Skessuhorn - 01.02.2006, Qupperneq 13
gHSSlíH©BKl
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
13
VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ
Vill sldlgreina Vesturland upp á nýtt
Grétar Þór Eyþórsson for-
stöðumaður Rannsóknarmið-
stöðvar Viðskiptaháskólans á Bif-
röst gekk það langt í ræðu sinni á
ráðstefnunni að segja að Akranes
teljist ekki lengur til hinnar hefð-
bundnu landsbyggðar, eins og hún
hefur jafnan verið skilgreind, eftir
tilkomu Hvalfjarðarganganna.
Hálftíma akstursleið frá Reykjavík
geti með engu móti talist lengur til
landsbyggðar, sérstaklega í ljósi
þess að núorðið er hægt að ferðast
með strætó milli Reykjavíkur og
Akraness.
Grétar leggur til að skipta land-
svæðinu upp í Vesturland nær og
íjær svo betra verði að vinna að
sameiginlegum hagsmunum
beggja landshlutanna. Olíkir hags-
munir svæðanna draga úr styrk
þeirra og því verði erfiðara að
vinna að hagsmunum alls svæðis-
ins sem heildar. Grétar vitnaði í
rannsókn Vífils Karlssonar um
áhrif Hvalfjarðarganganna og má
þar bersýnilega sjá að ávinningur
ganganna fellur fyrst og fremst í
skaut suðursvæðis
Vesturlands. Vífill
sýni fram á að göngin
hafa leitt til hærri at-
vinnutekna og fjöl-
breyttari starfa hjá
fólki á suðursvæðinu
þar sem enn fleiri
velja sér að sækja
vinnu til höfuðborg-
arinnar.
Grétar áætlar að
með lagningu Sunda-
brautar munu Borg-
firðingar standa uppi
sem sigurvegarar
þeirrar ffamkvæmdar
og muni fólki sem
ferðast í og úr vinnu
þaðan fjölga veru-
lega. Að þessu gefnu ættu Akranes,
Borgarnes og nágrenni, þ.m.t.
Hvanneyri að teljast til Vestur-
lands nær, en Snæfellsnes og Dalir
eru og munu áffam verða lands-
byggðin í hefðbundinni skilgrein-
ingu þess orðs. Að mati Grétars
þurfa Vestlendingar höfuðborgar-
svæðisins ekki lengur á lands-
byggðarpólitík að halda heldur
hagvaxtarpólitík og eiga að hætta
„að togast á við Borgfirðinga um
nokkrar lögregluhúfur,“eins og
Grétar komst skemmtilega að
orði.
KÓÓ
Dreifbýlið má ekld
allt verða nýlenda
fjármagnseigenda
Guðný H. Jakobs-
dóttir, formaður Bún-
aðarsamtaka Vestur-
lands hélt athyglisvert
erindi á ráðstefnunni.
Þar kom ffam að hinn
hefðbundni landbún-
aður á Vesturlandi
samanstendur af um
8.000 nautgripum,
80.000 kindum, 8.000
hrossum, 80 geitum,
3.000 svínum, 70.000
hænum, 200 aliendum
og -gæsum, 230.000
rúlluböggum og 500-
600 bjartsýnum bænd-
um. „Landbúnaðurinn
er mikilvægur fyrir
svæðið sem hefur
nægilegt land, tnikla þekkmgu og
ekki síst nálægð við markað," sagði
Guðný. Hún lagði áherslu á að til að
tryggja ffamtíð landbúnaðarins
þurfi byggð að geta haldist í sveitun-
um og megin forsendan fyrir því
væru góðir grunnskólar. Henni
sámaði sú spamaðarstefna sveitarfé-
laga sem hefði í för með sér að fá-
mennum sveitaskólum væri lokað
og þar sem böm þyrftu að sækja
lengra í skóla. Taldi hún líklegt að
foreldrar barna flyttu á efrir þeim og
vísaði hún til reynslu íbúa við Isa-
fjarðardjúp í því samhengi.
Guðný sagði mikilvægt að styðja
við bændur og ffumkvöðla í land-
búnaði og sá stuðningur væri ekki
aðeins fólginn í fjárffamlögum held-
ur einnig í viðurkenningu á starfinu
og mikilvægi þess fyrir þjóðfélagið.
„Okkur þarf einnig að haldast á auð-
lindunum okkar , þ.e. ræktar- og
beitilandi sem em viðkvæm og nýt-
ing þess krefst staðbundinnar þekk-
ingar og skilnings á eðh náttúm og
náttúrulífs á norðlægum slóðum,“
sagði Guðný.
Það var skoðun Guðnýjar að
forða þurfi dreifbýlinu ífá því að
verða að eins konar nýlendu fjár-
magnseigenda og ef fólk vildi sjá
blómlegt mannlíf í sveitum þá væri
staðbundið eignarhald nauðsynlegt
og best til þess fallið að tryggja land-
búnaði og byggð í dreifbýli sæmi-
lega umgjörð. Hún líktri bújörðum
við málverk, þ.e.a.s dýr en ömgg
fjárfesting, nema hvað þar væri lítil
hætta á fölsimum. „Einnig þurfum
við að nýta okkur þá þekkingu sem
til staðar er varðandi tækni, kynbæt-
ur og ræktun." I því sambandi benti
hún á að sauðfjárbændur á starfs-
svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands
kaupa árlega á sjötta þúsund sæðis-
skammta til kynbóta á hjörðum sín-
um og kúabændur kaupi um 6 þús-
und sæðingar á kúm árlega. Guðný
sagði að með samstarfi samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi við há-
skólana í héraðinu og samtök
bænda, geti landbúnaður á Vestur-
landi átt mikla vaxtarmöguleika og
mun því verða eðlilegur hluti af ís-
lensku samfélagi um ókomna tíð.
„Vesturland verður í farabroddi og
landbúnaður þar mun blómstra.
Vilji er allt sem þarf,“ sagði hún að
lokum.
KÓÓ
Framkvæmdir stöðvaðar við tengibyggingu Landnámsseturs
Útlitsteikning affýrirhugaðri tengibyggingu sem nú er deilt um. Hér er norðausturhlið mannvirkjanna. Búðar-
klettur til hægri en vœntanleg tengibygging til vinstri.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála hefur fellt úr gildi
byggingarleyfi fyrir tengibyggingu
milli húsanna Brákarbrautar 13 og
15, þ.e. Gamla pakkhússins og Búð-
arkletts í Borgarnesi. Forsaga máls-
ins var sú að Ingimundur Grétars-
sonar, eigandi og ábúandi hússins
við Brákarbraut 11 kærði þá
ákvörðun bæjarstjórnar Borgar-
byggðar þar sem hún veitir sam-
þykki sitt fyrir gildistöku deiliskipu-
lags um „gamla miðbæinn í Borgar-
nesi“. Kærandi krafðist þess í fyrsta
lagi að deiliskipulagið verði ógilt og
að lagt verði fyrir bæjarstjórn Borg-
arbyggðar að auglýsa skipulagið að
nýju og til vara að ffam fari grennd-
arkynning vegna viðbyggingar við
húsin Brákarbraut 13 og 15. Þá er
þess krafist að engar ffamkvæmdir
sem byggja á hinu samþykkta
deiliskipulagi verði leyfðar fyrr en
bætt hafi verið úr og að þær ákvarð-
anir sem teknar hafi verið á grund-
velli þess verði ógiltar.
Úrskurðarnefndin komst í síð-
ustu viku að þeirri niðurstöðu að
fella beri byggingarleyfið fyrir áð-
urnefndri tengibyggingu úr gildi og
ffam fari grenndarkynning þar sem
byggingarreitur hins
væntanlega húss verði
settur inn á skipulagið.
Kröfu kæranda um
ógildingu hinnar
kærðu skipulagsá-
kvörðunar er því hafn-
að að öðru leyti en því
að felld er úr gildi
heimild fyrir tengi- og
viðbyggingu að Brák-
arbraut 13 og 15 sem
gert er ráð fyrir í aug-
lýstu skipulagi. Kröfu
kæranda um að ffam
fari grenndarkynning
vegna viðbyggingar við
húsin Brákarbraut 13
og 15 er vísað ffá.
Oneitanlega þýðir
þessi úrskurður nefnd-
arinnar að ffamgangur
ffamkvæmda við tengibygginguna
er í nokkurri óvissu og þar af leið-
andi óvíst hvort hægt verði að hefja
starfsemi Landnámsseturs í húsun-
um á tilsettum tíma. Umhverfis og
skipulagsnefhd Borgarbyggðar kom
saman til aukafundar þann 10. jan-
úar þar sem samþykkt var að setja af
stað vinnu við grenndarkynningu á
væntanlegum byggingarreit milli
húsanna. Bæjarstjórn staðfesti þá
ákvörðun nefndarinnar á fundi sín-
um 12. janúar.
Langur úrskurðartími
En mun þessi stöðvun fram-
kvæmda ekki hafa áhrif á fyrirhug-
aða starfsemi Landsnámsseturs sem
ráðgert er að hefja í vor? Páll S
Brynjarsson, bæjarstjóri er fyrir
svörum: „Vinnu við grenndarkynn-
ingu á að ljúka 10. febrúar nk. At-
hugasemdir sem berast munu verða
teknar fyrir hjá bæjaryfirvöldum og
sendar Skipulagsstofhun sem tekur
ákvörðun í framhaldinu. Ef stofn-
unin tekur undir rökstuðning bæj-
arstjórnar geri ég ráð fyrir að bygg-
ingarleyfið verði veitt strax eða
um miðjan febrúar og fram-
kvæmdir geta þá hafist á ný. Ef
hinsvegar verður tekið undir
athugasemdir kæranda verður
ferlið lengra og þ.a.l. mun fyr-
irhuguð opnun Landnámsset-
urs þann 13. maí í vor líklega
dragast af þessum sökum,“
sagði Páll S Brynjarsson, bæj-
arstjóri í samtali við Skessu-
horn. Páll kveðst ósáttur við
hve langan tíma úrskurðar-
nefhd skipulags- og bygging-
armála tók sér við að úrskurða
í málinu. „Kæran barst nefnd-
inni í maí 2005, en úrskurðar
ekki fyrr en í janúar 2006. Alla
jafnan á slíkur úrskurður að
berast innan þriggja mánaða
ffá því kæra berst, en nefndin
hefur tekið sér á 8. mánuð til
verksins. „Slíkt er afar bagalegt,"
sagði Páll. I niðurstöðu úrskurðar-
nefhdarinnar segir orðrétt: „Upp-
kvaðning úrskurðar í máli þessu
hefur dregist vegna mikilla anna og
málafjölda hjá úrskurðarnefnd-
inni.“
MM