Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Page 2

Skessuhorn - 01.02.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 2006 Gylfi íram- kvæmda- stjóri Spalar Gylfi Þórðarson hefur verið ráðinn ffamkvæmdastjóri Spal- ar. Gengið var ffá ráðningu hans í síðustu viku. Gylfi var áður ffamkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar og var einn af ffum- kvöðlum þess að gerð voru jarð- göng undir Hvalfjörð. Hann var kjörinn fyrsti stjórnarformaður Spalar á stofhfundi félagsins í janúar 1991. Hann sat óslitið í stjórn félagsins þar til í nóvem- ber 2004. Gylfi tekur við starf- inu af Stefáni Reyni Kristinssyni sem lést fyrir skömmu. HJ TilminnU Við minnum á tónleika meb Súkkati ásamt góðum gesti Megasi sem haldnir verba á Hótel Búðum laugardaginn 4. febrúar. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er aögangur ókeypis. CfyjoJ Ve?Mrhorfnr Á næstu dögum er gert ráb fyr- ir suölægum áttum og rign- ingu en fremur mildu veðri áfram. Kólnar lítillega um helg- ina meb skúrum eða éljagangi. Spnrntwj viKnnnar í síðustu viku spurðum við á heimasíbu Skessuhorns: „Hefur þú áhyggjur af framtíð íslenskr- ar tungu?" Greinilegt er ab um skiptar skoðanir er að ræða, því niburstöðurnar dreifðust nokk- ub jafn. 50% svörubu játandi en 45% þeirra sem kusu sögö- ust ekki hafa áhyggjur af fram- tíb íslenskrar tungu. 5% sögb- ust ekki vita þab. í næstu viku spyrjum vib: „Hefur þú áhuga á sveitarstjórnar- málum?" Svaraðu án undanbragba á www.skessuhorn.is Vestlendinjivr viR^nnar Ab þessu sinni er Vestlendingur vikunnar Hólmfríbur Sveins- dóttir, fyrir góða skipulagningu á ráðstefnu um framtíð Vestur- lands sem fram fór sl. föstu- dag. Áhugavert efni var flutt á ráðstefnunni og má sjá útdrátt úr því á blaðsíðum 10-13 í blaðinu í dag. Aðalheiður í Hraunsási 100 ára Aðalbeiður ásamt syni sínum Sigurði Jónssyni í afmcelisfagnaðin- um þann 26. janúar sl. Það var hátíð í bæ á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi sl. fimmtu- dag, en þá fagnaði einn af íbúum heimilisins; heiðurskonan Aðal- heiður Jóhannesdóttir frá Hrauns- ási í Hálsasveit 100 ára aftnæli sínu. Slegið var upp veislu af fínasta tagi og glöddust íbúar, starfsfólk og ætt- ingjar og vinir Aðalheiðar tíma- mótunum með henni. Aðalheiður, eða Alla í Hraunsási eins og Borgfirðingar þekkja hana best, bjó alla sína búskapartíð í Hraunsási en fluttist haustið 1998 á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Aður en hún hóf búskap í Hraunsási hafði hún verið vinnukona á nokkrum bæjum m.a. á Gilsbakka. Búskap hóf hún um fertugt á Hraunsási með eiginmanni sínum, Jóni Sigurðssyni, en hann lést árið 1957. Einkasonur þeirra hjóna, Sigurður Jónsson býr í Hraunsási. I stuttu spjalli við blaðamann kvaðst Aðalheiður vera bærilega hress. Hún er þó bundin í hjólastól og því háð góðra manna aðstoð um margt, en bæði sjón og heyrn eru þokkalegu lagi. „Eg svona reyni að gera eins mik- ið og ég get. Les þó ekkert en fer á hverjum degi í handavinnu hér niður í kjallara og reyni að nota hendurnar. Ég get matast að mestu leyti hjálparlaust og ég kvarta ekki yfir neinu enda er af- skaplega gott fólk hér í kringum mig.“ Líkt og aðrir landsmenn sem fylla tíu tugina fékk hún heillaóska- skeyti ffá forseta Islands á afimælis- daginn og kvaðst hún stolt af því og glöð. Aðalheiður er úr hópi 6 systkina sem komust á legg ffá Hallkels- stöðum í Hvítársíðu og náðu þau öll háum aldri. Varð t.d. bróðir hennar; Erlingur frá Hallkelsstöð- um, sem einnig býr nú á Dvalar- heimilinu níræður í síðasta mánuði. Onnur systkina þeirra eru nú látin en þau voru Sigurður ffá Þorvalds- stöðum, Þórhildur frá Hallkels- stöðum og Benjamín og Guðný sem bjuggu syðra. MM Þverpólitísk hreyfing vill gjaldírelsi ganga og Sundabrautar Hópur sá sem undirbúið hefúr þverpólitískt framboð í nýju sveit- arfélagi sunnan Skarðsheiðar í sveitarstjórnarkosningunum í vor hefur birt drög að stefnuskrá ffam- boðsins og hefur nú boðað til fund- ar í félagsheimilinu Miðgarði á fimmtudaginn kl. 20.30. I stefnu- skránni kennir ýmissa grasa. I sam- göngumálum er sagt að í samvinnu við önnur sveitarfélög verði þrýst á að allar akstursleiðir í byggð verði með bundnu slitlagi, flýtt verði lagningu vegar af Hvalfjarðar- strönd að Grundartanga. Einnig verði þrýst á um að gjaldffjálst verði í Hvalfjarðargöngin og upp- byggingu Sundabrautar verði hrað- að auk þess sem umferð um hana verði einnig gjaldffjáls. Skólahald í hinu nýja sveitarfé- lagi var mjög til umræðu á íbúa- þingi sem haldið var fyrir skömmu og þá sérstaklega hvar skóli í sveit- arfélaginu skyldi staðsettur. Ekki er tekið af skarið hvar skóli verður byggður upp. Þó er talið ófrávíkj- anlegt að skólahald verði áffam í sveitarfélaginu og ljóst sé að núver- andi húsnæði Heiðarskóla sé orðið of lítdð auk þess sem það sé óhent- ugt að mörgu leyti. Þá segir í drög- um að stefhuskránni: „Akvörðun um ffamtíðarstaðsetningu Heiðar- skóla er tengd skipulagsmálum og verður rædd í því samhengi“. HJ Slaýðast Skagamenn þremur stjömum? Knattspymufélag IA hefúr lagt tillögu fyrir ársþing Knattspymu- sambands Islands á þann veg að fé- lögum í Landsbankadeild karla og kvenna verði heimilt að setja gylltar stjömur á keppnistreyjur fyrir ofan félagsmerki sitt sem sýni hversu oft viðkomandi félag hefur unnið Is- landsmeistaratitil. Samkvæmt tillög- unni verður heimilt að setja fyrstu stjömuna þegar félag hefúr unnið titilinn fimm sinnum og bætist stjama við í fimmta hvert skipti eftír það. I röksmðningi með tillögunni segir að það sé mikill heiður fyrir félög að vinna Islandsmeistara- tdtdl. Að setja stjömu í búninginn gefi honum meira og mikilvægara yfirbragð, meiri virðing sé borin fyrir búningn- um og hann verði eigu- legri fyrir smðnings- menn félaganna. Fleiri og fleiri lönd í Evrópu séu farin að taka þennan sið upp og engin ástæða til að undanskilja ís- bjuggu til, má sjá hvemig búningur Skagamanna gæti litið út verði tillagan samþykkt. lensku félagsliðin. Verði tillagan sam- þykkt munu karlar af Skaganum mæta með þrjár stjömur í barmin- um en eftir næsm tvo tida bætist sú fjórða við. KR-ingar mæta þá í vor með fjórar stjömur og vantar aðeins einn tdtdl til þess að skarta þeirri fimmrn. Þrír tidar kvenna á Skaganum duga hins vegar ekki til stjörnu. HJ Lokið verður við verslunar- miðstöðina í haust Síðasdiðinn miðvikudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri 5200 fermetra verslunarmiðstöð við Dal- braut 1 á Akranesi. Það var Guð- mundur Páll Jónsson, bæjarstjóri sem fékk það hlutverk að mtmda stýripinnana á gröfunni og fórst það vel úr hendi, tók á að giska tveggja tonna stykki úr votri jörð og skelltd niður úr nokkurri hæð þannig að jörð titraði. Þar með hófst vinna við byggingu sem hýsa mun nokkrar verslanir. Það er fyrirtækið Smára- garður ehf, fasteignafélags Norvíkur hf. sem byggir húsið. Byggingaraðili er Húsbygg ehf. Arkitektar eru Skapa og Skerpa arkitektar, hönn- uður burðarþols er Hönnun hf., hönnuðir raflagna er Rafteikning hf. og hönnuðir lagnakerfa VGK. Að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Smáragarðs er reiknað með að framkvæmdum við húsið ljúki nú í haust þannig að verslanir sem þar verða muni getað Guðmundur Páll tekur hérfirstu skóflustunguna að verslun- armiðstöð á Skagaverstúninu. opnað tímanlega fyrir jól. Stærsta verslunin verður rekin af Kaupás, að sögn Guðmundar verður um að ræða afbrigði af Krónuverslun. Meira vildi hann ekki tjá sig um það á þessu stigi, en gera má ráð fyrir að um verði að ræða matvöruverslun í lágvörugeiranum, með einhvers konar afbrigðum þó. Að sögn Guðmundar er ekki búið að ráðstafa öðrum verslunarrýmum í húsinu en á næstu vikum hefst vinna við kynningu á því. Smáragarður mun leigja út verslunarrýmin í hús- inu. Miðstöðin verður á einni hæð án kjallara og verður gengið inn í hverja verslun fyrir sig utanfrá, líkt og er í Spönginni í Grafarvogi, þ.e. ekki gert ráð fyrir sameiginlegu rými í húsinu, eins og títt er með verslunarmiðstöðvar. Húsið verður byggt úr forsteyptum súlum og klætt milli þeirra með einingum sem ffamleiddar eru erlendis. „Við leggj- um áherslu á ódýra byggingu þannig að húsaleiga verði hófleg fyrir versl- unarmenn sem vilja koma sér þar fyrir,“ sagði Guðmundur Jónsson í samtali við Skessuhom. MM Fagna ákvæði um hækkanir VESTURLAND: Þriðja deild Félags leikskólakennara á Vestur- landi hélt fund í Félagsbæ í Borg- arnesi í gærkvöldi. A fundinn kom Björg Bjarnadóttir formað- ur Félags leikskólakennara og Sverrir Sverrisson úr samninga- nefúd FL til að kynna samkomu- lag Launanefúdar sveitarfélaga um hækkanir til leikskólakenn- ara. Einnig var umræða um kom- andi kjarasamninga FL. Samn- ingur er laus 30. september 2006. „Fundarmenn fögnuðu sam- komulagi Launanefndarinnar og binda vonir um að öll sveitarfé- lög á Vesturlandi nýri sér þessa heimild og hækki latm leikskóla- kennara,“ eins og segir í tilkynn- ingu ffá þriðju deild Félags leik- skólakennara á Vesturlandi. -mm Bílás selur Þjóð- braut 1 AKRANES: Bílasalan Bílás hef- ur selt fasteignafélaginu Svein- bimi Sigurðssyni ehf. húseignina við Þjóðbraut 1 á Akranesi þar sem bílasalan, málningarverslun og fleira er til húsa í dag. Að sögn Olafs Oskarssonar, annars eig- anda Bíláss fyrirhugar kaupand- inn að rífa húsið og byggja þar 7 hæða íbúðarhúsnæði með versl- unar- og þjónusturými á jarð- hæðinni. Þær ffamkvæmdir hefj- ast að líkindum þegar í vor. Ólaf- ur sagði í samtali við Skessuhom að þeir Bílásbræður hafi vilyrði fyrir lóð við Smiðjuvelli í nálægð við þann stað sem Bónus hefúr fengið úthlutað lóð, og hyggjast þeir byggja þar sérhæff bílasölu- hús. Hann sagði þessa sölu eðli- legt framhald af þeirri þróun sem á sér stað í bæjarfélaginu að eldri hús hverfi og ný rísi í staðinn á efrirsóttum stöðum í nálægð við miðbæinn. „Bílasalan verður eft- ir þessa breytingu staðsett í út- jaðri bæjarins líkt og er með bíla- sölur t.d. á Selfossi og í Reykja- nesbæ,“ sagði Ólafur. -mm Skipað í stjóm reiðhallar BORGARBYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að tilnefúa á næsta fúndi sínum fulltrúa í stjóm hlutafélags sem standa mun að byggingu reið- hallar í Borgarfirði. Þetta ákvað ráðið effir viðræður við Kristján Gíslason formann Hestamanna- félagsins Skugga. -hj Álögur á Þör- ungaverksmiðj- una lækkaðar REYKHÓLAR: Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á dögunum með fjórum samhljóða atkvæðum að lækka verulega vatnsgjöld þau er lögð hafa verið á Þörungaverksmiðjuna á Reyk- hólum. Aukavatnsgjald fellur niður á þessu ári en það leggst þungt á stóra notendur vatns. Þá var einnig samþykkt að veita 50% afslátt af vatnsgjaldi árin 2007-2010 en frá og með árinu 2011 er stefút að því að inn- heimta gjald samkvæmt nýju samkomulagi sem þá hggi fyrir „þar sem tekið verði tillit til heildarnotkunar verksmiðjunnar o.fl.,“ eins og segir orðrétt í sam- þykkt hreppsnefúdar. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.