Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2005, Qupperneq 2

Skessuhorn - 27.04.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 2005 Nýr formað- urBV Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands var haldinn að Ar- bliki í Dalabyggð síðastliðinn miðvikudag. Formannsskipti urðu á fundinum en Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Islands, sem gegnt hefur formennsku í BV sl. þrjú ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu. I hans stað var kjör- inn formaður Guðný H Jakobs- dóttir bóndi í Syðri Knarrar- tungu á Snæfellsnesi. Varamaður formanns sem tekur sæti í stjóm í forföllum hennar var kosinn Jón Björnsson í Deildartungu. Aðrir stjómarmenn em kosnir svæðabtmdinni kosningu og vora eftirtaldir kjömir: Ur Mýra- og Borgarfjarðarsýslu: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti og Jón Gíslason, Lundi. Vara- menn þeirra era Haraldur Bene- diktsson, Vestri Reyni og Sigurð- ur Jakobsson, Varmalæk. Ur Dalasýslu: María Líndal, Neðri Htmdadal og til vara Sigurður Björgvin Hansson, Lyngbrekku. Ur Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu: Gísli Þórðarson, Mýrdal og til vara fyrir hann Þröstur Að- albjamarson, Stakkhamri. GE Til mtnnis Skessuhorn minnir á 1. maí há- tíbahöld um allt Vesturland nk. sunnudag. Sláumst í hópinn! Veðtvrhorftyr Það er gert ráð fyrir norbaustan- og austanáttum næstu daga og dálitlar skúrir verba á mibviku- dag og fimmtudag og fremur milt í vebri. Á föstudag, laugar- dag og sunnudag gengur hann í norblægari áttir meb kólnandi vebri og rigningu. SpMrninj viKtjnnar í síbustu viku var spurningin á vefnum hjá okkur einfaldlega sú: „Verbur gott vebur á Vesturlandi í sumar?" Þrátt fyrir ab nú spái hann kólnandi um næstu helgi þá eru menn almennt bjartsýnir á sumarib. 80% telja þab öruggt ab vebrib verbi gott, 4% höfbu ekki skobun á því en 16% þátt- takenda búast vib hinu versta. í þessari viku er spurt samvisku- spurningar og svari nú hver af bestu sannfæringu: „Létir þú lögreglu vita efþig grunabi ab fíkniefni vœru brúkub þér nœrri?" Svarabu skýrt og skorinort og án allra undanbragöa á frétta- vefnum: www.skessuhorn.is Vestlendirujtvr vihijnnar Er Gubrún Björk Sigurjónsdóttir, konan sem með snarræbi bjarg- abi tveimur þriggja ára börnum sem voru hætt komin þegar þau féllu í sjóinn í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi á sumardaginn fyrsta. Þurfti hún ab beita lífgun- artilraunum til ab koma þeim aftur til mebvitundar. Gubrún Björk naut þess ab hafa hald- góba þekkingu í skyndihjálp. Börnin eru á góbum batavegi eftir volkið. Þrátt fyrir ab Gubrún Björk sé búsett í Reykjavík velur Skessuhorn hana sem ótvíræban Vestlending vikunnar. Minnisvarðinn um Guilaug heitinn Bergmann. Ljósm.: GutSlaugur Bergmann, yngri. Minnisvarði reistur á Hellnum Það viðraði vel á Hellnum á Snæ- fellsnesi á alþjóðlegum Degi jarðar þann 22. apríl síðastliðinn. Sól skein í heiði og hiti var í lofti um hádegisbil á þessum vordegi þegar afhjúpaður var minnisvarði um Guðlaug heitinn Bergmann á landi Brekkubæjar. Guðrún ekkja Guð- laugs, synir hans og fjölskyldur þeirra reistu honum minnisvarðann með Snæfellsjökul í baksýn. Eftir afhjúpun lögðu viðstaddir sextíu og sex rauðar rósir í kring- um minnisvarðann, en Guðlaugur heitinn var 66 ára þegar hann lést. I lok athafharinnar var „Island er land þitt“ sungið, en Guðlaugur unni landi sínu mjög heitt og taldi að ekki væri til betra land í heimi en Island. Stofnaður var minning- arsjóður um Guðlaug skömmu eft- ir að hann lést og er hægt að finna nánari upplýsingar um hann á vef- slóðinni www.hellnar.is/minning- arsjodur Hefur þegar safnast veru- leg upphæð í sjóðinn og er gert ráð fýrir því að úthlutað verði styrkj- um úr honum á þessu ári. Mark- mið sjóðsins er að styðja verkefni í umhverfismálum sem byggjast á hugmyndafræði sjálfbærrar þróun- ar. MM Mörghundruð fyrstu skóflustungumar Síðastliðinn föstudag var tekin fyrsta skóflustunga nýs leik- skóla við Búðanesveg 2 í Stykkishólmi en það vora tugir leikskólabama sem sáu um verkið og vora fyrstu skóflustung- umar því býsna margar. Leikskólinn verður þriggja deilda leikskóli, 522 fermetrar að stærð með stækkunarmögu- leika upp á 72 fermetra fyrir fjórðu deildina. Guðrún Ingvadóttir hjá Arkís er arkitekt hússins en burðarvirki og lagnir er unnið af VST og Landhönnun á Selfossi sér um lóðarhönnun. Leikskólabörnin og starfsfólk þeirra ásamt fleira fólld lagði af stað klukkan hálf tvö fylktu liði ffá leik- skólanum við Austurgötu. Glumdu trommuskellir við eyrum og blöðr- um var veifað. Bömin skunduðu í lögreglufylgd upp að Búðanesvegi þar sem þau fengu afhentar skóflur til verksins. Fjöldi gesta fýlgdist með athöfin- inni en sérstakir heiðursgestir vora St. Franciskussystur, upphafsmenn leikskólastarfs í Stykkishólmi. GE Utboð á lóðum í Borgamesi Bæjarstjóm Borgarbyggðar hefur ákveðið að bjóða út allar lóðir á nýjum byggingareit við Brákarsund í Borgarnesi. Lóðimar sem liggja næst Brákarsundinu verða boðnar út í tveimur hlutum en á svæðinu þar sem gamla mjólkursamlagið stendur verður hver lóð boðin út fýrir sig. Ekki hefur tíðkast áður í Borgar- byggð að úthluta lóðum með þess- um hætti en sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu hafa notað þessa að- ferð og það verið nokkuð timdeilt. „Mönnum fannst það reynandi að gera þetta með þessum hætti. Við vitum að það er mikill áhugi á þess- um lóðum og teljum að með því að úthluta lóðunum til hæstbjóðanda getum við náð til baka þeim kostn- aði sem lagt hefur verið í við þetta svæði. Gatnargerðargjöld era mjög lág í Borgarbyggð og skila yfirleitt ekki nema 60 - 70% af þeim kostn- aði sem bæjarfélagið þarf að leggja í,“ segir Páll S Brynjarsson bæjar- stjóri Borgarbyggðar. GE Guðrunu Jónu vikið úr sveitarstjóm A fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar í síðustu viku var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur að Guðrúnjóna Gunnarsdóttdr víkji úr sveitarstjóm tímabundið á þeim forsendum að hún sé ekki búsett í sveitarfélaginu. I rökstuðningi með tillögunni er vísað til 4. mgr. 24. gr. sveitarstjóm- arlaga þar sem segir að flytji sveitar- stjómarmaður tímabundið úr sveit- arfélaginu megi ákveða að hann skuli víkja úr sveitarstjóm þar til hann taki aftur búsetu í sveitarfélag- inu. I röksmðningnum segir einnig að ljóst sé að Guðrún Jóna stundi vinnu utan sveitarfélagsins auk þess sem hún stundi nám við Háskóla Is- lands í Reykjavík. Þá liggi fýrir að hún hafi tilkynnt aðsetur sitt í Reykjavík ffá nóvember 2004. Guðrún Jóna lét bóka í kjölfar at- kvæðagreiðslunnar að ljóst væri að sveitarstjómarmenn væra ekki starfi sínu vaxnir og að með þessu væri viðhaft gróft einelti. Snæbjörg Bjart- marsdóttir greiddi einnig atkvæði gegn tillögunni og lét færa til bókar að fáránlegt væri að notfæra sér þá aðstöðu Guðrúnar Jónu að þurfa að vinna fýrir sér annarsstaðar til að bola henni burt úr sveitarstjóm. Sæti Guðrúnar Jónu í hrepps- nefnd Dalabyggðar tekur Vilhjálm- ur H Guðlaugsson. GE Einelti DALIR: í 13. tölublaði Skessu- horns bls. 13 birtist aðsend grein með fýrirsögninni „Einelti í Dalabyggð.“ Greinin var und- irrituð af tveimur aðilum sem rituðu einungis fangamörk sín undir hana en ekld fullt nafn eins og allir aðrir greinarhöf- undar gera. Af þessu tilefni og vegna óska þar um, skal það upplýst hér og nú að nafnlausar greinar verða framvegis ekki birtar á síðum blaðsins. Hlutað- eigandi aðilar era beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Slíkt mun ekki endurtaka sig, enda ekki ritstjórnarstefna Skessuhorns að þar sé birt efni sem enginn vill kannast við að vera höfundur að. -mm Breiðin snurfiisuð RIF: I síðustu viku var sann- kölluð stórhreingernig á Breið- inni við Rif því þar var ekkert smárasl. Um var að ræða búnað sem notaður var við vikurnám á svæðinu og var fýrirtækið BM Vallá fengið til að fjarlægja góssið. -ge Nýr fram- kvæmdastjórí STYKKISHÓLMUR: Efhng Stykkishólms hefur ráðið Unni Steinsson í starf framkvæmda- stjóra félagsins. Flestir tengja vafalaust nafn Unnar við keppnina Ungfrú Island en hún hampaði þeim titli fýrir ékki svo margt löngu. I seinni tíð hefur Unnur starfað mikið að markaðs- og kynningarmálum og verður því væntanlega mikill fengur fýrir Eflingu sem meðal annars hefur á sínum snæram bæjarhátíðina Danska daga. -ge Fegurra Enni SNÆFELLSBÆR: Framfara- félag Snæfellsbæjar, Ólafsvíkur- deild er um þessar mundir að vinna að verkefni sem hefur fengið heitið „Endurheimtum Ennið.“ Verkefhið felst í því að setja upp sjónskífu á Bekknum í Enninu og græða upp og snyrta svæðið þar sem sár er eftir mal- amám. I upphafi var farið af stað með hugmynd um að gera akveg upp að sjónskífunni en nú hefur verið horfið ffá því af öryggisá- stæðum. Nú þegar er farin af stað undirbúningsvinna með að- komu Snæfellsbæjar, Sighnga- stofhunar og Sparisjóðs Ólafs- víkur. -mm Þunglyndi AKRANES: Félagsmálaráð Akraness ákvað á síðasta fundi sínum að mæla með því að sldp- uð verði nefhd til að rannsaka þunglyndi á meðal eldri borgara og kannað verði hvaða leiðir séu heppilegar til að koma í veg fýr- ir það. -mm Vorhreingeming HVALFJÖRÐUR: Vegna vor- hreingerninga í Hvalfjarðar- göngunum hafa þau verið lokuð fýrir umferð síðustu þrjár nætur ffá miðnætti og ffam til klukkan 6. Astæðan var sú að unnið hef- ur verið að vorhreingerningu þar sem þau vora smúluð og snyrt fýrir sumarið. -mm

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.