Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
25
Sumarhús úr
steinsteyptum einingum
Sumarhúsum hefur fjölgað mikið
einkum hér á Vesturlandi og á Suð-
urlandi á undanförnum árum. A
Vesturlandi einu voru þannig
byggð 189 hús á liðnu ári, eins og
fram hefur komið í fréttum Skessu-
homs. Algengast er að húsin séu
byggð úr timbri, en nú er að færast
í vöxt að byggð séu sumarhús úr
steinsteyptum einingum. E.t.v. má
segja að það sé eðlileg þróun í ljósi
stærðar sumarhúsanna sem í dag
eru byggð en algengt er að þau séu
80-100 fermetrar að grunnfleti og
því vart hægt að kalla þau sumarhús
heldur öllu frekar heilsárshús með
flestum nútíma þægindum.
I Húsafelli í Borgarfirði er þessa
dagana verið að vinna við byggingu
99 fermetra húss sem notaðar eru í
einingar frá Loftorku Borgarnesi
ehf. Eigandi hússins, sem blaða-
maður ræddi við um liðna helgi,
sagði að með þessum byggingar-
máta væri um að ræða hús sem
krefðist t.d. minna viðhalds en
hefðbundin timburhús. Sá hinn
sami valdi þetta byggingarform
einnig þar sem hann taldi fremur
líklegt að í þessu húsi vildi hann
búa þegar störfum lyki á almennum
vinnumarkaði og því væri stór kost-
ur að húsið væri bæði hlýtt og
traust og krefðist sem minnst við-
Upplestrarkeppni í Reykholti í dag
I dag, miðvikudaginn 15. mars
etja sex skólar af Vesturlandi kappi í
upplestrarkeppni grunnskólanema.
Fer keppnin fram í Snorrastofu
klukkan 14:30. Þetta eru nemendur
Heiðarskóla, Laugargerðisskóla,
Varmalandsskóla, Grunnskóla
Borgamess, Grunnskóla Búðardals
og Grunnskóla Borgarfjarðarsveit-
ar. Sú hefð hefur skapast hin síðari
ár að sá skóli sem á sigurvegara síð-
asta árs haldi keppnina. I fyrra sigr-
aði Lára Lámsdóttir úr Kleppjárns-
reykjaskóla og er sá skóli, undir
nýju nafni, gestgjafi keppninnar að
þessu sinni. Hver skóli sendir tvo
fulltrúa til keppninnar að undan-
genginni keppni heimafyrir og
dómnefhd velur 3 úr þeirra hópi til
sigurs. Greint verður frá úrslitum
keppninnar síðar í Skessuhorni og
úrslitum úr upplestrarkeppninni á
öðram stöðum eftír því sem þau
liggja fyrir. A öðram stað í blaðinu
í dag er sagt frá úrslitum keppninn-
ar á Akranesi.
MM
Kristófer heim með tvö brons
' ^^giSS
Foreldrar og fermingarbörn til hamingju með fermingardaginn
Munið að panta tímanlesa fyrir páska
Verið velkomin!
PRUL MITCHELL hársnyrtivörur Hársnyrtistofan LJBllFJfJ1
Borgarbraut 55 Simi 437-2277
REYKHÓLAHREPPUR
ATHUGIÐ!
Atvinna í boði
Á hjúkrunarheimilið Barmahlíð á Reykhólum bráðvantar
sjúkraliða í 80-100% starf.
Einnig vantar ófaglærðan starfsmann til
aðhlynningarstarfa í Barmahlíð. Starfsprósenta og
vaktaskipan eftir samkomulagi.
Á leikskólann Hólabæ vantar leikskólastjóra.
Vinnuaðstaða er góð.
Aðstoð er í boði með húsnæði.
Á Reykhólum er sérstaklega fagurt
umhverfi og mikil friðsæld.
! Áhugasamir hafi samband við hjúkrunarforstjóra Þuríði
i Stefánsdóttur(símar 434 7817,434 7816 og 895 2177)
| út af Barmahlíðarstörfunum og við Einar Öm Thorlacius
sveitarstjóra (434 7880) út af leikskólastarfinu.
Skemmtilegar fréttir eru af þátt-
töku Snæfellinga í frjálsíþróttamót-
um sem fram fóru bæði heima og
erlendis núna á góunni. Kristófer
Jónasson í Olafsvík keppti fyrir
HSH á Norðurlandamóti öldunga í
frjálsum iþróttum sem fram fór í
Malmö í Svíðþjóð fyrir skömmu.
Þátttakendur í mótinu voru um
fjögur hundruð. Kristófer varð í
þriðja sæti í þrístökki í 70-74 ára
flokki, stökk 7,98 metra og varð
hann einnig þriðji í stangarstökki
þar sem hann fór yfir 2,10 metra og
kom heim með tvö brons.
Það ber að fagna árangri og
dugnaði Kristófers. Hann er góð
fyrirmynd unga fólksins og sýnir
hvað hægt er að gera í einstaklings-
greinum íþrótta þar sem áhugi er
fyrir hendi.
Þá mættu Snæfellingar á Meist-
aramót Islands 12 til 14 ára í frjáls-
um íþróttum sem haldið var um
helgina 25. og 26. febrúar í nýja
frjálsíþróttasalnum í Laugardags-
höllinni í Reykjavík. Þar mættu 16
keppendur frá Snæfellsnesi úr
HSH. Það voru 7 úr Stykkishómi, 8
úr Grundarfirði og 1 úr Snæfells-
bæ. Krakkarnir stóðu sig með mik-
illi prýði, komust í úrslit og unnu
meistaratitla. Eini keppandinn úr
Snæfellsbæ, Brynjar Gauti Guð-
jónsson í Syðri-Knarrartungu í
Breiðavík varð íslandsmeistari og
vann tvö gull í hástökki og kúlu-
varpi og hann varð einnig annar í
60 metra hlaupi og langstökki og
vann þar með silfurverðlaun í þeim
greinum.
Þetta era góðar fféttir. Það má
örugglega búast við miklum frétt-
um af þessu unga fólki á komandi
sumri og árum.
Úr Bœjarblaðinu Jökli 9/3 2006
Heilsugœslustöðin Borgarnesi
Borgarbraut 65 - Borgarnesi
1976-2006 - 30 ára
Opið hús miðvikudaginn
22. mars kl. 13:00-16:00
113 mifiu
Sími á dagvinnutíma 437-1400
Vaktsími lœknis utan dagvinnutíma 895-4900
Neyðarsími 112
Allir Velkomnir!