Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Page 9

Skessuhorn - 04.05.2005, Page 9
^ncasunu^ MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 2005 9 Búist við góðu móti á Kaldármelum í sumar Gerum ráð fyrir 200-300 keppnishrossum hið minnsta, segir Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Vesturlands hross í girðingu að ógleymdum Vestlendingum sjálfum." Það eru hestamannafélögin Snæfellingur, Faxi í Borgarfirði og Glaður í Dölum sem standa að mótshaldinu. „Einnig koma hesta- mannafélögin Stormur og Hend- ing á Vestfjörðum að mótinu enda líta Vestfirðingar á það sem sitt og þaðan koma því einnig hross til keppni. Það má kannski segja að Svæðið fór illa Kaldármelar hafa verið fjórð- ungsmótsstaður í landshlutanum allt frá því 1970 þegar það fór síð- ast ffam á Faxaborg á bökkum Hvítár. Fyrsta mótið fór þar fram fyrir 52 árum síðan sem sýnir glöggt að Vestlendingar hafa byrj- að snemma að leiða saman hesta sína á mótum sem þessum. Bjarni segir aðstæður ágætar á Kaldár- endurnýja girðingar. „Þá verðum við með sölutjöld og markað á svæðinu tengdan mótinu og hesta- mennsku almennt. Þar verður selt allt sem viðkemur hestamennsku nema e.t.v sjálf hrossin, en slík sala getur farið ffam annarsstaðar svo sem í tjaldbúðunum eða áhorf- endabrekkunni líkt og tíðkast hef- ur á slíkum stundum.“ Nýjar keppnisgreinar Bjarni segir helstu nýjungar á þessu móti vera að tekin verður upp töltkeppni í barna,- unglinga- og ungmennaflokkum en slík keppni hefur ekki tíðkast áður á lands- og fjórðungsmótum hér á landi. „Það er eðlilegt í ljósi auk- innar þátttöku yngra fólks í hesta- mennsku að bæta þessum keppnis- greinum við. Við verðum með þrjár greinar sem verða opnar öll- um landsmönnum, þ.e. töltgrein- arnar, 100 metra fljótandi skeið og stóðhestakeppni í A og B flokkum. Bæði töltkeppnin í yngri flokkum og keppnin í fljótandi skeiði eru nýjar keppnisgreinar á mótinu. Þá verða ræktunarbú með sýningar en fyrir fjórum árum sýndu 5 bú af Vesturlandi. Eg vonast til að það verði a.m.k. ekki færri bú sem sýna í ár. Nú svo verða kynbótasýningar og er þegar byrjað að dæma hross víða um land en þátttökuréttur hrossa byggist á því að þau eigi lögheimili sitt á svæðinu. Það má reikna með að a.m.k. 40-50 kyn- bótahross verði sýnd, en það er ekki gott að segja fyrir um fjöldann fyrr en lengra er liðið á dómana." Geirmundur og Papamir Þar sem hestamenn hafa löngum verið þekktir fyrir að vilja gera sér glaðan dag er Bjarni að lokum spurður um hvort ekki eigi að halda böll líkt og til siðs hefur ver- ið á slíkum mótum. „Við breytum að sjálfsögðu ekki út af vananum með það. Við verðum með dans- leiki bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld og mun hljómsveit Geirmundar halda uppi sveiflunni fyrra kvöldið en síðan munu Pap- arnir spila á laugardagskvöldinu. Bæði böllin verða á pallinum í kvosinni góðu,“ sagði Bjarni Jóns- son að lokum. MM Ovænt og spennandi tækifæri segir Erla Friðriksdóttir verðandi bæjarstjóri í Stykkishólmi þá er samt ekki hægt að segja annað en að Erla sé að fara inn á nýtt svið. „Eg hef reynd- ar ekki reynslu af sveitar- stjórnarmálum þannig að þetta er vissulega nýtt fyrir mér en það er líka oft það sem er mest gaman af að takast á við, eitthvað nýtt og spennandi. Eg hef heldur engar áhyggjur vegna þess að ég veit að það er mikið af ^a Friðriksdóttif verðandi bœjarsljóri í Stykkishólmi. Eins og ffam kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns liggur fyrir að Oli Jón Gvmnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi snýr til annarra starfa í siunar. Meirihluti bæjarstjómar hefur ákveðið að ráða í hans stað Erlu Friðriksdóttur og tekur hún við starfinu þann 1. ágúst n.k en formlega verður gengið ffá ráðn- ingunni í þessari viku. Blaðamaður Skessuhoms ákvað að forvitnast lít- illega um nýjan bæjarstjóra sem reyndar er ekki ókunnug í Hólmin- um því Erla er alin upp þar frá átta ára aldri. „Ég er alin upp í Hólminum, flutti þangað þegar pabbi minn gerðist læknir við St. Fransciskusspítala, þar sem hann starfar enn. Maðurinn minn, Sig- þór Hallffeðsson, er líka úr Stykkis- hólmi og hans foreldrar búa þar einnig þannig að ég hef alltaf hald- ið miklum tengslum þótt ég hafi búið á mölinni síðustu ár. Tengda- fjölskyldan á líka hús út í Flatey og pabbi hefur athvarf í Hvallátmm á Bjarnareyjum þannig að ég hef einnig haft góðan aðgang að dá- semdum Breiðafjarðar,“ segir Erla. Stutt í kosningar Aðspurð segir Erla að aðdrag- andinn að því að hún sest í bæjar- stjórastólinn hafi verið ákaflega stuttur en það hafi hinsvegar ekki tekið langan tíma að taka ákvörðun þegar forseti bæjarstjórnar hafði samband við hana. „Þetta var eigin- lega bæði mjög óvænt og skemmti- legt. Það var náttúrulega ffeistandi að fara heim í Hólminn fyrst tæki- færið bauðst. Ég á tvö börn, þriggja og átta ára og það er ffábært að fá tækifæri til að leyfa þeim að kynnast Hólminum þar sem ég veit sjálf hvernig er að alast þar upp.“ Sigþór, maður Erlu, verður hins- vegar áffam við störf í Reykjavík til að byrja með. „Það er ekki nema ár í sveitarstjórnarkosningar þannig við ervun ekki tilbúin að rjúka vest- ur með allt okkar hafurtask. Sigþór verður hinsvegar eins mikið fyrir vestan hjá mér og hann getur en síðan verður það að koma í ljós eff- ir kosningar hvert ffamhaldið verð- ur og líka útfrá því hvernig gengur í nýja starfinu." Ný reynsla Erla er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands og hefur m.a. starf- að sem framkvæmdastjóri Kringl- unnar og síðan hjá Islandsbanka en núna síðast fyrir Smáralind sem markaðsstjóri frá opnun verslunar- miðstöðvarinnar. Þótt stundum sé talað um að það eigi að reka sveitar- félög eins og hvert annað fyrirtæki góðu fólki í bæjarstjórn og í ráðhús- inu þannig að ég vonast til að ég verði fljót að læra á nýja hluti.“ Þótt Erla hafi ekki búið í Hólm- inum síðustu ár þá hefur hún fylgst vel með og segir gaman að sjá hversu vel sínum fyrrverandi og verðandi sveitungum hafi tekist að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem samfélagið hefur þurft að glíma við. „Það þarf sjálfsagt ekki að rifja það upp að það var mikið á- fall fyrir ekki stærra samfélag þegar skelveiðarnar brugðust en mér finnst að þrátt fyrir það hafi Stykk- ishólmur blómstrað síðusm misser- in. Það eru miklar ffamkvæmdir og mikil uppbygging á staðnum og Hólmarar hafa verið duglegir að finna ný tækifæri, meðal annars í ferðaþjónustunni sem er afar blóm- leg. Ég hlakka þessvegna mikið til að flytja í Hólminn og bíð spennt eftir að fá að takast á við ný verk- efhi,“ segir Erla að lokum. GE Frá jjóröungsmótinu 2001. það varpi eilitlum skugga á fram- kvæmdina að ekki náðist samstaða meðal allra hestamannafélaganna á Vesturlandi um að eiga aðild að mótinu og því eru Dreyra- og Skuggafélagar í Borgarnesi og Akranesi ekld með, en þau félög ætla þó að senda keppendur á mót- ið.“ melum og þar sé m.a. góður vöxt- ur í trjágróðri sem geri svæðið betra en það hafi verið ef eitthvað er. Svæðið fór illa á fjölmennri ungmennasamkomu sem þar fór fram árið 2001 en hefur náð sér að fullu eftir það. Bjarni segir að fyrir mótið í sumar sé meiningin m.a. að yfirkeyra alla keppnisvelli og Bjami Jónsson, jramkvœmdastjóri. Fjórðungsmót vestlenskra hesta- manna er stærsti viðburður á sviði hestamennsku sem fram fer á Vest- urlandi og eru mótin haldin fjórða hvert ár, að þessu sinni dagana 29. júní til 3. júlí í sumar. Mótið verður líkt og sl. 30 ár haldið á Kaldármel- um og er búist við miklum fjölda gæðinga sem og hesta- manna á mel- ana. Líkt og árið 2001 er það Bjarni Jónsson, vél- stjóri og hesta- maður í Grundarfirði sem annast skipulagningu og fram- kvæmdastjórn mótsins. Bjarni var tekinn tali og fyrst spurður um væntingar til fjölda gesta. „Það er góður hugur og mikil stemn- ing í röðum hesta- manna gagnvart mót- inu í ár og því full á- stæða til bjartsýni. Við gerum ráð fyrir að skráð verði a.m.k. 200- 300 hross til keppni og það kæmi mér ekki á óvart að 2000-3000 manns kæmu til að fylgjast með. Ovenju margir hópar hesta- manna hafa þegar boð- að komu sína til okkar ríðandi og hafa t.d. hópar Skagfirðinga, Sunnlendinga og Vest- firðinga pantað fyrir Merki FjórSungsmóts hestamanna á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.