Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Side 1

Skessuhorn - 01.02.2006, Side 1
VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 5. tbl. 9. árg. 1. febrúar 2006 - Kr. 300 í lausasölu Vilja stækka Bónushúsið Forsvarsmenn fasteignafé- lagsins Þyrpingar áttu í gær fund með umhverfis- og skipu- lagsnefnd Borgarbyggðar og bæjarstjórnendum þar sem þeir viðruðu áhuga fyrirtækisins á að byggja 500 fermetra viðbót víð nýlegt verslunarhós Bónuss í Borgarnesi. „Á fundinum kynntu þeir hugmyndir sínar um stækkun hússins að Digra- nesgötu 6. Ef leyfi fæst til stækkunar yrði um að ræða við- byggingu við húsið sem mun þá hýsa einhvers konar sérvöru- verslun sem heyrir undir Haga. Gestimir nefndu ekki á þessu stigi nákvæmlega hvernig versl- un yrði um að ræða. Nefndin tók jákvætt í erindið og verður það rætt á næsta fundi bæjar- ráðs sem taka mun afstöðu til ffamhalds málsins,“ sagði Páll S Brynjarsson, bæjarstjóri í sam- tali við Skessuhorn. MM Forsetahjónin komu í opinbera heimsókn í Grundaskóla á Akranesi í gœr t tilefni þess að skólinn hlaut á liðnu ári Islensku menntaverðlaunin jjrstur skóla hér á landi. Mikið var um dýrðir og vel tekið á móti gestunum. Sjá bls. 16-17. Vesturland morgundagsins Fjölmenn ráðstefha um framtíð Vesturlands undir yfirskriffinni „Á fleygiferð - Vesturland morgundags- ins,“ var haldin á Bifröst sl. föstudag. Það voru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Viðskiptaháskólinn á Bifföst sem stóðu fyrir ráðstefhunni. Ellefu fjölbreytt og í senn ffæðandi erindi voru flutt og var víða komið við sögu. Hvert um sig vörpuðu er- indin ljósi á þau gríðarlegu sóknar- færi sem bíða svo gott sem handan við hornið fyrir íbúa og samfélagið hér á Vesturlandi. Yfir það heila tek- ið endurspeglaði ráðstefhan mikla bjartsýni um ffamtíð landshlutans sem sýnir sig í að þensla er mikil, íbúaþróun er víðast hvar í rétta átt, mikið er byggt og atvinnuleysi lítið á landsmælikvarða. Grétar Þór Eyþórsson, forstöðu- maðm Rannsóknamiðstöðvar Við- skiptaháskólans á Bifföst taldi að Akranes og svæðið að Borgarfjarðar- brú ættd ekki lengur að teljast til hinnar hefðbundnu landsbyggðar, eins og hún hefur jafnan verið skil- greind, vegna nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið. Hálftíma akst- ursleið ffá Reykjavík geti með engu móti talist lengur til landsbyggðar. Grétar lagði til að landssvæðinu verði skipt upp í Vesturland nær og fjær svo auðveldara verði að vinna að hagsmunamálum beggja landshlut- anna. Olíkir hagsmunir svæðanna dragi úr styrk þeirra og því verði erf- iðara að vinna að hagsmunum alls svæðisins sem heildar. Runólfur Ágústsson, rektor á Bif- röst var bjartsýnn á að Vesturland gætd orðið eitt helsta vaxtarsvæði landsins og að íbúafjöldi þess geti tvö- eða þrefaldast á næstu 10 til 15 árum. Þetta eru tölur sem segja má að endurspegli meiri bjartsýni um íbúaþróun en heyrst hafi áður á op- inberum vettvangi. Runólfur telur að þær samfélagsbreytingar sem eiga sér stað í landinu getd skapað mörg tækifæri fyrir Vesturland vegna ná- lægðar við höfuðborgarsvæðið og vegna þess að svæðið sé að stærstum hluta orðið að úthverfi Reykjavíkur vegna bættra samgangna. Þessi þró- tm verður ekki síður að raunveru- leika með tilkomu Sundabrautar. Runólfur segir jafnframt að háskól- arnir á Hvanneyri og á Bifr öst geymi aðgöngumiða að þekkingarsamfé- lagi morgundagsins og mannauður- inn sé sú auðlind sem býr í þekkingu okkar, menntun, huga og þjóð og sú auðlind sé ein af þeim fáu sem ekki klárist. Undir orð Runólfs um mikilvægi Sundabrautar tók m.a. Gísli Gísla- son, hafharstjóri sem rakti í erindi sínu mikilvægi þess að ráðist verði í gerð þessara samgöngumannvirkja sem allra fyrst. Nefhdi Gísli að þeg- ar mætti greina effirspurn fyrirtækja efrir landi í nágrenni Grundartanga og ýmis hafnsækin starfsemi ætti eft- ir að h'ta þar dagsins ljós í framtíð- inni, ekki síst þegar skipulagsmál þar væru komin í betra horf. Guðmtmdur Smári Guðmunds- son, ffamkvæmdastjóri í Grundar- firði ræddi m.a. um fjölmargar auð- lindir í hafi sem nýta mætti í aukn- um mæli. I því sambandi nefndi hann sem dæmi að skera mætti hundruði þúsunda tonna af þangi og þara við Vesturland, en slík framleiðsla væri í heiminum í dag að mestu leyti nýtt til manneldis og því dýrmæt. Þá taldi hann að auka þyrfti stórlega hafrannsóknir og breyta einnig áherslum í rannsókn- um. Fór hann yfir samdrátt í lönd- uðum afla á svæðinu sem meðal annars væri vegna breytts eignar- halds á stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í landshlutanum. Þá sagði hann stóran hluta afla sem á Vesmrland bærist væri ekið óunnum burt úr fjórðungnum. Sem dæmi væri 70% landaðs þorsksafla ekið burt til vinnslu, 75% ýsuaflans og 76% af ufsaafla en um 70% af karfaafla væri þó unninn á Vesturlandi. Röksmddi Guðmundur að fyrirtæki á lands- byggðinni sitji ekki við sama borð og fyrirtæki á stórhöfuðborgar- svæðinu hvað varðar innflutning á erlendu vinnuafli, fyrst og fremst vegna skrifræðis og allt of flókins lagaumhverfis. Sjá ítarlega umjjöllun um ráðstefnuna á bls. 10-13. ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaöir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjöröur • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 2. - 5. feb.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.