Skessuhorn - 04.05.2005, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 2005
Snörp skoðanaskipti á borgarafundi um samgöngumál
Ríkið ædar ekki að greiða upp skuldir Spalar
Islenskt leiðsögukerfi
í byrjun júní er væntanlegt á
markað leiðsögukerfi fyrir GPS
tæki sem nær yfir alla þjóðvegi og
götur á Islandi og helstu hálendis-
vegi. Það eru fyrirtækin Hnit og R
Sigmundsson sem gefa leiðsögu-
kerfið út en það byggir á ujiplýs-
ingum ffá Landmælingum Islands
og Vegagerðinni.
Að sögn Magnúsar Guðmunds-
sonar, forstjóra Landmælinga Is-
lands á leiðsögukerfið sér langan
aðdraganda. „Það eru sex ár ffá
því Landmælingar og Vegagerðin
fóru að mæla alla vegi með GPS
upp á tveggja til firnm metra ná-
kvæmni. Þessar upplýsingar voru
settar í gagnagrunn ásamt viðbót-
ar upplýsingum um ræsi, brýr,
vegflokka og fleira. Síðan gerist
það fyrir tveimur mánuðum að til
okkar leita einkafyrirtækin Hnit
og R Sigmundsson með það í
huga að gera leiðsögukerfi fyrir
bíla og síðan hafa hlutimir gerst
hratt þannig að nú er þetta að
koma á rnarkað."
Magnús Guðmundsson
Leiðsögukerfið virkar þannig
að að hægt er að slá inn heimilis-
fang á ákvörðunarstaðnum og síð-
an leiðbeinir GPS tækið bílstjór-
anum alla leið. Magnús segir að
búast megi við mikilli útbreiðslu á
kerfinu ekki síst þar sem margir
þekki þessa tækni erlendis frá
bæði Islendingar og ekki síður er-
lendir ferðamenn.
GE
Hátt á annað hundrað manns
sóttu borgarafúnd um samgöngu-
mál sem ffam fór í Grundaskóla á
Akranesi síðastliðið miðvikudags-
kvöld, en fundurinn var haldinn á
vegum Markaðsráðs Akraness.
Framsögumenn voru Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra, Magnús
Guðmundsson forstjóri Landmæl-
inga Islands og Helgi Þórhallsson
aðstoðarforstjóri Islenska járn-
blendifélagsins. Auk þeirra tóku
þátt í pallborðsumræðum Gísli
Gíslason, bæjarstjóri Akraness, Páll
S Brynjarsson, bæjarstjóri Borgar-
byggðar og Dagur B Eggertsson,
formaður skipulagsneftidar Reykja-
víkurborgar.
Veggjald í Hvalfjarðargöngin var
aðalumræðuefhi fundarins þrátt
fyrir að fyrir fundinum hafi legið
samgöngumál í öllum myndum,
hvort sem er í lofti, á láði eða legi
og fjarskiptamálin einnig. Næst á
eftir gangagjaldinu kom Sunda-
brautin sem einnig var mörgum
unnar inn á Akranes í veglínu Þjóð-
brautar. Sagðist Sturla hinsvegar
nokkuð efins um þann flutning þar
sem núverandi innkeyrsla í bæinn
félli vel að byggðinni. Þá minntist
Sturla á útboð og endurskipulagn-
ingu almenningssamgangna og að
gert væri ráð fyrir að sérleyfið milli
Akraness og Reykjavíkur væri fellt
undir rekstur Strætó bs. Einnig
ræddi Sturla um endurbyggingu
tengivega og safhvega í Borgar-
fjarðardölum og fleiri mál.
Helgi Þórhallsson fjallaði í sínu
erindi um mikilvægi góðra sam-
gangna fyrir atvinnulífið á sunnan-
verðu Vesturlandi og talaði sérstak-
lega út ffá sínu fyrirtæki, Islenska
jámblendifélaginu. Talaði hann sér-
staklega um mikilvægi þess að
lækka eða leggja niður gangagjaldið
og að ffamkvæmdum við Sunda-
braut yrði flýtt sem kostur væri.
Magnús Guðmundsson ræddi
um starfsemi Landmælinga og þátt
fyrirtækisins í að auðvelda sam-
fundarmönnum hugleikin en ýmsar
aðrar samöngubætur svo sem þver-
un Grunnafjarðar og ný aðkoma
inn í Akranesbæ bárast í tal.
Innkeyrsla og sérleyfi
I ffamsöguerindi sínu fór Sturla
Böðvarsson yfir þau verkefni sem
hann sagði vera mest aðkallandi á
sviði samgönguráðuneytisins á
Akranesi og í nágrenni. Nefndi
hann meðal annars endurgerð póst-
húsþjónustu Islandspósts með
byggingu nýrrar starfsstöðvar, gerð
hringtorgs við mót Innnesvegar og
Garðagrundar en þeirri fram-
kvæmd var ffestað í fyrra. Þá kvaðst
Sturla hafa falið Vegagerðinni að
hefja viðræður við fulltrúa bæjarins
um hugsanlegan flutning innkeyrsl-
göngur um vegi og vegleysur lands-
ins.
Hugsanleg lækkun
vasksins
Sem fyrr segir var umræða um
gangagjaldið fyrirferðamikil á fund-
inum og var fjölda fyrirspuma ffá
fúndargestum beint til samgöngu-
ráðherra um það mál. Vom Hval-
fjarðargöng og fyrirhuguð Héðins-
fjarðargöng borin saman og þótti
ýmsum undarlegt að hægt væri að
bora dýr göng á kostnað ríkisins
fyrir örfáa notendur á meðan gjald
væri tekið fyrir eitt mikilvægasta
samgöngumannvirki landsins.
Sturla svaraði spurningum um
veggjaldið á þann veg að ríkis-
stjórnin ætlaði sér ekki að borga
Félag um uppbyggingu
á Laugum
Á vegum Dalabyggðar hefur ver-
ið skipulagt sumarhúsasvæði fyrir
50-70 bústaða í Sælingasdalstungu
við Laugar. Að sögn Haraldar Lín-
dal sveitarstjóra Dalabyggðar er í
umræðunni að stofna sérstakt félag
um uppbygingu á svæðinu. „Hug-
myndin era ð þetta félag geri síðan
samninga við verktaka hér á svæð-
inu um að einstök verk. Markmiið
era ð engri lóð verði úthlutað nema
með tilbúnum sumarsbústað
þannig að við getum skapað sem
mesta vinnu hér heima,“ segir Har-
aldur.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um stofhun félagsins að
sögn Haraldar og heldur ekki um
golfvöll sem til greina kemur að
byggja við Lauga en enginn full-
vaxiim golfvöllur er í Dalasýslu.
GE
upp skuldir Spalar til að út-
rýma þannig veggjaldinu en
sagði koma til greina að lækka
neðra þrep virðisaukaskattsins.
Gjaldið fellt niður
I lok fundarins lagði Sigurður
Guðni Sigurðsson, formaður
Markaðsráðs Akraness fram eftir-
farandi álykttm sem samþykkt var
samhljóða:
„Borgarafundur haldinn á Akra-
nesi miðvikudaginn 27. apríl 2005
ályktar eftirfarandi: Svæðið norðan
Staða prófessors á Biíföst
í samvinnuffæðum
Hvalfjarðar er hluti atvinnusvæðis
höfuðborgarsvæðisins. Ibúar sækja
þangað vinnu óháð búsetu og er
veggjald í Hvalfjarðargöngum um-
talsverð skattlagning á íbúa og fyr-
irtæki. Gjaldið er alvarleg hindrun í
eðlilegri þróun byggðar og sam-
keppnishamlandi fyrir fyriræki í
framleiðslu og þjónustu, jafhframt
því að vera hemill á ferðaþjónustu á
svæðinu norðan ganga.
Fundurinn fagnar yfirlýsingu
samgönguráðherra um bætta veg-
tengingu til vesturs og norðurs með
þverun Grunnafjarðar og fram-
kvæmdir við Sundabraut. Jafnframt
skorar fundurinn á samgönguráð-
herra og stjóm Spalar að leita allra
leiða til að lækka gjaldið í Hval-
fjarðargöngin enn frekar og fella
það út.“
GE
í tilefni af því að 120 ár em liðin
frá fæðingu Jónasar ffá Hriflu, var
þann 1. maí sl. skrifað undir viljayf-
irlýsingu milli Viðskiptaháskólans á
Bifföst og Framsóknarflokksins um
stofnun stöðu prófessors í sam-
vinnufræðum í nafni Jónasar ffá
Hriflu. I viljayfirlýsingu þeirra fé-
laga Runólfs Agústssonar, rektors
og Halldórs Asgrímssonar, forsæt-
isráðherra segir m.a:
„Stofhuð verði við Viðskiptahá-
skólann á Bifföst staða prófessors í
samvinnuffæðum, sem kennd verði
við Jónas frá Hriflu. Jónas, einn
merkasti stjórnmálamaður Islands-
sögunnar, var í senn stofnandi og
fyrsti skólastjóri Samvinnuskólans,
sem nú heitir Viðskiptaháskólinn á
Bifröst. Þykir okkur því vel við hæfi
að rannsóknar- og kennsluaðstaða
verði stofnuð við skólann í hans
nafhi. Markmiðið með því að setja á
fót ofangreinda prófessorsstöðu
verði að efla rannsóknir og vit-
neskju um sögulegar rætur sam-
vinnuhugsjónarinnar, um sögu og
feril samvinnustarfs á Islandi og
Halldór Asgrímsson undirritar yfirljsinguna fyrir hönd Framsóknarflokksins, nær er
Runólfur Agústsson, rektor en fjœr glittir í Hjálmar Amason, þingflokkformann.
þann skerf sem samvinnan hefur
verið í framfömm og þjóðlífi, en
ekki síður um það hvemig sam-
vinnufélgasformið hefur verið að
ryðja sér til rúms á ný í auknu mæli
í ýmsum löndum. Þá verði rannsak-
að sérstaklega hvemig samvinnufé-
lagsformið geti nýst í íslensku at-
vinnulífi á 21. öld. Enn ffemur
verði rannsakaður skerfur Jónasar
Jónssonar ffá Hriflu til stjómmála-
þróunar, samskipd við aðrar þjóðir,
ffamfara, menningar og þjóðlífs.
Við munum í sameiningu tryggja
fjármögnun prófessorsstöðunnar tíl
frambúðar." MM
Sundabraut 2007
I pallborðsumræðunum að
loknum framsöguerindum tók-
ust þeir hart á um Sundabraut-
ina Sturla og Dagur B Eggerts-
son borgarfulltrúi R-listans í
Reykjavík. Sagði Dagur meðal
annars að tafir á ffamkvæmd-
um við Sundabraut og inn-
heimta veggjalds í Hvalfjarðar-
göngunum yrðu til þessa að
Akranes og nærsveitir yrðu út-
undan í þeirri miklu uppbyggingu
sem ætti efrir að eiga sér stað í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins.
Sagði hann að íbúar þessa svæðis
ættu betra skilið en að verða lokað-
ir af! Sturla sagðist vonast eftír að
mögulegt yrði að bjóða út Sunda-
braut síðla árs 2007, ef allt gengi að
óskum. Dagur gagn-
rýndi harðlega að þess-
ari mikilvægu fram-
kvæmd væri frestað og
sagði fráleitt að Smrla
hefði lagt fram sam-
gönguáætlun upp á 60
milljarða króna án þess
að Sundabraut væri þar
að finna. Sturla svaraði
því til að Dagur ætti að
vita það manna best að á
meðan skipulagsyfirvöld
í Reykjavík gætu ekki á-
kveðið hvar þau vildu að
vegurinn ættí að liggja
væri ekki hægt að hefja
framkvæmdir. Hvattí
hann Dag og meirihluta
borgarstjórnar til að
vinna betur sína heimavinnu svo
unnt yrði að bjóða út ffamkvæmdir
á árinu 2007.