Skessuhorn - 15.03.2006, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
■.fYtllM...
✓
Faxi og LBHI semja við hestamiðstöðina á Miðfossum
Gunnar Öm Guðmimdsson og Armann Aimannsson handsala samninginn um afnot Faxamanna að Miðfossum að undirritun lokinni.
Síðastliðinn sunnudag var undir-
ritað samkomulag milli Hesta-
mannafélagsins Faxa í Borgarfirði og
Ingimtmdar hf., fyrirtækis í eigu Ar-
manns Armannssonar, eiganda Mið-
fossa í Andakíl um endurgjaldslaus
afiiot Faxa af aðstöðunni á Miðfoss-
um næstu 12 árin til námskeiða,
keppnis- og sýningarhalds. Þar með
má segja að formlega ljúki þeim
kafla í sögu Faxa að Faxaborg sé
samkomustaður félagsins. Auk þessa
samkomulags Hggur fyrir samningur
milli Armanns og Landbúnaðarhá-
skóla Islands um aðstöðu skólans til
kennslu í hrossarækt og hesta-
mennsku á Miðfossum.
Reiðhöll byggð í sumar
Á Miðfossum í Andakíl hefur á
undanförnum árum verið komið
upp stórglæsilegri aðstöðu fyrir
hesta og hestamenn bæði til sýn-
inga,- og námskeiðahalds og al-
mennt umhirðu hrossa. Þegar Ár-
mann keypti jörðina var þar fyrir
stórt, nýlegt fyós áfast hlöðu. Mann-
virkjum hefur verið breytt þannig að
þar er auk félagsaðstöðu og kaffi-
stofu, 44 hesta hús og reiðskemma.
Nú hefur Ármann ákveðið að byggja
til viðbótar þessum mannvirkjum
reiðhöll sem verður a.m.k. í stærð-
inni 42 x 26 metrar þar sem aðstaða
verður fyrir 150-200 áhorfendur.
Enn kemur þó til greina að höllin
verði stærri, eða í fullri stærð reið-
halla, en það mun verða ákveðið
innan fárra daga. Reiðhöllin verður
byggð í sumar og tilbúin til notkun-
ar 1. október í haust. Þegar bygg-
ingu hennar lýkur verður hlöðimni,
sem undanfarið hefur verið nýtt sem
þjálfimaraðstaða, breytt í hesthús
fyrir 44 hross og verður þá aðstaða
komin fyrir um 90 hross á fóðrum í
stíum við bestu aðstæður. Á Mið-
fossum er auk þess einn besti keppn-
isvöllur í landshlutanum með
Hekluvikur sem ofaníburð og stæði
á pöllum fyrir áhorfendur í bílum
með ágætu útsýni yfir völhnn.
Mildll rausnarskapur
Undanfama áratugi hefur hesta-
mannafélagið Faxi haft aðstöðu á
Faxaborg við Ferjukot til keppnis-
halds. Efdr að Faxafélagar hófu að
nýta aðstöðuna á Miðfossvun hefur
Faxaborg einvörðungu verið notuð
eina helgi á sumri til firmakeppni.
Gunnar Orn Guðmundsson, for-
maður Faxa segir að mannvirki í
eigu félagsins á Faxaborg verði nú
auglýst til sölu í samráði við landeig-
anda í Ferjukoti. Gunnar fagnar
þeim samningi sem nú hefur náðst
um afiiot af aðstöðunni á Miðfossum
og segir óvenju mikinn rausnarskap
Armarms felast í honum. „Það hefur
háð hestamönnum í Borgarfirði að
hafa ekki haft félagsmiðstöð og að-
stöðu til námskeiða- og sýningar-
halds og það hefur beinlínis háð 250
manna félagi sem okkar að geta ekki
stundað eðlilega og kröftuga félags-
starfsemi sökum aðstöðuskorts.
Miðfossar em ágædega miðsvæðis á
félagssvæði Faxa, hér er fallegt og
aðstaða í raun einstaklega góð bæði
fyrir hesta og menn. Þessi samning-
ur er okkur hestamönnum því gríð-
arlega mikils virði. Við höfum lítinn
sem engan stuðning fengið t.d. frá
sveitarfélaginu til okkar starfsemi og
því gleðilegt að einkaaðili skuh á silf-
urfati færa okkur endurgjaldslausa
aðstöðu af bestu gerð til afnota.
Hestamenn í Borgarffði eiga Ár-
manni miklar þakkir skildar," sagði
Gunnar Om Guðmundsson.
Aðspurður segist Ármann um
ástæðu þess að hann sýni Faxa-
mönnum þennan mikla velvilja, að
hann vilji hafa líf í kringum sig. „Það
er mitt aðaláhugamál og tómstunda-
iðja að stunda hestamennsku og
hrossarækt og mér finnst bæði gam-
an og sjálfsagt að geta gefið fleirum
kost á að njóta þessarar aðstöðu með
okkur hér á Miðfossum,“ sagði Ár-
mann að lokum.
Kennsluaðstaða LBHÍ
í hrossarækt
Nýlega var einnig gengið frá
samningi til næstu ára þess efhis að
Landbúnaðarháskóli Islands á
Hvanneyri leigi aðstöðu á Miðfoss-
um til kennslu í hrossarækt, tamn-
ingum og þjálfunar auk þess sem
nemendur skólans geta þar hýst og
fóðrað hross sem þeir hafa á meðan
á námsdvöl stendur. Frá Hvanneyri
að Miðfosstun er einungis örfárra
mínútna akstur og er því staðsetn-
ingin ákjósanleg fyrir skólann; nem-
endur og starfsfólk. „Samkomulagið
sem ég gerði við Ágúst Sigurðsson,
rektor LBHÍ felst í því að frá 1.
október í haust verður skólinn með
aðstöðu til kennslu og leiðbeininga í
hrossarækt og tamningum hér á
Miðfossum. Undanfarin ár hefur
verið í gildi samningur milli okkar
um að skólinn leigi aðstöðu í 4-5
mánuði á vetri en nú er samningur-
inn víkkaður út. Það má því búast
við að með báðum þessum samning-
um verði mikið líf hér allt árið og
vonandi góð nýting á öllum mann-
virkjurn," sagði Ármann Armanns-
son í samtali við Skessuhom.
Ágúst Sigurðsson, rektor LBHI
sagði samninginn tun aðstöðuna á
Miðfossum fela í sér ýmis tækifæri
fyrir skólann og öll aðstaða til
kennslu og möguleikar til að standa
fyrir námskeiðum tengdum hestum
og hestamennsku stórbætist. „Þetta
bætir til muna aðstöðu íbúa á
Hvanneyri og hér á svæðinu til að
stunda hestamennsku og þar með er
verið að bæta búsetuskilyrðin og er
það ekki síst mikilvægur þáttur í
þessu samkomulagi. Við erum nú
þegar farin að nýta aðstöðuna á
Miðfossum, vomm t.d. nú um helg-
ina með alla kynbótadómara íslenska
hestsins á námskeiði hér á Hvann-
eyri og nýttum þá aðstöðuna á Mið-
fossum, reiðvelli og annað.“ Agúst
segir skólann hafa undanfama tvo
vetur nýtt aðstöðuna til kennslu og
þar hafi nemendur einnig haft að-
stöðu fyrir hross. „Þá má einnig geta
þess að þessi myndarlega aðstaða á
Miðfossum mun einnig nýtast við
aðra starfsemi skólans, sérstaklega
þegar reiðhöll verður risin, en hana
muniun við geta nýtt fyrir ýmsa við-
burði sem tengjast skólastarfinu og
þurfa þeir þá ekki endilega að vera
tengdir hestamennsku,“ segir Agúst
Sigurðsson.
MM
Miöfossar Hesíamiðstöð Borgarfirði ew / Andakíí um 3 km frá Hvánneyri. Þar er giæsileg, íiýuppöyggð.
góð og snyrtiieg aðstaöa. íií kennslu og þjálfunar f hrossarækt og hestamennsku. Frá þióðvegi 1 er ekmrs
vegur að Hvanneyri en beygt fyrstu beygju tfí hægri eftir aö fsriö er yfir AndakHsárbrú. og siöan afieggjara
tii vinstri um 1 km iengra merktan Miöfossar. Á Miöfossum er boöiö upp á margskonar námskeið fyrir alfa
aidurshópa. Þáittakendur námskeiða iæra aíii um hestamennsku, umgengnt við hross, ásetu og annað sem
Yiðkemur þarfasta þjóninum. Öií aðstaða er eins og best veröur á kosíð bæði inni og úti. Meöaí annars er
þar frábær skeiövöUur ásamt gSæsiiegri reíðhðll.
MIDFOSSAR
Hestamiðstöð Borgarfirði
Miöfossar i 311 Sorgarharöarsveit / AndakUsbæppi
Sfmar: 897-7679/437-01801 Fax: 562-9747 i Netfang: ingknundurhff&simnet.is
;
1 ... L, ? t. i/ - - ,,,
■ kt-é* |' F |
%l *i »| j .*pjj mm
* ?!■'* : : j|
i ' fSt ' - Tf IWtiH*Th
Eins og sjd md er aðstaöa til þjdlfunar og sýninga í hestamiðstöðinni d Miðfossum hin ghesilegasta.