Skessuhorn - 01.02.2006, Side 9
§kessuh©bs
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
9
Annast firæðslu fyribr MS næsta árið
Sigurkir Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússljóri MS í Búóardal, Aðalkjörg Lúthersdóttir
framkvœmdastjóri starfsmannamála hjá MS og Inga Sigurðardóttir framkvœmdasljóri
Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi.
Nú á dögunum skrifuðu fulltrúar
Mjólkursamlagsins í Búðardal og
Símenntunarmiðstöðvar Vestur-
lands undir samstarfssamning, þar
sem Símenntunarmiðstöðinni er
falin öll framkvæmd varðandi
ffæðslu fyrir starfsmenn MS í Búð-
ardal. MS er samvinnufélag um 550
mjólkurframleiðenda og nær fé-
lagssvæðið ffá og með Vopnafirði
vestur til Bíldudals í Arnarfirði og
um Húnavatnssýslur. Félagið er
með sex starfsstöðvar á þessu svæði
sem eru á Vopnafirði, Egilsstöðum,
Selfossi, Reykjavík, Búðardal og
Blönduósi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sí-
menntunarmiðstöðin gerir slíkan
samning, en samningurinn gildir til
eins árs. Þáttur sí- og endurmennt-
unar er alltaf að verða stærri í
starfsþróun og í að auka hæfni ein-
staklinganna almennt og er það
hlutverk Símenntunarmiðstöðvar-
innar að auka þekkingu og stuðla að
bættum búsetuskilyrðum á Vestur-
landi með því að svara menntunar-
þörf og hvetja til símenntunar í
samvinnu við atvinnulíf og íbúa
svæðisins. „Því er samningur þessi
ánægjuleg viðbót við starfsemi Sí-
menntunarmiðstöðvarinnar. Von
okkar er að fleiri fyrirtæki á Vestur-
landi sjái sér hag í að fylgja í kjölfar-
ið,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir,
starfsmaður Símenntunarmið-
stöðvar Vesturlands í samtali við
Skessuhorn. MM
Lengd aðsendra greina
og skilafrestur
Af gefnu tilefni eru þeir sem senda inn greinar sem þeir
óska birtar í Skessuhorni, beðnir að takmarka lengd
þeirra við eina A4 síðu (12 punkta letur). Greinar af
hæfilegri lengd eiga frekar tryggt sæti í blaðinu en auk
þess eru þær þá frekar lesnar.
Einnig er mjög gott að viðkomandi hafi samband við
ritstjóra með góðum fyrirvara. Síðasti skilafrestur fyrir
aðsendar greinar er á mánudögum, eigi þær að birtast
í næsta tölublaði Skessuhorns.
Aðsendar greinar er auk þess hægt að fá birtar á vef
Skessuhorns, en þá skiptir lengdin hinsvegar ekki máli.
Ritstjóri.
\
Jrf/'j'e/ó/fju/ /'í/mjtnaj'
Bananasæla með súkkulaði
og möndlum
Þennan rétt er upplagt að búa
til þegar bananarnir á heimilinu
eru farnir að láta á sjá, því
þroskaðir bananar eru bestir í
svona bakstur.
200 gr ntöndlur
200 gr suðusúkkulaði (eða
súkkulaðispænir)
5 bananar (þar af einn í skraut)
200 gr smórlíki
150 gr sykur
3 eggjarauður
3 eggjahvítur
Fínsaxið möndlurnar, rífið
súkkulaðið á rifjárni (eða notið
súkkulaðispæni) og skerið fjóra
banana í tenginga. Þeytið saman
smjörlíki og sykur þar til blandan
verður létt og ljós. Blandið
eggjarauðunum, rifhu súkkulað-
inu, möndlum og banönum út í
deigið. Stífþeytið eggjahvíturnar
og blandið þeim varlega saman
við deigið. Setjið blönduna í eld-
fast mót og bakið í 225°C heimm
ofni í 30 mínútur, hafið mótið í
miðjum ofninum.
Skerið einn banana í sneiðar og
skrettið réttirm, berið hann ffam
heitan með þeyttum rjóma eða
vanilluís.
HÚSRÁÐ
Ismolabakkar eiga það til að
frjósa fastir viðfiystihólfið.
Segjið álpapptr undir
ísmolabakkann og vandamálið
er úr sögunni.
Sumarvinna
á Hamarvelli
Golfklúbbur Borgarness óskar eftir
starfskrafti (lágmarksaldur er 18 ár)
á skrifstofu félagsins sumarið 2006
Starfið felst i sölu vallargjalda og að stýra umferð
inn á og um Hamarsvöll, undirbúningi golfmóta
félagsins og tölvuvinnslu þeim tengdum svo og annarri
skrífstofuvinnu sem tilfellur.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ríka þjónustulund
en þó bein í nefinu og kunni nokkuð í almennrí
tölvuvinnsíu.
Umsóknir beríst bréflega til G.B. fyrír 15. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Jón Haraldsson
ísima 844-2391
Golfklúbbur Borgarness
Hamrí -310 Borgarnes
Prófkjör á Akranesi 4. mars 2006
Auglýst eftir
frambjóðendum
til prófkjörs
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna
vals á frambjóðendum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi við
i sveitastjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Ákveðið hefur verið að prófkjörið
l fari fram laugardaginn 4.mars næstkomandi.
i Um prófkjörið vísast til reglna um prófkjör Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu www.xd.is.
I Fyrirspurnum má beina til formanns kjörnefndar, Benedikts Jónmundssonar, Bakkatúni
s 10 og i sima 895-3043.
Framboðum ber að skila skrifLega, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, helst í tölvutæku
formi tiL kjörnefndar fyrir klukkan 16:00 sunnudaginn 12.febrúar.
Kjörnefnd er heimilt aó tilnefna frambjóðendur í prófkjör eftir að framboðsfresti lýkur.
V
Stjórn Fulltrúaráðsins á Akranesi
Auglýst er eftir aðilum til opnunar á
Pizza 67 á Akranesi og í Borgarnesi
Pizza 67 rekur 12 veitingastaði
viðsvegar um landið.
Upplýsingar í síma 891 8667. Georg G.