Skessuhorn - 01.02.2006, Síða 15
ÆgfctejiiHWMBW
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 2006
15
Ásmundur við skrifborðið í berbergi sínu. Þar vinnur hann að hinum ýmsu verkefnum enda afnógu að taka þegar áhugamálin eru
mörg.
einasti vinnudagur eins og launin
eru svo margþætt. Til dæmis hitti
ég einu sinni hjón með börn og þau
segja mér að ég hafi tekið á móti
þeim öllum og gengið vel, það var
yndisleg tilfinning. Það er heldur
varla hægt að vinna nánar með ein-
staklingnum, hvorki líkamlega né
andlega, á þessari stóru stund í lífi
hvers og eins,“ segir Jónína þakklát.
„Eg ætlaði mér alltaf að vinna til
ársins 2002, því þá hefði ég átt 40
ára starfsafmæli, en ég hreinlega
gat það ekki, líkami minn leyfði
mér það ekki. Eg hætti að vinna
2001 og einbeitti mér að ná eigin
heilsu aftur. Þegar maður þarf að
taka verkjalyf til að geta farið fram-
úr rúminu á morgnana, til að geta
farið til vinnu eða bara sinna verk-
um sínum, þá er mikið að.“ A þeim
tíma hafði Jónína farið í gegnum
fjórar mjaðmaaðgerðir og þjáðist af
slitgigt sem fylgdu miklir verkir auk
annarra kvilla. „Það voru Aloe
Vera efnin sem hjálpuðu mér, en
þau eru algjörlega unnin úr náttúr-
unni. I dag hleyp ég um, svona eins
og ég get.“ Aloe vörurnar sönnuðu
fyrir Jónínu lækningamátt sinn og
er hún sjálfstæður dreifingaraðili
þeirra í dag.
Verkefnin óþrjótandi
Þau sitja ekki auðum höndum
hjónin. Asmundur hefur setið við
skriftir að undanförnu. Hann
hjálpar Jónínu með þýðingar og
rekstur starfsemi hennar og er auk
þess mikill áhugamaður um sögu
og ættffæði. Jónína hefur alla tíð
gripið í handavinnu af öllum gerð-
um og er hún síður en svo að slaka
á í þeim efnum núna. Einnig vinn-
ur hún hörðum höndum að dreif-
ingu Aloe Vera varanna og miðlar
þekkingu sinni um lækningamátt
þeirra og heilbrigði.
Þau hjón segja lífið yndislegt og
segjast njóta tímans eftir að þau
hættu að vinna til hins ýtrasta.
„Hver dagur er yndislegur, verk-
efhin eru svo mörg og svo margt
skemmtilegt hægt að gera,“ segja
þessi lífsreyndu og yndislegu hjón
að lokum.
BG
-*■
Utflutningur á
öryggissokkum firá Trico
Sokka- og textilframleiðandinn
Trico ehf. á Akranesi hefur nýver-
ið hafið útflutning á öryggissokk-
um. Um er að ræða mjög sérstæða
vöru sem hefur alfarið verið þróuð
hjá fyrirtækinu. „Sokkarnir hafa
kosti sem lýsa sér í einstakri eld-
vörn og mjög lágri hitaleiðni. Eig-
inleikar þeirra koma í veg fyrir
bruna af völdum málmslettna, loga
eða hita af sérhverjum toga. Sokk-
arnir eru einnig mjög sterkir og
endingargóðir. Efnið sem notað
er í þá hrindir frá sér vökva og
heldur hitastigi húðarinnar í jafn-
vægi sem gerir sokkana einstaklega
þægilega,“ segir Helga Viðarsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Trico.
Gæði sokkanna eru mjög mikil
og segir Helga það ástæðu þess að
tekist hefur að gera samninga við
Alcan álver í Bretlandi og slökkvi-
lið Kaupmannahafnar um kaup á
þeim. Kaupmannahafnar slökkvi-
liðsmenn sjá einnig um að útvega
öðrum starfsmönnum borgarinnar
sokkana. „Nýlega barst okkur
einnig fyrirspurn um sokkana frá
álveri í Suður Kóreu og hafa sýnis-
horn verið send þangað. Það er
ekki algengt að vara á borð við
sokka sé framleidd á Islandi og
seld erlendis, hvað þá til Asíu.
Trico hefur í gegnum árin lagt
mikla áherslu á vöruþróun, gæði
og vönduð vinnubrögð. Til að
mynda hafa öryggissokkar Trico
verið prófaðir hjá viðurkenndri
rannsóknarstofnun í Frakklandi,
de Textile de France og stóðust
sokkarnir hæsta stig staðalsins EN
533. Þessir erlendu samningar eru
mjög þýðingarmiklir fyrir Trico.
Þeir gefa sokkunum vissan gæða-
stimpil sem er nauðsynlegur fyrir
markaðssetningu á viðkomandi
vöru og styrkja ennfremur stoðir
Trico,“ segir Helga.
Oryggissokkar Trico henta öll-
um þeim sem vinna í lokuðum
skóm allan daginn svo sem flestum
iðnaðarmönnum og við aðstæður
þar sem hætta af völdum hita af
sérhverjum toga er fyrir hendi.
Öryggissokkamir frá Trico á Akranesi.
Göngufólk og annað útivistafólk
hefur einnig verið mjög hrifið af
sokkunum. Helstu viðskiptavinir
Trico hérlendis eru Alcan á Is-
landi, Norðurál og Islenska Járn-
blendifélagið.
MM
Vilja reisa risatjald í Borgamesi
Bæjarráð Borgarbyggðar hefur
vísað ósk Hlauparans ehf., um leyfi
til að reisa 4.000 fermetra tjald í
Borgarnesi, til umhverfis- og skipu-
lagsnefndar. í bréfi sem Hlauparinn
ehf. sendi bæjarráði kemur fram að
óskað er eftír lóð undir tjaldið og
eru nefndir sem hugsanlegir staðir
Seleyri, við golfvöllinn eða á Oldu-
hrygg ofan Borgar. I tjaldinu
hyggst félagið reka 600-1.000
metra langa go-kartbraut. I bréfinu
kemur fram að félagið eigi tjaldið
nú þegar klárt til uppsetningar. Er
óskað eftír um 12 þúsund fermetra
svæði en meira svæði gefi mögu-
leika á ffekari afþreyingu.
Þá segir að auk akstursbrautar-
innar eigi að bjóða upp á sýningar-
hald og aðrar uppákomur á svæðinu
og hafa fjölbreytta afþreyingu fyrir
ferða- sem og heimamenn. Þá segir
að yfir vetrarmánuðina verði braut-
in opin um helgar og hægt verði að
stunda þar aðrar íþróttagreinar svo
sem golf, tennis og knattspyrnu. Þá
er nefnt að aðstaða þessi getí skap-
að fjögur til níu ársverk í sveitarfé-
laginu.
HJ
-fclRABA KAfis
HANDVERKSBAKARÍ *
Digranesgötu 6 - Borgamesi - sími: 437 2020
Tilboð föstudag - laugardag - sunnudag:
Fjölkornabrauð 199 kr. - verð áður 298 kr.
Pistasiuhringur 320 kr.- veró áðuF480 kr.
i..._______Heiaartilbod:
-----—"■“'Nýbökuð rúnstykki 2 fyrir 1
frá kl 9:00 -12:00
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga kl. 9:00 -l 8:00
Laugardaga og sunnudaga 9:00 -l 6:00
Starf okkar
eflir
þitt starf
Jfé
Í^VINNUEFTIRLITIÐ
Stillholt 18 - 300 Akranes - simi 431 2670 - fax 431 2025
Netfang: vesturland@ver.is - Heimasíöa: www.vinnueftirlit.is
Vinnueftirlitið óskar að
ráða eftirlitsmann
til starfa á Vesturlandi
Helstu verkefni eru:
• Vinnuvéla- og tækjaeftirlit
• Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í landbúnaði
• Fræðsla, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Staðgóð tæknimenntun, t.d. vélfræði- eða iðnmenntun
I • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu
• Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
| • Reynsla í tölvunotkun æskileg.
i Um er að ræða 100% starf með staðsetningu á Akranesi. Æskilegt
s er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer
fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Stillholti 18, 300 Akranesi fyrir
15. febrúar nk. Umsóknareyðublað er ekki notað. Nánari
upplýsingar um starfið fást hjá Guðjóni Sólmundssyni
umdæmisstjóra, skrifstofu Vinnueftirlitsins á Akranesi, s.
431 2670 og 892 7593, (gsol@ver.is), Hauki Sölvasyni
deildarstjóra vinnuvéladeildar og Þórunni Sveinsdóttur
deildarstjóra þróunar- og eftirlitsdeildar, s. 550 4600.
v________________________________________________________________/