Skessuhorn - 01.02.2006, Síða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 2006
agjasgranfMBKi
Sigríður Asta Olgeirsdóttir þenur hér raddböndin.
Söngkeppni Oðals
Nú er lokið söngkeppnum Óðals
í bæði eldri og yngri árgöngum.
Margri tóku þátt og var Óðal troð-
fullt af gestum bæði kvöldin sem
keppnin fór ffam. Það var Martha
Lind Róbertsdóttir sem stóð uppi
sem sigurvegari í eldri flokki og
Sigríður Asta Olgeirsdóttir í yngri
flokki. Magnús Sigurðsson var kos-
inn bjartasta vonin.
MM/ Ljósm: TÞ
Heiðursnemandi
í Hraðbraut
Ungur Dalamaður, Gísli Rúnar
Guðmimdsson ffá Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd var nú nýverið valinn
á heiðurslista Menntaskólans
Hraðbrautar. A þennan lista eru
valdir þeir nemendur sem einkum
hafa skarað fram úr í námsárangri,
auk þess að stunda námið af elju og
jákvæðni. Þetta skólaár voru 13
nemendur valdir á hstann, 7 á fyrra
ári en 6 af seinna ári. Gísli Rúnar
útskrifaðist úr Grunnskólanum
Tjarnarlundi síðastliðið vor með
ágætiseinkunn. TGS
Iðar allt aflífií Grundarfirði
Á meðfylgjandi myndum sem
Sverrir Karlsson, sérlegur ljós-
myndari Skessuhorns, tók í Grund-
arfirði í liðinni viku sést að þar sem
víðast hvar annarsstaðar á Vestur-
landi iðar allt af lífi þessa dagana.
Þetta á við hvort heldur sem komið
var við á höfninni þar sem bátar og
stærri skip voru að landa afla eða
ofar í bæjarfélginu þar sem verið
var að taka grunna fyrir íbúðir eldri
borgara. MM
Afhverjii kristilegt uppeldi?
Að gera það sem gott
er fyrir bömin
Góðvild og agi, festa og stjórn
eru orð sem lýsa eiginleikum þeirra
biblíulegu hugtaka sem fjallað er
um í Mík 6.8. Nýjustu rannsóknir á
foreldrahlutverkinu sýna hversu
mikilvægu hlutverki stuðningur og
agi gegna eigi börn að verða í góðu
jafnvægi og tilfinningalega heil.
Með stuðningi er átt við hlýju, ást-
úð og að börn búi við þá tilfinningu
að þau eigi sér samastað og þannig
birtist virðing foreldranna fyrir
börnunum. Stjórn eða agi lýtur að
því að foreldrar setji börnum sinu
mörk, að þau búi við röð og reglu
og búi yfir nægum sjálfsaga til þess
að þau geti lært að virða sjálf sig og
aðra. Reglurnar eiga að vera fáar,
afleiðingarnar skýrar og þeim fylgt
eftír ef barnið brýtur af sér. Margir
hafa séð barnfóstruna, Super
Nanny, í sjónvarpsþætti sem Stöð
tvö sýnir, en þar aðstoðar hún for-
eldra við uppeldið og virðist fara
létt með það. Á heimilum þar sem
festu og góðvild er að finna aukast
líkurnar á því að barn tileinki sér
gildi foreldranna. Þannig munu
börnin einnig öðlast siðferðilegan
þroska sem svarar til aldurs þeirra,
sýna samfélagslega ábyrgð og öðr-
um umhyggju í samskiptum sínum
við þá.
Að gæta hjarta bams
Rannsóknir staðfesta það sem
foreldrar og kennarar vita nú þegar:
Að andlegt líf barna er virkt. Þau
trúa því að Guð skipti máli fyrir líf
þeirra. Kristur heiðraði börn sér-
staklega og kenndi okkur ýmislegt
varðandi andlegan þroska þeirra, sjá
Mt 18. 2-5; og í MK 9.36,37,41
voru lærisveinarnir að ræða hver
yrði mestur í himnaríki þá sagði
Jesús; „hver sem tekur við einu
slíku barni í mínu nafni, tekur við
mér, og hver sem tekur við mér,
tekur ekki aðeins við mér, heldur og
við þeim er sendi mig.“
Kristur staðfesti það að böm trúa
og hægt er að rækta þessa trú með
því að veita börnum það tilfinn-
ingalega öryggi sem er á færi um-
hyggjusamra foreldra. Þegar börn-
tmum er gert það ljóst hversu dýr-
mæt þau em í augum foreldranna
mun það auka skilning þeirra á því
hversu dýrmæt þau era í augum
Guðs.
Viðhorf til eða framkoma við
barn sem veldur annað hvort til-
finninglegum eða líkamlegum
skaða hlýtur að leiða tíl þess að það
á erfitt með að treysta Guði. Afleið-
ingarnar geta verið ævilöng barátta
við að skilja hinn fullkomna kær-
leika Guðs eða ást á maka. Það að
reyna náð Guðs og lækningu, for-
dómalaust umhverfi og leiðsögn
þjálfaðra ráðgjafa hefur gert mörg-
um það kleift að takast á við slíka
reynslu.
Hvernig hefur samband þitt við
himneska hirðinn áhrif á það
hvernig þú gætir þinnar hjarðar?
Hvaða breytingar viltu gera á ffam-
komu þinni við barn þitt eða börn
sem þú býrð eða vinnur með?
Yngri meðlimimir
í fjölskyldu Guðs
„Börnin ykkar em yngstu með-
limirnir í fjölskyldu Guðs. Þau em
bræður ykkar og systur sem ykkur
hefur verið treyst fyrir af Föðurn-
um og það er verk ykkar að þjálfa
þau og mennta fyrir himininn.“-
Ellen G. White, Child Guidance,
bls. 251.
Foreldrar sem lærisveinar
Kristur bauð fylgjendum sínum
að fara um allan heim og gera menn
að lærisveinum. Sjá Mt 28.18-19.
Sá nefnist lærisveinn sem fylgir
kenningum meistara síns. Jh 8.31.
Slíkur lærisveinn verður til þegar
hann deilir með öðrum sannindum
Krists á þann hátt að áheyrandinn
meðtekur boðskapinn.
Foreldrar í hlutverki
lærisveinaþj álfara
Fjölskyldan er eðlilegasti vett-
vangur þess að framkvæma tilskip-
anir Krists. Foreldrar hafa þá
skyldu að leiða börn sín til Krists og
bjóða þeim að gerast lærisveinar
hans. Báðar skilgreiningarnar, hvað
það er að þjálfa lærisveina og vera
lærisveinn eiga við um kristileg
heimih.
Heimilið er sá vettvangur sem
hefur mest áhrif á líf barna og þar
meðtaka þau sannindin og gildin
sem þar em í hávegum höfð. Það er
einnig innan fjölskyldunnar sem
börnin reyna fyrst kærleika og það
að sýna öðmm kærleika. Kærleiks-
ríkt samband við foreldra sem sann-
lega elska Krist, og sýna öðmm
þessa elsku, auka líkumar á því að
barn muni vaxa úr grasi elskandi
Krist og aðra. Slík börn hafa til-
hneigingu til að eiga meiri vel-
gengni að fagna við uppeldi eigin
barna og bera árangursríkan vimis-
burð frammi fyrir þeim sem verða á
vegi þeirra.
Veltu því fyrir þér hvers vegna
það er mikilvægara að ala börn upp
í trú á fullkominn frelsara en að ala
upp fullkomin börn? (Verð að við-
urkenna að ég þekki hvorki full-
komin börn né foreldra :))
Andlegt uppeldi
á heimilinu
Það að rétta trú áfram til næstu
kynslóðar em ekki nákvæm vísindi.
Jafnvel sérstaklega guðræknir og
umhyggjusamir foreldrar skilja að
ffamlag þeirra er takmarkað. Þegar
æskan þroskast velur hún sér val-
kosti sem endurspegla gildi hennar.
Kristnir foreldrar vilja að börn
þeirra búi við valffelsi en óttast
stundum að börnin velji sér ekki
skynsamlegan og ábyrgan kost. I
Orðskviðunum em unglingar þrá-
beðnir um að læra af þeim sem eldri
era, að leggja til hliðar ungæðis-
háttinn, tilfinninguna fyrir því að
vera ósigranlegir og eigin skilning -
og láta Guð stjórna lífi þeirra. Engu
að síður leggja Orðskviðirnir
áherslu á frjálsan vilja mannsins og
reynir sífellt að fanga huga og
hjarta unga fólksins svo það kjósi
vilja Guðs ffam yfir eigin.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt
ffam á neikvæðar afleiðingar þess
að foreldrar sýni börnum sínum
litla, raunvemlega athygli (oft að-
eins nokkrar sekúndur á dag) og að
börn eyði miklum tíma fyrir ffaman
sjónvarp og tölvur. Hvað geta for-
eldrar gert til að breyta þessu? Er
svarið fólgið í stimdum þar sem virk
samskiptí era á milli foreldra og
barna? Hvernig geta foreldrar
keppt við hátæknileikföng, sjónvarp
eða annað sem stelur dýrmætum
tíma sem ella mætti nota tíl betri
hluta?
Aðlaðandi vitnisburður
I Orðskviðunum 22. 6 stendur
„ffæð þú sveirúnn um veginn, sem
hann á að halda, og á gamals aldri
mtm hann ekki af honum víkja.“
Foreldrar fyllast oft kvíða ef börnin
hafna trú þeirra. Halda að sonurinn
eða dóttirin hafi misst áhugann á
andlegum málum af því þeir stóðu
sig ekki í uppeldishlutverkinu. I
stað þess að leggja mikla siðferði-
lega byrði varðandi ffamtíð barns-
ins (hún er á ábyrgð uppkomins
barns) gefur orðskviðurinn tíl
kynna þá hugsun að heilbrigt við-
horf til andlegra mála, sem þroskast
á barnsaldri, hafi tilhneigingu til að
fylgja einstaklingnum þegar hann
kemst á fullorðinsárin.
Alda Baldursdóttir
Höfundur er kennari við Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga og lögreglu-
maður. Sinnir einnig TTT starfi í
Stykkishólmi.
Heimild: Tekið saman úr
Bibltulexíum e. Ronald M. Flowers.
1. ársfjórðungur 2006.
Fjölskyldur innan fjölskyldu Guðs.