Skessuhorn - 01.02.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
^kCssunuiiji
Réttmæti ganga-
skatts fyrir dóm?
AKRANES: Akraneskaupstaður
mun beita sér fyrir því fyrir
dómi, ef á þarf að halda, að virð-
isaukaskattur af Hvalfjarðar-
göngum verði felldur niður.
Deilt hefur verið um hvort skatt-
heimtan sé í samræmi við samn-
ing rílásins og Spalar sem rekur
Hvalþarðargöngin. -mm
Vinnuhópar um
fjölskyldustefhu
GRUNDARFJÖRÐUR: Á
dögunum tóku til starfa vinnu-
hópar sem ædað er að móta fjöl-
skyldustefnu í Grundarfirði, sem
greint hefux verið frá hér í blað-
inu. Hópamir eru fimm talsins
og er þeim ætlað að fjalla um
þarfir einstaklinga á misjölhum
aldri. Stefiit er að því að hópam-
ir eigi nokkra fundi og skili nið-
urstöðum á sameiginlegum fundi
í febrúar. Þá taka við keflinu
stýrihópur og bæjarstjóm sem sjá
munu um að ljúka stefnumótun-
inni. Á fyrsta fundi hópanna sem
haldinn var 18. janúar mættu um
50 manns. -hj
Nýtt framboð
félagshyggju-
fólks
STYKKISHÓLMUR: Kynn-
ingarfundur um félagshyggju-
framboð til bæjarstjómar Stykk-
ishólmsbæjar, fyrir sveitarstjóm-
arkosningarnar nú í vor, var
haldinn sl. mánudagskvöld. Á
fundinn mættu milli 50 og 60
manns og var mikill áhugi fund-
armanna á því að bjóða fram lista
félagshyggjufólks, óháð
flokkslínum. I upphafi fundarins
vom lagðar fram hugmyndir að
vinnu sem mundi vera undirbún-
ingur að framboðinu. Fundar-
menn sem létu í ljós áht sitt vom
ánægðir með fundinn og þær
hugmyndir sem lagðar vora
fram. Var kosin fimm manna
kosningastjóm sem mun stjórna
áframhaldandi stefnumótunar-
vinnu. Sami meirihluti hefur
verið í Stykkishólmi nú um ára-
tugaskeið, þ.e. hsti Sjálfstæðis-
flokks og óháðra. Töldu þeir sem
á þennan fund mættu að nú væri
kominn tími til breytinga. -dsh
Akurhús ekki
sama og
Akurshús
AKRANES: í Skessuhomi í síð-
ustu viku var umfjöllun um að
fasteignasalan Fasteignamiðlun í
Reykjavík hefði auglýst til sölu
tugi íbúða í Flatahverfi sem fyrir-
tækið Akurhús ehf. í Reykjavík
keypti byggingarétt að á sínum
tíma. Á Akranesi er starfandi
Trésmiðjan Akur ehf. sem byggir
hús undir nafninu Akurshús og
hefur byggt hús á Vesturlandi og
víðar um áratuga skeið. Rétt er
að taka ffarn að þrátt fyrir lík
nöfh eru fyrirtækin tvö ekki
tengd á nokkum hátt. -hj
Mikið um umferðarlagabrot
Lögreglan á Akranesi sinnti alls
127 verkefnum og útköllum í vik-
unni sem leið. 57 af þessum verk-
efnum tengdust umferðinni og
vom m.a. 20 ökumenn kærðir fyrir
of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók
mældist á 130 km/klst hraða þar
sem leyfður hámarkshraði er 90.
Ungur maður var færður til yfi r-
heyrslu, kærður fyrir að hafa
gramm af amfetamíni í fómm sín-
um. Efhið er talið ætlað til eigin
neyslu og málið telst upplýst.
Ungur og óþolinmóður maður
sem enn á effir einhverja mánuði í
bílprófið var stöðvaður við akstur á
númerslausum bíl. Sekt vegna þessa
gæti numið 20.000 krónum. Þá var
ekið á tvær kyrrstæðar og mann-
lausar bifreiðar sem stóðu við
heimahús. Ökumaður fór af vett-
vangi án þess að aðhafast nokkuð í
málinu en fannst skömmu síðar.
Þessi ökumaður kvaðst hafa brugð-
ið mjög við áreksturinn og væri það
skýringin á því að hann yfirgaf vett-
vang. Arekstur varð á Esjubraut.
Þar var bifreið ekið affan á aðra og
kenndi ökumaður eymsla í baki og
hálsi og var fluttur á Sjúkrahús til
aðhlynningar.
Brotist var inn í enn eina biffeið-
ina. I þetta skiptið var þó bifreiðin
læst, ólíkt því sem hefur verið í ein-
hverjum tilfellum undanfarið.
Hliðarrúða var brotin til að komast
inn í hana og var hljómflutnings-
tækjum stolið.
MM
Abendingar fari réttar boðleiðir
Nýlega kom upp mikil umræða á
einum af spjallvefjum hestamanna
um meinta illa meðferð á skepnum.
Umræðan varð hörð og óvægin í
garð málsaðila og þeirra sem eiga
að hafa um málið að segja. Það skal
tekið ffarn að umrætt mál átti sér
ekki stað á Vesturlandi. Hliðstæð
mál hafa hinsvegar komið upp á
Vesturlandi á undanförnum árum
og því e.t.v. ástæða til að minna á
þetta ekki síst í ljósi þess að tíðarfar
er erfitt fyrir útigang. I kjölfar þess-
arar umræðu sendi Katrín Andrés-
dóttir, héraðsdýralæknir á Suður-
landi frá sér ábendingu um að þeir
aðilar sem láta sig meðferð dýra
varða beini ábendingum um meinta
slæma meðferð þeirra í réttan far-
veg, strax og gmnur leikur á um að
eitthvað sé athugunarvert.
Á heimasíðu Umhverfisstofnun-
ar, á slóðinni: http://ust.is/Adof-
inni/Frettir/nr/3179 má sjá hvaða
verklagsreglur gilda um tilkynning-
ar vegna gmns um illa meðferð
dýra. Þeir sem telja sig þurfa að til-
kynna um slíkt em hvattir til að lesa
verklagsreglumar í heild sinni. I
stuttu máli sagt er einfaldast og
réttast að fólk snúi sér beint til við-
komandi héraðsdýralæknis á því
svæði sem um ræðir. Búfjáreftirlits-
menn og lögregla koma sömuleiðis
boðum áffam til héraðsdýralækna.
„Héraðsdýralæknum ber að virða
þagnarskyldu, þannig að fólk á að
vera óhrætt við að koma ábending-
um sínum á framfæri við okkur,“
segir Katrín Andrésdóttir. „Við
eram sömuleiðis háð því að al-
menningur láti okkur vita um það
sem aflaga fer. Oftast er hægt að
koma málum í gott lag með
ffæðslu. Velferð dýra er sameigin-
leg ábyrgð okkar allra,“ segir
Katrín ennffemur.
MM
Bygging leikskóla í
Grundarhrði á áædun
í síðustu viku var steypt gólf-
plata viðbyggingar leikskólans
Sólvalla í Grandarfirði en bygg-
ingarframkvæmdir hófust í haust.
Það er Trésmiðja Guðmundar
Friðrikssonar sem vinnur verkið.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni er viðbyggingin 173
fermetrar að stærð og mun hún
hýsa vinnuherbergi starfsfólks og
skrifstofu leikskólastjóra. Auk þess
verður þar nýr inngangur í leik-
skólann. Einnig verður elsti hluti
skólans endurnýjaður að mestu
leyti. Sá hluti var byggður árið
1977. Annar áfangi skólans var Verklok eru áætluð 30. júní í sum- steypa gólfplötuna fyrir 1. febrúar.
hins vegar byggður árið 1992. ar og samkvæmt verkáætlun átti að Verkið er því á áætlun. HJ
Dvalarheimilið Hölði fær
höfðinglegan arf
Hjónin Kristgeróur og Andrés
Hjónin Andrés Andrésson og
Kristgerður Þórðardóttir, Skaga-
braut 25, arfleiddu Dvalarheimilið
Höfða á Akranesi að öllum sínum
eignum, íbúðarhúsi, innbúi og
bankainnistæðum. Að sögn Guðjóns
Guðmundssonar ffamkvæmdastjóra
nemur arfurinn tugum milljóna
króna. Hann rennur í gjafasjóð
Höfða og verður notaður til kaupa á
nauðsynlegum tækjum og búnaði
sem koma mun íbúum heimilisins til
góða.
Guðjón segir að höfðinglegar
gjafir velunnara Höfða í gjafasjóð-
inn á undanfömum ámm hafi nýst
mjög vel og eigi stóran þátt í því að
Höfði er eitt best búna dvalarheim-
ih landsins.
Andrés Andrésson fæddist á
Hamri í Múlasveit í
A-Barðastrandasýslu
28. júm' 1925. Hann
lést 22. apríl 2003.
Andrés var starfs-
maður Sementsverk-
smiðjunnar til starfs-
loka. Hann var orð-
lagður völundur í
höndunum og hafði
að aukastarfi smíði
húsgagna, rokka og
fleira. Kxistgerður Þórðardóttir
fæddist á Ásmundarstöðum í Rang-
árvallasýslu 30. ágúst 1922. Hún lést
23. desember 2005. Kristgerður
starfaði við fiskvinnslu rnn langt ára-
bil. Hún var mikil hannyrðakona og
nutu þeir hæfileikar hennar sín vel í
dagvistinni á Dvalarheimilinu
Höfða sem hún stundaði reglulega
síðustu árin og líkaði vel.
Guðjón segir stjóm Höfða, starfs-
fólk og íbúa heimilisins minnast
þessara heiðurshjóna með hlýhug og
þakklæti fyrir þennan einstaka höfð-
ingsskap.
HJ
Skipað í ráð-
gjafamefnd
þjóðgarðs
SNÆFELLSNES: Fyrir skömmu
var endurskipað í ráðgjafamefhd
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. I
nefhdina vom skipuð Arni Braga-
son fulltrúi Umhverfisstofhunar,
sem jafhffamt er formaður, Ohria
B. Kristinsdóttir, fulltrúi Snæfells-
bæjar, Skúli Alexandersson, fulltrúi
Ferðamálasamtaka Snæfellsness og
Kristín Huld Sigurðardóttir, full-
trúi Fornleifavemdar ríkisins.
-hj
Gjaldstofriar
lækkaðir
REYKHÓLAR: Hreppsnefnd
Reykhólahrepps samþykkti nýver-
ið með fjóram samhljóða atkvæð-
um að lækka álagningarstofn A-
flokks fasteignagjalda úr 0,5% í
0,45% og B-flokks úr 1,65% í
1,5%. Jafhffamt var samþykkt að
leikskólagjöld yrðu óbreytt en aðr-
ar gjaldskrár sveitarfélagsins hækki
um 3% þann 1. febrúar. Þá var
samþykkt að athuga með hugsan-
lega breytingu á sorphirðugjöld-
um. -hj
Óhöpp í hálkunni
BORGARFJÖRÐUR: Þrjár bíl-
veltur áttu sér stað í umdæmi
Borgarneslögreglu í gær og sú síð-
asta varð skömmu fyrir kl. 12 við
Laufás á Snæfellsnesvegi. Að sögn
lögreglu er mikil mildi að enginn
slasaðist alvarlega. Tveir vora
fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu við
Laufás og er bifreiðin gjörónýt.
Lögregla segir að ökumaður og
farþegi biffeiðarinnar hafi sloppið
ótrúlega vel. Tvær bflveltur, með
stuttu millibili, áttu sér stað
skömmu fyrir klukkan átta við
Galtarholt á Vesturlandsvegi. Að
sögn lögreglu var ökumaður ann-
arrar bifreiðarinnar fluttur á
heilsugæslu til aðhlynningar, en
ökumaðurinn meiddist minnihátt-
ar. Rekja má allar bílveltumar til
hálku. Fjórir vora teknir fyrir
hraðaksmr í gær. Sá sem ók hraðast
mældist á 125 km hraða tmdir
Hafnarfjalli. -nmt
Fræðaþing
landbúnaðarins
RVK Fræðaþingi landbúnaðarins
verður haldið dagana 2.-3. febrú-
ar. Þinginu er einkum ætlað að
miðla rannsókna- og þróunarstarfi
í íslenskum landbúnaði og að fjalla
á faglegan hátt um landbúnað og
náttúraffæði. Fyrri daginn verður
þingað í sal Islenskrar erfðagrein-
ingar að Sturlugöm 8 og er yfir-
skriftin „Nýsköpun landbúnaðar -
leiðir og markmið." Seirnh dagur-
inn er á Hótel Sögu þar sem verða
tvær samhliða dagskrár í ráðstefnu-
sölum á 2. hæð. IA sal verður fjall-
að um eftírfarandi efiii: „Auðlindir;
- veiði, vatn og vatnsgæði" og
„Auðlindir; -veiði, vam og jarðveg-
ur.“ I Ársal verður íjallað um efrir-
farandi efhi: „Hagnýtar rann-
sóknaniðurstöður úr búfjárrækt“
og „Hagnýtar rannsóknaniður-
stöður úr jarðrækt.“ -mm
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á a& panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@ske$suhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is