Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 22.03.2005, Blaðsíða 7
7 I Oraunhæft að ætla sér að útiýma minknum segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í síðustu viku fluttd Róbert Amar Stefánsson forstöðumaður Náttúr- stofu Vesturlands fyrirlestur í Möguleikhúsinu í Reykjavík um rarmsóknir á íslenska minknum tmdir yfirskriftinni: „Eru viðhorf til minksins á rökum reist.“ Minnkurinn er vafalítið óvin- sælasta dýr landsins. Reyndar má kalla hann nýbúa hér á landi þótt rúm sjötíu ár séu liðin frá því hann nam hér land og má kaxmski segja að þrátt fyrir að margir Islendingar af erlendu bergi brotnir hafi mætt for- dómum hér á landi þá hafi enginn lent jafii illa í því og minkurinn. Lengi hefur það verið yfirlýst mark- mið margra að vinna að algjörri út- týmingu þessa umdeilda rándýrs. Nú hefur umhverfisráðherra hinsvegar boðað að frumvarp sem ráðherra lét semja um útrýmingu eða verulega fækkun minks verði ekki lagt ffam á Alþingi. Blaðamað- ur Skessuhoms ræddi við Róbert Amar og spurði um viðhorf hans sjálfs og annarra til minksins. „Að hluta tdl byggist álit almennings á minknum á tilhæfulausum fordóm- um. Það em til alls konar staðhæf- ingar og ranghugmyndir og við fáum til dæmis spurningar um hvernig minkurinn fari að því að sjúga blóðið í gegnum vígtennumar. Þetta er að vísu eitt af ýktari dæm- unum og skýrist kannski af því að minkutdnn hefur átt það tdl að fara í gegnum hænsnakofana og skilja eft- ir sig hálsbitnar hænur á víð og dreif,“ segir Róbert. Hann segir að minnkurinn hafi réttilega verið sak- aður um að drepa meira en hann geti étdð á staðnum. Það sé hinsveg- ar ekki daglegt brauð eins og marg- ir virðist halda. „Þetta er að hluta til sama eðlið og brýst út hjá okkur mannfólkinu á útsölum. Við eigum það tdl að kaupa miklu meira en við höfum not fyrir. Eins á minnkurinn til að missa sig við sérstakar aðstæð- ur eins og þegar hann kemst í hænsnakofa eða æðarvarp sem era hans útsölur." Aðspurður um hversvegna minnkurinn verði fyrir meira aðkastd en tófan sem einnig hefúr átt sök á búsifjum hjá íslenskum bændum í gegnum tíðina segir Róbert að það sé bæði vegna þess að hann eigi til að gjöreyðileggja fulgavörp og einnig að hluta til vegna þess að hann sé innfluttur og aðskotadýr í íslenskri náttúm. Veiðar skila lidu Rannsóknir Náttúmstofú Vestur- lands á minknum hafa staðið ffá því árið 2001. Róbert segir rannsókn- imar hafa byggst á því að skoða stofústærð og samsetningu hans. „Við höfum fengið minkahræ hjá veiðimönnum um land allt og átt mjög gott samstarf við þá. Síðan höfúm við verið að skoða sérstaklega stofnstærð minksins á Snæfellsnesi og erum að vinna niðurstöður úr þeim athugunum.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi komið á óvart það sem af er segir Róbert að vissu- lega hafi menn búist við að veiðar á Nokkrir minkar liggja hér í valnum. mink síðustu sjötíu árin eða svo hefðu haft meiri áhrif á stofústærð- ina en raun bæri vitni. „Mcnti hafa verið að veiða minkúm nánast alla tíð síðan hann nam hér land og það virðist ekki hafa haft þau áhrif sem ætlast var til.“ Róbert kveðst ekld tdlbúinn tíl að nefúa neinar tölur varðandi stofn- stærðina á Snæfellsnesi en segir hinsvegar að rannsóknimar sýni að stofiiinn sé töluvert stærri en tahð var. Aðspurður um næstu skref segir hann að fi-amundan sé að nýta erfða- vísindin til að meta stofústærðina á landsvísu en það sé verkefúi sem taki um 2 - 3 ár. Róbert Amar Stefánsson. Áhugavert dýr Róbert kveðst ekki vera andstæð- ingur útrýmingar á minknum þótt hann hafi í raun atvinnu af því að kanna tilvist hans hér á landi þessi misserin aðallega. „Eg held hinsveg- ar að það sé ekki raunhæft, allavega ekki að svo stöddu. Það er ljóst að það þyrfri að margfalda veiðiálagið og síðasti minkurinn yrði ansi dýr. Hinsvegar mætti endurskoða skipu- lag veiðanna í þeim tilgangi að halda minknum í skefjum þar sem þess er helst þörf. Menn ættu þá að einbeita sér að svæðum þar sem þarf að vemda fúlgavörp og laxveiði t.d. en ekki veiða bara til að veiða,“ segir Róbert. Hann bætir því við að skipulagðar rannsóknir á minka- stofúinum geti gagnast við að taka á- kvarðanir um veiðamar. Þar sem Róbert hefúr verið í meira návígi við minkinn en flestir aðrir landsmenn er ekki úr vegi að ljúka spjallinu á því að spyrja hann um hans áht á þessu, að flestra mati, hvimleiða kvikindi. „Eg held að við sem stöndum í þessum rannsóknum sjáum hann með öðrum augum en flestir aðrir. Þetta er þannig dýr að fáir fá tækifæri til að fylgjast með því úti í náttúrunni. Það era þá helst veiðimenn en þá er dýrið að berjast fyrir h'fi sínu og hegðar sér kannsld öðravísi en venjulega. Mér þykir minkurinn skemmtdlegt og forvitni- legt dýr og áhugavert ffá vísindalegu sjónarmiði. Eg geri mér hinsvegar fulla grein fyrir því tjóni sem hann hefúr valdið," segir Róbert að lok- um. GE Skandinavísku ferðaverðlaunin til Ferðaþjónustu bænda Frá verðlaunaafhendingunni í Berlín. Á ITB ferðakaupstefnunni í Berlín þann 14. mars s.l. var Ferða- þjónustu bænda veitt skandinavísku Ferðaverð- launin í flokknum „Besta söluvaran í ferðaþjónustu í norðri.“ Marteinn Njáls- son, ferðaþjónustubóndi á Suður Bár í Grundarfirði er formaður félags Ferða- þjónusmbænda og segir hann samtökin hafa unnið til verðlaunanna á for- sendum umhverfisstefúu sinnar og starfs í umverf- is-, ímyndar- og gæðamál- um. „Þessi verðlaun em af- rakstur vinnu sem byggir á samstarfi Ferðaþjónustu bænda, Félags ferðaþjón- ustubænda og Háskólans á Hólum. Samstarf þetta hefur byggst á vinnu í umhverfismálum og þar með talið vinnu í gerð umhverf- isstefiiu fyrir ferðaþjónustubændur og félagsaðildar að Green Globe 21 sem em félaga- og vottunarsamtök fyrir fyrirtæki/samfélög í ferðaþjón- ustu. Að þessari vinnu komu einnig þau Guðrún og Guðlaugur heitinn Bergmann á Hellnum, Snæfehsnesi en þau hafa náð vottun Green Glo- be 21 fyrir Hótel Hellnar og starf- ræktu saman ráðgjafarfyrirtækið Leiðarljós ehf. Þessi verðlaun hafa vakið mikla athygli á Islandi sem áfangastað og munu samstarfsaðilar okkar í ferða- þjónusm á Islandi njóta athyglinnar með okkur. Ennffemur beina þessi verðlaun athygli að sveitum landsins og bændum sem nú hafa fengið fjöl- þjóðlega viðurkenningu á sinni vöm, þ.e. ferðaþjónustu bænda,“ segir Marteinn. GE LÁTTU 0KKUR / , f 7|/m [ fl KOi FÁÞAÐ ýT ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 Aðkreisfa mjólk úr steini Miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars standa verkefnið Sóknarfæri til sveita, Frumkvöðlafræðslan ses. og Lifandi landbúnaður, félagsskapur kvenna í landbúnaði, fyrir kynningar- og umræðufundum um nýsköpun og tækifæri í dreifbýli. Á fundunum verður rætt um menntunarmöguleika, viðskiptahugmyndir, stoðkerfi fyrir frumkvöðla þ.e. fjármögnun og ráðgjöf, tengslanet, heimavinnslu og sölu afurða beint frá býli, ferðaþjónustu, afþreyingu, handverk og fleira allt eftir óskum fundargesta. Fundarstaðir og tímasetningar eru: Staðarflöt, Hrútafirði 30. mars kl 13:30 - 14:30 Sjálfstæðissalurinn, Blönduósi 30. mars kl 17:00-18:00 Reykhólaskóli 31. marskl 13:30-14:30 Dalabúð, Búðardal 31. mars kl 17:00-18:00 Fundimir eru haldnir í samvinnu við Búnaðarsamtök Vesturlands og Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda. Það leynast víða tækifæri. Við hvetjum fólk til að koma og kynna sér þá þjónustu sem er í boði. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 Samvinnunefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar auglýsir skv. 1. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m/síðari breytingum tillögu að niðurfellingu Svæðisskipulags sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Til að flýta fyrir og auðvelda auglýsingu og gildistöku tillagna að aðalskipulagi í sveitarfélögunum Innri- Akraneshreppi, Hval fj arðarstrandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi er gerð tillaga um að svæðisskipulagið í heild sinni verði fellt úr gildi, ásamt síðari breytingum sem gerðar hafa verið á því. Sveitarfélögin lýsa því jafnframt yfir að strax verði hafist handa um gerð nýs svæðisskipulags. Breytingartillagan verður til sýnis í Heiðarskóla, skrifstofum sveitarfélaganna Skilmannahrepps á Innri Mel 2 í Melahverfí, Innri Akraneshrepps í félagsheimilinu Miðgarði, Hvalljarðarstrandarhrepps í félagsheimilinu Hlöðum, bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar og á Skipulagsstofnun frá og með fimmtudeginum 31. mars n.k. og til og með fimmtudeginum 28. apríl 2005. Einnig verður breytingartillagan birt á heimasíðunum www.hvalfjordur.is,www.skilmannahreppur.is og www.akranes.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með . gefinn kostur á að gera athugasemdir við | breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn ] athugasemdum rennur út miðvikudaginn 18. maí 2005. I Senda skal athugasemdir á formann samvinnunefndar, l Hallfreð Vilhjálmsson, skrifstofu Hvalfjarðarstrandarhrepps, Hlöðum, 301 Akranes. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. 16. mars 2005 Hallfreður Vilhjálmsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.