Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 15

Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 15
SSeSSiíiiöM! MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 15 „Nemendahesthús“ fyrir Bifrestinga Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt hesthús við bæinn Brekku í Norðurárdal í húsi þar sem áður gegndi hlutverki fjóss. Hesthúsið er fyrst og ffemst ætlað fyrir nemend- ur Viðskiptaháskólans á Bifföst sem eiga hesta og langar að hafa þá í námunda við sig. Þórhildur Þor- steinsdóttir, bóndi á Brekku og starfsmaður Viðskiptaháskólans, segir hugmyndina hafa orðið til fyr- ir ári síðan. „Fjósið stóð orðið tómt og okkur hjónin langaði að breyta því í hesthús þar sem við höfðum heyrt að áhugi væri fyrir því að nemendur kæmust með sína hesta hingað uppeftir en vantaði hesthús. Rektor hringdi svo í okkur í janúar og þá fóru hlutirnir að gerast hratt. Mánuður var tdl stefnu en fyrst varð að henda öllu út sem fyrir var í fjós- inu og steypa í flórana." Þórhildur og eiginmaður hennar, Elvar Olason hófust því handa við smíðar en þau hönnuðu allar inn- réttingar sjálf og smíðuðu á staðn- um. „Það vannst ekki tími til að fara og skoða önnur hesthús heldur urð- um við bara að láta slag standa. Okkur innan handar var Grétar vinur okkar á Höll ásamt fleirum," segir Þórhildur. Fyrstu hestamir komu í húsið um miðjan síðasta mánuð en um sjö aðilar eru þar með hesta auk þeirra Brekkuhjóna, en í allt tekur húsið 12 hesta og er þegar orðið fullt. „Það er mikið líf og fjör hér hjá okkur á bæjarhlaðinu og það er bara gam- an,“ sagði Þór- hildur að lokum. SÓK Félagsm álan ámskeið í Lýsuhólsskóla Búnaðarsamtök Vesturlands og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu stóðu fyrir fé- lagsmálanámskeiði í Lýsuhóls- skóla dagana 7. og 8. mars sl. Góð þátttaka var á námskeiðinu sem alls 15 manns sóttu. Fyrra kvöldið var farið í fundarstjórmm og ritun fundargerða en seinna kvöldið þurftu þátttakendur að flytja ræð- ur. Sumir á námskeiðinu voru að stíga sín fyrstu spor í ræðupúlt en aðrir voru nokkuð vanir að tala fyrir ffaman hóp af fólki. Leið- beinendur á námskeiðinu voru ffá JC hreyfingunni á íslandi. ÞSK Þátttakendur ásamt leiðbeinendum á námskeiðinu. FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók • Myndir • Skeyti FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS MÚLALUNDUR & VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík I Völusteini færð þú allt sem viðkemur fermingu. Servíettur, sálmabók og gestabók, sem við sjáum svo um að láta gylla á, ásamt fermingastyttu, áletruðu kerti og öllu öðru sem þarf til að gera þína veislu sem glæsilegasta. Hjá okkur færðu sérþekkingu og þjónustu varðandi allt sem þú þarft fyrir ferminguna. A VÖLUSTEINN f u r i r f i m n flnaup fyrir flma fingur Bæjarlind 14-16 / Sími 588 9505 / www.volusteinn.is 2006

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.