Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Page 1

Skessuhorn - 25.01.2006, Page 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 VIKUBLAÐ A VESTURLANDI nettö alltaf gott - alltaf ódýrt 4. tbl. 9. árg. 25. janúar 2006 - Kr. 300 í lausasölu Skip- verjum á Vfldngi sagt upp Síðastliðinn laugardag sögðu forsvarsmenn HB Granda hf. sldpverjum á Víkingi AK 100 upp störfum. Skipið mun þó veiða loðnu á yfirstandandi loðnuvertíð, þ.e.a.s. ef einhver veiðanleg loðna finnst. Að ver- tíðinni lokinni verður skipinu hinsvegar lagt ffam í janúar á nsesta ári. „Astæðan er meðal annars breytt veiðimynstur á kolmtmna og óvissa um sumar- veiði á loðnu,“ segir í firétt ffá fyrirtældnu. Þá hefiir síldarkvóti skipsins færst á önnur skip félags- ins. Eins og ffam kemur í uppsagn- arbréfi til skipverja, sem birt er á vef Verkalýðsfélags Akranesss, er ástæða uppsagnanna sagður verkefnaskortur. I uppsagnar- bréfinu er sldpverjum jafnffamt tilkynnt að áhersla verði lögð á að útvega þeim störf á einhverju af þeim skipum sem áffam verða í rekstri hjá HB Granda, hafi þeir á því áhuga. Þess má geta að samkvæmt töl- um Fiskistofu hefur Víkingur AK samtals landað 160 þúsund tonn- um af loðnu og síld í Akranes- höfn ffá árinu 2000. Segja má að sú aðgerð að leggja nú skipinu Víkingi sé hluti af ákveðinni þró- un sem átt hefur sér stað undan- farandi misseri og sýnir í hnot- skurn breytt útgerðarmynstur fyrirtækisins sem m.a. hefur leitt af sér minni umsvif við veiðar og vinnslu uppsjávarfisks á Akranesi. MM ATLANTSOLIA Dísel 'Faxabraut 9. Bóndadagurinn var sl. fóstudag ogþorrinn gekk í garð. Fyrstu blótin fóru frarn um liðna helgi með tilheyrandi skemmtan og ekki síst hömlulausu áti á þjóðlegum og góðum mat. Hér er Kristýán Om Frederiksen, kokkur vii þorrabakkana í Logalandi. Hann og hansfólk hafði í nógu að snúast um helgina og raunar nœstu helgar við veisluhöld víða um héraðið. Ljósm. MM Nafnið Peningasveit hlaut mest fylgi í könnun nemenda Á íbúaþingi, sem íbúar væntan- legs sveitarfélags sunnan Skarðs- heiðar sóttu og haldið var í félags- heimilinu að Hlöðum fyrir skömmu, tóku nemendur Heiðar- skóla virkan þátt. Þeir fluttu erindi um sýn unga fólksins á hið nýja sveitarfélag og möguleika þess í framtíðinni. Meðal þess sem unga fólkið gerði fýrir þingið var að kanna hug nemenda og starfsfólks Heiðarskóla hvert ætti að vera nafn hins nýja sveitarfélags. Sveitarfélögin sem sameinast í vor eru Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Hvalfjarð- arstrandarhreppur og Skilmanna- hreppur. Alls bárust 37 hugmyndir að nafni og var kosið á milli þeirra. Mörg nafnanna koma kunnuglega fyrir eins og nöfn þeirra sem nú sameinast og hlutu þau nokkurt fylgi hvert um sig. í nýjum nöfnum var áberandi að fólk leitaðist við að nýta örnefni á svæðinu. Má þar nefna Skarðs- hreppur, Skarðsheiðarbyggð, Glymhreppur, Akraskarð og Hval- borg. Til örnefna verður sjálfsagt að telja himininn og ein tillaga kom með nafninu Himnasveit. Af fleiri nöfnum má nefna Álfaborg, Grunnafjarðarhreppur, Grunni- fjörður, Melaþúfa, Skessuheiði, Stmnanhreppur og Hreppahrepp- ur. Sumir vildu tengja nafnið við raunveruleikann og töldu Norður- álshrepp heppilegt nafn og eins og fram kom í frétt Skessuhorns af íbúaþinginu þá var það ofarlega í hugum íbúa að hægt væri að halda í sveitarómantíkina við uppbyggingu nýja sveitarfélagsins. Sá sem lagði til nafnið Sveitahreppur hefur ef- laust verið með slíkt í huga. Fjár- hagslegur styrkur þessara sveitarfé- laga hefur nokkuð verið í umræð- unni en hvort það var ofarlega í huga þess er lagði til nafnið Lána- mannahreppur skal ósagt látið. I fjórða sæti í áðurnefndri stiga- gjöf varð nafnið Hvalfjörður sem hlaut 85 stig. I þriðja sæti varð eitt núverandi nafna, Skilmannahrepp- ur, með 89 stig. Tveimur stigum þar fýrir ofan var annað núverandi nafna; Hvalfjarðarstrandarhreppur. Afgerandi flest stig, eða 116 talsins, hlaut nafnið Peningasveit. Framtak nemendanna hlaut mik- ið lof fundarmanna sem þökkuðu með langvarandi lófataki. Fyrstu sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags bíður það ánægjulega en vanda- sama hlutverk að ákveða nafttið og hafa án efa til hliðsjónar lista nem- endanna. HJ Atvinnu- leysi vex lítilsháttar Þann 16. janúar voru 95 manns án atvinnu á Vesturlandi samkvæmt tölum frá Svæðis- vinnumiðlun Vesturlands. Hef- ur atvinnuleysi aukist nokkuð undanfarnar vikur því þann 26. desember voru 68 manns án at- vinnu. Mun meira atvinnuleysi er nú meðal kvenna og eru nú 62 konur án atvinnu en 33 karl- ar. Flestir eru atvinnulausir á aldrinum 50-59 ára eða 18 manns. Af einstökum sveitarfé- lögum má nefna að mest er at- vinnuleysið á Akranesi en þar voru 54 án atvinnu þann 16. jan- úar. Á sama tíma voru 16 manns án atvinnu í Stykkishólmi, í Snæfellsbæ voru 6 manns án at- vinnu og 5 í Borgarbyggð og í Grundarfirði. HJ Afburða kúabú Leirulækjarsel í Borgarbyggð var á síðasta ári í örðu sæti yfir afurðahæstu kúabúin á landinu. Það bú skilaði 7.445 kílóum mjólkur á hverja kú en hæsta búið, Kirkjulækur II í Fljótshlíð, var með 7.669 kíló mjólkur á hverja kú. I þriðja sæti varð búið á Stakkhamri í Miklaholtshreppi en það bú skilaði 7.137 kíló mjólkur. Afurðahæsta kú landins í fyrra varð Rófa á Nýabæ tmdir Vestur- Eyjafjöllum en hún mjólkaði 11.265 kg. I þriðja sæti varð Eyða á Hraunhálsi í Helgafellssveit en hún mjólkaði 11.051 kg. og Sossa í Leirulækjarseli varð í 10. sæti en hún mjólkaði 10.539 kg. Þessar tölur koma fram í skýrslu sem Jón Viðar Jón- mvmdsson nautgriparáðunautur Bændasamtaka Islands hefur tekið saman. IT_ ■essr Campagna pastavörur Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavik • ísafjörður • Neskaupsstaöur • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 26. - 29. jan.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.