Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Side 15

Skessuhorn - 25.01.2006, Side 15
gSESSUHÖEM MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 2006 15 Fullskipuö kvennasveitarstjóm Aukafundur fór fram í sveitar- stjórn Borgarfjarðarsveitar sl. fimmtudag. A dagskrá fundarins var seinni umræða fjárhagsáætlun- ar, gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar og önnur mál. Fund- ur þessi telst svosem ekki til sér- stakra tíðinda, nema þá að vera kynni að einu leyti. Svo bar við að hann sátu að þessu sinni einvörð- ungu konur og er það harla óvana- legt í sveitarstjórnum þessa lands ef ekki einsdæmi, þó það hafi ekki verið kannað með vísindalegum hætti. Við síðustu sveitarstjórnar- kosningar voru hlutfallslega flestar konur í sveitarstjórn Borgarfjarð- arsveitar, eða 60%. A síðasta fundi bar svo við að bæði Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti og Bergur Þor- geirsson, 3. maður á lista voru for- fallaðir og sátu því tveir varamenn fundinn fyrir þá, þær Linda B Pálsdóttir sveitarstjóri og Guðrún Ólafsdóttir í Bæ. Þórvör Embla Guðmundsdóttir er fulltrúi í sveitarstjórn. Aðspurð um hvort ekki hefði verið ástæða í tilefni dagsins til að færa á dagskrá fundarins liði sem snerta kvenna- og kvenfrelsismál sérstaklega, svo sem ríflegar styrkveitingar til kvenfélaganna, jafnréttisáætlun, húsmæðraorlofsmál eða önnur slík, sagði Þórvör Embla að senni- lega hafi verið klaufaskapur að gera það ekki. „Við uppgötvuðum það ekki fyrr en fundurinn var nánast búinn að þarna hefðum við sennilega verið að brjóta blað í sögu íslenskra sveitarstjórna. Svona kærkomið tækifæri til að vinna að framgangi sérstakra bar- áttumála kvenna án nokkurrar af- skipta karlpeningsins býðst líklega sjaldan eða aldrei aftur. Hinsvegar má ekki gleyma því að við erum dagsdaglega öflugar konurnar og ráðum drjúgmiklu og sennilega meiru en karlarnir nokkurntíman þyrðu að viðurkenna. Þannig séð kvörtum við alls ekki,“ sagði Þór- vör Embla að lokum. MM LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ lllOKOl (f}rta,t(tu9 \ Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 Opnum heilsuganginn okkar med Detox-hreinsunarhelgi 3.-5. fehrúar. Nuddstólar - Aromatherapía - Dagsbirtutherapía - Jacuzzi bað með punktanuddi - 3 heitir pottar Gisting, lífrœnt rcektað fœði, detox coctaill, dekurpakki, frœðsla. Námskeiðshaldari: Birna Asbjörnsdótúr, starfandi hómopati og nœringaráðgjafi hjá Maður lifandi. Einnig er hœgt að panta höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og/eða sjtíkranudd þessa helgi. Gisting í2 nœtur, frceðsla og fleira: 38.500.-kr á mann. Upplýsingar og skráning á námskeið: svana@fosshotel.is Meðferðarpantanir í síma: 4351260. fOttHÖTfl Reykholt. Slökun, vellídan og endurnœring ígóðu umhverfi. KENíNARASAMBANIí ÍSJAM* Orlofshúsnæði sumarið 2006 Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands íslands óskar eftir að taka á leigu húsnæði til endurleigu næsta sumarfyrir félagsmenn. Bæði íbúðarhúsnæði og sumarhús koma til greina. Tilboð berist til skrifstofu Kennarasambands íslands merkt "Orlofssjóður" fyrir 28. janúar nk. Orlofssjóður Kennarasambands íslands, Laufásvegi 81 101 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Þórisdóttir í síma 595-1122, netfang: hanna@ki.is og fax: 595-1112. Gísli átti ákveðið tilkall til starfs hafiiarstjóra Stjórnarformaður Faxaflóahafha sf. telur fyrirtækið ekki bundið af samþykktum einstakra sveitarfé- laga um auglýsingar á störfum og telur að núverandi hafnarstjóri hafi átt ákveðið tilkall til starfsins þegar hann var ráðinn í haust. Sú ákvörðun feli þó ekki í sér að ekki verði auglýst næst þegar starfið losnar. A fundi borgarráðs Reykjavíkur um miðjan síðasta mánuð lagði Margrét Sverrisdóttir áheyrnar- fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarráði fram fyrirspurn um ráðningu í starf framkvæmdastjóra Faxaflóahafna. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var staða fram- kvæmdastjóra Faxaflóahafna sf. auglýst í samræmi við viðurkennd- ar reglur opinberrar stjórnsýslu? Ef svo var ekki, hverju sætir það?“ Svo sem kunnugt er var Gísli Gíslason, þáverandi bæjarstjóri á Akranesi og jafnframt hafnarstjóri á Akranesi, ráðinn í starf ffarn- kvæmdastjóra Faxaflóahafna þann 27. september í stað Bergs Þor- leifssonar sem gegnt hafði starfinu frá upphafi og áður var hann hafn- arstjóri í Reykjavík. Faxaflóahafnir sf. eru í eigu 10 sveitarfélaga norð- an og sunnan Hvalfjarðar og rekur Reykjavíkurhöfn, Grundartanga- höfn, Akraneshöfh og Borgarnes- höfn. A fundi borgarráðs á fimmtudag var lagt fram svar Arna Þórs Sig- urðssonar formanns stjórnar Faxa- flóahafna sf. I svari Arna Þórs kom fram að upphaflega hafi verið gerður tímabundinn ráðningar- samningur við Berg, sem hafnar- stjóri Reykjavíkurhafnar, til 1. júlí 2006. „Við ráðningu Bergs lá enn- fremur munnlegt samkomulag milli hans og stjórnarformanns um að til greina kæmi að Bergur léti af störfum fyrr en ráðningarsamn- ingur hans segði til um, enda myndi hann einskis missa af í rétt- indum sínum,“ segir orðrétt í svari Arna Þórs. Við sameiningu hafn- anna varð að samkomulagi að Bergur myndi áfram gegna starfi hafnarstjóra en eins og áður sagði varð að samkomulagi að hann léti af því starfi 1. nóvember. Jafnframt var ákveðið að Gísli Gíslason tæki við starfinu án auglýsingar. „Engin ákvæði eru í samþykktum félagsins eða starfsreglum um hvaða aðferð skuli viðhöfð við ráðningar. Sam- kvæmt framangreindu eru Faxa- flóahafnir sf. því ekki bundnar af samþykktum einstakra sveitarfé- laga um auglýsingar á lausum störfum og eru ákvarðanir um auglýsingar teknar af stjórn fyrir- tækisins hverju sinni,“ segir í bréf- inu en svo er bætt við „almennt verður þó að telja rétt að mið verði tekið af reglum viðkomandi sveit- arfélaga við auglýsingu starfa.“ Formaður stjórnarinnar telur mikilvægt að í starf hafharstjóra réðist maður „með mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og hafna- rekstri ásamt því að hafa yfirgrips- mikla þekkingu á lögum og reglu- gerðum er varða hafnastarfsemi og hafnamál. Ennfremur var lögð áhersla á stjórnunarreynslu og hæfileika,“ segir í svarinu. Var það samdóma álit stjórnarinnar að Gísli uppfyllti þessar kröfur afar vel. Að síðustu segir orðrétt í svari Arna Þórs um ráðningu Gísla: „Var hann jafnframt talinn eiga ákveðið tilkall til starfsins þar sem hann hafði áður farið með hafnar- stjórn í hluta Faxaflóahafna. Akvörðun stjórnar um að ráða Gísla Gíslason til starfsins byggð- ist á sérstökum aðstæðum við stofnun Faxaflóahafna en felur ekki í sér að hafnarstjórn telji að ekki beri að auglýsa starf hafnar- stjóra laust til umsóknar, þegar næst verður ráðið í það.“ Margrét Sverrisdóttir segir í samtali við Skessuhorn að ljóst sé að ekki hafi verið ráðið í stöðuna samkvæmt viðurkenndum reglum opinberrar stjórnsýslu. Að hennar mati þurfi þau sveitarfélög sem að Faxaflóahöfhum sf. standa að sýna gott fordæmi í rekstri sinna fyrir- tækja. HJ Þorrablót Ungmennafélög, kvenfélög, starfsmannafélög, fyrirtæki, kórar, saumaklúbbar, aðrir klúbbar og einstaklingar. Pantið þorramatinn tímanlega Við bjóðum gott verð fyrir hópa! Sími: 437 2345 Cjísí^ 0f; VdlÍH[;0Æ’AíW motel@emax.is Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að deiliskipulagi Nýlendureits á Akranesi Með vísan til l.mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaganr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi á Nýlendureit sem er á óskipulögðu svæði Vesturgötu - Grenjum á Akranesi. Skipulagssvæðið afmarkast af Sóleyjargötu til norðvesturs, Merkurteig til norðausturs, Suðurgötu tilsuðausturs og Vitateig til suðvesturs. Ekkert deiliskipulag hggur fyrir af þessu svæði í dag. Tillagan byggir m.a. á því að byggja á auðri lóð um miðbik svæðisins í framhaldi af Melteig. Lóðin er um 1809 m2 að stærð og þar er gert ráð fyrir 5 húsum með 11 íbúðum og þau númeruð við Melteig, sem heldur áfram að vera einstefnuakstursgata í átt að Suðurgötu. Húsin eru 2 hæðir og ris. Auk þess eru gefnir byggingarreitir fyrir bílgeymslur þar sem henta þykir og byggingareitir fyrir hús og bílgeymslu að Sóleyjargötu 20. Af suðvesturhluta lóðarinnar er tekin um 50 m2 spilda fyrir aðkomu frá Suðurgötu að Melteig 16b, sem verður nú Suðurgata 31 Auk þess er lóðin Sóleyjargata 18 stækkuð um ca. 40 m2 til einföldunar. Um leið minnkar lóð við Sóleyjargötu 20 um sömu stærð. Meðfram Sóleyjargötu ogVitateig eru útbúin hliðarbílastæði. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 26. janúar 2006 til og með 23. febrúar 2006. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. mars 2006 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. | Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. " Akranesi 20. janúar 2006 ÞorvaldurVestmann Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar J

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.