Skessuhorn - 25.01.2006, Page 9
SSESSuHöKí
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 2006
9
Tilboð um bankaviðsldpti
bæjarstarfsmanna vekja spumingar
KB-banki, íslandsbanki og bæjar-
fulltrúi minnihlutans í bæjarstjóm
Akraness hafa óskað eftir skýringum
frá Akraneskaupstað vegna dreifi-
bréfs frá Landsbanka Islands sem
sent var öllum starfemönnum sveit-
arfélagsins að frumkvæði þess í upp-
hafi ársins. Þar er starfsmönnum
boðið að banlánn geri sérstaklega
vel við starfsmenn sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúi minnihlutans telur
hugsanlegt að upplýsingar sem gefh-
ar hafa verið Landsbankanum brjóti
gegn ákvæðum laga um persónu-
vemd. Bæjarstjóri segir að aldrei
megi taka frumkvæði af starfemönn-
um bæjarins en telur rétt að skerpa á
reglum um innkaup.
Þegar starfemenn Akraneskaup-
staðar fengu launaseðla sína senda í
pósti í upphafi árs var auk launaseð-
ilsins kort frá Landsbanka Islands á
Akranesi. I kortinu sem undirritað
er af Sturlaugi Sturlaugssyni útibús-
stjóra, fyrir hönd starfefólks Lands-
bankans á Akranesi, segir orðrétt: „A
grundvelli þess að Landsbankinn á
Akranesi hefur um árabil verið við-
skiptabanki Akraneskaupstaðar mun
Landsbankinn, að frumkvæði Akra-
neskaupstaðar, nú markvisst leitast
við að gera sérstaklega við starfs-
menn bæjarins í öllum þeirra banka-
viðskiptum og kjörum.“ Þá segir í
bréfinu að í upphafi árs muni Lands-
bankinn hafa samband við starfs-
menn sveitarfélagsins og bjóða þeim
fund hjá ráðgjafa þar sem farið verði
yfir mál hvers og eins.
A fúndi bæjarráðs Akraness í síð-
ustu viku var lagt fram bréf frá úti-
bússtjóra KB banka á Akranesi. I fyr-
irsögn bréfsins er spurt hvort eðlileg
vinnubrögð séu á samkeppnismark-
aði. Ljóst er að útibússtjóranum er
ekki skemmt. Kemur fram að með
dreifibréfi Landsbankans sé öllum
starfsmönnum bæjarins beint að
einni bankastofium í bænum en ekki
óskað tilboða frá öðrum bönkum.
Með því sé verið að hygla einu fyrir-
tæki. Oskað er efdr skýringum á
þessari afgreiðslu mála, eins og segir
í bréfinu. Þá bendir útibússtjórinn á
að KB banki bjóði meðal annars
lægstu vexti af íbúðalánum. Þá er
spurt hvort eðlilegt þætti að bæjarfé-
lagið beindi starfsmönnum sínum til
einnar matvöruverslunar, eins síma-
fyrirtækis eða flutningsfyrirtækis.
A umræddum bæjarráðsfúndi var
einnig lögð fram fyrirspum frá Guð-
rúnu Elsu Gunnarsdóttur, bæjarfull-
trúa Sjálfetæðisflokksins. Þar er ósk-
að svara við því hvort bréf Lands-
bankans hafi verið sent að ffurn-
kvæði bæjarráðs eða einhverra
starfsmanna bæjarins. Þá er spurt
hvort bæjarráð telji það í sínum
verkahring að aðstoða fyrirtæki í
samkeppnisumhverfi með þessum
hætti. Þá spyr bæjarfúlltrúinn hvort
bæjarfélagið hafi greitt póstburðar-
gjöld vegna sendingarinnar og
hvaða heimildir það hafi til þess að
senda einu fyrirtæki upplýsingar um
launþega sína og hvaða upplýsingar
hafi verið gefúar bankanum. Þá seg-
ir bæjarfulltrúinn að hugsanlega
brjóti þessi gjörningur gegn ákvæð-
um laga um persónuvemd og sé svo
er spurt hver muni bera ábyrgð á
því.
A fundi bæjarráðs var bæjarritara
falið að svara bréfúm þessum. Þá
samþykkti ráðið að fela starfshópi
um innkaupamál að skoða hvort
hægt sé að setja reglur um afsláttar-
kjör fyrirtækja í viðskiptum við
Akraneskaupstað fyrir starfsmenn
kaupstaðarins og fjallað verði um
málið í samráði við fulltrúa starfs-
manna.
Gtmnar Sigurðsson bæjarráðs-
maður Sjálfstæðisflokksins lét bóka á
fundinum að hann telji óeðlilega að
málinu staðið en hann mmú bíða
með ffekari bókun þar til bæjarritari
hafi svarað fyrirspurnunum með
formlegum hætti. Gunnar telur
einnig eðlilegt að bankaþjónusta og
tryggingar á vegum bæjarins séu
boðnar út með reglulegu millibili.
Guðmundur Páll Jónsson, bæjar-
stjóri segir að Jón Pálmi Pálsson
bæjarritari hafi haft ffumkvæði að
tilboði Landsbankans til starfs-
manna bæjarins. Hann segir að at-
hugasemdir hafi einnig borist frá Is-
landsbanka sem svarað verði á sama
hátt og aðrar athugasemdir sem
borist hafa vegna málsins.
Aðspurður hvort ekki sé óeðlilegt
að bæjarfélagið hafi ffumkvæði að
slíku tilboði ffá einu fyrirtæki um-
ffam önnur segir Guðmtmdur Páll
að svo þurfi ekki að vera. „Það eru
fordæmi fyrir því að leitað hafi verið
efdr tilboðum fyrir starfsmenn sem
hóps m.a. vegna tölvukaupa án þess
að það hafi verið gert með almennu
útboði. Bæjarritari var í góðri trú við
þetta ffumkvæði sitt en það kemur í
framhaldi meðal annars af sam-
komulagi Landsbankans við Verka-
lýðsfélag Akraness og félagsmenn
þess. Mín skoðtm er sú að ffum-
kvæðið verður aldrei tekið úr hönd-
um starfsmannanna sjálffa en að
sjálfsögðu munum við skoða hvort
nauðsynlegt sé að setja reglur um
framkvæmdina sem slíka til að
tryggja að sem best sátt geti ríkt um
þessa hluti þegar að þeir koma upp,“
segir Guðmundur Páll.
HJ
Nemendur
á Islandi
meira en
100 þúsund
Haustið 2005 eru skráðir nem-
endur á ffamhalds- og háskóla-
stigi fleiri en nokkru sinni fyrr
eða 42.200.1 ffamhaldsskóla eru
skráðir 25.093 nemendur og
17.107 nemendur í háskóla.
Fjöldi skráðra nemenda í námi á
háskólastigi hefur tæplega tvö-
faldast ffá hausti 1998 en nem-
endum á fr amhaldsskólastigi hef-
ur fjölgað um 24,6% á sama
tímabili. Konur eru umtalsvert
fjölmennari en karlar eða 24.158
(57,2%) en karlar eru 18.042
(42,8%). Hægt hefur á fjölgun
nemenda í fjarnámi og fjölgaði
nemendum um 2,6% á síðasta
ári. Nemendum fjölgaði ein-
göngu í fjarnámi á ffamhalds-
skólastigi en nemendum í fjar-
námi á háskólastigi fækkaði um
6,3% frá síðasta ári. Nemendur í
fjarnámi eru nú tvöfalt fleiri en
nemendur í kvöldskólum. Haust-
ið 2005 stunda tæplega 82%
nemenda nám í dagskóla, rúm-
lega 12% nemenda fjarnám og
6% nemenda eru í kvöldskólum.
Á skólaárinu 2005-2006 fer
heildarfjöldi nemenda á Islandi
á öllum skólastigum í fyrsta
skipti yfir 100 þúsund. MM
Sýning á myndskreytingum, frummyndum eftir
Erlu Sigurðardóttur úr barnabókinni
"Draumar marglyttunar"
Sýningin er í anddyri Bókhlöðunnar og
er opin á afgreiðslutíma safnsins
Mán-fim 11-19
Fös 11-18 og lau 11-14
) Við minnum á Sögustundir fyrir börn
, 3ja - 6 ára á miðvikudögum kl. 15.00 -15.45
^ i Munið að lánþegaskírteini eru
\ ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára!
hæfileikakeppni
grufinskólanna á Akranesl verður haldin
á sal Grundaskóla flmmtud. 26. janúar.
Húsið opnað kl. 19.*00. Keppnin hefet kl. 19:30.
Keppm og bail nemendur meö Remendasíorteftií
. án nemeRdaskirteini--—
* nBPPm
ALLIR VELKOMNIR
kr. 1.000
kr. 1200
kr. SOB
J
Menningarsjóður
Sparisjóðs Mýrasýslu
Úthlutun styrkja fer fram á aðalfundi SPM
Umsóknir um styrki óskast sendar til SPM, Digranesgötu 2
merktar Menningarsjóður fýrir 15. febrúar 2006. í umsókn
komi fram tilefni umsóknar, fjárhæð sem sótt er um og
áætlaður heildarkostnaður við verkið.
Ekki verður úthlutað aftur úr sjóðnum 2006.
•StSPM
TIL FASTEIGNAEIGENDA
í BORGARBYGGÐ
Álagningu fasteignagjalda 2006 í Borgarbyggð er lokið og verða
álagningarseðlar sendir til gjaldenda á næstu dögum.
Gjalddagar eru fimm þ.e. 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl
og 15. maí. Vanskilavextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga.
Sérstök athygli er vakin á að Sparisjóður Mýrasýslu sér um innheimtu
gjaldanna eins og undanfarin ár.
Frekari upplýsingar um álagningu eru gefnar á bæjarskrifstofunni.
Bæjarritari