Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.02.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ Nauðsynlegt að skapa Vesturlandi sérstöðu í ferðamálum Stefán Gíslason umhverfis- stjórnunarfræðingur telur engan vafa leika á því að í sjálfbærri ferða- þjónustu felist mikil tækifæri fyrir Vesturland. Slík tækifæri byðust fleirum og því væri spumingin að- eins hver væri fyrstur og hver fengi bestu hugmyndirnar. „Til að nýta tækifærin þarf að taka ákvörðun. Um það snýst allt málið. Þetta er einfaldlega spurning um að hrökkva eða stökkva, eða nánar tiltekið að stökkva. Þetta snýst um að grípa færið meðan það gefst. Þetta snýst um að þora að skipa sér í hóp ffum- herjanna, því að hika er sama og að tapa - samkeppni," sagði Stefán orðrétt í erindi sínu. Stefán sagði að ferðaþjónusta væri sú atvinnugrein heimsins sem vax- ið hefur mest og jafhast síðustu ár og áratugi. Þannig hafi fjölgaði kom- um ferðamanna í heiminum öllum um 11% milli ár- anna 2000 og 2004, það er að segja úr 687 millj- ónum í 760 millj- ónir. Og að ekkert bendi til annars en að þessi aukning haldi áfram. Gera megi ráð fyrir að innan 6 ára standi ferðaþjónustan undir 11% af þjóðarframleiðslu ríkja heims. Háð náttúrunni Hann segir ljóst að ffamtíð ferða- þjónustunnar sé afar háð umhverf- islegum og félagslegum auðlindum, því það séu einmitt þær auðlindir sem ferðaþjónustan nýtir og selur aðgang að. Ef salan sé meiri en auð- lindin þolir sé þess stutt að bíða að markaðurinn hrynji. „Þetta er ekki síst vert umhugsunar í landi eins og Islandi, þar sem greinin er mjög háð sérstæðri náttúru og fámennu samfélagi," sagði Stefán. „I ljósi þess sem hér hefur komið Sundabraut fylgja kostir og gaJlar Salvör Jóns- dóttir, forstöðu- maður skipulags- og byggingasviðs Reykj avíkurborg- ar segir að til- komu Sunda- brautar fylgi kostir og gallar fyrir byggðir sem að henni liggja. Hún telur einnig að byggða- og borgarstefna þurfi að vera sam- tvinnaðar. Þetta kom ffam í erindi hennar á ráð- stefnunni sem haldin var á Bif- röst. í máli hennar kom fram að til- koma Sundabrautar auðveldaði íbúum Vesturlands aðgang að menningarviðburðum, æðstu stjórnsýslu, markaði og sérhæfðri verslun og þjónustu. Sem galla nefndi hún að fyrirtæki sem erfitt ættu með að fá tálskilin leyfi fyrir starfsemi sína höfuðuborgarsvæð- inu rnyndu sækja í jaðarbyggðirnar og það ættd einnig við um starfsemi sem gerði kröfur um ódýrt land. Þá kynni nærþjónusta á Vesturlandi að minnka með tilkomu brautarinnar. Vegna þessara þátta væri mjög mikilvægt að horfa til stærri svæða í skipulagi og í því sambandi væri hefðbundin hreppapólitíkur á þétt- býli og dreifbýli úrelt. Hún sagði að byggðastefna og borgarstefna yrðu að vera samtvinnaðar því margir hagsmunir íbúa stærri svæða væru sameiginlegir þrátt fyr- ir að þeir væru kannski ekki allir hinir sömu. Salvör taldi því mikilvægt að í skipulagi fælist skýr sýn fyrir ffam- tíðarskipulag, stefnumörkun um framtíðarþróun væri til staðar og einnig áætlun til þess að ná settum markmiðum og einnig virkri end- urskoðun markmiða. Þá ræddi Salvör ýmsa þætti sem huga þurfi að við skipulagningu byggðar og ræddi nokkuð um það sem hún kallaði gæði byggðar. Þar á meðal nefhdi hún verndun auð- linda, mengunarvarnir, samgöngur, húsnæðismál, menntunarmögu- leika og fleira. Einnig ræddi hún svokallað fæðuframboðsskipulag þar sem þess er gætt að landnotkun og samgönguskipulag tryggi að- gengi að hollum og góðum mat. Þar er einnig áhersla lögð á fjöl- breytileika og sjálbæra framleiðslu og áherslu dreifbýlis í fæðufram- leiðslunni. Einnig að aukin séu tengsl matvælaframleiðslu og um- hverfismála og bein tengsl skóla og stórra opinberra stofnana við ffam- leiðendur. HJ ffam er augljóst að ferðaþjónustan á mikla framtíð fyrir sér sem atvinnu- grein. Um leið er ljóst að áhersla á sjálfbæra þróun er algjört lykilatriði hvað þetta varðar. Hér dugar ekki að einblína á stundarhaginn, heldur verður að haga málum svo, að hægt verði að halda áffam á sömu braut lengi enn. Sjálfbær atvinnurekstur er atvinnurekstur sem er gerður til að endast. Annar atvinnurekstur er einnota,“ sagði hann. Verður að skapa sérstöðuna Stefán sagði Vesturlandi í raun ekki hafa neina sérstöðu þegar horft væri til tækifæra í ferðaþjónustunni. „Það er alla vega ekkert náttúrulög- mál að Vesturland skari ffam úr öðrum landshlutum hvað þetta varðar. Jafnvel þótt heimamenn telji sérstöðuna augljósa, er ekki hægt að gera ráð fyrir að það sama gildi um ferðamenn. Sérstaða svæð- is er ekkert sem verður til sjálfkrafa. Hana þarf að búa til. Þetta gildir ekki bara um Vesturland, heldur einnig um alla aðra landshluta," sagði hann. Stefán lagði til að einstakar byggðir á Vesturlandi fylgi fordæmi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og leiti eftir vottun samkvæmt staðli Green Globe 21 fyrir samfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu verði hvött til að gera slíkt hið sama. Þá vill hann að upplýsinga- miðstöð ferðamála gangi á undan með góðu fordæmi sem nokkurs konar andlit svæðisins. Þegar flest sveitarfélögin væru komin með vottun, verði hægt að markaðssetja svæðið í heild undir merkjum sjálf- bærrar ferðaþjónustu og þannig væri hægt að búa til sérstöðu sem auðvelt væri að kynna. ,^Allt þetta starf snýst um að setja sér markmið, að ákveða hvert mað- ur vill fara - til að eiga síður á hættu að lenda einhvers staðar annars staðar, að skapa eigin ffamtíð í stað þess að láta ffamtíðina koma af sjálfsdáðum á meðan maður sýslar við eitthvað annað," sagði Stefán og bætti við að kýrnar mjólkuðu sig ekki sjálfar. Til þess að ná árangri væri nauðsynlegt að taka til hend- inni. Ekkert gerðist áreynslulaust. HJ Borgarflóttmn hafinn „Hvalfjarðargöngin eru ekld síð- ur opinberun fyrir Reykvíkinga og hafa með sanni brúað bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis," sagði Sig- mundur Emir Rúnarsson, frétta- stjóri NFS í erindi sínu á Bifröst sem hann kaus að kalla „Borgar- flóttann." Þar fjallaði hann á skemmtilegan hátt um þá gríðar- miklu hugarfarsbreytingu sem átt hefur sér stað hjá hinum hefð- bundna þéttbýlisbúa, viðhorfi hans til landsbyggðarinnar og hvernig það hafi breyst samhliða bættum samgöngum. Hann sagði að Hval- fjarðargöngin væru mesta sam- göngubylting okkar Islendinga síð- asta aldarfjórðung og á svipstundu hafi Reykvíkingar orðið að lands- byggðarmönnum þegar þeir áttuðu sig á mikilvægi þeirra. Sigmundur sagði að á undan- förnum árum væru reykvískir garð- ar komnir út á land, eins og hann orðaði það, þar sem sífellt fleiri veldu að eyða frítíma sínum annars staðar en á malbikinu, m.a. í sívax- andi fjölda sumar- og heilsárshúsa á landsbyggðinni. „I dag eru allar helgar ferðahelgar, en ekki ein- göngu verslunarmannahelgin eins og hefðin var fyrir og er nóg að líta til umferðarþunga inn í borgina á sunnudagskvöld- um til að sannfær- ast um að sú sé raunin. Við ökvun t.d. til Akureyrar og þurfum varla að taka pissstopp á þeirri leið, en áður fyrr tók þetta ferðalag a.m.k. hálfan daginn með viðkomu í a.m.k. þremur vegasjoppum." Sigmundur taldi Vesturland ákjósanlegt svæði fyrir margra hluta sakir og þar lægju vegir tdl allra átta, ekki væri um að ræða hefðbundið strandlengjusvæði þar sem ekið væri meðffam ströndinni og aðal- leiðin væri ein. „Hér geta Borgfirð- ingar t.d. villst í sínu eigin héraði, því vegir liggja í allar áttir. Þetta þýðir m.a. fjölbreytileika fyrir ferðafólk sem flokka verður sem eina af auðlindum héraðsins.“ Sig- mundur sagði Vestlendinga vel í stakk búna til að taka á móti „þess- um tómstundaóðu Reykvíkingum," eins og hann orðaði það. „Þetta á bæði við um framboð af sumarbú- staðalóðum sem og úrval og fjöl- breytileika í tómstundum og afþr- eyingu hvort sem er fyrir hesta- menn, veiðimenn, kylfmga eða aðra. Með þessari þróun getur tóm- stundabyggð Vesturlands vaxið hratt og örugglega og ferðaþjón- ustan orðið að heilsársatvinnugrein sem mun vonandi snúa íbúaþróun- inni til hins betra og sporna við fólksflótta frá minni sveitarfélög- um.“ KÓÓ Ráðstelhugestir Helga Halldórsdóttir, formaður stjómar SSVsetti ráðstefruna. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður á NFS var ráðstefrustjóri. A spjalli í matarhléi. Stungið saman nefjum í hléi. A annað hundrað manns sóttu ráðstefruna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.