Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Side 4

Skessuhorn - 04.05.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 2005 ^o£MUI1Uk.Í Ný stjóm í NFFA AKRANES: Síðasta föstudag gengu félagar í Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands til kosninga. Að þessu sinni var ó- venju dræm þátttaka til framboðs og einungis fengust formenn fjögurra klúbba af sjö sem tdl- heyra félaginu. Tvö framboð komu hinsvegar til aðalstjómar og var það ffamboðið XL sem sigraði kosningamar. Aðalstjóm NFFA skólaárið 2005-2006 verður því skipuð þeim Stefáni Halldóri Jónssyni formanni, Maren Lind Másdóttur gjald- kera, Jóni Steinari Guðlaugssyni ritara og Högna Haraldssyni meðstjómanda. -þgb Veðurathuganir í 160 ár STYKKISHÓLMUR: Sumar- opnun Norska hússins í Stykkis- hólmi er áætluð laugardaginn 28. maí og verður opið daglega í sumar frá kl. 11 - 17. I ár er þess minnst að hðin em 160 ár síðan Ami Thorlacius hóf veðurathug- arúr í Norska húsinu árið 1845 en það vora fyrstu samfelldu veð- urathuganir á Islandi. 28. apríl sl. opnaði sýxúng Astþórs Jó- hannssonar sem hann kallar „Horfhir veðurvitar" og er sýn- ingin í máh og myndum um for- ysmfé og hlutverk þess í safni bóndans. I júlí verður Byggða- safrúð með sýningu í samvinnu við Veðurstofu Islands á veðurat- hugunum í gegnum tíðina. Loks opnar í ágúst sýning Ljósmynda- safiis Stykkishólms þar sem sýnd- ar verða myndir úr fórum þess. -mm Enn eitt afla- metið GRUNDARFJ ÖRÐUR: Um 2400 tonn af fiski komu á land í Grundarfjarðarhöfn í apnlmán- uði á móti 1100 tonnum í sama mánuði í fyrra. Undanfarna mánuði hefur hvert metið verið slegið af öðra og svo er einrúg nú því aldrei hefur jafh mikill afli komið á land í apríl. -ge Heilsuefling meðal eldri borgara AKRANES: Undanfarið hefhr hópur eldri borgara tekið þátt í námskeiði í stafagöngu, sem haldið er á vegum félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar og er nám- skeiðið upphafið að heilsuefhngu eldri borgara á Akranesi. Fyrir- hugað er að einu sinni í viku, nánar tiltekið á þriðjudögum kl. 13:00, hittist hópurinn við sund- laugina að Jaðarsbökkum allt ffarn til mailoka. Mánudaginn 25. apríl hófst kennsla fyrir eldri borgara á tæki og tól í þreksal í- þróttahússins við Jaðarsbakka og verða slík námskeið haldin tvisvar í viku. Stefht er að því að þráðurinn verði síðan tekinn upp aftur næsta haust. -mm Verðbólga er að sprengja upp forsendur kjarasamninga Frá kröfugimgu verkalýðsfélaganna á Akranesi sl. sunnudag. Vilhjálmur Birgisson til hægri í broddi jýlkingar. Hátíðisdag hinna vinnandi stétta á Islandi þann 1. maí bar að þessu sinni upp á sunnudag. Þess sáust nokkur merki því færri tóku þátt í kröfugöngunni á Akranesi en mörg undanfarin ár. Þó var hátíðleikurinn engu minni þegar forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og fána- berar í broddi fylkingar, ásamt lúðrasveit bæjarins, leiddu gönguna niður Kirkjubraut á fallegum en fremur köldum vordegi. Eftir kröfu- gönguna safnaðist hópurinn saman í salnum á 3. hæð við Kirkjubraut 40 og bættist þar nokkur fjöldi við þannig að húsfyllir var á samkom- unni. Að hátíðarhöldunum stóðu Sjúkrahðafélag Islands, Verkalýðsfé- lag Akraness, Félag iðn- og tækni- greina, Kennarasambandið, STAK ogVR. Aðspurður um hvort lítill áhuga fyrir þátttöku í kröfugöngu verka- fólks á 1. maí sé ekki tilefrú til að verkalýðsfélögin þurfi að „poppa upp“ dagskrána m.t.t. nýrra tíma, sagði Vilhjálmur Birgisson, formað- ur VLFA „Við höfum vissulega rætt þann möguleika að brjóta upp upp- byggingu dagskrárinnar á 1. maí. Þurfum e.t.v að gera daginn að meiri hátíðisdegi með þátttöku allrar fjöl- skyldunnar, án þess samt að draga úr mikilvægi baráttudagsins að bent sé á réttindamál okkar á hverjum tíma.“ Forsendur brostnar Hátíðarræðu dagsins flutti Ólafur Darri Andrason, deild- arstjóri hag- fræðideildar ASÍ. Gerði hann að umtalsefhi hugsanlega upp- sögn kjarasamn- inga í haust þar sem forsendur samninganna væra brostnar. Sagði hann m.a. fátt geta komið í veg fyrir að kjarasamningum á hinum al- menna vinnumarkaði verði sagt upp í haust, komi ekki til leiðréttingar, þar sem verðbólga hafi undanfama mánuði verið umtalsvert hærri en viðmiðun samninganna segði til um, en þar er miðað við 2,5% verðbólgu. Má ekki étast upp af verðbólgu Aðspurður segir Vilhjálmur Birg- isson það verða kröfu latmþega þeg- ar fjallað verður um forsendur kjara- samninga að leiðrétting komi, ella verði samningum einfaldlega sagt upp miðað fyrir 10. desember og taki sú uppsögn gildi um áramótin. Segir hann að þegar kjarasamningar vora undirritaðir 6. mars hafi VLFA verið eitt af fáum félögum innan Starfsgreinasambandsins sem ekki skrifuðu trndir samninga á hinum al- menna vinnumarkaði, enda var það mat félagsins að þeir samningar væri of rýrir. „Við höfum sérsamninga við flesta okkar viðsemjendur. Okk- ar samningar við stóriðjuverin t.d. hafa verið að gefa umtalsvert meira en samningar SGS, eða 21-24,5% á samningstímanum eða upppundir 9% meira en samningar SGS.“ Vil- hjálmm bætir við: „Það er óþolandi að verkafólk eitt og sér þurfi að við- halda stöðugleikanum í íslensku þjóðfélagi og hverjar sem ástæður verðbólgu era, hækkun íbúðalána eða aðrir þættir, þá er ólíðandi að samningsbundnar hækkanir étist upp í verðbólgu eins og nú er raun- in.“ MM Samið við eftirHtsnefhdina Gengið hefur verið ffá sam- komulagi milli Snæfellsbæjar og eftirlitsnefhdar með fjármálum sveitarfélaga um 35 - 40 milljóna króna styrk á þessu ári til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. „Þeir telja samkvæmt ársreikningi 2003 að við þurfum á fjárhagslegri að- stoð að halda og ég er að mörgu leyti ánægðm með það því pening- amir koma sér vel þótt ég sé ekki sammála túlkun nefndarinnar," segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri. í samningnum er kveðið á um að sveitarfélagið skili hallalausum rekstri á þessu ári. Einnig þarf þriggja ára fjárhagsáætltm að gera ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðm- stöðu. „Við þurfum að gæta aðhalds eins og við höfum gert. Við höfum verið að endmskipuleggja í skóla- málum og séð ýmis önnm tækifæri í sparnaði. Mestu munar þó um að við eram búin að ná samkomulagi við heilbrigðisráðherra um að ráðuneytið komi að því að laga rekstminn á Dvalarheimilinu Jaðri. \fið höfum þurft að borga um 11 milljónir á ári með heimilinu en það á ekki að vera á hendi sveitarfé- laga að reka hjúkrunarheimili. Við sjáum því fram á að við eigum að geta sldlað sveitarsjóði hallalausum miðað við þessar forsendm,“segir Kristinn. Þess má reyndar geta að bæjarsjóður var rekinn með 27 milljóna króna hagnaði árið 2004. GE Rafræn innritun í framhaldsskólana Aðsókn að framhaldsskólum landsins heffrr verið að aukast jafnt og þétt. Samkvæmt tölum frá Hag- stoffr Islands hófu 93% 16 ára ung- linga nám í ffamhaldsskólum sl. haust og heffrr það hlutfall aldrei verið hærra. Menntamálaráðuneytið hefur undanfarin misseri unnið að breyt- ingum á ixmritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið nú ákveðið að taka upp rafræna innritun fyrir þá nemendm sem hyggja á framhalds- nám. Nemendm sem ljúka 10. bekk grunnskóla nú í vor munu þurfa að sækja um á netinu hér eftir. Þeir verða því þeir fyrstu sem þanxúg ixmritast í framhaldsskóla. Aðrir umsækjendm sækja um á eyðublöð- um sem send era útfyllt til viðkom- andi skóla ásamt afritum af einkuxm- um úr fyrra námi. Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu mun raf- ræn innritun auðvelda yfirsýn yfir eftirspum nemenda eftir skólum og námsbrautum. Það leiðir til þess að fyrr verðm ljóst hverjar ósldr nem- enda era og því auðveldara að bregðst við þeim. Þjónusta við nem- endur á því að verða betri og sneggri. Talsverðm vinnuspamaðm fylgir rafrænni innritun og hún get- m verið pappírslaus að mestu leyti. Tíminn sem nemendur fá til að ganga frá umsóknum lengist og nýir möguleikar opnast til að tengja inn- ritunina námsráðgjöf og öðram þáttum skólastarfsins í grunnskólun- um í samvinnu við ffamhaldsskól- ana. Forráðamenn nemenda í 10. bekk munu fá bréf frá ráðuneytinu fyrri hluta maímánaðar þar sem fyr- irkomulag innritunarinnar verðm kynnt nánar. Aðkoma foreldra/for- ráðamanna ólögráða unglinga er skilyrði fyrir skráningu þeirra til náms í framhaldsskóla. Nemendur 10. bekkjar fá lykilorð sem veitir þeim persónulegan að- gang að innritun á netinu ásamt leiðbeiningum um hvemig sækja skal um. Þeir geta nýtt tölvukost grunnskóla eða ffamhaldsskóla til að sækja um eða innritað sig hvar sem þeir hafa aðgang að netinu. Um- sækjendm fylla út raffænt umsókn- areyðublað og velja sér framhalds- skóla, skóla til vara, námsbraut og aðra þjónustu sem í boði er í ein- stökum skólum. Skólaeinkunnir 10. bekkinga svo og einkunnir þeirra á samræmdum prófum verða fluttar raffænt með umsóknum til viðkom- andi framhaldsskóla. Umsóknarkerfið verðm opnað nú um miðjan maí og verður opið til 14. júní. A þeim tíma geta umsækj- endm hvenær sem er unnið með umsóknir sínar og breytt vali á skóla og námsbraut. A miðnætti þann 14. júní lýkur umsóknarffesti og skól- amir hefja úrvinnslu umsókna. Geti skófi ekki orðið við umsókn verðm hún send í skóla sem nemandi valdi til vara. Þegar allar umsóknir hafa verið afgreiddar fá nemendm bréf með tilboði um skólavist. Nemend- ur þurfa að staðfesta veitta skólavist með greiðslu innritunargjalds. MM Mótmæla skerðingu ARNARSTAPI: Ábúendur á Bjargi á Amarstapa hafa mót- mælt þeirri ákvörðtm Snæfells- bæjar að taka hluta af landi Bjargs undan jörðinni. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar, sem er eigandi jarðarinnar, hefur látið skipu- leggja hluta landsins undir sum- arbústaðabyggð og að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra er klásúla í leigusamningnum sem heimilar landeiganda að taka hluta landsins til sín hvenær sem er. Ábúendm jarðarinnar hafa hinsvegar mótmælt þessari á- kvörðun á þeim forsendum að ekki sé farið að lögum. -ge Friðlandið stækkað SNÆFELLSBÆR: Umhverfis- stofnun heffrr lýst yfir áhuga á stækkun ffiðlandsins á Búðum á Snæfellsnesi. I dag er stærstur hluti af Búðahrauni friðland en ef áform Umhverfisstofnunar ganga eftir mun friðlandið stækka f átt að Amarstapa og verðm þá orðið smtt í þjóðgarð- inn. Hugmyndir hafa verið uppi um að þjóðgarðurinn Snæfells- jökull næði alla leið að Búðum og má segja að þetta sé skref í þá átt. -g' Nýr Tónlistar- skólastjóri STYKKISHÓLMUR: í síðustu viku var gengið ffá ráðningu nýs skólastjóra Tónlistarskólans í Stykkishólmi. Það er Jóhanna Guðmundsdóttir sem tekm við af Hafsteini Sigurðssyni sem sinnt heffrr starfi skólastjóra í af- leysingum í vetur, en Jóhanna hefur hingað til sinnt kennslu við skólann ásamt öðrum störfum. Jóhanna tekm formlega til starfa l.ágústnk. -mm Leiðrétting GRUNDARFJ ÖRÐUR: í ffétt um landaðann afla á Snæfells- nesi, sem sagt var ffá í 14. tbl. Skessuhoms var rangt farið með tölu um ársafla sem á land barst í Grundarfirði. Hið rétta er að ársafli þar var 15.028 tonn á síð- asta ári en ekki 11.356 tonn eins og sagði í fféttinni. Biðjumst við velvirðingar á þessu. -mm Ullarhosuleikar AKRANES: Á íþróttadegi ung- lingastigsins í Brekkubæjarskóla í liðinni viku fór ffam árlegur kappleikur milli keppnisliða kennara og nemenda í ullar- sokkafótbolta. Sú merka íþrótta- grein fer þannig ffam að spilað er í ullarhosum og notaður sérstak- lega mjúkm bolti, sem reyndar á það til að láta afar illa af stjóm. Reynir leikurinn því mjög á jafii- vægisskyn, snerpu og næmni í hreyfingum. Er skemmst ffá því að segja að lið kennara lagði lið nemendanna að velli og sigraði 3-2 í gríðarlegum baráttuleik. -mm WWW.SKESSUHORN.lS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhom kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greítt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamaður: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.