Skessuhorn - 27.04.2005, Side 9
atttdsunu^i 1
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005
9
__ X
FVA á Islandsmóti iðnnema
Guðlaugur Fjeldsted Þorsteinsson og SturlaugurA Gunnarsson.
íslandsmót iðnnema var haldið í
Smáralind fyrir réttri viku síðan.
Keppt var í sex greinum og hver
skóli mátti senda tvo keppendur í
hverri grein. Fjölbrautaskóli Vest-
urlands sendi keppendur í húsa-
smíði, málmsmíði og rafvirkjun,
tvo í hverri grein.
Keppendur fyrir hönd skólans
voru: Guðlaugur Fjeldsted Þor-
steinsson og Sturlaugur A. Gunn-
arsson í málmsuðu; Guðmundur
Kristófer Georgsson og Sigurður
Hjörtur Olafsson í rafvirkjun og
Brynjar Ægir Ottesen og Ingólfur
Pétursson í trésmíði. Með kepp-
endum skólans fóru kennararnir
Eiríkur Guðmtmdsson, Garðar G.
Norðdahl og Sigurgeir Sveinsson.
Nemendur FVA stóðu sig með
prýði og hlutu tveir af sex fulltrúum
skólans verðlaun. Guðlaugur Fjeld-
sted Þorsteinsson náði öðrum besta
árangri samanlagt í málmsuðu og
hlaut silfurverðlaun og Sturlaugur
A Gunnarsson hlaut tvenn brons-
verðlaun fyrir málmsuðu en keppni
í þeirri grein var þrískipt og var
Sturlaugur í þriðja sæti bæði í
pinnasuðu og MIG/MAG suðu.
MM
Komu færandi hendi
Fjölmenni mætti í
Safnaskálann að
Görðum á Akranesi
sl. föstudag þegar
Landsbankinn
kynnti starfsemi
sína. I máli Halldórs
J. Kristjánssonar
kom m.a. fram að
innlán útibúsins á
Akranesi væru 5,2
milljarðar og útlán
5,4 milljarðar. Þar af
væru tveir milljarðar
vegna nýju húsnæð-
islánanna og hefði
hvergi á landinu
náðst viðlíka árangur. Guðján Brjánsson framkvcemdastjóri SHA og Hörður Pálsson formaöur sóknamefndar tóku við gjöfimum
Nú í sumarbyrjun úr böndum Birgis Jónssonar og Sturlaugs Sturlaugssonar.
verða útibússtjóra-
skipti í Landsbankanum á Akra-
nesi, Birgir Jónsson lætur af störf-
um eítir 10 ára starf og Sturlaugur
Sturlaugsson fv. forstjóri HB-
Granda kemur í hans stað. Birgi
voru þökkuð vel unnin störf í þágu
bankans og Sturlaugur boðirm vel-
kominn til starfa.
Landsbankamenn komu færandi
hendi á kynninguna. Sjúkrahúsinu
og heilsugæslustöðinni á Akranesi
voru færðar hálf milljón króna til
uppsetningar á listaverki og Akra-
neskirkju voru sömuleiðis afhentar
500 þúsund krónur til smíði nýrrar
hurðar í kirkjuna Forystumenn bankans tóku á móti gestunum við safnaskálann. Hér er Ingólfi Amasyni,
framkviemdastjóra vel tekið afforsvarsmönnum bankans, þeim Sturlaugi, Birgi og Sig-
urjóni Amasyni bankastjóra. Ljósm: MM
Norrœn tónlist t Keykholtskirkju
Þriðjudaginn 3. maí kl 20.30
Kór Dómkirkjunnar í Gautaborg
flyturverk fráýmsum tímum, stærri
kirkjuleg verk með hljómsveit, tónverk
án undirleiks, og norrcen kórverk
síðari tima.
Stjórnandi: Ann-marie Rydberg.
VERKSTJÓRI
Óskum eftir að ráða verkstjóra
til starfa strax.
Lágmarkstölvuþekking
nauðsynleg.
Upplýsingar veittar á skrifstofu
í síma 431-4501.
Fullum trúnadi heitid.
Jón Þorsteinsson ehf.
Akranesi.
MELKA
' 4^SIMÍ'4312007
Úrval af yfirhöfnum
verð frá 8.900,-
Útboð
Sláturhúsið í Búðardal ehf. óskar eftir
tilboðum í að framkvæma breytingar og
endurbætur við sláturhúsið í Búðardal.
Einnig er óskað eftir tilboðum í
framkvæmdir við lóð hússins.
Útboðsgögn í bæði verkin verða
i afhent á skrifstofu Dalabyggðar.
Tilboðum skal skila eigi síðar en
föstudaginn 6. maí n.k. kl. 11:00 á
skrifstofu Dalabyggðar, þar sem þau
verða opnuð.
Stjórn Sláturhússins í Búðardal ehf.
V_____________________________________J
Auqlýsing um breytingu og nýtt
deíliskipulag í Borgarfjarbarsveit
Borgarfjarbarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér meö auglýst
breyting á deiliskipulagi á Sóltúnshverfi Hvanneyri.
Tillagan gerir ráb fyrir eftirfarandi breytingum:
1. Byggingarreitir verði stækkaðir á íóðum 11,1 3,15,1 7,14 og 16.
2. Á lóbum 11,13,15 og 17 verði heimilt ab byggja allt að 3 ibúöir í stað tveggja.
Einnig verbi heimilt ab byggja stakstæða bííageymslu fyrir 2 bíla í stað eins.
3. Á lóöum 14 og 16 verði heimilt að byggja stakstæða bílageymslu fyrir tvo bíla,
einnig heimilt ab ein bílageymsla verði innbyggb í húsi.
Nýtt deiliskipulag fyrir bílastæði og abra umferð við Deildartunguhver.
1. Gert er ráð fyrir 30 almennum bílastæðum þar af 3 stæbum fyrir fatlaba auk
möguleika fyrir 5-7 langferðabíla.
2. Gert er ráb fyrir salernis- og þjónustuhúsi, upplýsingaskiltum, útsýnispalli, safnþróm,
auk bygginga sem fyrir eru á lóðinni.
Tillögurnar ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins
Reykholti frá 27. apríl til 25. maí 2005 á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 8. júní 2005 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi