Skessuhorn - 01.02.2006, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
Starfsmanna- og innkaupastefiia
Akraneskaupstaðar er skýr
Reglur og samþykktir Akranes-
kaupstaðar hvað innkaup og hugs-
anlega hagsmunaárekstra varðar eru
mjög skýrar. Má þar nefna reglur
sem samþykktar voru um það leyti
sem kynningarefni Landsbankans
var sent út til starfsmanna. Svo virð-
ist sem stjómendur bæjarins hafi
ekki haft skýrar reglur bæjarins í
huga þegar umræður fóm ffarn um
vildarkjör til starfsmanna bæjarins á
sama tíma og samið var um banka-
viðskiptd bæjarins.
Sú ákvörðun stjómenda Akranes-
kaupstaðar að senda kyrmingarbréf
ffá Landsbanka Islands með launa-
seðli starfsmanna bæjarins hefur
vakið mikla athygb og hörð við-
brögð. I bréfinu var þess getið að
Landsbankinn vildi gera vel við
starfsmenn bæjarins og haft yrði
samband við starfsmenn vegna
málsins. Forsvarsmenn annarra
banka hafa óskað eftir skýringum og
bæjarfulltrúar minnhlutans hafa gert
alvarlegar athugasemdir við þessa
ráðstöfun og talið stjómendur kaup-
staðarins vera á hálum ís. Með
vinnubrögðum sem þessum sé verið
að gera upp á milfi fyrirtækja og með
því sé verið að hefta samkeppni.
Ekki einsdæmi
I bréfi sem Jón Pálmi Pálmason
bæjarritari sendi bæjarfulltrúa
minnihlutans segir hann að mál
þetta hafi komið upp við samninga-
gerð við Landsbankann í desember.
í bréfinu segir meðal annars: „..urðu
umræður á milli fulltrúa bankans og
bæjarins hvort bankinn gæti veitt
starfsmönnum Akraneskaupstaðar
viðskiptakjör með svipuðum hætti
og nýverðið var gert gagnvart fé-
lagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akra-
ness..“ Og á öðmm stað segir: ,,..en
tilgangurinn var að sjálfsögðu sá að
leita eftir því við bankann að við-
komandi starfsmenn gæm fengið
hagstæðari kjör en þeir hefðu ann-
ars.“ I þessu staðfestir bæjarritari að
nota hafi átt bankaviðskipti bæjarins
tdl þess að tryggja starfsmönnum
betri kjör. „I ffamhaldinu var hug-
myndin kynnt bæjarstjóra, án at-
hugasemda af hans hálfu um máls-
meðferð og fyrirkomulag," segir
jafnffamt í bréfinu.
Þá segir bæjarritari að slík vinnu-
brögð hafi oftar en einu sinn verið
notuð í viðskiptum bæjarins og
þjónustufýrirtækja til þess að tryggja
starfsmönnum betri kjör „þar sem
þau kjör vom hagstæðari en á al-
menntun markaði," og slíkt hafi ver-
ið gert án athugasemda ffá sam-
keppnisaðilum og kjömum fulltrú-
um í bæjarstjóm.
Þá segir í bréfi bæjarritara að ekki
séu til staðar hjá Akraneskaupstað
neinar reglur um hvemig starfs-
menn skuli meðhöndla samskipti við
fyrirtæki og stofnanir annars vegar
og starfsmanna hins vegar. Þá sam-
þykkti bæjarráð að skoðað verði
hvort hægt sé að setja reglur tun af-
sláttarkjör í viðskiptum fyrirtækja
fyrir starfsmenn.
Skýrar reglur
Þessi fullyrðing bæjarritara og
samþykkt bæjarráðs vekur óneitan-
lega talsverða athygli því fá sveitar-
félög hafa jafii skýrar reglur í ýmsum
máltim en einmitt Akraneskaupstað-
ur. Ný innkaupastefna Akranes-
kaupstaðar var samþykkt þann 10.
janúar sl. og var því í vinnslu um
svipað leyti og uinrætt bréf var sent
út. Þar segir meðal annars í c.hð 1.
greinar að það sé stefna bæjarins að
„stuðla að virkri samkeppni varð-
andi sölu á vöram, verkum og þjón-
ustu til Akraneskaupstaðar." I 2.
grein segir: „Tilgangur reglna þess-
ara er að stuðla að vönduðum og
hagkvæmum innkaupum Akranes-
kaupstaðar og tryggja gæði vöm og
þjónustu. Reglum þessum er einnig
ætlað að tryggja eins og kostur er
góða og viðurkennda viðskiptahætti
hjá Akraneskaupstað. Loks er til-
gangur regbia þessara að tryggja að
stjórnsýsla Akraneskaupstaðar við
innkaup séu í samræmi við vandaða
stjórnsýsluhætti."
Hagsmunir mega
ekki skarast
I 12. grein er mjög skýrt tekið á
hugsanlegum hagsmunaárekstram
því þar segir: „Starfsmenn eða
kjörnir fulltrúar mega aldrei eiga að-
ild að ákvörðunum um innkaup eða
útboð er varðar aðila sem þeim era
náskyldir eða hagsmunatengdir. Við
umræðu um slík mál skulu viðkom-
andi víkja af fundurn. Verði starfs-
maður ítrekað uppvís að því að
brjóta gegn reglum þessum skal
hann sæta áminningu. Brjóti hann á
sama hátt af sér eftir það má segja
honum upp störfum.“ í þessari grein
era tekin af öll tvímæli að hagsmun-
ir bæjarins og starfsmanna megi ekki
skarast. Vandséð er hvemig viðræð-
ur stjómenda bæjarins um banka-
viðskiptd geti farið saman við við-
ræður um hugsanleg betri kjör fyrir
starfsmenn bæjarins.
Persónulegs
hludeysis gætt
I starfsmannastefhu Akraneskaup-
staðar sem samþykkt var í nóvember
2001 er einnig tekið á ýmsum mál-
um hvað varðar hæfi í starfi. I grein
8.1. segir: „Að starfsfólk Akranes-
kaupstaðar starfar fyrst og ffemst í
þágu bæjarbúa, sem leggur því þá
skyldu á herðar að setja almanna-
hagsmuni ofar sérhagsmunum,
hvort heldur er í sínum eigin eða
einstakra hópa.“ Grein þessi er afar
skýr og vandséð hvemig viðræður
tun sérstök afsláttarkjör fyrir bæjar-
starfsmenn geti staðist þessa grein
og því síður það sem segir í grein
8.4: „Starfsfólk sem tekur ákvarðan-
ir um kaup á vörum og þjónustu fyr-
ir hönd Akraneskaupstaðar skal
ávallt gæta hagsmuna bæjarins og
persónulegs hlutleysis við val á við-
skiptaaðilum.“
Beðið niðurstöðu
skoðunar bæjarráðs
I umræðum um þetta mál hefur
trúnaður nokkuð komið við sögu. I
grein 8.5. stendur: „Starfsfólki ber
að upplýsa almenning um starfs-
hættd og rekstur Akraneskaupstaðar,
en þó skal það gæta trúnaðar gagn-
vart öllum óviðkomandi um málefni
einstaklinga og upplýsingar um
einkahagi fólks er það verður
áskynja í starfi. Starfsmemt skulu
hafa í heiðri algjöran trúnað í sam-
skipmm sínum við aðra samstarfs-
menn, bæjarbúa og viðskiptavini,
stundi ekki starfsemi sem telja má að
sé í samkeppni við starfsemi bæjar-
ins, þiggi ekki greiðslur eða annan
viðurgjörning ffá viðskiptamönnum
sem túlka má sem þóknun fyrir
greiða.“
Af ffamansögðu má sjá að tæplega
verður í reglum bæjarins skýrar sagt
hvað teljist eðlileg vinnubrögð og
hvað óeðlileg. Hvernig þær verði
skýrar orðaðar kemur í ljós þegar
skoðun bæjarráðs lýkur.
HJ
Útskriftarhópurinn sl. laugardag ásamt rektor.
Fyrstu viðsldpta-
lögfræðingamir með
ML frá Bifröst
Síðastliðinn laugardag vora tíma-
mót í sögu lögff æðimenntunar hér á
landi þegar í fyrsta skipti voru út-
skrifaðir lögffæðingar með fullgilt
meistarapróf frá öðrum skóla en
Háskóla Islands. Þá útskrifuðust 8
einstaklingar með ML gráðu í lög-
um ffá Viðskiptaháskólanum á Bif-
röst en hún veitir öll sömu réttindi
og embættispróf eða kandídatsgráða
hefur veitt, m.a. rétt til að þreyta
próffaun til málflutningsréttinda.
Fyrir fimm áram hóf Viðskipta-
háskólinn á Bifföst fyrstur skóla
utan HI kennslu í lögfræði. Síðan
hefur skófinn útskrifað tvo árganga
með BS gráðu í viðskiptalögffæði.
Viðskiptalögffæði sameinar greinar
á sviði lögffæði og viðskipta og er
undanfari ML gráðu í lögum á Bif-
röst eða MS gráðu í viðskiptalög-
fræði. Auk þeirra 8 einstaklinga sem
útskrifast með ML gráðu útskrifast
einn með MS gráðu í viðskipta-
ffæði, 12 með BS gráðu í viðskipta-
ffæði og 7 með BS gráðu í við-
sldptalögffæði. Auk þess útskrifast 6
nemendur úr námi í verslunar-
stjórnun.
MM/ Ljósm: Þór Gtslason.
Bjöm Bjamason dómsmálaráóherra og hjónin Asa Björk Stefánsdóttir og
Runólfur Agústsson, rektor.
Póstsamgöngur í
Hvalseyjar
Islandspóstur hefur óskað eftir
því við Vegagerðina að hún komi á
samgöngum við Hvalseyjar því
það sé ekki í verkahring Islands-
pósts að tryggja samgöngur. I bréfi
sem fyrirtækið sendi Vegagerðinni
er bent á að allar ferjusamgöngur á
Islandi séu kostaðar af Vegagerð-
inni og því óeðlilegt að Islands-
póstur sé að kosta sérstakar ferju-
ferðir fyrir póstdreifíngu. Fyrir-
tækið vilji hins vegar nýta þær
ferðir sem í boði eru svo sem í
Flatey, Skáleyjar, í Æðey og Vigur
og til Mjóafjarðar. Til þessa hafi
Vegagerðin hins vegar ekki kostað
ferðir í Hvalseyjar.
Oskar Islandspóstur því eftir því
að Vegagerðin tryggi að minnsta
kosti tvær ferðir á viku til Hvals-
eyja. I bréfinu kemur fram að þar
séu tveir íbúar búsettir allt árið og
hafi gert það undanfarin fjögur ár.
HJ
PISTILL GISLA
Titlatog
Þau válegu tíðindi bárust
landslýð með aðstoð fjölmiðla
síðastliðinn föstudag að Herra
Island, sem ég man reyndar
ekki hvað heitir öðru nafrii,
hefði verið sviptur titlinum.
Dramatíkin í kringum frétta-
flutninginn var reyndar af
þeim toga að manni datt fyrst
í hug að aumingja maðurinn
hefði verið sviptur mikilvægu
líffæri sem byrjar á sama staf.
Er ég þó síst að gera lítið úr
því áfalli sem það hlýtur að
vera fýrir einn mann að tapa
titli sínum.
Sjálfur hef ég að vísu ekki
hlaðið á mig titlum í gegnum
tíðina. Sá eini sem ég man eft-
ir að hafa unnið til er að ég
varð héraðsmeistari Borgar-
fjarðar í hástökki án atrennu
innanhúss í flokki pilta 13-14
ára fyrir nokkrum árum. Eg
viðurkenni fúslega að ég mætti
ekki til þess hugsa að vera
sviptur þeim titli en mér vit-
anlega hefur það reyndar ekki
komið til tals.
Astæðan fýrir því að titillinn
var togaður af eymingja Herra
íslandi mun vera sú að hann
hafi í sjónvarpsþætti birt
myndir af konum sem á þeim
tíma voru berar að ofan. Þar er
kannski komin skýring á því
að ég held enn titli héraðs-
meistara í hástökki án atrennu
innanhúss því í minni dag-
skrárgerð hafa konur undan-
tekningalaust verið fullklædd-
ar. Það má samt á engan hátt
túlka sem fordóma af minni
hálfu í garð berbrjósta kvenna.
Eg veit heldur ekki til þess að
neinn hafi skaðast varanlega á
því að horfa á brjóst. Reyndar
eru brjóst einmitt með því
fyrsta sem flestir sjá eftir að
þeir koma í heiminn og unga-
börn hafa Jaau fyrir augunum
oft á dag. Eg neita því þó ekki
að sjónvarpsefni af því tagi
sem Herra ísland og nokkrir
aðrir hafa að undanförnu boð-
ið upp á í íslensku sjónvarpi
höfðar ekki til mín en ég er að
vísu íhaldssamur, gamaldags
og forpokaður svo af ber.
Aðstandendur fegurðarsam-
keppninnar sem útbýtir titlum
á borð við herra og ungfrú ís-
land hafa sumsé áhyggjur af
því að titilhafar standi ekki
undir nafni sem fyrirmyndir
fýrir ungt fólk. Eg er kannski
afbrigðilegur að því leyti að ég
hef aldrei tekið mér Herra ís-
land til fýrirmyndar sérstak-
lega en burtséð frá umræddu
sjónvarpsefni þá veit ég ekki
hvort rindilslegir stráklingar
útataðir í brúnkukremi, með
upplitað hár og illa talandi á
íslenska tungu séu bestu fyrir-
myndir sem hægt er að hugsa
sér. Bændaskólanemar, frá
Hvanneyri eða Hólum, með
hey í eyrunum, útiteknir og
hjólbeinóttir, væru mun heil-
brigðari fýrirmyndir að mínu
mati. Fegurðarsamkeppnin
bóndi.is er það sem koma skal.
Gísli Einarsson,
fyrirmyndar fyrirmynd.