Skessuhorn - 01.02.2006, Qupperneq 7
ákiðaumn.
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 2006
7
áfomiar að loka
sinni á Akranesi
Frá Stykkisbólmi
Efling óskar
eftir samstarfi
Slykkishólmsbæjar
Síminn
verslun
Síminn hf. stefhir að því að loka
verslun sinni á Ákranesi og gangi
það eftir mun það hafa áhrif á störf
fimm starfsmanna fyrirtækisins. I bí-
gerð er samningur við Pennann um
að fyrirtækið sinni sölu á þjónustu
Símans á Akranesi. Ekki er ljóst á
þessari stundu hvort og þá hvenær
verslunin á Akranesi lokar né
hver verður fjöldi starfs-
manna fyrirtækisins á Vestur-
landi að loknum þessum
brejtingum.
A föstudaginn tilkynnti
Síminn um talsverðar breyt-
ingar á starfsemi fyrirtækisins
á landsbyggðinni. Fyrirtækið mun á
næstunni loka verslunum sínum á
Akranesi, Sauðárkróki, Selfossi,
Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ.
Affam mun fyrirtækið reka verslanir
á Isafirði, Akureyri og Egilsstöðum
auk Reykjavíkur.
Að sögn Evu Magnúsdóttur, upp-
lýsingarfulltrúa Símans eru hér að-
eins um áform að ræða en ekki end-
anlega ákvörðun. Gangi þessi áform
hins vegar efdr munu þær snerta
fimm starfsmenn fyrirtækisins á
Akranesi. Hún segir að einxun þeirra
hafi þegar verið boðið annað starf
hjá fyrirtækinu og öðrum hafi verið
boðið starf hjá öðru fyrirtæki. Auk
þess séu 10 störf laus hjá Símanum
sem viðkomandi starfsmenn geti
sótt tun og fyrirtækið mimi nota
næstu daga til að finna starfmönn-
unum ný störf eins og hægt er.
Eva segir ekki ákveðið hvenær
verslunin á Akranesi loki en það
verði ekki fyrr en nýr endursöluaðili
hafi tekið við og búið verði að hnýta
alla lausa enda. I því sambandi hefur
Penninn verið nefndur en ekki sé
búið að ganga ffá samningum þar
um.
Aðspurð segir Eva ekki liggja ljóst
fyrir hversu margir starfsmenn fyrir-
tækisins verða efdr þessar breyting-
ar á Akranesi og á Vesturlandi í
heild. Athygli vekur að þrátt fyrir að
Penninn sé með verslanir til dæmis á
Isafirði og á Akureyri verða verslan-
ir ekki lagðar niður þar. Eva segir
segir það ákvörðim fyrirtækisins að
ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir
verði svokallaðir kjamastaðir fyrir-
tækisins á landsbyggðinni en það
útiloki ekki ffekara samstarf við
Pennann á þeim stöðum þó svo að
Súninn verði nú með verslun þar
áffam.
Sjálfvirknivæða
vefinn í staðinn
Síminn hefur undanfarið boðið
viðskiptavinum margar nýjungar og
má þar nefna svokallað ADSL sjón-
varp. Því vaknar sú spuming hvort
þjónusta fyrirtældsins verði ásættan-
leg á Vesturlandi eftir áformaðar
breytingar. Eva segir Símann vera
með endursöluaðila í mörgum
byggðarlögum á Vesturlandi og það
fyrirkomulag hafi reynst ágætlega.
Bráðlega muni Akranes bætast í
þann hóp. „Við ætlum okkur að efla
enn ffekar samstarf með endursölu-
aðilum sem selja breitt vömffamboð
Símans. Auk þess hef-
ur þjónustuvefurinn
okkar verið sjálfvirkni-
væddtu- enn ffekar og
við búumst við að við-
sldptavinir okkar nýti
sér hann í enn meira
mæli en áður. Þá hefur
orðið allt að fjórföldun í notkun á
vefverslun Símans að tmdanfömu.
Séu keyptar vörur í vefversltm, þá
bjóðum við ókeypis heimsendingar-
þjónustu. Vð reynum einnig að
bjóða betra verð á vefnum heldur en
í verslunum okkar. Margs konar
þjónusta er að færast yfir á Netið og
sífellt er unnið að því að sjálfvirkni-
væða þjónusmferla Símans. Vð lít-
um til þeirra fyrirtækja sem vel hef-
ur tekist til í sjálfvirknivæðingu eins
og til dæmis bankakerfisins, flugfé-
laga og ferðaþjónustuaðila. Hjá
þessum fyrirtækjum er veitt ffábær
þjónusta á vefnum og í gegnum
síma. Þannig sparar það viðskipta-
vinum okkar einnig sporin að þurfa
ekki að fara á staðinn. Þá ber þess að
geta að Uthringiver Símans er sífellt
að auka starfsemi sína til að sinna
núverandi og nýjum viðsldptavin-
um,“ segir Eva Magnúsdóttir.
HJ
Efling, félag atvinnulífsins í
Stykkishólmi stóð fyrir félagsfundi
í liðinni viku þar sem tillögur að
fyrirhugaðri breytingu á starfsemi
félagsins vom kynntar. Markmiðið
með breytingunum er að efla starf-
semi Eflingar og felast þær í meg-
inatriðum í að leggja niður 50%
stöðu ffamkvæmdastjóra, sem hef-
ur haft aðstöðu í Egilsenshúsi, og
færa vinnuna inn í ráðhúsið þar
sem 3 starfmenn ráðhússins munu
skipta með sér starfi ffamkvæmda-
stjóra.
Stjórn Eflingar mun halda starfi
sínu áffam í óbreyttri mynd og ætl-
ar að sinna enn ffekar hugmynda-
vinnu og eftirfylgni verkefna og
hugmynda Eflingar. Breytinga er
einnig að vænta hjá upplýsingamið-
stöð ferðamála á Stykkishólmi en
rekstur hennar hefur verið í hönd-
um Eflingar undanfarin ár. Fyrir-
hugað er að gera þjónustusamning
við ferðaþjónustuaðila sem gæti
tekið að sér starfsemi upplýsinga-
miðstöðvarinnar og þykja Sæferðir
efnilegur kostur.
Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri
Stykkishólmsbæjar sagði í samtali
við Skessuhorn að tillögur Efling-
arfólks verði lagðar til atkvæða-
greiðslu á næsta aðalfundi félagsins
í febrúar. Aðspurð um hvort samn-
ingaviðræður við Sæferðir, um
reksmr upplýsingamiðstöðvarinnar
væru hafnar, segir Erla allt velta á
þeirri ákvörðun sem tekin verður á
aðalfundinum og ffamhaldið muni
skýrast þegar sú niðurstaða hggur
fyrir.
f»|
Síminn’
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
febrúar
sun mán þri miö fim «s lau 1 vetur býður Landsbankinn viðskiptavinum sinum vandaða fjármálafræðslu á fimmtudagskvöldum.
1 □ 3 4 Viö hefjum leikinn á umfjöllun um efnahagsmál og fjárfestingatækifæri. J®
Auk fyrirlestranna fá fundargestir tækifæri til að varpa fram spurningum og ræða við sérfræðinga bankans. l
5 6 7 8 □ 10 11 Efnahagsmál í upphafi árs i
Sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans fer yfir þróun efnahagsmála á nýliðnu ári og horfur á árinu 2006. i
12 13 14 15 16 17 18 Fyrirlesari: Björn Rúnar Guðmundsson. 1
Hvar liggja fjárfestingatækifærin? 1
19 20 21 22 ö 24 25 Sérfræðingur i eignastýringu fer yfir liðiö ár og ræðir um hvar fjárfestingatækifæri einstaklinga á veröbréfamarkaði 2
kunna að liggja á nýju ári. Farið verður yfir kosti og galla mismunandi fjárfestingakosta og rætt um hvernig landið 1
26 27 28 liggur fyrir fjárfestingar einstaklinga.
Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stööum:
................................ ...................\
2. febrúar- Útibú Landsbankans á Akranesi
....................................................>
9. febrúar - Vesturbæjarútibú, Hagatorgi
23. febrúar - Árbæjarútibú, Kletthálsi 1
Skráning fer fram á www.landsbanki.is og I Þjónustuveri bankans i síma 410 4000.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.landsbanki.is viku fyrir hvern fyrirlestur.
i boði er kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir út með litilli gjöf.
Starfsfölk Landsbankans
I lk — Landsbankinn tumki aih.i
1 4 ■ 10 ' \YVVA :,UV-riU"\ ••