Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Qupperneq 22

Skessuhorn - 15.03.2006, Qupperneq 22
22 ^ktssuiiu^: MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Tjald í Skallagrímslitimum „Eg á bara góðar minn- ingar frá fermingardegi mínum. Við vorum með stóra veislu heima og veðrið var frábært. Eg man reyndar ekki eftir öðru en einmuna veður- blíðu í Borgarnesi á þess- um árum. Eg fermdist árið sem myntbreytingin varð og ég held að margir sem gáfu fermingarbörnum pening það árið hafi ekki vitað hvað þeir voru að gefa mikið. Eg keypti mér meðal annars tjald fyrir mína fermingarpeninga. Keypti það í Kaupfélaginu og þurftí að bíða í nokkrar vikur þar til réttu litirnir kæmu því það var algjör- lega nauðsynlegt að það væru Skallagrímslitirnir, gult tjald og grænn him- inn. Tjaldið lifir enn góðu lífi,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir í Borgamesi um fermingardaginn sinn. „Svo fékk ég líka ný húsgögn í herbergið og hef notað skrifborðið þar A fermingardaginn. úr athöfninni í kirkjunni tengjast tölvuúrum fermingarbræðranna, en þetta ár hafi þau tröllriðið samfélaginu. „Strákarnir ákváðu að best væri að læra á úrin í kirkjunni þannig að pípið í úrunum þeirra var áberandi með tílheyrandi umvöndunaraugngotum og/eða flissi ffá okkur stelpunum. Eins og sjá má á myndinni var hún tekin seint um daginn. Slöngulokkarnir em farnir að leka niður og blómið orðið hálf laslegt. Mér var nú reynd- ar slétt sama um það.“ til í síðustu viku þegar ég skipti því út fyrir skrifborðið hans afa. Eins og allar stelpur fékk ég fullt af skartgripum. En þar sem ég var óttaleg stelpustrákur á þessum áram þá var ég viss um að ég myndi aldrei nota slíkt glingur og skilaði þeim flestum. Mér er líka minnisstætt að það þurftí að múta mér til að fermast í pilsi. Eg gerði það gegn því að fá forláta apaskinns reiðbuxur. Buxurnar notaði ég mjög mikið en fór aldrei aftur í pilsið - né önnur pils - fyrir en ég var komin yfir tvítugt.“ Hólmfríður segir sterkustu minninguna I fyrsta sinn í kjól foreldrum til mikillar ánægju Guðrún S Gísladóttir á fermingardaginn árii 1983. „Ég fermdist í Akranes- kirkju á skírdag þann 31. mars 1983. Fermingar- dagurinn er eftírminnileg- ur ekki síst vegna þess að ég var í kjól í fyrsta sinn frá því ég mundi fyrst eftir mér, foreldram mínum til mikilla ánægju," segir Guðrún Sigríður Gísla- dóttir forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands um ferming- ardaginn sinn. „Að lokinni athöfn í kirkjunni var boðið til kökuveislu á heimili okkar. Gestirnir vora um níutíu talsins þannig að búið var að endurskipuleggja flest- ar vistarverar íbúðarinnar. Allir gátu þannig setíð við borð og haft það notalegt. I fermingargjöf fékk ég margar fallegar gjafir og má þar nefna furarúm og hillusamstæðu sem pabbi smíðaði og eldri sonur minn notar í dag. Biblíu, dúnsæng, svefnpoka, lampa, skartgripi, skart- gripaskrín, orðabók, af- mælisdagabækur, peninga og margt fleira. Margt af því sem ég fékk í fermingargjöf nota ég enn í dag til dæmis hring sem ég fékk frá afasystur minni og mér þótti ffekar henta annarri kynslóð á þeim tíma. Ég byrj- aði að nota hann fyrir 4-5 áram síðan (greinilega komin á aldur!) og kann vel að meta hann. Dagurinn var í alla staði ánægjulegur og skemmtilegur og meira að segja veðrið var nokkuð gott.“ HJ Við fermdust saman 1 x • n* • bræðui ,„A páskum árið 1963 vorum við Siggi bróðir minn fermdir í Fríkirkjunni í Reykjavík. Séra Þorsteinn Bjömsson, prestur- inn sem söng m.a Faðir vorið inn á hljómplötu, var okkar prestur. Ég man að okkur þótti vænt um hann, hafði þótt það lengi og líka þann tíma sem hann setti okkur að læra utan að fjölda sálma, vers og bæna- orð. Ég held eftir á að hyggja að það hafi einkum verið vegna þess að hann var brosmildur, hafði djúpa, mjúka rödd og tónaði afar vel. Mér er það minnisstætt að þetta vor fermdust um 150 böm hjá honum á þremur sunnudögum og því gengu inn kirkjuna í tvöfaldri röð 50 fermingarböm hverju sinni,“ segir Guðlaug- tn Oskarsson, skólastjóri á Kleppjámsreykj- um aðspurður tun minningar ffá fermingu hans. „Við bróðir minn fermdumst sama dag vegna þess að ári áður misstum við föður okkar eftir langa sjúkdómslegu. Móðir okkar, sem hafði fyrir okkur þremur systkinum að sjá, bað okkur bræðuma að fermast saman, þar sem við hefðum ekki efni á að halda fermingarveislur ár eftir ár. Siggi var því tólf ára og ég 14 ára þessa eftirminnilegu páska. I raun þótti okkur þetta ofur eðlilegt. Við höfðum ffam að þessu, og reyndar áffam, sofið saman í herbergi. Attum flest er skipti máfi saman og gengum oftast eins klæddir.“ Guðlaugur segir að fermingin, fermingar- veislan og fermingargjafimar hafi því að mestu verið sameiginlegt hjá þeim bræðrum. „Eftir athöfnina í kirkjunni var haldin veisla heima hjá okkur í litlu tveggja herbergja íbúðinni í bæjarblokkinni við Skúlagötu. Veislurnar urðu eiginlega tvær þennan dag þar sem plássið var of h'tið til að allir gætu komið samtímis. Ömmur okkar vora þó bæði með móðurfólkinu og föðurfólkinu. Móður- fólkið kom fyrr og margt af því með meðlæti sem það lagði á borð með sér. Mér er það minnisstætt að nær engin böm vora í veisl- unni. Líka að flestar gjafir okkar vora eins, fengjum við ekki gjöfina saman.Við fengum t.d. hansahillu með áhengdu skrifborði sam- an, keyptum okkur segulband saman fyrir peninga sem við fengum. Af því að það var ekki pláss fyrir tvö skrifborð eða þörf fyrir tvö segulbönd í okkar sameiginlega affnark- aða heimi og einir original Bítlar til að hlusta á. Stofan tilheyrði mömmu og systur okkar. Svefhpoka fengum við báðir og eitt tjald. Þessara gjafir vora okkur dýrmætar og entust okkur lengi. Tjaldið og pokarnir og segul- bandið veittu ómælda gleði. Og þó er mér samt allra minnisstæðast hvað mér þótti vænt um fólkið okkar, þessu fólki sem hjálpaði mömmu að koma okkur bræðranum í full- orðinna manna tölu,“ segir Guðlaugur að lokum. HJ Valdi sér ævisögu verkalýðs- foríngja í stað bókar um landkönnuði „Eg fermdist í Sauðár- krókskirkju á pálmasunnu- dag vorið 1979. Ég var í fjölmennasta árgangi sem fermdur hafði verið á Króknum, en við vorum rúmlega fimmtíu og því þurfti að ferma okkur í þremur hópum. Ég var í síðasta hópnum og rétt náði heim í veisluna áður en fyrstu gestimir mættu. Það sem var eftirminnileg- ast við athöfnina var að séra Sigfus J. Arnason, sem fermdi okkar, var búinn að tilkynna að hann myndi klóra sér í hnakkanum þeg- ar við ættum að koma upp að altarinu. I hvert skipti sem hann fór með hönd nálægt höfðinu var maður klár til að spretta á fætur,“ segir Páll S Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð um fermingardaginn sinn. „Eins og margir aðrir sem fermdust þetta vor þá fékk ég sambyggt útvarp og segulbandstæki í ferming- argjöf. Með þessa græju var maður fær í flestan sjó og gat tekið upp úr Lögum unga fólksins og Óskalögum sjúklinga. Þá fékk ég úr og tölu- vert af bókum. Ég man ennþá undrunarsvip- inn á afgreiðslukonunum í bókabúðinni þeg- ar ég daginn eftir fór og skipti einhverri bók- inni úr seríunni um landkönnuðina og fékk A myndinni er hárprútt fermingarbamið Páll Brynjarsson ásamt ömmu sinni Minnu Bang. mér ævisögu Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðs- foringja. Annars er fermingardagurinn bjartur og fagur í minningunni og ég vona að þannig verði það líka hjá þeim ungmennum sem eiga þennan stóra dag í vændum.“ HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.