Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Síða 12

Skessuhorn - 25.01.2006, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006 Frá knattspymu í kýr og loks í rekstur pylsuvagns Rætt við Skúla í Norðtungu Þverárhlíð í Mýrasýslu fellur ekki landfræðilega að einföldu og skýru skipulagi Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu þar sem upp ffá lágsveitinni ganga dalirnir inn í landið. Sunnan Hvítár inn á hálendi til jökla en norðan ár inn á hálendi til Arnar- vatnsheiðar og norður í átt til Dala- sýslu. A helstu útsýnisstöðum í lágsveitinni sést ekki inn í Þverár- hlíð. Þó eru fjórar leiðir þangað fari maður akandi. Frá suðri talið er sú fyrsta úr Reykholtsdal hjá Deildar- ttmgu, yfir Hvítá, beint áfram yfir hálsinn vestan við Síðumúla í Hvít- ársíðu. Þá er farið í gegn um Kleif- ar og blasir þá Þverárhlíðin við klettótt en grösug með Þverá í önd- vegi. Einnig er hægt að fara um Stafholtstungur, upp veg sem liggur ofan Bakkakots, ffamhjá Hjarðar- holti og áffam upp Þverárhlíð. I þriðja lagi er sumarleið ffá Grábrók í Norðurárdal. Þá er farinn vegur- inn sem liggur að Glitstöðum, sunnanvert í Norðurárdal, ekki sveigt til vinstri að Glitstöðum, heldur til hægri, farin seinfarinn vegur ffam hjá Svartagili, Veiðilæk, Höll og Lindarhvoli og sveigt þar til vinstri fram í Þverárhlíð. A þess- ari leið eru afar fallegir útsýnisstað- ir. I fjórða lagi er hægt að fara úr sunnanverðum Norðurárdal, sum- arleið, skemmtilega og útsýnis- í stuttri heimsókn að Norðtungu H, nú í ársbyrjun, voru þau Sigur- laug og Skúh tekin tali en þau voru þá nýkomin frá sólarströndum Spánar þar sem þau hafa dvalið haustmánuðina. Ungdómsárin og knatt- spyman Skúli Hákonarson er fæddur á Akranesi 13. janúar 1940 og uppal- inn á Akranesi. Móðir hans er Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Ak- urnesingur í húð og hár og faðir Hákon Benediktsson. „Eg er elstur sex systkina, yngstur er Sveinbjörn, sautján árum yngri. Hann stundaði boltann á sínum yngri árum eins og ég, lék m.a. í Svíþjóð og átti sæti í íslenska landsliðinu," segir Skúli og heldur áffam: „A þeim árum sem maður telst orðinn miðaldra, vakn- ar löngun til að vita nánar um nán- ustu forfeður, a.m.k. þá sem næstir standa. Móðurafi minn er fæddur á Brennistöðum í Flókadal og móð- urætt mín á sér rætur víða um Borgarfjörð. Þannig kom m.a. í ljós að langamma mín var á Veiðilæk í Stafholtstungum. Jörð sem fjöl- skylda konu minnar hafði og hefur nýtt í áraraðir.“ Spurður um mannlífið á Akranesi á unglingsárunum segir Skúli: A Fordinum viS baggaheyskap í NorStungu. mikla, hjá Hafþórsstöðum og yfir Grjótháls. Það er sama hvor þessara leiða er valin, allsstaðar blasið við neðarlega í miðri sveit bærinn Norðtunga, myndarbýli þar sem Norðtungukirkja stendur á árbakk- anum við túnjaðarinn, við elstu hengibrú á landinu, yfir Berghyl í Ornólfsdalsá. Einkennandi fyrir Þverárhlíð er að víða er kjarr eða skógarleifar og er Norðtunguskógur mestur. Skógrægt ríkisins hefur hluta þess svæðis í sinni umsjá og hefur í ára- tugi verið í Skógarkoti ræktun og útplöntun trjáa af ýmsum gerðum. Heima í Norðtungu Síðustu áratugi hefur verið tví- býli í Norðtungu. Magnús Krist- jánsson ffá Hreðavatni og Andrea Davíðsdóttir ffá Arnbjargarlæk hafa búið í Norðtungu I en eru nú bæði fallin frá. Norðtungu II hefur setið dóttir þeirra, Sigurlaug ásamt manni sínum Skúla Hákonarsyni en þau hafa fyrir nokkrum árum látið af búskap. Nú búa í Norðtungu, sonur Sigurlaugar og Skúla, Magn- ús og kona hans, Kolfinna Þóra Jó- hannesdóttir ffá Krossnesi í Alfta- neshreppi. Auk Magnúsar, sem fæddur er 1967 eiga þau Sigurlaug og Skúli, dótturina Ragnheiði fædd 1966 og Guðmund Andra sem fæddur er 1971. Þau búa bæði í Reykjavík. „Skólaganga mín var áreiðanlega mjög hefðbundin og lærði ég húsa- smíði hjá Sigurjóni og Þorbergi á Akranesi. Eiginlega ólst ég upp í fótbolta. Ollum lausum stundum var varið í boltann með IA og fljót- lega var ég orðinn fastur maður í aðalliðinu á hverjum tíma, effir því sem maður eltist.“ Skúli reyndist marksækinn sóknarmaður og var m.a. markahæstur í Islandsmótinu árið 1963. Knattspyrnuferlinum lauk þegar Skúli var 25 ára, en frá tvítugsaldri fór að bera á óöryggi í hreyfingum og hnjáliðaverkjum þannig að skórnir lenm á hillunni fýrr en til stóð. Að kynnast heimasætu í Þverárhlíð „Ég kynntist Sigurlaugu í Norð- mngu, konu minni árið 1964. Smám saman fjölgar dögum mínum hér í Norðtungu, hér var fallegt, gott fólk og áhugi minn á þessu fal- lega umhverfi og mannlífi í sveit- inni átti fljótt hug minn allan. Við byggjum íbúðarhús hér 1966, Norðtungu II og leigjum það Stangveiðifélagi Borgarness þann 17. júní 1967, það sumar og sumar- ið effir. Þá var Sigurlaug ráðskona í veiðihúsinu, ásamt Hrafnhildi syst- ur hennar. Við fluttum svo inn eftir að veiðitímabilinu lauk og út affur þegar veitimabilið byrjaði en hvor- ugt okkar fékk laxveiðibakteríu. Það Fjölskyldan í Norðtungu: Frá vinstri: Magnús, Skúli, GuSmundur Andri, Sigurlaug og Ragnheiður. samkomulag sem við gerðum við Finn- boga Guðlaugsson í Borgarnesi, sem þá var formaður Stang- veiðifélagsins, um afnot veiðifélagsins af íbúðarhúsi okkar, auðveldaði okkur mjög að koma undir okkur fótunum hér heima í Norð- tungu.“ En snúningar í kringum veiðimenn í Þverá og Kjarrá hafa frá Norðtungu verið margir í gegnum tíð- ina og nefndi Sigur- laug að það hafi mörg nýjungin fýlgt þeim. Meðal annars hafi Björn í Vífilfelli gefið henni fyrstu kókflöskuna sem hún hafi smakkað árið 1967. En Skúli heldur áfram: „Við bjuggum í Norðtungu I, hjá tengdaforeldrum mínum, ffarn að þeim tíma að við byggðum íbúðar- húsið og einnig á meðan við leigð- um íbúðarhúsið. En það var um áramótin 1965 - 66 að ég var al- kominn hingað í Norðtungu og hóf þá vinnu við smíðar. Fyrst hjá Olafi Jónssyni á Kaðalstöðum. Unnum við m.a. mikið við byggingu grunn- skólans á Varmalandi og síðar vann ég sjálfstætt við ýmis verkefni en var að fullu kominn í búskapinn i Norðtungu um 1970. Hægt og ró- lega gerðist þetta, rétta hendi við eitt og annað, m.a. stækka fjósið 1973. Fyrir var 30 kúa fjós sem var svo stækkað til að taka 50-55 kýr auk geldneyta. Fyrst rákum við tengdafaðir minn saman kúabúið en síðari árin snéri Magnús sér meira að fjárbúskapnum auk þess sem fjárbúskapurinn á Svartagili tók einnig mikinn tíma,“ segir Skúli. En félagsmálin tóku auk þess sinn tíma: „Varðandi félagsmál hafði ég verið varamaður í hreppsnefnd nokkur ár en var árið 1986 kosinn í hreppsnefnd og varð oddviti í eitt kjörtímabil. Viðræður um samein- ingu sveitarfélaga hófust á þessu kjörtímabili og má segja að Jón Þór Jónasson í Hjarðarholti, oddviti Stafholtstrmgnahrepps hafi þar af okkur oddvitum haft ffumkvæðið. Þátttaka í félagsmálum tilheyrði hér í fámenninu og fengu flestir ein- hver verkefni að glíma við.“ Svo var komið að ég gekk við staf og stundum tvær hækjur. Þegar loks tókst að greina þennan sjúkdóm á síðastliðnu ári, liggur fýrir að það eru einungis örfá tilfelli þekkt í ver- öldinni af þessum sjúkdómi og ekki hægt að laga neitt eða halda í skefj- un. Jafnframt liggur fyrir að það sem ég á ólifað mun ég þurfa að taka lyf sem eiga að hindra ígerðir við hnjáliðina.“ Það tók í Við sitjum saman í eldhúsinu í Norðtungu II. Silla og Skúli eru afar hógvær og brosmild en ffekar treg til að ræða um feril þeirra sam- an, senn hálfrar aldar samvistir. Uti fyrir eldhúsglugganum er hunds- lappadrífa, hvítt yfir að líta og svell undir. Viðmælandi hafði komið til Norðtungu um hádegisbil, nú var komið ffam yfir miðjan dag og Sig- urlaug húsffeyja raðaði á borð ýms- um kræsingum. Viðmælandi tók sig taki og spurði Skúla um hvort ekki hafi verið þung spor að yfirgefa sveitina og búskapinn? ,Auðvitað tók þetta allt allhressi- „Þegar við fluttum suður, fékk Sigurlaug strax vinnu við verslun. Varð fljótlega deildarstjóri og gekk vel en ég leitaði og sótti um störf, en fékk ekkert að gera. Það var svo í janúar 1991 sem við kaupum pylsuvagninn við Laugardalslaug- ina í Reykjavík. Fyrst til að byrja með höfðum við starfsfólk sem hafði verið áður. Fljótlega varð þessi rekstur talsvert umfangsmik- ill, jókst eiginlega dag frá degi og endurbyggðum við húsnæðið og gekk reksturinn afar vel allan þann tíma sem við önnuðumst hann, allt til þess að við seldum reksturinn haustið 2003. Það sama haust selj- um við íbúðina okkar í Reykjavík og flytjum aftur heim í Norðtungu. Þessi atvinnustarfsemi okkar og sala eignanna myndaði dálítinn sjóð til ffamtíðar. Við keyptum litla íbúð á Spáni árið 2004, í bænum Torrevi- eja á suðurströnd Costa Blanca. Hugmynd okkar er sú að dvelja að mestu þar yfir vetrarmánuðina en hér heima í Norðtungu á sumrin. Þarna syðra er hlýtt, notalegt og get ég gengið um utandyra um hávet- Veikindin taka að ráða för „Magnús sonur minn lærði rennismíði í vélsmiðjtmni Héðni og kemur hingað heim árið 1988. Al- farið tóku hann og Kolfinna svo við búskapnum 1989. Heilsa mín leyfði ekki að stunda búskapinn lengur. Þá fór ég í Verslunaskóla Islands. Fyrst keyrði ég á milli en svo flytjum við suður um áramótin 1990-91. Ég lauknámi í öldungadeild 1993. Atti ég aðeins effir sextán einingar til að verða stúdent. Þá þurffi ég í erfiða aðgerð vegna þrengsla við mænu og kom mér ekki til að halda áffam náminu. Þá hafði brjóskeyðing í hnjám orsakað skurðaðgerðir og jafnvægis- og máttleysi átti sér or- sakir sem læknar stóðu ráðþrota ffammi fyrir og það er ekki fyrr en nú í árslok 2005 sem endanlega liggur fyrir hvað að mér er. Bólgur og skemmdir taugaendar vegna eyðingar taugaslíðurs voru í vaxandi mæli að hamla þátttöku minni við almenn bústörf og önnur verkefni. Silla og Skúli við sauðburð. lega í sálartetrið en þessu verður að una og ekki verður það tmdan dreg- ið að miðað við aðstæður allar eru okkar mál í ásættanlegu ferli, því þrátt fyrir allt höfum við verið lánsöm, eigum yndisleg börn og afabörnin koma til sögunnar, hvert öðru glæsilegra,“ segir Skúli og brosir. Pylsuvagninn gekk vel urinn, án þess að eiga von á svelli í næsta fótmáli. Það er dýrmætt fyrir mig, jafnóstöðugur og ég er orð- inn,“ segir Skúli brosandi. Gestur þakkar þeim Sillu og Skúla fyrir móttökurnar og fyrir að leyfa okkur að deila með sér nokkrum minningarbrotum liðinna ára. ÓG

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.