Skessuhorn - 25.01.2006, Síða 2
2
MIÐVIKUD AGUR 25. JANUAR 2006
SSESSIÍHOM
www.skessuhorn.is
Til minnis
Vib minnum á ráöstefnuna „A
fleygiferð - Vesturland morg-
undagsins" sem haldin verður
í Viöskiptaháskólanum á Bif-
röst nk. föstudag og hefst
klukkan 11. Rannsóknamiö-
stöö Viðskiptaháskólans á Bif-
röst og Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi standa að ráö-
stefnunni sem fjallar um fram-
tíð Vesturlands. Reynt veröur
aö rýna inn í framtíöina, skoöa
hver eru helstu tækifæri svæð-
isins og jafnvel hvað beri aö
varast. Ókeypis aögangur og
allir velkomnir.
Ve?RrhorfRr
Næstu daga ráöa suðlægar
áttir ríkjum meö vætu og
fremur hlýju veðri.
Sptvrnimj viHnnnar
Viö spuröum í liöinni viku á
vef Skessuhorns: „Ætlar þú á
eitt eöa fleiri þorrablót í ár?"
já, örugglega eöa sennilega
svöruðu 55%, 8% vissu það
ekki en 37% töldu þaö harla
eöa mjög ólíklegt að þeir
færu.
í næstu viku spyrjum við:
„Hefur þú áhyggjur
af framtíö íslenskrar
tungu?"
Svaraöu án undanbragöa á
www.skessuhorn. is
VestlendinjTVr
viRnnnar
Að þessu sinni eru Vestlend-
ingar vikunnar stöllurnar Vig-
dís Cunnarsdóttir, félagsráðgj-
ari Félags- og skólaþjónustu
Snæfellinga og Hildur Sæ-
mundsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur hjá Heilsugæslu Grund-
arfjaröar, en þær stóðu nýlega
fyrir kynningar- og fræöslu-
fundi um ADHD í Grundar-
firði. Þarft mál sem víöar þarf
aö taka upp í samfélaginu til
aö hjálpa þeim sem glíma við
ofvirkni og athyglisbrest í um-
hverfi sínu.
Andlát:
Látínn er Skúli í Svignaskarði
A FjórSimgsmóti Vesturlands á lidnu sumri voru gæðingamir frá Svignaskarði enn og
aftur teknir til kostanna. Hér er Skúli ásamt sonardóttur sinni; Berglindi Rósu Guð-
mundsdóttur sem situr stóðhestinn Þjótanda frá Svignaskarði. Ljósm. MM
Skúli Kristjónsson í Svignaskarði
er látinn, sjötugur að aldri. Hann
fæddist og ólst upp í Svignaskarði
og bjó þar alla tíð, en síðustu árin
var hann búsettur í Borgarnesi á-
samt Rósa Guðmundsdóttur efrir-
lifandi eiginkona sinni. Skúli var
búfræðikandidat frá Hvanneyri,
stvmdaði fjárbúskap og hrossarækt
alla tíð og var atkvæðamikill tamn-
ingamaður, knapi og hrossarækt-
andi. Störf hans að félagsmálum og
ræktun Svignaskarðshrossanna í
áratugi gerðu hann að einum
þekktasta hestamanni liðinnar ald-
ar. Skúli var sérlega ósérhlífinn og
ötull til verka, kjarkmaður og knar-
reistur þannig að efrir honum var
tekið. Hann var ljúfur maður og
ætíð var ástæða til að leggja við
hlustir þegar hann viðraði skoðanir
sínar enda rökfastur og réttsýnn og
minnugur jafnt um fólk sem fénað.
Þau Skúli og Rósa eignuðust þrjú
börn; Guðbjörgu, Guðmund og
Sigríði Helgu.
Útför Skúla verður gerð frá
Reykholtskirkju laugardaginn 28.
janúar og hefst athöfnin klukkan
14.
MM
Nýir nemendagarðar byggðir á Bifröst
Vonast er til að nú í vikunni verði
skrifað undir samninga milli Borg-
arlands og Viðskiptaháskólans á Bif-
röst um byggingu næsta stóra áfanga
í íbúðamannvirkjum á staðnum. Um
verður að ræða ríflega 3 þúsund fer-
metra byggingu þar sem í verða 42
nemendaíbúðir. Þrátt fyrir að reikn-
að sé með að þessar íbúðir verði til-
búnar fyrir næsta haust gerir Run-
ólfur Agústsson, rektor á Bifröst ráð
fyrir því að töluverður skortur á
íbúðarhúsnæði verði þá enn óleyst-
ur. „Við erum að bæta við öðrum ár-
gangi í hina nýju félagsvísindadeild
okkar og reikn-
um með að nem-
endum í stað-
námi fjölgi um
a.m.k. 50-60
næsta haust.
Okkur veitti því
ekki af tvöfaldri
þessari aukningu
til að geta annað
efrirspurn eftir
húsnæði á staðn-
um,“ segir Run-
ólfur.
MM
Frá Bifröst
Sprenging í lóðaúthlutun á
Akranesi og í Borgarbyggð
Á árinu 2005 var úthlutað lóðum
vmdir 279 íbúðir á Akranesi og í
Borgarbyggð. Þetta er rífleg þre-
földun ffá árinu 2004 en þá var út-
hlutað lóðum undir 86 íbúðir í
sveitarfélögunum tveimur. Þetta
kemur fram í svari Ama Magnús-
sonar félagsmálaráðherra á Alþingi
við fyrirspurn Kjartans Olafssonar.
Þingmaðurinn spurði hversu mörg-
um lóðum sveitarfélög hafi úthlut-
að á árunum 2000-2005.
A árinu 2000 var úthlutað lóðum
undir 51 íbúð á Akranesi en engri í
Borgarbyggð. Árið 2001 var aðeins
13 lóðum úthlutað þar af 10 á Akra-
nesi. Árið 2002 var fjöldinn 55 á
Akranesi en enginn í Borgarbyggð.
Árið 2003 var fjöldinn 59 á Akra-
nesi en engin úthlutun í Borgar-
byggð. Á árinu 2004 var úthlutað
lóðum undir 86 íbúðir eins og áður
sagði og í fyrra var talan 279. Frá
árinu 2001 til ársins í fyrra ríflega
20 faldaðist fjöldi íbúða sem um-
rædd sveitarfélög úthlutuðu lóðum
undir.
Þá óskaði þingmaðurinn upplýs-
inga um hversu margar íbúðir hefðu
verið fullgerðar sömu ár. Ekki liggja
fyrir upplýsingar um árið 2005 en á
árunum 2000-2004 voru 193 íbúðir
fullgerðar á Akranesi, í Borgarbyggð
voru 92 íbúðir fullgerðar, í Snæfells-
bæ voru íbúðirnar 11 talsins og 14 á
sama tíma í Stykkishólmi. HJ
Vatnsveita Bæjarsveitar hugsamega
undanskilin öðrum veitum
Hugsanlegt er að Vatosveita Bæj-
arsveitar í Borgarfirði verði að nýju
afhent heimamönnum til rekstrar.
Viðræður um slíkt standa yfir og er
reiknað með niðurstöðum innan
skamms.
Forsaga málsins er sú að árið
1997 yfirtók Andakílshreppur
Vatnsveitu Bæjarsveitar. Andakfls-
hreppur sameinaðist síðar öðrum
sveitarfélögum sem í dag mynda
sveitarfélagið Borgarfjarðarsveit.
Ibúar Bæjarsveitar telja að í samn-
ingi sem gerður var við yfirtöku
Andakílshrepps hafi skýrt verið
kveðið á um að veitan yrði ekki
samrekin með öðrum veitum. Engu
að síður hafi slíkt verið ákveðið síð-
ar og á það hefur verið bent að það
hafi gerst án þess að hreyft hafi ver-
ið mótmælum á sínum tíma.
Að undanförnu hefur sá mögu-
leiki verið ræddur að Orkuveita
Reykjavíkur taki við rekstri vatos-
veita í Borgarfjarðarsveit. Það hefur
hreyft við nokkrum íbúum Bæjar-
sveitar sem vilja taka við rekstri
veitunnar að nýju og hafa verið
lagðir ffam undirskriftarlistar í þá
veru.
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
fjarðarsveitar á dögunum var sam-
þykkt að fá nákvæma gjaldskrá fyrir
alla vatnsnotkun í sveitarfélaginu
svo hægt verði að meta allar breyt-
ingar. Jafnfram var ákvarðanatöku
um samning við Orkuveitu Reykja-
víkur frestað. Linda Björk Pálsdótt-
ir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar
segir málið í skoðun þessa dagana.
Hún segir ekki loku fyrir það skot-
ið að Vatosveita Bæjarsveitar kom-
ist að nýju í hendur heimamanna.
Það komi í ljós á næstu dögum.
HJ
Tugir íbúða tíl sölu í ílatahverfi
Fasteignasalan Fasteignamiðlun
í Reykjavík hefur auglýst til sölu
byggingarétt ásamt byggingum
fjölda íbúða í nýju hverfi á Akra-
nesi. Um er að ræða byggingarétt
og sökkla að tveimur 20 íbúða hús-
um við Hagaflöt, uppsteypt 8
íbúða fjölbýlishús við Eyrarflöt,
þrjú uppsteypt raðhús við Bakka-
flöt og plötur undir tvö raðhús við
sömu götu. I auglýsingu fasteigna-
sölunnar kemur fram að áhvílandi
skuldir á eignunum séu 257 millj-
ónir króna og að öll þau gjöld sem
greiðast vegna úthlutunar lóðanna
verði innifalin í kaupverði.
Starfsmaður fasteignasölunnar
vildi ekki upplýsa hver seljandi
væri né hvers vegna framkvæmdir
þessar eru nú auglýstar til sölu í
heilu lagi. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns fékk fyrirtækið Akur-
hús ehf. í Reykjavík keyptan bygg-
ingarrétt á umræddum lóðum á
sínum tíma en ekki er víst að það
fyrirtæki sé nú eigandi fram-
kvæmdanna. Framkvæmdir þessar
hafa nokkuð verið í fréttum und-
anfarið því slælega hefur verið
gengið frá nokkrum umræddra
grunna og hefur það verið talið
valda slysahættu.
HJ
Olæstir bílar
AKRANES: í liðinni viku
sinnti lögreglan á Akranesi alls
137 verkefnum. Þar af voru
u.þ.b. 80 sem tengdust umferð-
inni. Meðal annars voru 11
kærðir fyrir að aka of hratt þrátt
fyrir að hálka væri á götum. Þar
af ók einn á 106 km/klst hraða
þar sem hámarkshraði er 70
km/klst eða 36 km yfir leyfðum
hraða. Fær hann sekt að upp-
hæð 30 þúsund. Þá var brotist
inn í bifreið við Reynigrund í
vikunni og stolið úr henni
myndavél. Að sögn Jóns S Ola-
sonar, yfirlögregluþjóns hefur
nokkuð borið á innbrotum í
bfla að undanförnu. Hann vill
hvetja fólk til að ganga betur frá
bílum sínum þegar þeir eru yf-
irgefhir en allt of algengt er að
þeir séu ólæstir. -mm
Gauti Jóhamies-
son frjálsíþrótta-
maður ársins
BORGARFJÖRÐUR: Gauti
Jóhannesson UMSB var fyrsti
Islendingurinn til að keppa á
stórmóti í millivegalengdar-
hlaupum í 25 ár þegar hann
náði lágmarki til þátttöku á
Evrópumeistaramótinu innan-
húss í Madríd í 1500 m hlaupi.
Þar hafnaði hann í 22. sæti af 27
keppendum. Einnig bætti hann
Islandsmetið í 800 m hlaupi
innanhúss þegar hann hljóp á
1:59,51 mín. Gauti átti mjög
gott innanhúss tímabil í Svíþjóð
á liðnu ári auk þess að keppa á
Smáþjóðaleikunum í Andorra. I
árslok var hann kjörinn frjálsí-
þróttamaður ársins í karlaflokki
og Þórey Edda Elísdóttir í
kvennaflokki. -ig
Meistarar í lög-
fræði útskrifast
BIFRÖST: Næstkomandi
laugardag verða á þriðja tug
nemenda útskrifaðir frá Við-
skiptaháskólanum á Bifröst.
Meðal annars verða útskrifaðir
fyrstu lögfræðingarnir með ML
gráðu, en það mun vera í fyrsta
skipti sem útskrifaðir eru hér á
landi nemendur frá öðrum
skóla en Háskóla Islands með
sambærilega menntun og þeir
sem útskrifast með embættis-
próf £ lögfræði frá HI. Þessi
nemendur hafa stundað lög-
ffæðinám á Bifröst undanfarið
fjögur og hálft ár. -mm
Eftírspum eftir
iðnaðarlóðum
BORGARBYGGÐ: Eftir-
spurn eftir iðnaðarlóðum í
Borgarnesi er mikið að aukast.
Á síðasta fundi bæjarráðs Borg-
arbyggðar voru teknar fyrir
umsóknir þriggja aðila um iðn-
aðarlóðir við Sólbakka í Borg-
arnesi en þar er eins og kunn-
ugt er skipulagt og byggingar-
hæft iðnaðarhverfi með all-
mörgum lóðum. Samþykkt var
að úthluta tveimur lóðum, en
einni afgreiðslu var frestað.
Balta ehf. fékk úthlutað lóð við
Sólbakka 24 og Hildigunnur
Davíðsdóttir / Trémenn sóttu
um og fengu úthlutað lóð núm-
er 30. Frestað var ákvörðun um
úthlutun lóðar númer 31 sem
Halldór Haraldsson sótti um.
-mm