starfsmenn ráðgjafafyrir- tækis. Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í því að hanna sjúkrahús og skipu- leggja rekstur þeirra. Þeir höfðu mikinn áhuga á að kynna sér starf- semi björgunarsveita í þessu strjál- býla landi. I Hollandi eru þannig lög, að ekki má vera meira en 15 mínútna akstur á næsta sjúkrahús. Það kom fljótt í ljós að þeim fannst mikið til koma um allt þetta sjálfboðaliðastarf. Þeim fannst sér- staklega merkilegt hve mikinn metnað björgunarsveitamenn eru að leggja í sín störf, þjálfun og tæki. Að farið væri eftir amerísk- um stöðlum eins og t.d. í ffam- halds skyndihjálp (WFR) og hve hátt hlutfall þjóðarinnar væri inn- an þessara samtaka (6%) vakti sér- staklega athygli. I fyrirlestrinum var farið lauslega yfir sögu SL, uppbyggingu og starfssemi. Síðan var farið yfir hvernig þjónusta okkar horfir við þeim sem hana þiggja. Hvernig leit og björgun gengju fyrir sig. Og síðan hverjar afleiðingarnar af útkalli væru fyrir þá sem í óhappinu lentu. I umræð- um eftir á kom ffam að þeir litu svo á að Islendingar byggju yfir auðlind, sem væri þessi hjálpsemi. „Stórborgarsyndrómið,“ að hjálpa ekki slösuðum, væri greinilega ekki ríkjandi hér. Aðstaðan og tækin fannst þeim flott, og öll um- gjörðin með þeim hætti að full al- vara væri með þessu öllu saman. Ekki var það til að draga úr áhrif- um þessa fundar að á sama tíma barst björgunsrsveitinni Brák beiðni um að aðstoða tvo ferða- menn sem voru fastir í bíl sínum í drullupytti uppi á Kaldadal. Til- viljun réði því að um Hollendinga var þar að ræða. •wivw. bjorgunarfelag. is/MM Frá thúafundinum í Brekkuhæjarskóla. Hverfafiindur á Akranesi Þann 15. mars sl. var haldinn al- mennur borgarafundur í sal Brekkubæjarskóla á Akranesi þar sem Gísh Gíslason bæjarstjóri á- samt nokkrum sviðsstjórum Akra- neskaupstaðar mættu og greindu ffá málefhum er tengjast rekstri bæjarfélagsins með einum eða öðr- um hætti. I upphafi fundarins gerði bæjarstjóri m.a. grein fyrir íbúa- þróun, horfum varðandi tekjur, skulda- og fjárhagsstöðu bæjarins fyrir árið 2004 og gat m.a. helstu verkefna sem fyrirhugað er að ffamkvæma á þessu ári. Farið var yfir helstu verkefhi í skipulagsmál- um, aðal- og deiliskipulagsverkefhi, væntanlega lækkun veggjalds í Hvalfjarðargöng, öldrunarmál og fyrirhugaða íþróttauppbyggingu á Jaðarsbakkasvæðinu. A hverfafundinn voru einnig mættir fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur þeir Jónatan Svavars- son, Halldór Axelsson og Oskar Kristinsson. Gerðu þeir grein fyrir fyrirhugaðri ljósleiðaravæðingu Akraness, tækninni sem notuð er við framkvæmdina, kostum, þjón- ustu sem boðin verður og hvemig staðið verður að ffamkvæmdum í bænum og framkvæmdartíma við verkið. Að þeirri kynningu lokinni var kynnt brot að þeim möguleik- um sem opnast við þá tækni sem opnast með tilkomu ljósleiðara. Að framsögum loknum voru almennar umræður um málefni hverfisins og bæjarfélagsins í heild. Rætt var m.a. um einangrun væntanlegs íþrótta- húss, fjármögnun þess og ffamlög til viðhalds annarra mannvirkja. Breyting á nafni „Miðbæjarreits", framsal á hverfum til verktaka, göngustígar í bæjarlandinu, lista- verk við Elínarhöfða, breyting á sandmagni á Langasandi og fleira. Sambærilegur fundur um mál- efni íbúa á „effi Skaga“ fór ffam sl. mánudag, eða eftir að vinnslu blaðsins lauk. www.akranes.is/AIM Ragnhildur Theodórsdóttir tekur við styrknum úr hendi Gísla Gíslasonar, hœjarstjóra. Lög Theodórs Einars- sonar á geisladisk Síðastliðinn föstudag var Ragn- hildi Theodórsdóttur afhentur styrkur að upphæð 500.000 krónur frá Akraneskaupstað, en styrkurinn er ætlaður til ffamleiðslu hljóm- disks með efhi effir föður Ragn- heiðar, Theodór Einarsson, sem Skagamenn og landsmenn margir þekkja af texta- og lagagerð. Theo- dór var afkastamikill höfundur á Akranesi á sinni tíð. Ragnhildur hefur auk systkina sinna verið pott- urinn og pannan í að koma verk- efninu af stað og ákvað bæjarstjóm Akraness á síðasta ári að styrkja verkefhið þannig að það gæti orðið að vemleika. Upptökur á 12 lögum fóra fram nýverið og hggur nú fyrir að fin- vinna það efni til útgáfu og er stefht að því að Teddadiskurinn komi út nk. haust. A diskinum verða eftirfarandi lög og textar: Angelía, Vinarkveðja, Hörpunar ómar, Tvö sofandi börn, Berst til mín vorið, Kata rokkar, Bréfið, Hvítir svanir, Við gluggann, Bára- húsið, Blómið og Gleym mér ei. Söngvarar á hljómdiskinum era þau Anna Halldórsdóttir, bama- bam Tedda, Andrea Gylfadóttir, Sigursteinn Hákonarson og Sig- tryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font. Þeir Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar og Valdimar Kolbeinsson hafa annast tmdirleik en auk þess koma fleiri aðila að verkinu. MM Sótt um lóð í hluta sandþróar SV AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í hðinni viku komu til viðræðna umsækjendur um lóð sem nú er hluti sandþró- ar Sementsverksmiðjunnar, en það er lóðin milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar. Hugmyndin er að byggja þar íbúðir fyrir eldra fólk. Umsækjendur era þau Jón Haukur Hauksson, Soffia Magn- úsdóttir og Páll Björgvinsson, arkitekt. „Tillögumar ganga út á uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk, en hlutfallslega mun fjölga mest í þeim hópi fólks á Akranesi á næstu 15-20 árum. Um er að ræða athyglisverðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar, en huga þarf að sambýh við Sementsverksmiðjuna og fold úr sandþró,“ segir m.a. í bókun bæjarráðs. I bókuninni vekur bæjarráð athygli á að svæðið verði auglýst laust til úthlutunar í samræmi við reglur tun úthlutun lóða ef og þegar til þess kemur, en felst á að málið verði kynnt bæjarfulltrúum. -mm Grundfirðingar taka til Grundarfjörður hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera snyrtilegur bær og ljóst er að íbúar vilja halda þeirri ímynd því um leið og h'ður að vori rjúka menn út með til- heyrandi ræstitæki og vinna í því að fegra bæinn. Um síðustu helgi var fyrsta hreinsunarhelgi ársins í Grandarfirði en vikuna áður fóra krakkar úr 9. bekk í skipulagða hreinsunarherferð um bæinn. Yf- irlíst markmið mtm vera að gera Grandarfjörð að snyrtilegasta bæ landsins. -ge Fjölmenni á árs- hátíðum AKRANES: Árshátíðir grunn- skólanna á Akranesi fóra fram í síðustu viku og þóttust takast á- gætlega. Árshátíð Grundaskóla var haldin 16. og 17. mars og vora tvær sýn- ingar þar sem nemendur sáu um skemmtiatriðin hvorn dag. Á báðum sýningum var fullt hús á- horfenda. Að venju voru atriðin fjölbreytt og glæsileg og hafði auðsjáanlega mikil vinna verið lögð í undirbúning. Árshátíð Brekkubæjarskóla tókst einnig með ágætum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Það vora nemendur í 1. 3. 5. og 7. bekk sem vora með atriði auk nemenda unglingadeildar skól- ans. Var boðið upp á leikrit, dans, upplestur, söng- og tónlistarat- riði, allt frá einleik á píanó til hljómsveita. Heildarfjöldi áhorf- enda var um 400 og vora það einkum systkini, foreldrar, afar og ömmur flytjenda, sem mættu. Sem fyrr er það dýrmæt reynsla fyrir nemendur að fá að koma fram og sína hæfileika sína fyrir ffarnan fullan sal af fólld. Skoða má myndir af árshátíðum skólanna á vefslóðunum grandaskoh.is og bralcis -mm SKESSUHORN WWW.SKESSUHORN.IS Biarnarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverö er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BIAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaöamaður: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.