Skessuhorn - 15.03.2006, Page 13
..f.lMlimj
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
13
Leikskólagjöld
á Akranesi greiða
30% af relötrar-
kostnaði
Leikskólagjöld foreldra á Akra-
nesi stóðu undir 30% af rekstrar-
kostnaði leikskólanna árið 2004 að
því er kom ffam í skýrslu sviðs-
stjóra fræðslu- og menningarsviðs
Akraneskaupstaðar sem kynnt var á
fundi skólanefndar Akraness ný-
lega. Rekstrarkostnaður leikskól-
anna þriggja á Akranesi var árið
2004 um 235 milljónir króna og var
hlutur foreldra í þeirri upphæð um
70 milljónir króna. Meðaltalsút-
gjöld vegna hvers barns voru um
47 5 þúsund krónur.
Þá kom fram í skýrslunni að síð-
astliðið haust hafi 337 börn verið í
leikskólanum og þar af voru um
51 % þeirra í 8 klukkustunda vistun
eða lengur. Hlutfall barna sem ein-
göngu nýta 4-4,5 klukkustunda
vistun var um 13% á sama tíma. Þá
kom ffam í skýrslunni að nýting
leikskólanna væri ríflega 100%.
m
Kammerkór Vestur-
lands með tónleika
Kammerkór Vesturlands heldur
tónleika í Borgarneskirkju þriðju-
dagskvöldið 21. mars næstkom-
andi. Kórinn mun flytja bæði
kirkjulega og veraldlega tónlist.
Fjölmargir einsöngvarar koma
fram sem eru allir úr röðum kórfé-
laga.
Kammerkór Vesturlands hefur
starfað síðan í nóvember 1999. I
kórnum eru fjórtán félagar sem
allir hafa mikla reynslu af söng-
starfi. Kórinn syngur margbreyti-
lega tónlist og hefur komið fram
við ýmis tækifæri á Vesturlandi.
Þessa dagana æfir kórinn fyrir
söngferðalag til Ljúbliana í
Slóvaníu og mun dagskrá tónleik-
anna í Borgarneskirkju litast af
þeirri tónlist sem verið er að æfa
fyrir söngferðalagið. Stjórnandi
Kammerkórs Vesturlands er Dag-
rún Hjartardóttir og um undirleik
sér Þorsteinn Gauti Sigurðsson.
Einnig koma fram þær Eygló
Dóra Davíðsdóttir og Lilja Hjalta-
dóttir, fiðluleikarar. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.30 þann 21. mars og
miðaverð er 1000 kr.
('fréttatilkynning)
Tilnefning
Frumkvöðull ársins 2005
á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um
einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull
ársins 2005 á Vesturlandi og skara fram úr í þróun nýrrar vöru,
þjónustu eðaviðburða í landshlutanum. Tilnefningar berist til Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8,310 Borgarnesi, eða með
tölvuþósti á netfangið frumkvoduM2005@ssv.is. Tilnefningar þarf
að rökstyðja með fáeinum orðum.
Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju
samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel
fárra einstaklinga geta skiþt sköþum um það hversu lífvænlegt er
að búa í litlu samfélagi í dreifbýlinu.
Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum og tilkynna val á
frumkvöðli ársins á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn
verður í apríl næstkomandi.
Það sem dómnefnd mun einkum horfa til er eftirfarandi:
1) Nýjabrum á svæðinu*. Nýnæmi í framkvæmdum, atvinnulífi
eða félagslífi.
2) Framfarir. Hversu mikið framfaraskref er um að ræða fyrir
landshlutann.
3) Áræði. Hversu mikið áræði og fyrirhyggju þurfti til að gera
verk úr hugmyndinni.
(*Svæði getur náð yfir allt Vesturland eða viðkomandi sveitarfélag, allt eftir
eðli starfseminnar og verður að meta það í hverju tilfelli fyrir sig.)
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 10. apríl næstkomandi.
ssv
Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi
GEFÐUGOTT ÚTÍLÍFID
Ef lagðar eru inn 5000 kr.
eða meira við stofnun
Framtíðarsjóðsreiknings bætir
Sparisjóðurinn 2000kr. við.
Veraldlegir hlutir eru oft fljótir að úreldast en bundinn sjóður með góðum vöxtum gefur
fermingarbörnum gott start út í lífið. Kannski verður sjóðurinn lykillinn að fyrstu íbúðinni,
bílnum, draumaferðinni eða skólagjöldum. Framtíðarsjóður Sparisjóðsins er ein besta
leið sem völ er á til að ávaxta fermingarpeninga. Gefðu framtíðardrauma í fermingargjöf!
www.spar.is
□ Besta ávöxtunarteiðin O Verðtryggður u Fyrir 15 ára og yngri □ Bundinn til 18 ára